Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 1
rjjtiulilfiíiití) MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 BLAÐ KJARVALSSTAÐIR 20 ÁRA Morgunblaðið/Kristinn Jóhannes Kjarval tekur fyrstu skóflustung- una að Kjarvalsstöðum 1966 að viðstödd- um þóverandi borgarstjóra, Geir Hall- grímssyni, og fleiri gestum. A smærri myndunum mó sjó listasafnið í dag. IMOTUN Miðvikudaginn 24. mars nk. verða 20 ár liðin frá því að Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun og á þessum stutta tíma hefur tekist að laða þangað gesti í tugþúsundatali sem hafa komið til að njóta þeirra menn- ingarviðburða sem þar eru í boði. Kjarvalsstaðir hafa alla tíð verið fjöl- sóttir en ekki hafa allir verið á einu máli um starfsemina þar eða jafnvel sjálfa bygginguna enda eðlilegt að staður sem þessi sé umdeildur. Aðdragandann að því að Kjarvalsstaðir risu við Miklatún má rekja til stofnunar Listamannaskálans er stóð við hlið Alþingishússins í rúmaii aldarfjórðung og var helsta sýning- arrými myndlistarmanna á þeim árum. Listamannaskálinn var þó aldrei ann- að en bráðabirgðahúsnæði og hélt hvorki vatni né vindum undir það síðasta. Lista- menn og samtök þeirra höfðu strax um 1960 farið að leita að öðru sýningarhúsnæði en ekki haft erindi sem erfiði enda samtökin févana og lítil von um opinbera styrki. Tvö önnur atriði höfðu áhrif á gang þess- ara mála. í fyrsta lagi var á sama tíma ver- ið að vinna að skipulagi að útivistarsvæði við Klambratúnið í Reykjavík, sem þá hafði verið nefnt upp á nýtt Miklatún, og í öðru lagi átti meistari Kjarval áttræðisafmæli hinn 15. október 1965. Hjólin tóku svo veru- lega að snúast þegar Ragnar Jónsson í Smára nefndi það við þáverandi borgar- stjóra, Geir Hallgrímsson, að borgin myndi heiðra Kjarval á afmæli hans og reisa yfir listaverk hans hús sem gæti þá einnig orðið sýningarsalur á svipuðum nótum og Lista- mannaskálinn. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn í borgarráði og var samþykkt að leita til Hannesar Kr. Davíðssonar arki- tekts um að teikna hið nýja hús en hann hafði þá þegar gert uppdrætti af nýjum lista- mannaskála fyrir Félag íslenskra myndlistar- manna. Húsinu var svo valinn staður við Miklatún sem var í samræmi við þær skipu- lagstillögur er unnið var eftir. A 180 ára afmæli Reykjavíkurborgar tók svo Kjarval fyrstu skóflustunguna að hinu nýja myndlist- arhúsi. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.