Morgunblaðið - 06.03.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1993 í AFAHÚSI Símalínurnar sem liggja inn í gaflinn við svefnherbergisgluggann syngja angurvært stef þegar hvessir, bruna- stigi liggur upp gaflinn, reynir hefur verið gróðursettur í garðinum í gæfu- skyni, fyrir neðan liggur brekkan að brunninum, þar svamla froskar sem „verður að veija,“ loks þjóðvegurinn og skógurinn þar fyrir handan. Fuglar syngja og narta í sæt ber. Þetta er hugljúf mynd af eðal-sænskri sveita- sælu, sem Per Olav Enquist hefur teiknað upp handa sér og okkur, para- dís þar sem „allt kemur heim og sam- an“. I húsinu býr aldurhniginn far- andpredikari ásamt unguni dóttursyni sínum, og stundum kemur dóttirin í heimsókn en hefur skamma viðdvöl. Sönginn í símastrengjunum segir afinn óma úr himnahörpu, enda virðast þræðirnir liggja beint til almættisins í himnahæðum. Milli fulltrúa tveggja kynslóða er kærleiks- ríkt samband, þeir njóta sveitakyrrðar- innar og krydda lítið eitt með spennusögum af loftbar- dögum Spitfire-véla við Húna. Húsið byggði afinn með eigin hönd- um. Einhvern veginn þannig lítur baksvið leikritsins „I lodjurets timma" út. Verkið var frumsýnt á Kungliga Dramatiska Teatern í Stokkhólmi árið 1988 og nefnist Stund gaupunnar í þýðingu Þórar- ins Eldjáms. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir verkinu, sem verður frumsýnt í kvöld á Litla sviði Þjóð- leikhússins, en Elín Edda Ámadótt- ir hannar leikmynd og búninga. Höfundur sækir titilinn í orðræðu stráksins í verkinu, sem er orðinn stálpaður þegar það hefst og segir frá gaupunni sem hvílist í tuttugu og einn tíma á sólarhring, veiðir í þrjá og matast í eina stund. 25. stundin er óútskýrt kraftaverk, til hliðar við tímann og samt innan hans, alveg eins og hin guðdómlega fegurð og tilvist... Sögumaður verksins er rúmlega sextug kona (Guðrún Þ. Stephen- sen), fyrrum kvenprestur í sænsku þjóðkirkjunni. Hún segir frá liðinni kvöldstund sem olli því að hún lét af prestskap, og gæðir túlkun hennar atburði fölum helgiljóma. Sögusviðið er í hróplegri mótsögn við sveitalífsmyndina; svartmálað- ur klefi, grindur fyrir öllum gætt- um, hermannabeddi á miðju gólfi undir grófri ábreiðu og tveir klapp- stólar úr málmi - þar er ekki leikið á hörpustrengi heldur rimlavirki. Stráksi (Ingvar E. Sigurðsson) sit- ur inni fyrir tvöfalt morð og íkveikju. Eftir að afi hans lést var húsið selt miðaldra hjónum. Þau Tilraunadýrið (Ingvar E. Sigurösson) og Lisbet hóskólanemi (Lilja Þórisdóttir) takast ó um ólíkt gildismat. heimsótti hann eitt vetrarkvöld en fann fyrir fátæklegan skilning á unaðssemdum staðarins og var í kaupæti fleygt út af fyrrum heim- ili. Þá braust hann inn og myrti bæði tvö með jámbút að vopni, dró þau út og lagði í faðmlögum í snjó- skafl. Beið síðan eftir mannaferð- um. Nokkru eftir að hann var vi- staður á hæli flúði hann til baka og bar eld að griðarstað æsku sinn- ar. Presturinn er sendur til hælisins milli fyrri sjálfsmorðstilraunar hans, sem mistókst, og hinnar seinni, sem tekst. Hún á að leiða piltinn af stigu villuhugmynda sem hijá hann, og eiga sinn þátt í að hann tekur ekki sönsum, að minnsta kosti að mati Lisbetar (Lilja Þórisdóttir), ungrar náms- konu frá nærliggjandi háskóla sem vinnur að sérstakri tilraun innan veggja geðsjúkrahússins. Tilraunin hefur lítt með mannúð að gera, en á sér, að sögn Lisbetar, fjölda virtra fyrirmynda úti í hinum stóra heimi. Eins og í öllum vísindalegum til- raunum er úrtak tilraunadýra, sem í þessu tilviki er hópur alvarlega geðtruflaðra sjúklinga og þ. á m. strákurinn, og samanburðarhópur, skipaður öðrum alvarlega geðtru- fluðum sjúklingum. Fyrri hópurinn fékk að halda dýr, til að athuga hvort nánd þeirra yrði til góðs, seinni hópurinn fékk að horfa öf- undaraugum á gæludýr hinna. Strákurinn fékk rauða köttinn Valla. Þessi tilraun með mönnum og um menn í einangrun geðsjúkra- hússins hrindir af stað ófyrirsjáan- legri keðjuverkan. Valli verðurtákn fegurðar í huga stráksins, tákn guðdómlegra sanninda sem engum leyfist að svipta burt. En þegar honum er svipt burt, orsakar það glæp. Spumingin er siðferðisleg; hver ber hinstu ábyrgð á ódæðinu, sá er framkvæmdi það eða þeir sem brydduðu upp á tilrauninni? Inn í þetta fléttast trúarleg minni tengd dauðanum og upprisunni, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi, og ýmislegt annað sem torvelt er að móta í röklegt samhengi. HÁSTÖKKVARINN OG HÖFUNDURINN Per Olav Enquist er pólitískur höfundur, í þeim skilningi að hann reynir með skrifum sínum að öðl- ast vitneskju um samfélagið og veruleikann, og ekki síst „kerfið, Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Þórisdóttir og Guðrún Þ. Stephensen í hlutverkum sínum í Stund goupunnor. mekanismann í samfélaginu," og hvernig brotalamir kerfisins birtast þegar sjónum er rennt til einstakl- ingsins og stöðu hans í spilverkinu. Þau skilaboð ganga í gegnum flest verka hans, að þjóðfélagið leiti yfir- leitt skýringa á dáðum, dáðleysi og ódæðum þegnanna í röngum afkimum lífsins. Enquist er fæddur 23. september árið 1934 í Hjoggböle í Vesturbotn- um í Svíþjóð en ólst upp í bænum Sjöbötten „meðal samkomuhúsa og bænastunda, meðal fólks sem þrýsti sér að trúnni eins og vafn- ingsviður." Hann lauk háskólanámi í Uppsölum, var um tíma meðal fimm bestu hástökkvara Svíþjóðar en sneri sér jafnframt að skáld- skap. Frumraun hans kom út árið 1961, og nefndist „Kristallögat." „Fárdvágen“ (1963) fylgdi í kjöl- farið, saga um ferðalag eða flótta, þ.s. atvik ferðalagsins endurspegla um leið lífsferð aðalpersónunnar. En „Magnetisörens femte vinter" (1964) vakti fyrst bóka Enquists umtalsverða athygli. Miðpunktur sögunnar er 18. aldar maðurinn Friedrich Meisner, lærisveinn Franz Antons Mesmer og kenninga hans um kraftflutning manna á milli í gegnum dáleiðslu (animala magnetism) til. að lækna tauga- veiklun. Tengjast loddaralegar lækningar Meisners (sem bera stundum árangur) hugleiðingum höfundar um óljós mörk hins falska og hins upprunalega, sannleika og lygi. Sama ár kom út bókin „Bröd- erna Casey“ en bak við höfundar- nafnið Peter Husberg leyndist Enquist ásamt þeim Torsten Ekbom og Leif Nylén. Titillinn á næstu bók Enquists, „Hess“ (1966), vitnar bæði til nasistans Rudolfs Hess en einnig annarra persóna verksins, sem eiga sér misjafnar stoðir í veruleikanum. Eins og „Magnetisörens femte vint- er“ er „Hess“ skáldsaga sem bygg- ir á eldri skáldskap. Boðskapur verksins er fremur siðferðislegur en pólitískur, enda hugrenningar um ást og völd helsta kjölfesta verksins, sem þykir ein merkasta formtilraun í sænskri skáldsagna- gerð á 7. áratug aldarinnar og með fyrstu bókum sem stimpla má póstmódemíska. Tilraunir með formið einkenndu raunar allar áð- urnefndar bækur, án þess að frá- sagnagleðin biði mikinn hnekki. „Hess“ skipaði Enquist í fylkingar- bijóst ungra höfunda í Svíþjóð, sem lét svo ummælt í viðtali á þessum tíma að: „Skáldsagan er svík, en nauðsynleg svik.“ „Legionárema - en roman om baltutlámningen" (1968) rekur í heimildastíl afdrif baltneskra flóttamanna í Svíþjóð eftir seinni heimsstyijöld, en þau eru meðal pólitískra vafamála í sögu landsins. Sagan varpar einnig ljósi á skráse- tjarann og breytingarnar á viðhorfi hans til rannsóknar sinnar. Höf- undur hefur sjálfur sagt að hana mætti kalla skýrslu fremur en skáldsögu. Ári síðar hlaut Enquist bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. í „Sekonden“ (1971) dregur hann upp veröld íþrótta sem tákn- mynd þjóðfélagsins, og gerir sam- tímis upp hugsjónir sænskra vinst- rimanna, sem biðu skipbrot við inn- rás Sovétríkjanna inn í Tékkóslóv- akíu árið 1968. Svipuð mál brunnu á honum í smásagnasafninu „Beráttelser frán de instállda uppr- orens tid“ (1974). Hann sneri sér því næst að leikritaskrifum með góðum árangri. „Tribademas natt“ (1975) sýndi Þjóðleikhúsið í þýð- ingu Stefáns Baldurssohar undir nafninu Nótt ástmeyjanna, en verkið fjallar um hjónaband August Strindbergs og Siri von Essen með hliðsjón af leikverki Strindbergs, „Den Starkere," sem skrifað var með Siri í huga. Stefán þýddi líka „Frán regnormarnas liv“ (1981) sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi árið 1983 undir heitinu Úr lífi ána- maðkanna, en það fjallar um sam- band dönsku leikkonunnar Johanne Luise Heiberg við H.C. Andersen. Fyrrnefnda leikritið færði honum alþjóðlega frægð, og hefur hann síðan hallað sér æ meira að skrifum fyrir leikhús og sjónvarp en skáld- sagnagerð. Má þar nefna „Mannen pá trottoaren (1979) sem hann skrifaði í samvinnu við Anders Ehnmark, og „Till Fedra“ (1980) sem notar goðsögnina um ást hinn- ar grísku Fedm á stjúpsyni sínum, sem efnivið. Þijár skáldsögur má þó nefna eftir þann tíma, „Musi- kanternas uttág“ (1978), „Ned- störtad ángel“ (1985) sem brúar að mörgu leyti bilið á milli Enquist nútímans og skrifa hans á 7. ára- tugnum, og „Kapten Nemos biblio- tek“ (1991) sem greinir frá sann- sögulegum fjölskylduharmleik frá æskuslóðum hans í Vesturbotnum, þangað sem allir þræðir virðast liggja eins og símalínur. SFr MENNING/LISTIR MYNDLIST Listasafn ísþtnds Yfirlitssýning á verkum Hreins Friðfmnsonar til 21. mars. Norræna húsið Færeysk myndlist á færeyskum menningar- dögum: Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Marius Olsen, Thorbjörn Olsen og Trándur Patursson. Kjarvalsstaðir Norræn farandsýning og sýning Guðrúnar Einarsdóttur til 7. mars. Mennlngarmiðstöðin Gerðubergi Sýning á verkum Ástu ólafsdóttur frá 22. feb. til 23. mars. Sýning á verkum Medúsu- hópsins til 5. apríl. Gallerí Sævars Karls Glerlistaverk Ingu Elínar Kristinsdóttur til 17. mars. G-15 gallerí Sýning á verkum Elíasar Hjörleifssonar til 31. mars. Hafnarborg Sýningu á verkum Guðjóns Bjamasonar. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Sýningar Sigríðar Hrafnkelsdóttur og Kristr- únar Gunnarsdóttur til 7. mars. Listasalurinn Portið/Hafnarfirði Sýning á verkum Björgvins Björgvinssonar og Willem Labeij opnuð. Gallerí Úmbra Sýning á smámyndum Helenar Guttormsdótt- ur stendur til 17. mars. Þjóðminjasaf nið Sýning v. samkeppni um safnmerki. Menningarstofnun Bandaríkjanna Málverkasýning Gerdu Cook frá 27. feb. til 14. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum verkum listamannsins. Gallerí 11 Sýning á verkum Sigurðar Vignis Guðmunds- sonar til 11. mars. Listhús í Laugardal Höggmyndir Helga Ásmundssonar sýndar til 31. mars. Cafe Mílanó Verk Titu Heydecker til marsloka. Gallery Sólon Islandus Sýning Guðjóns Ketilssonar stendur til 15. mars. TONLIST Laugardagur 6. mars. Björn Steinar Sólbergsson leikur orgelverk í Akureyrarkirkju kl. 12.00. Björk Jónsdóttir, sópran, Svan Víkingsdóttir, píanó, með tón- leika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 17.00. Kynning á ungu nútfmatónskáldi á Kjarvalsstöðum kl. 20.30. Sunnudagur 7. mars. Minningartónleikar um Pál ísólfsson í Stokks- eyrarkirlqu kl. 16.00. Kammerh^jómsveit Ak- urejrar leikur vínartónlist í íþróttaskemmunni kl. 17.00. Þriðjudagur 9. mars. CamiIIa Söderberg blokkflautuleikari og Bac- hsveitin í Skálholti leika í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Emst Sondum Dalsgarð flautuleikari og Johannes Andreassen, píanóleikari, leika í Norræna húsinu kl. 20.30. Miðvikudagur 10. mars. Háskólatónleikar í Norræna húsinu kl. 12.30. Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga í Verts- húsi,, Havammstanga kl. 21.00. Fimmtudagur 11. mars. Jazztónleikar færeyskra tónlistarmanna í Norræna húsinu kl. 20.30. Föstudagur 12. mars. Tónleikar færeyskra tónlistarmanna í Nor- ræna húsinu kl. 20.30. BOKMENNTIR Laugardagur 20. feb. Norræna húsið: Færeyski barnabókahöfund- urinn Martin Næs les úr verkum sínum á sunnudag kl. 14.00. Dagskrá Hoydal-systkina um William Heinesen miðvikudag 10. mars kl. 20.30. Sýning á ljóðum Stefáns Harðar Grimssonar á Kiarvalsstöðum til 7. mars. LEIKLIST Þjóðleikhús Stóra sviðið kl. 20.00: Dansað á haustvöku: Mið. 10. mars, sun. 14. mars. My Fair Lady: fím. 11. mars, fös. 12. mars. Hafið: sun. 7. mars, lau. 13. mars. Dýrin í Hálsaskógi: Sun. 7. mars. kl. 14.00, lau. 13. mars. 21. feb. Litla sviðið kl. 20.30: Stund gaupunnar: Frumsýning lau. 6. mars, sun. 7. mars, fös. 12. mars, sun. 14. mars. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: Stræti: Fim 11. mars, lau. 13. mars. Borgarleikhúsið Stóra sviðið: Kl. 14.00: Ronja ræningjadóttir; lau. 6. mars, sun. 7; mars, lau. 13. mars, sun. 14. mars. Blóðbræður: Lau. 6. mars, lau. 13. mars. kl. 20.00. Tartuffe eftir Moliere frumsýnt fös. 12. mars. Litla sviðið: Dauðinn og stúlkan frumsýnt fim. 11. mars. íslenska óperan Sardasfurstyryan kl. 20.00, lau. 6. mars, fös.12. mars, lau. 13. mars. Pé-leikhópurinn Húsvörðurinn kl. 20.00: Sun. 7. mars. N emendaleikhúsið Bensínstöðin kl. 20.00: Lau. 6. mars., sun. 7. mars. Leikbrúðuland Bannað að hlæja sun. 7. mars kl. 14 og 16. Leyni Leikhúsið „Þrusk’ á Café Sólon íslandus kl. 20.30., sun. 7. mars, mán. 8. mars, mið. 10. mars. KVIKMYNDIR MÍR-salurinnn: „Fávitinn," sun. 7. mars. kl. 16.00. Norræna húsið Færeyska kvikmyndin Atlantica Rhapsody sýnd mánud. 8. mars kl. 17.00. UMSJÓNARMENN LISTASTOFNANA OG SÝNINGARSALA! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði i þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudög- um. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Hverfisgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir: 91- 691294. RH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.