Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 2

Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 1967 var (sland ekki inni á listanum, komst ekki á HM í Svíþjóð. Tékkar vom bá í efsta sæti. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 ■ ALBANSKIR innflytjendur í Hyltebruck í Svíþjóð skiptu í tvö lið á dögunum og spiluðu knatt- spymu. The European segir leikn- um hafa lokið sorglega: einn leik- mannanna var stunginn til bana af andstæðingunum. ■ SHAQUILLE O’Neal, nýliðinn frábæri hjá Orlando Magic í NBA- deildinni, safnar úrklippum úr blöð- um, en sagði nýlega: „Ég les ekki greinarnar um sjálfan mig, skoða bara myndirnar." ■ O’NEAL þénar gríðarlega vel, enda góður leikmaður. Shaquille er brosmildur, og segist hafa upp á þrenns konar bros að bjóða: millj- ón dollara, tveggja milljóna dollara og þriggja milljóna dollara... ■ ASTRID Strauss, sundstúlkan þýska sem féll á lyfjaprófi í fyrra og kenndi bjórdrykkju um, var tek- in í rannsókn á föstudag. Skera á úr um það hvort mikil bjórdrykkja geti orsakað það að líkaminn fram- leiði afreksaukandi efni. Mm FOLX ■ STRAUSS, sem keppti fyrir Austur-Þýskaland og er fyrrum heimsmeistari, var sett í 18 mánaða keppnisbann í desember, eftir að karlhormónið testosterone fannst í þvagsýni hennar, á æfingatímbili í mars í fyrra, en efnið er grunnefni allra anabólískra stera. Hlutfall hormónsins var hærra hjá Strauss en hjá Ben Johnson, sem settur var í lífstíðarbann á dögunu. ■ SÝNI var tekið úr Strauss á föstudag og verður rannsakað bæði í London og París. Hún heldur því fram að líkaminn hafi framleitt hormónið eftir að hún drakk átta til tíu bjóra í gleðskap fyrir lyfja- prófið. ■ MICHAEL Anicic, 18 ára Þjóð- veiji af serbneskum ættum, sem leikur með Eintracht Frankfurt, var með aðalliðinu í fyrsta skipti gegn Bayern Miinchen um fyrri helgi. Hann stóð sig mjög vel, en engu að síður var baulað á hann um helgina á heimavelli og kappan- um var skipt útaf. ■ ANICIC kom í sjónvarpsviðtal eftir leikinn gegn Bayern og þótti svo grobbinn að mönnum ofbauð. Þjálfari hans, Júgóslavinn Step- anovic, sagði framkomu drengsins í sjónvarinu hafa komið sér á óvart. „Hann sló um sig eins og hann hefði leikið í 15 ár í deildinni," sagði þjálfarinn. É ANICIC var miður sín þegar honum var skipt út af um helgina og gekk grátandi af velli. ' ■ ALAIN Prost, franski ökuþór- inn kunni, sigraði um helgina á fyrsta grand-prix kappakstri ársins; suður-afríska kappakstrinum í Ky- alami. ■ PROST var ekki með á síðasta keppnistímabili en gekk til liðs við Williams liðið í vetur. Ayrton Senna frá Brasilíu, sem ekur fyrir McLaren, varð annar á sunnudag- inn og Bretinn Mark Blundell þriðji á Ligier. MÚTUR Landsliðsþjálfari Islands í handknattleik hefur neitað að tjá sig opinberlega um dóm- ara í íþróttinni, þó eftir því hafí verið gengið. A stundum hefur hann átt erfítt með sig, eins og eftir leikinn gegn Ungvetjum s.l. fímmtudag, en samt látið kyrrt liggja. Hann veit af eigin reynslu að hvað dómara í alþjóðleg- um handknattleik varðar bera fæst orð minnsta ábyrgð. Eins og málum er háttað eru aðfinnsl- ur landsliðsþjálfara sem olía á eld og þær hafa dregið dilk á eftir sér. Orð í eyra hafa verið geymd en ekki gleymd, en mál er að linni. Þegar Alþjóða handknattleiks- sambandið eða hinar ýmsu nefndir þess bera á góma er við- kvæðið gjarnan að mafían ráði þessu og mafían ráði hinu. Óánægja hefur oft blossað upp í sambandi við dómaramál, en svo virðist sem menn sætti sig við orðinn hlut og í stað þess að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll hugsa margir fyrst og fremst um hvernig þeir geti nýtt sér breyskleika dómara eins og aðrir hafa sannanlega gert. Æ fleiri reyna að taka þátt í hrunadansin- um án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum og samnefn- ari þátttakenda, alþjóða foryst- an, hefur alla tíð látið gagnrýni sem vind um eyru þjóta, borið allar ásakanir af sér og komist upp með það. Samt eru þess dæmi að dómarar hafa orðið að súpa seyðið af gjörðum sínum — verið settir í bann — þó aðrir hafi komist upp með að ráðskast með leiki að vild. Alþjóða hand- knattleiksforystan hefur ekki gengið fram fyrir skjöldu, tekið á málinu af festu og hreinsað til. Fyrir vikið nýtur alþjóða handknattleikur ekki nærri eins mikillar virðingar og aðrar vin- sælar íþróttagreinar. Staðreyndin er sú að sumir forystumenn leggja mikið í söl- umar til að fá dómara á sitt band. Þeim er hreinlega mútað til að leggja sitt af mörkum til að úrslitin verði viðkomandi hag- stæð, íslenska dómaraparið, sem dæmir á HM í Svíþjóð staðfesti í viðtali við Morgunblaðið fyrir keppnina að víða væri pottur brotinn, en ekki væri reynt að fá dómara frá Norðurlöndum til að dæma gegn sannfæringu sinni, því þeir væru ekki til við- tals um slíkt. Alþjóðlegur handknattleikur stendur á vissum tímamótum. Með tilkomu Evrópukeppni landsliða skapast möguleiki á að efla íþróttina og auka útbreiðslu hennar, en slíkt er borin von ef menn geta keypt úrslit. Vel færi á því að íslensk hand- knattleiksforysta fylgdi orðum fyrrnefndra dómara eftir og tæki málið upp í Stokkhólmi í vikunni. Næsta heimsmeistarakeppni verður á íslandi eftir tvö ár og verður fylgst grannt með fram- göngu íslensku framkvæmda- mannanna. Þeir hafa aldrei verið f betri aðstöðu til að hafa áhrif á alþjóðlegan handknattleik og með því að leggja fram ákveðna og harða stefnu í dómaramálum ná þeir ekki aðeins örugglega til allra þátttökuþjóða heldur vinna æ fleiri á sitt band. Tilfellið er að mútur eiga ekki uppá pallborðið, en á meðan aðgerðarleysi Ijöldans ræður ríkjum hvarflar ekki að áhrifamönnum í innsta hring að snúa við blaðinu. Steinþór Guðbjartsson Mútugjaf ir til hand- knattleiksdómara verð- urað uppræta Ætlaði ekkijúdókappinn BJARIMIFRIÐRIKSSON að vera hættur keppni? Þettaer bara svo gaman... BJARNI Friðriksson, besti júdómaður íslands, vann enn ein gullverðlaunin á erlendri grundu um helgina; varð hlutskarp- astur í 95 kg flokki á opna skoska meistaramótinu og er það í fjórða skipti sem hann hrósar sigri á þeim vettvangi. Bjarni verður 37 ára í sumar. Hann hefur keppt á fernum Olympíu- leikum og hefur margsinnis lýst því yfir að nú fari ferlinum líklega að Ijúka en svo virðist sem hann geti bara ekki hætt að sigra! Bjarni kom heim frá Skotlandi á sunnudagskvöldið og Morg- unblaðið náði tali af honum í gær. Hvernig var það, Skapti Bjarni, ætlaðirðu Hallgrímsson ekki að vera hætt- skrifar ur? „Jú, en þetta er bara svo gam- an! Og árið í fyrra var það besta hjá mér frá upphafi, þannig að það er erfitt að hætta svona einn, tveir og þrír. Ég vann fjögur mót úti í fyrra, varð annar í einu og var áttundi á Evrópulistanum í mínum flokki. En þó ég segi að árið í fyrra hafi verið það besta standa Ólymp- íuleikarnir ’84 alltaf upp úr — það er besta einstaka mótið, en árang- urinn í heildina var bestur í fyrra.“ Þú rekur eigið fyrirtæki, sem hiýtur að taka mikinn tíma. Hef- urðu alltaf tíma til að æfa nóg? „Það fer rosalegur tími í þetta, en ég æfi að rnestu leyti á kvöldin og um helgar. Ég æfí júdóið þrisv- ar í viku og lyftingar tvisvar, og svo þegar nær dregur mótum æfi ég tvisvar suma daga; bæti við æfingu í hádeginu. Svona verður þetta að 'vera ef maður ætlar að ná árangri. Og það þarf líka að æfa meira eftir því sem maður eld- ist, til að halda sér við.“ Nú er heimsmeistaramót í ár. Þú verður væntanlega með þar? „Já, ég held ég stefni á það. Og ég stefni alltaf hátt auðvitað. Ég varð sjöundi á HM ’89, en var meiddur þegar HM fór fram ’91.“ Og nú eru ekki nema þijú og hálft ár í Ólympíuleikana í Atl- anta... „Já, einmitt. Það styttist í þá! Nei, ég held ég geti alveg lofað því að ég verði ekki þar. Að minnsta kosti ekki sem keppandi. Það gæti Morgunblaðið/Sverrir BJarni Frlðriksson kominn úr júdógallanum: Maður spyr sjálfan sig oft að því þegar komið er á áfangastað og verið er að leggja af stað inn á dýnuna, hvers vegna í ósköpunum maður sé að standa í þessu. auðvitað verið spennandi að keppa í Atlanta, en til að undirbúa það yrði maður að vera nánast ein- göngu í þessu. Þá þyrfti ég að geta farið á sjö til tíu mót á ári erlendis, en það er mjög dýrt og ég kosta þetta sjálfur að miklu leyti. En ég fer á EM og HM í ár og svo held ég þessu sé lokið. Ég ætla líka að reyna að sigra í opna flokknum á Islandsmótinu. Það yrði fimmtánda árið í röð ef mér tækist það.“ Þú hefur staðið lengi í eldlín- unni. Verðurðu aldrei þreyttur á þessu? „Jú, maður spyr sjálfan sig oft að því, þegar maður er kominn á áfangastað erlendis og að leggja af stað inn á dýnuna, hvers vegna í ósköpunum maður sé að standa í þessu. En það gleymist alltaf um leið og keppnin byijar." Aðeins um mótið í Skotlandi um helgina. Þú hlýtur að vera ánægður með árangurinn? „Já, mjög ánægður. Segja má að ég hafí varla keppt neitt sem heitið getur síðan í Austurríki í júní í fyrra. Ég fékk eina glímu í Barcelona og tapaði eftir tíu se_k- úndur í Frakklandi í janúar. Ég fann að ég var rosalega seinn af stað í byijun í Skotlandi en síðustu tvær glímurnar voru í mjög góðu lagi.“ Hvað er svo framundan? „Opna breska mótið er eftir þijár vikur og portúgalska mótið viku seinna. Eg stefni á að fara þangað ef við náum að safna peningum fyrir því. Það væri gott í undirbún- ingnum fyrir EM.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.