Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
B 3
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Bryndís Petra Braga-
dóttir, Þróinn Karlsson
og Guðrún Jónsdóttir
í ærslafullum dansi.
DROTTNING
ÓPERETTUNNAR
Rosalinda von Eisenstein mætir prúðbúin í veislu Orlofsky, en
Ingibjörg Marteinsdóttir fer með hlutverk Rosalindu.
Óperettan Leðurblakan eftir Johann Strauss verður frumsýnd
hjó Leikfélagi Akureyrar næstkomandi föstudagskvöld, en 30
ár eru nú liðin frá því síðast var ráðist í að flytja óperu hjá
félaginu. Tæplega 40 manns taka þátt í sýningunni, einsöngv-
arar og leikarar, kór, hljómsveit og dansmeyjar, en yfir 50
manns koma við sögu á einn eða annan hátt vegna upp-
færslu óperettunnar. Leðurblakan hefur farið sigurför um
heiminn frá því hún var frumsýnd árið 1874. Leikstjóri er
Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir, Böðvar Guðmundsson þýddi
verkið fyrir LA, Karl Aspelund gerði leikmynd og búninga,
Ingvar Björnsson sér um lýsingu og Roar Kvam sér um hljóm-
sveitarstjórn og útsetti hann einnig tónlistina.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þau bera hitann og þungann af því að koma drottningu óperettunnar, Leðurblökunni, á fjalir sam-
komuhússins á Akureyri. Efst er Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, þá Roar Kvam hljómsveitarstjóri
og Karl Aspelund sem hannar búninga og leikmynd, en fremstir sitja Ingvar Björnsson Ijósameistari
LA og Jón Bjarni Guðmundsson aðstoðarleikstjóri.
Þeir elda grátt silfur, Gabriel von Eisenstein og Dr. Falke, en það
eru Jón Þorsteinsson og Steinþór Þráinsson sem fara með hlut-
Hópurinn sem að sýningunni
stendur er afar samstilltur
og jákvæður, það eru allir
samtaka um að gera sýninguna
sem best úr garði og það hefur
verið lifandi stemmning á æfíng-
um,“ sagði Kolbrún, en þetta er í
fýrsta skipti sem hún leikstýrir
hjá LA.
I helstu hlutverkum Leðurblök-
unnar eru Jón Þorsteinsson sem
leikur von Eisenstein, Ingibjörg
Marteinsdóttir sem leikur eigin-
konu hans, Rosalindu, og Guðrún
Jónsdóttir sem leikur herbergis-
þernuna Adele. Aðrir einsöngvarar
og leikarar eru Steinþór Þráins-
son, Aðalsteinn Bergdal, Þuríður
Baldursdóttir, Michael Jón Clarke,
Már Magnússon, Sigurþór Albert
Heimisson, Bryndís Petra Braga-
dóttir og Þráinn Karlsson.
„Það er mikil ögrun fyrir mig
sem leikstjóra að fást við hóp sem
hefur jafn ólíka reynslu að baki
og í þessu tilviki. Þarna eru reynd-
ir leikarar og söngvarar í bland
við óreyndara fólk,“ sagði Kol-
brún.
Síðustu gleðidagar aðalsins
Leikurinn, sem er í þremur þátt-
um, fer fram í Vínarborg árið
1874 og sagði Kolbrún að hann
væri söngleikur síns tíma. „Þetta
var léttmeti 19. aldarinnar, söng-
leikur gerður upp úr gamanleik.
Hann var frumsýndur á tíma sem
segja má að hafi verið síðustu
gleðidagar aðalsins í Evrópu og
segir frá efnuðum borgurum, ,en
borgarastéttin var að festa sig í
sessi og um það bil að taka völd-
in. Við ákváðum við uppfærsluna
að vera trú þessu tímabili og flytj-
endur hafa kynnt sér tíðaranda
og siði þess. Þá eru búningar gerð-
ir eftir fyrirmyndum frá 19. öld
og er hver kjóll þar af leiðandi hið
margslungnasta meistarastykki."
Villa á sér heimildir
Fyrsti þáttur verksins gerist á
heimili Einsteins-hjónanna síðla
dags, húsbóndinn er á leið í fang-
elsi fyrir skattsvik þegar gamall
félagi fær hann til að koma með
sér í veislu hjá Orlofsky prins.
Annar þáttur gerist í veislunni, en
sá þriðji í fangelsinu þegar komið
er fram undir rauðan morgun.
„Það eru allir að villa á sér heim-
ildir öllum stundum, en eins og í
góðum gamanleikjum fá áhorfend-
ur ætíð að vita örlítið meira um
gang mála í leiknum en persónurn-
ar á sviðinu," sagði leikstjórinn.
„Það hefúr verið mér dýrmæt
reynsla að vinna að þessari sýn-
ingu. Ég hef áður sett upp mann-
margar sýningar en aldrei áður
unnið með klassíska tónlist og ég
hef lært alveg ótrúlega mikið af
því tónlistarfólki sem tekur þátt í
verkinu. Það hefur orðið til ný
vídd, opnast nýr heimur þannig
að ég er í sjöunda himni,“ sagði
Kolbrún.
Góð stemmning
Roar Kvam er hljómsveitarstjóri
og annaðist hann útsetningu tón-
listar í verkinu og sagði hann það
hafa verið geysimikið verk. Upp-
runalega útsetningin gerir ráð fyr-
ir sinfóníuhljómsveit, en Roar hef-
ur útsett tónlistina fyrir tíu manna
hljómsveit. „Ég byijaði á þessu
verki í maí í fyrra og ég kláraði
það síðasta sunnudag," sagði Roar
í samtali fyrr í vikunni, en radd-
skrána í verkinu sagði hann vera
upp á 1.500 síður. Hlutverk hljóm-
sveitarstjóra er að bera ábyrgð á
tónlist í sýningunni og stjórna
hljómsveitinni.
„Þetta er frábær tónlist, þessi
óperetta er snilldarverk. í henni
er dansmúsík þessa tíma, mikið
um valsa, polka og marsa sem fína
fólkið dansaði eftir. Valsarnir eru
aðalsmerki Strauss og eru afskap-
lega skemmtilegir,“ sagði Roar.
Hann sagði að vinna við æfingar
hefði gengið vel og að mörgu leyti
betur en hann átti von á. „Þessi
hópur hefur unnið vel saman,
stemmningin er góð og allir mjög
verk þeirra í Leðurblökunni.
jákvæðir og vilja gera sýninguna
eins góða og hægt er. Misklíðar-
efnin eru ótrúlega fá og það eru
allir í góðu skapi.“
Gróska í tónlistarlífi
Hljóðfæraleikararnir koma úr
hópi kennara og nemenda við tón-
listarskólanum í bænum, en þá
sagðist Roar hafa valið með það
í huga að nánast hver og einn er
í hlutverki einleikara þar sem
hljóðfæraleikarar eru fáir. „Ég
reyndi að halda sama blæ og ein-
kenndi tónlist Strauss. í Austur-
ríki störfuðu á hans tíma kaffi-
húsahljómsveitir og ég reyni að
halda í stemmningu þess tíma-
bils,“ sagði hann. „Það er erfitt
fyrir svo litla hljómsveit að spila
þessa tónlist og krefst mikils af
hljóðfæraleikurunum, en við erum
heppin að hafa mikið af hæfileika-
ríku fólki hér á svæðinu og ég er
þakklátur fyrir að fá tækifæri til
að vinna með þessu fólki. Það er
að mínu mati afar spennandi að
Leðurblakan skuli vera sett upp í
ekki stærri bæ en Akureyri er og
það er í rauninni mikið afrek. Það
er mikil dirfska að ráðast í þetta
verkefni, en það er hægt m.a.
vegna þess að gróskan í tónlistar-
lífinu er mjög mikil.“
Margrét Þóra