Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1993 Ellin getur leikið gæludýrin grátt og haft ýmsa erfiða sjúkdóma í för með sér ELLISJÚKDÓMAR í dýrum eru eflaust algengari en flestir gera sér grein fyrir. Þegar aldurinn færist yfir gæludýrin okkar hijá þau ýmsir þeirra sjúkdómamar sem mannskepnan þarf sjálf að takast á við. Gömul gæludýr geta t.d. fengið krabbamein, heilablóðfall, hjartasjúkdóma, og gigt. Til þess að fá nánari upplýsingar um „mannasjúk- dóma“ í dýrum og meðferð þeirra spjallaði blaðamaður Daglegs lífs nýverið við Katrínu Harðardóttur, dýralækni á Dýraspítalanum í Víðidal. Að sögn Katrínar geta þau gælu- dýr sem lifa lengi, t.d. kettir og hundar, fengið ýmis konar ellisjúk- dóma. Hestar eru einnig það lang- lífir að þeir geta fengið svipaða ellisjúkdóma og gæludýr. En önnur húsdýr, eins og kindur og kýr, lifa oftast ekki það lengi að þau fái hrömunarsjúkdóma. Katín sagði að ellisjúkdómar færu að hijá hunda upp úr átta ára aldri en ketti aðeins seinna eða upp úr tíu ára aldri, en auðvitað þekktust þess dæmi að dýr veiktust fyrr. Krabbameln í dýrum Katrín sagði að dauðamein mjög margra katta væri krabbamein en einnig væru nýma- og lifrasjúk- dómar algengir hjá þeim. Katrín sagði að hundar og hestar greind- ust einnig með krabbamein. Tíkur fengju t.d. krabbamein í spena en hestar við skaufhús. Auk þessara dýra fengju minni gæludýr eins og páfagaukar, hamstrar, og naggrísir kýli og krabbamein. Að sögn Katrínar em dýr sem greinast með krabbamein ekki meðhöndluð með lyfjum. Ef æxlið er útvortis á dýrinu er hægt að taka það með skurðaðgerð, en ef meinið er innvortis t.d í bijóstholi Mm-mmhlaAið/Sverrír Katrín Harðardóttir og Þorvaldur H. Þórðarson gera að fótbroti hunds á Dýraspítalanum i Víðidal. er ekki skorið. Þá er eigendum ráðlagt að aflífa dýrið. Erfltt að lóga dýrunum Katrín sagði að erfítt gæti verið að fá dýraeigendur til þess að af- lífa dýrin sín, en samkvæmt dýra- vemdarlögum væri fólki skylt að slá dýr af ef þau væm kvalin. Dýralæknar gætu þess vegna ekki annað en hvatt til að dýmnum væri lógað. Katrín sagði að skipta mætti viðbrögðum dýraeigenda sem þyrftu að taka þessa ákvörðun í tvo hópa. Annars vegar væm þeir sem sættu sig við það að aflífun væri eina lausnin og samþykktu strax að dýrinu yrði lógað. Hins vegar væm þeir dýraeigendur sem ættu erfítt með að sleppa gæludýmnum sínum. Hún sagðist skilja vel viðbrögð þeirra þar sem hún ætti mörg gæludýr sjálf og vissi um þau sérstöku tengsl sem skapast á milli manns og dýrs. Hún sagði að þegar eigendur þurfí tíma til þess að sætta sig við þá ákvörðun að aflífa dýr væri reynt að halda dýmnum á lífí í smá tíma á lyfjum. Gæludýr- um væm þó aldrei gefín deyfih-f í stómm stíl. Hjartalyf og gigtarlyf Að sögn Katrínar em aðrir sjúk- dómar meðhöndlaðir með lyfjum þó að þeim sé ekki beitt við krabba- meini. Sem dæmi má nefna að hundar með hjartastækkun og vökvasöfnun í lungum fá hjartalyf til þess að lengja æviskeið þeirra eitthvað. Hjartalyfín em áþekk þeim sem mönnum með hjartasjúk- dóma em gefín. Einnig fá dýr gigt- arlyf en algengt er að gömul dýr fái liðslit. Katrín benti á að algeng- ara væri að hundar en kettir væm hijáðir af gigt og taldi líklegt að það stafaði einfaldlega af stærðar- mun dýranna. Blinda og tannleysi Að sögn Katrínar verða hundar líka oftar blindir en kettir þar sem Það getur reynst gæludýraeig- endum erfitt að segja skilið við dýrin sín. gláka er nokkuð tíð hjá þeim. Gæludýr eiga jafnframt við vanda- mál að stríða í tönnum og gómum þegar aldurinn færist yfír þau. Tannskemmdir em sjaldgæfar hjá dýmnum, en tannsteinn og tann- holdsbólga getur valdið usla hjá þeim á efri ámm. Þorvaldur H. Þórðarson starfsbróðir Katrínar skaut því að gæludýr gætu orðið skapstirðari þegar þau yrðu gömul. Þá yrði eigendur stundum varir við stirðbusahátt hjá dýmnum. Slys og beinbrot Dýr verða ekki aðeins veik þau geta líka lent í slysum. Hundar og kettir brotna oft á tíðum af ýmsum orsökum. Algengt er að þau fót- brotni t.d. þegar þau verða fyrir bíl. Ef dýrin em hraust að öðm leyti er hægt að setja brotin sam- an. Katrín var einmitt nýbúin að meðhöndla fótbrotinn hund. Hún sagði að það væri komið áberandi oftar með brotin dýr á sumrin en það væri þó alltaf einhveijar mán- aðarsveiflur. Það er því best að beina því að lokum til allra dýra- vina að hafa augun opin fyrir þess- um fjórfættu vinum okkar í um- ferðinni. ■ Anna Sveinbjamardóttir Verður einkenni Ó..U. þyn,r. ó meh,num tískunnar á næstu öld LÍFERNI mannsins veröur en ræða hans. spurgeon yndisleg ringulreið og stjórnleysi? MOSCHINO: Eftir alda mót verður tískan villt blanda af öllu mögulegu. „EKKI reyna að segja mér í hvers lags fötum ég á að ganga,“ verður heróp unga fólksins á næstu öld. Bandaríski tískufréttaritah- inn Lisa Bannon fullyrðir alla vega að svo verði. Stuttu pilsin tröllriðu öllu á 7. áratugnum. Síðan komu útvíðu buxumar og á 9. ára- tugnum minntu konur helst á íshokkfleikmenn því axlapúðamir voru svo stórir. Nú, á fyrstu ámm 10. áratugarins, gætir áhrifa frá 7. og 8. ára- tugnum þó sumum frammá- mönnum tís- kunnar finnist sú stefna hvorki fugl ié fiskur. í 50 ár hafa verið við völd einræð- isherrar í tískuheim- inum, og hefur aðsetur þeirra aðal- lega verið í París, Mflanó og New York,“ segir Lisa Bannon, sem fullyrðir að á næstu öld, eða eftir 10 ár, muni ríkja stjómleysi og fullkomið frelsi í klæðaburði. „Þeir sem sitja núna í dómara- sæti og úrskurða hvað sé í tísku og hvað ekki, viðurkenna að eftir tíu ár kunni þeir sjálfir að vera komnir úr tísku,“ segir hún. Fólk vill sjálft velja fötin ítalski tískuhönnuðurinn Gi- orgio Armani segist hafa áhyggjur af þróun í tískuheiminum. „Fata- hönnuðir hafa haft mikil áhrif á strauma og stefnur á síðustu tveimur áratugum. Líklega höfum við haft of mikil völd og nú vilja neytendur ekki lengur láta segja sér hveiju þeir eiga að klæðast." Franco Moschino, landi Arman- is, hefur náð miklum frama á síð- ustu árum og sérstaklega hafa fylgihlutir hans eins og töskur, belti og armbönd notið mikilla vin- sælda. Hann líkir tísku við stjóm- mál. „Tíska er afsprengi fasisma, ARMANI: Líklega höfum við haft of mikil völd undanfarna áratugi. einræðisstefnu," segir hann. Gianfranco Ferré, sem einnig er ítalskur, segir: „Nú er fólk sjálf- stæðara og gagnrýnna í fatavali en áður. Það hefur meira sjálfs- traust og treystir sér því best sjálft til að velja og hafna.“ Samdráttur Tískuhönnuðir hafa undanfarið kvartað undan minnkandi áhuga á tískusýningum. Af fréttum að dæma virðist forríkum viðskipta- vinum þeirra vera að fækka. Kenzo, hinn japanski, sá fram á þessa þróun nokkm fyrr en kolleg- ar hans, og ákvað að taka ekki framar þátt í árstíðarbundnum tískusýningum. Hann kvaðst frek- ar vilja einbeita sér að stærri mark- aðshlutdeild en eltast við „trúðs- FERRE: Nú er fólk ákveðnara og sjálfstæðara í fatavali. legar uppákomur fyrir spjátr- unga“, eins og haft var eftir hon- um. Armani telur að á næstu öld muni bæði karlar og konur klæð- ast meira í samræmi við eigin lífs- stfl en boð frá tískufrömuðum. „Stutt og síð tíska verður ekki til, heldur verða hönnuðir að einbeita sér að því að hanna fyrir hina ýmsu hópa þjóðfélagsins." Mosc- hino lifir í þeirri von að stjómleysi ríki í tískuheiminum eftir tíu ár: „Þá verður blönduð tíska og ekk- ert til sem heitir smekkvísi, ljótt eða fallegt. Tiskan verður villt blanda af öllu mögulegu, sem end- urspeglar þá staðreynd að í mann- tegu eðli er eitthvað af öllu. Þá mun ríkja yndisleg ringulreið." ■ BT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.