Morgunblaðið - 18.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1993, Blaðsíða 12
12 B dagskrg MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRDAR 1993 Hvaða leikarar líkjast íbúum Hvrta hússins? Þegar er búið að finna leikara sem líkjast nýjum valdhöfum I Bandaríkjunum GRÍNISTAR í Bandaríkjunum eru þegar farnir að setja fram hugmyndir um sjónvarpsþætti um nýju forseta- og varafor- setahjónin í Bandaríkjunum og velja leikara sem farið gætu með hlutverk þeirra. Þættimir myndu segja sögu útivinnandi hjóna sem flytja ásamt dóttur sinni frá lítt áber- andi borg í suðurríkjum Banda- ríkjanna til Pennsylvaniu-breið- götu nr. 1600. Við sögu kæmu kænir stjórnmálamenn, kaldhæðnir frétta- menn, saxófónleikur og hugsanlega Elvis. Nafn þáttanna gæti verið Á fimmtugs- aldrieða D.C. 20500 sem stendur fyrir póstnúmerið í Washington þar sem Hvíta húsið er. Þættir með svipuðu nafni hafa notið mikilla vinsælda, Beverly Hills 90210, en það er póstnúmer hinna ríku og frægu í Hollywood. Grínistarnir telja alveg víst að skyndibitastaðir myndu slást um að fá að fjármagna gerð þáttanna sem eiga alveg örugglega eftir að ganga a.m.k. næstu fjögur árin. Hillary - Markie Post gæti leikið forsetafrúna, Hillary Clinton. Tipper - Joan Lunden gæti leikið varaforseta- frúna, Tipper Gore. Al - Christopher Reeve gæti leikið varaforsetann, Al Gore. Bill - Gæti Randy Quaidekkileikið sjálfan forsetan, Bil Clinton? Chelsea - Sara Gilbert gæti leilúð dóttur forsetahjón- anna, Chelsea Clinton. George - Peter Gallagher gæti Ieikið talsmann Bandaríkjaforseta, George Stephanopolous. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Umsátrið ★★Vi Það vefst ekki fyrir neinum hvert „Die Hard á skipi“ sækir fyrirmynd- ina. Sæmileg eftirlíking og ágæt af- þreying. Háskaleg kynni ★ ★ 'h Endirinn er afsleppur en myndin engu að síður óvenju raunsæ lýsing á hremmingum meðaljóns sem leikinn er trúverðuglega af Kevin Kline. i Aleinn heima 2 - Týndur í New York ★★★ j Úthugsaður iðnaðarvarningur úr I Hughes-verksmiðjunni sem nær fylli- ' iega tilgangi sínum; kemur gestum í : gott skap. Skúrkarnir fimagóðir. j Myndin er betri en forverinn. Lífvörðurinn ★★ Skemmtiðnaður og sápuópera í bland. Eitthvað fyrir alla. Þrír Ninjar (sjá Bíóhöllina). BÍÓHÖLLIN Umsátríð (sjá Bíóborgina) Háskaleg kynni (sjá Bíóborgina). Þrír ninjar ★★ Þrír strákar á fermingaraldri vinna á vopnasala í ágætlega heppnaðri krakkamynd sem er svona saklaust þrjúbíó. Farþegi 57 ★ ★ 'h Hryðjuverkamenn og þijóskur örygg- isvörður takast á í háloftunum í mynd sem geislar ekki beint af frumleika en afgreiðir málin sómasamlega. Aleinn heima 2 (sjá Bíóborgina). Eilífðardrykkurinn ★★V2 Kaldhæðnisleg svört kómedía um af- leiðingarnar sem leitin að eilífri fegurð getur haft í för með sér. Ekki mikið innihald þegar til kemur en útlitið og brellurnar eru fyrsta flokks. Systragervi ★ ★ ★ Vitnið Goldberg er falin um sinn í nunnuklaustri þar sem hún tekur við kórstjórninni. Áreynslulaust grin og gaman. HÁSKÓLABÍÓ Laumuspil ★★★ Hér fæst svar við því hvers vegna mannfólkið tekur Hollywoodafþrey- ingu fram yfir flestar aðrar kvikmynd- ir. Fagmennska í fyrirrúmi og stjörnu- skari prýða myndina. Einibeijatréð ★★*/2 Dulúðugur nornaseiður eftir banda- rískan leikstjóra með íslenskum leikur- um sem leika á ensku yfir íslenskum texta. Athyglisvert en seigfljótandi efni. Sunnudagsbarn ★ ★ Mild og átakalítil skoðun á sambandi föður og sonar eftir handriti Ingmars Bergmans en sonur hans, Daníel, leik- stýrir. Baðdagurinn mikli ★★★ Skin og skúrir einkenna þessa ágætu dönsku fjölskyldumynd um sumar í lífi ungs drengs á þriðja áratugnum. Clausen bestur í skemmtilegum leik- hópi. Forboðin spor ★ ★ Hrífandi skemmtun á meðan dansinn dunar en þunnildisleg þess utan. Karlakórinn Hekla ★★ Bestu stundir Karlakórsins Heklu eru söngatriðin þegar kórinn syngur sig inní hjörtu áhorfenda. Gamanþáttur- inn brokkgengur. Howards End ★ ★ ★ Frábærlega vel leikin og gerð bíóút- gáfa af sögu E.M. Forsters sem gerist um aldamótin síðustu. Bókmenntaleg, bresk og býsna skondin. LAUGARÁSBIÓ Geðklofinn ★★★ Brian De Palma er aftur kominn á fornar slóðir sálfræðitryllisins og þótt hann hafi notað flest af þessu áður gerir hann það með glans. John Lithg- ow er stórkostlegur sem fjórskipt per- sóna. Rauði þráðurinn ★★ Spennumynd sem byggir á óvæntum endi en verður aldrei neitt mjög spenn- andi og leikararnir ná ekki alveg tök- um á persónunum. Nemo litli ★★★ Ungur drengur bjargar draumaland- inu frá glötun í fallegri og hæfilega ógnvekjandi teiknimynd fyrir yngri kynslóðina. Talsetningin ómetanlegt innlegg. Eilífðardrykkurínn (Sjá Bíóhöllina) Kaldhæðnisleg svört kómedía um af- leiðingarnar sem leitin að eilífri fegurð getur haft í för með sér. Ekki mikið innihald en útlitið og brellurnar eru fyrsta flokks. REGNBOGINN Svikráð ★ ★ ★ Sláandi raunsæ og ofbeldisfull glæpa- mynd um uppgjör bófaflokks í yfir- gefnu vöruhúsi. Frábærir leikarar undir öflugri leikstjórn Quentins Tar- antinos sýna okkur inní helvíti giæp- anna. Rithöfundur á ystu nöf ★ ★ ★ Cronenberg hefur tekist að gera at- hyglisverða og einstaka mýnd eftir hinni sjálfsævisögulegu og þar af leið- andi kolrugluðu sögu Williams Burro- ughs. Hneykslar eða heillar. Síðasti Móhíkaninn ★★★★ Frábærlega gerð ævintýramynd, spennandi, rómantísk og skemmtileg. Day-Lewis er kostulegur í titilhlut- verkinu og Michael Mann fær prik fyrir góða leikstjóm. Tommi og Jenni mála bæinn rauð- ann ★★ Lítið fer fyrir gamla góða ástar/hatur- sambandi félaganna í mynd sem eink- um ætti að hugnast yngsta fólkinu. Miðjarðarhafið ★★★ Dátár finna draumalandið í Eyjahaf- inu á tímum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Afar vel leikin, hlý og mannleg óskarsverðlaunamynd. Sannkallaður sólargeisli í skammdeginu. Sódóma Reykjavík ★ ★ ★ Þrælskemmtileg gamanmynd eftir hugmyndaríkan húmorista um álappa- legar glæpaklíkur í Reykjavík. Leik- hópurinn er góður og frásögnin hröð. Ekta grín- og gysmynd. FÓLK ■MIKIÐ vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan Melissa Gilbert lék næst- elstu dótturina í þáttunum Hús- inu á sléttunni, enda áratugir síð- an þættirnir voru' teknir upp. Mel- issa var ham- ingjusamlega gift, en nú hefur hún sagt skilið við eiginmann sinn Bo Brink- man. Að sögn gerir hann ekki kröf- ur til helmings eigna hennar, en segist ánægður með fimm milljónir króna ásamt þeim húsum sem hjón- in keyptu meðan allt lék í lyndi. UJULIA Ormond breska leikkonan sem leikur Katrínu prinsessu í sam- nefndum sjón- varpsþáttum hef- ur tekið að sér hlutverk eig- inkonu Josefs Stalins í þriggja þátta sjónvarps- mynd sem verið er að framleiða í Bretlandi. Er Julia 0rmo,ld áætlað að fyrsti þátturinn verði sýndur í haust þar í landi. Julia, sem er 27 ára, er önnur í röðinni af fimm systkinum. Hún giftist árið 1988 Rory Edwards, sem leikur einnig í Katrínu prinsessu, en þau eru skilin. UHELEN MIRREN, nýtur nú meiri velgengni en nokkru sinni fyrr eftir leik sinni í framhaldsmyndun- um Djöfli í mannsmynd I og II (Prime Suspect). Þar leikur hún lögreglukonu sem „gerir mistök og er mjög gallaður persónuleiki. Hún er raunveruleg manneskja. Gæti verið til í alvörunni," segir Mirren. Mirren leikur aðallega í Evrópu en hún býr á stórri landareign nálægt Hollywood með leikstjóranum Tayl- or Hacford. Þau kynntust þegar Helen lék í mynd Hacfords, White Nights, árið 1985. Helen Mirren í hlutverki sínu í Djöfli í mannsmynd. SAGA-BÍÓ Á lausu ★★ Saga um einhleypa sem vilja vera á föstu. Mestanpart góður leikur áhuga- verðs leikhóps og ágæt hippatilfinning en svo verður myndin bara venjuleg, margtuggin ástarsaga. Lífvörðurinn (sjá Bíóborgina). STJÖRNUBÍÓ Hjónabandssæla ★★'/2 Hvað er þetta sem kallað er ást? Marg- umtöluð mynd Allens er einkar áhuga- verð krufning á nútíma hjónabandi, leikaraliðið er frábært og þú getur ekki annað en borið hana saman við atburði síðasta sumars. Þrumuhjarta ★★★ Einkar athyglisverður samsæristryllir sem gerist á vemdarsvæðum indíána og minnir á sögu þeirra og arfleifð um leið og flétt er ofan af sakamálun- um. Val Kilmer er góður. Heiðursmenn ★ ★ ★ Vi Spennandi og stórskemmtilegt réttar- haldsdrama með frábæram leikuram í hveiju hlutverki. Nicholson er stór- kostlegur. Meðleigjandi óskast ★★★V2 Sérstaklega spennandi og vel gerður sálfræðitryllir sem dregur þig fram á sætisbrúnina. Frábær leikur og Ieik- stjórn Barbets Schroeders er mögnuð. Bitur máni ★★★ Polanski á skuggavegum holdsins. Langur en því magnaðri erótískur sálfræðitryllir. Melissa Gilbert með syni sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.