Alþýðublaðið - 16.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 25 ára ársfíáííð stúkuanar Einingin nr. 14 verður haldin í G.-T.-húsinu miðvikudaginn 17. þessa mánaðar klukkan 8. Pyrst. Teknir inn nýir félagar, síðan söngur og ræðuhöld, upp- lestur, leikinn sjónleikur og síðast danz — Skuldlausir félagar stúkunaar fá ókeypis aðgang. — Annara stúkna félagar geta fengið keypta aðgöngumiða í Good-Templ- arahúsinu iílulilíí.uíi 4= sama dag. cTCyir féíagar ésRasí scm fíestir. Fulltrúaráðsfundur verður haldinn annað kvöld (miðvikudag) klukkan 9 síðdegis í Alþýðuhúsinu. — Hinir nýkosnu ínllr-ti'iai- mæti. Munid eftip uppboðínu, s©jm. haldið vea?öus? í Pakkhúsi Nathans & Olsena í dag. Sambandsþingsfundur verður í kvöld klukkan 5 í Góðtemplarahús- inu (uppi). — Kogin sauMLl>e.ii<i@stjójrn.. l^ógax? andxnn* Amertsk landnemasaga. (Framh.) „En hvernig eigum við að fara í kring um þorparana sem á und- an okkur eru?“ spurði Roland dapur í bragði. .Við komumst undan þeim, með því að fara á eftir þeim, uoz þeir snúa við, þar sem þið snéruð við; eg ábirgist að óhræsin fara altaf nákvæmlega eftir sporum ykkar ■— og þá getum við róleg farið á undan þeim og látið þeim eftir að elta okkur, þegar þeir loksins hafa fylgt öllum villigötum þín- um“. „Eg hygg þú hafir á réttu að standa', sagði Roland. „í*versta falli lendir okkur saman við þessa fimm þrjóta, og eg lofa þér, að eg skal láta tvo eða þrjá þeirra hafa nóg að gera, meðan þú kemur stúlkunum undan". „Drengilega mælt“, mæiti Nat- han. „En treystu annars á Pétur. Þú munt brátt sjá, að þar átt þú bróður í leik. Friðarvinur verður að hafa einhvern með sér, sem varar hann við, þegar óvinir nálgast". Leiðsögn Péturs. Að svo búnu skipaði Nathan þannig niður lestinni, að hver reið eftir öðrum, og bauð hann þeim að hafa sem hljóðast um sig. .Þegar þú sér mig veifa hend- inni yfir höfði mér“, var síðasta skipun hans til Rolands, sem kom næst á eftir honum, „þá láttu íólkið nema staðar; ef eg kasta mér flötum til jarðar, þá farðu með það inn i næsta runna og láttu það hafa þar hægt um sig, því þá geturðu reitt þig á, að hætta er á ferðum. Með hjálp Péturs mun alt ganga slysalaust*. Að svo mæltu gekk harm í farar- broddi, en hundur hans rann íjörutíu til fimmtíu skref á undan honum. Hefði Roland verið nógu nserri, til þess að geta veitt hundinum nákvæma eftirtekt, hefði hann vafalaust undrast, með hve mik- illi nákvæmni hann fylgdi slóðinni og læddist frá einu tré að öðru, eins og hana vissi, að líf sex manna væri undir honum komið. En Roland gat ekki í fjarlægð séð þetta nákvæmlega, þó sá hann svo mikið, að hann varð þess fullvís, að hénpi sýndi engu minni dugnað og áhuga en hús- bóndi hans. Nathan gekk álúiur skugga frá skugga og hæð af hæð, hröðum skrefum, og bar ekki vitund á venjulegu haltri hans eða hiki. Þegar þeir voru á leiðinni upp bratta brekku, sýndi hundurinn í fyrsta skifti skarp- skygni sína. Þegar hann var kom- inn upp á brekkubrúnina, lagðist hann flatur til jarðar, og með nokkrum hröðum sveiflum með skottinu sýndi hann, að óvinirnir voru á næstu grösum. Að því búnu iá hann grafkyr, eins og steinn væri. Nathan nam skyndi- lega staðar og gaf með hendinni hið umtalaða merki um að ferða- fólkið skyldi stanza. Því næst skreið hann upp brekkuna, og hafði varla náð brúninni, þegar hann lagðist endilarjgur á jörðina — sýniiegt merki um yfirvofandi háska. Nokkrar stúlkur geta enn fengið tihögn í handavinnu á Hverfisg. 55. Margrét K. Jónsdóttir. Ritstjóri og ábyrgðarmaSor: Ólafur Friðrikuon. Prent&miðjan Gatenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.