Alþýðublaðið - 16.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐ.UBL AÐIÐ blaðsias er í Aiþýðuhúsicu við Isgólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088» Auglýsiagum sé skilað þangað •ða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 20 árdegis, þann dag, sem þær •iga að koma í biaðið. Áskriftargjald e i ijl Lc s* » á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. cindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil tíl afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Kúgaður með tár- um, gamanleikur i 4 þáttum, eftir C. Had- don Chambers. Þessi nýji leikur er Leikfélagið hefir tekið sér fyrir hendur, að sýna er skemtilegur enskur gam- anleikur. Efnið er hvorki frumlegt né fjölbreytilegt, en höfundurinn klæðir það í skemtilegan og sum- staðar viturlegan búming og það er fyrir mestu. Parbury rithöfundur (R. E. Kvar- an) er kúgaður til undirgefni með tárum konu sinnar (Guðrún Ind- tiðadóttir). Einkaskrifari hans ung- frú Woodward (Soffia Kvaran) sem er 13. dóttir föður síns verður ást- fanginn í honum og kemst frúin að því, er skrifarinn er að kyssa ljósmynd af Parbury. Þá er úti um friðinn á heimilinu. Frúin stekkur burt með föður sínum af því að Parbury vill ekki segja skrifaranum upp. En Georg Gunn- ing (Ágúst Kvaran) gamall íélagi og drykkjubróðir Parbury, sem er í heimsóka hjá honum, bjarg- ar öllu við með því að verða ástfanginn í ungfrú Woodward og trúlofast henni. Enda mátti ekki tæpara standa því veslings Par- bury, sem elskar konuna þrátt íyrir alt er nær því búinn að missa sltáldagáfuna og Armitage ofursti (Friðf. Guðjónsson) faðir frúarinnar er búinn að fá nóg af tárum dóttur sinnar þessa einu nótt, sem hún dvaidi heima hjá honutn. Það minnir hann fullmik- ið á blessunina hana móðir henn- ar sálugu. Og svo er hún líka nærri því búinn að hafa af hon- um stefnumót með vinkonu hans af spönskum ættum, Leikendurnir leysa hlutverk sín yfirleitt ágætlega af hendi Beztur er leikurinn f 4. þætti, þar sem Gunning trúlofast ungfrú Wood ward og Parbuty prédikar fyrir konu sinni, er þau sættast aftur, að vegur hjónabandsins skuli stráð- ur blómum sjálfsafneitunarinnar. Menn ættu ekki að svifta sig þeirri ánægju er þeir munu verða aðnjótandi við að horfa á leik þennan. Áherfandi. JilagjSjin. IV. árgangur af þessari bók er nýútkomin og er fjöiskrúðug að efni og ýmislegt, sem hugann má gleðja í henni. Þar eru sögur, sönglög, jólahugleiðing, myndir, kvæði, dýrasögur, ritgerðir, ferða- sögur og samtíningur. Meðai þess sem finst í bók þessari er ferðasaga efttr Ó!af Sveinsson, sem segir frá Ó!ympíu- Ieikjunum í sumar í Antwerpen. Frásögnin-er einkar Ijós og lipurt skrifuð og fylgja nokkrar myndir. Mun vafalaust mörgum finnast það einhver skemtilegasti hluti bókarinnar. Hefir margt einkenni- legt og merkilegt borið fyrir þá er förina fóru í sutnar. Annars er ekki tilætlunin með þessum línum að telja upp og lýsa innihaldi og efni bókarinnar, að eiris vekja efíirtekt á henni. Bókin lítur yfirleitt vel út, en þó er sá galii á henni, að auglýsing- um er blandað innan um Samtín- inginn, en það er óheppilegt, ef menn viija binda bókina. Ef aug- lýsingum þarf að ltoma fyrir í bókum, ætti að hafa þær þannig, að taka megi þær úr, ef vill, þeg- ar bókin er bundin. s Dó eftir 68 daga. írinn Michael Fitzgerald er dá' inn í fangeisinu í Cork, eftir að hafa svelt sig í 68 daga. Hann var Sinn Fein. Porg-eir í Vík. Hvernig saga hans varð t\l Sonarsortur Þorgeirs í Vík, þess er Ibsen forðum tók sem fyrir- mynd f kvæði með sama nafnL dvelur í Álaborg í Dantnörku. Hann er 74 ára gamail og heitir Nicolay Bie. Hann er stýrimaöur. Blaðritari við »Nordjylland« átti nýskeð viðtal við karlinn og sagði hann blaðritaranum svo frá: „Það var þegar hann Ibsen bj6 á Hesnesi, að hann heyrði sagt frá afa mínurn, og þá gerði hanrt'. kvæðið fræga, um það sem hon? um var sagt. Kvæðið er reyndar ekki gert um einn mann. Heldur eru þrjár eða fjórar persónur bræddar sanr- an. En það er bó satt, engu að síður, að afi minn réri til Fiat- strandar, til þess að flytja byggið heim til Noregs. Eg held það hafi verið árið 1801. Þá sigldi hann á litlu skipi' með fisk frá Noregi til Hollands,. og var tekinn til fanga af Bretum úti fyrir Amsterdam. Það stendur heima, þegar sagt er að hann hafí verið mörg ár í »prísund«. Hana lærði að tala ensku og losnaði ekki fyr en eftir langan tíma. Þá fór hann aftur heíni ti! Hesnes. En ária liðu og aftur kom stríðið, og með því neyð og sultur, og þá var það að hann tók 12 feta kænu sína og réri á henni yfir tii Skagans eftir þrem byggtunnum handa koau og barni. Bretar gættu strandarinnar, en hann komst í kringum þá og féklc byggið. Og hann réri alt hvað aftók, uns hann sá aftur fjöli Noregs upp úr morgurtþokunni, en alt í einu, þegar þokunni Iétti, sá hann lfka enskt herskip upp undir landi við Hesnes. Það er réít, að hann freistaði þess, að komast undan á fiótta. En hann náðist. En Ibsen hefir ekki þótt sögu- lokin nógu spennar4di, því þegar afi minn kom á skipsfjöl og gat talað ensku við skipverja og sagt þeim frá farsgelsvist sinni, neyð sinni nú og hinni einstöku dirfsku- för, létu þeir hann í friði fara með byggtunnurnar þrjár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.