Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBly^Ð LAUGARIjAfiUR 20. MARZ 1993 B 5 Morgunblaðið/Kristinn AF MOLDU ERTU KOMINN < Rut Rebekka sýnir 46 smá- 2 myndir í FÍM-salnum, unnar ua með olíukrít og þurrpastel. „Ég 2 hef aldrei sýnt neitt þessu líkt,“ -Ct segir Rut, „en samt er þetta ^ grunnurinn sem ég geng í. Á ; fyrstu stóru sýningu minni á Kjarvalsstöðum árið 1985 var ég með stílfærðar náttúrumyndir og mikið kompóneraðar í litum; stór röndótt fjöll, sem voru þó einungis rammi utan um litinn. Ég sýndi einn- ig konur með hatta, en þá var ég afar upptekin af stöðu konunnar og um leið að átta mig á sjálfri mér sem konu í þessu þjóðfélagi. Ég sótti fyrirmyndirnar til hattabúðarinnar gömlu á bernskuslóðum mínum við Hverfisgötu, þar sem við blöstu gín- ur, búið að draga úr þeim endajaxl- ana svo að þær urðu langleitar og sakleysislegar. Þetta var sú kvení- mynd sem hafði sem barn, en síðar komst ég að því, sem betur fer, að hún var röng. Konur fyrrum vissu nákvæmlega hvert hlutverk þeirra var, en breytingarnar hafa verið örar milli kynslóða og við erum í meira óvissuástandi nú. Á næstu sýningu hóf ég að stúd- era tónlistarmenn, en ég hef alltaf sótt tónleika mikið og þar upplifi ég ekki aðeins tónlistina, heldur einnig einlægnina í hreyfingum tónlistar- mannanna og þetta sérstaka samspil milli líkama og hljóð- færis. En liturinn er þó alltaf aðaluppi- staða verkanna, þrátt fyrir að formið hafi verið fígúratíft. Ég sé formið, sem eitthvað sem er bundið rökhyggju, en litur er tilfinning og nautn fólgin í að tefla litum saman. Þá komum við að sýningunni nú og náttúrunni í henni, en náttúran hefur ávallt verið helsti kennari minn. Ég efast um að ég væri málari ef ég væri ekki íslendingur; við búum í svo litfögru og tilkomumiklu landi. Þar finn ég litasamspil, and- stæður og áhrif sem ég nota síðan í myndir af allt öðru tagi. Ég geng í nátt- úruna sem litasjóð en vinn síðan frekar út frá eigin hugar- heimi.“ Rut Rebekka segir að á sýning- unni sé úrval af þeim skissum sem hún hefur rissað upp í gegnum árin, flestar frá síðustu tveimur árum, en einnig eru þar eldri drög. „Sýningin í FIM-salnum var svo sem ekki undir- búin af minni hálfu, mér var einung- is boðið að sýna, en ég átti þennan litabanka af litlum landslagsskissum, sem voru í raun og veru ekki gerðar til að verða sýningargripir. En mér þykir vænt um þær og held að ég gefi heilmikið af sjálfri mér í þeim. Salurinn er lítill og það er gaman að setja þar upp samansafn smá- mynda og skilja til fullnustu gildi þeirra og verðmæti.“ Töluvert er af myndum frá ferðalagi hennar um Austurland síðasta haust. „Litadýrð- in þar var óhemju falleg; fjöllin og mýrarnar fyrir neðan þau. Veðrið lék með, því þarna voru skuggar af skýj- um og gekk á með skúrum á milli sólskinsins. Þegar maður hefur þessa stöðugu breytingar til umráða, sitj- andi úti í náttúrunni, virka þær sem hljóð, sem ég reyndi síðan að festa á blað. Áhrifin voru vægast sagt sterk. Náttúran hefur vikið ögn til hliðar í íslenskri myndlist síðari ára, en ég held að hún sé að koma aft- ur. Við erum bara dýr merkurinnar, þótt við höfum fjarlægst hana um hríð og tekið okkur í hendur heldur mikið vald yfir henni og öllum er því hollt að minnast orða klerka við greftrun: „Af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aftur verða.“ SFr henni, sagði Karólína: „Þeir hjá NOMUS (Nordisk Musik) panta verk á milli landa, innan Norður- landanna, þannig að íslenskur hljóðfæraleikari gæti til dæmis pantað verk frá einhveiju hinna Norðurlandanna, en ekki frá ís- lensku tónskáldi. Af því að það voru sænsku ríkiskonsertarnir sem vildu fá mig til þess að semja verk, þá var þetta mögulegt, en þeir hefðu ekki getað pantað verk frá sænsku tónskáldi. Þetta er ugg- laust til þess að efla hið samstarf á tónlistarsviðinu, á milli Norður- landanna.“ Karólína sagði það fremur al- gengt að tónverk og hljómsveitar- verk væru pöntuð með þessum hætti hjá sér, og henni þætti mjög skemmtilegt að starfa samkvæmt pöntunum sem þessari. „Þegar ég fæ pöntun að tónverki er mér alveg í sjálfsvald sett hvað ég skrifa. En auðvitað liggur það fyrir, þegar ég fæ pöntun sem þessa, að ég á að skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit. En ég hef svo frjálsar hendur með það hvað ég geri fyrir hana, og ég fæ enga forskrift um það hvers konar hljómsveitarverk verkið á að vera,“ segir Karólína. Karólína sagði að tónlistarhátíðin Stockholm New Music væri þannig uppbyggð að sérstakir gestir hátíð- arinnar ættu stóran hluta verka þeirra sem flutt yrðu. Á þeirri há- tíð sem hefst á morgun yrðu sér- stakir gestir þijú alþjóðleg nöfn og þijú tónskáld frá Norðurlöndunum. „Ég er eitt þessara norrænu tón- skálda og á hátíðinni verða flutt fleiri verk eftir mig, auk þess sem ég mun taka þátt í pallborðsumræð- um og sitja fyrir svörum um eigin tónsmíðar nú á mánudag," sagði Karólína Eiríksdóttir. Tónlistarhátíðin í Stokkhólmi stendur í sex daga og alls verða haldnir 17 tónleikar í tónleikahöll- um víðsvegar um Stokkhólm á meðan á hátíðinni stendur. Tólf ný tónverk verða frumflutt á hátíðinni og höfundar verkanna eru auk Karólínu: Sofia Gubaidolina, Magn- us Lindberg, Iannis Xenakis, And- ers Eliasson, Pelle Gudmunsen- Holmgreen og Par Lindgren. Texti: Agnes Bragadóttir. BRAGI HANNESSON SÝNIR í GALLERÍ BORG Morgunblaðið/Árni Sæberg ,, Bragi Hannesson við olíumálverkið Skammdegisnótt, sem er eitt verkanna sem verður á sýningu hans í Gallerí Borg. SKAPA HUGVERK ÞEGAR ÉG NIÁLA Fimmta einkasýning Braga Hannessonar listmálara verður opnuð í Gall- erí Borg í dag kl. 14. Bragi sýnir nú um 30 olíumálverk og vatnslitamynd- ir. Frá árinu 1975 hefur Bragi tekið þátt í fjölda samsýninga, og auk þess verið með einkasýningar á Akureyri, í Norræna húsinu og tvívegis áður í Gallerí Borg. Bragi hefur málað af krafti í 26 ár, eða allt frá árinu 1967. Þessi sýning listamannsins er sérstæð fyrir þær sakir að Bragi sýnir nú einvörðungu abstraktmálverk, en síðustu þrjú árin hefur Bragi lagt sérstaka rækt vió abstrakt listmálun. Bragi segir að hann hafi í gegnum árin notið uppbyggilegrar gagnrýni og leiðsagnar Hrings Jó- hannessonar listmálara, „og því má kannski segja að Hringur hafi verið minn skóli,“ segir Bragi þegar blaðamaður ræðir við hann um sýningu þá sem opnar í dag og listmálaraferil hans. Bragi, sem jafnframt er forstjóri Iðnlánasjóðs, kveðst vera listmálari sem málar í törnum, aðallega á haustin og vorin. Ástæða þess að Bragi málar einkum á þessum árstíma er sú að hann málar einungis í dagsbirtu. Hann telur að litir við. raflýsingu séu ekki réttir. Auk þess segist hann nota sumartímann til útiveru þegar hann eigi frí, þar sem hann safni saman í eigin huga hughrifum þeim sem hann verður fyrir af landslagi og náttúru. Þegar Bragi byijaði að mála, málaði hann aðallega vatnslitamyndir, fígúratífar og stílfærðar landslags- myndir. Næsta skref hans var að mála jöfnum hönd- um með vatnslitum og olíulitum. Hann hóf abstrakt- málun sína í olíulitum, en hefur nú bætt við abstrakt- myndum I vatnslitum. Bragi segir ástæður þess að hann hafi í æ ríkara mæli snúið sér að abstrakt-listmálun þær að hann sem listamaður hafí verið að þreifa sig áfram. „Það er mjög ríkt í mér að nema ekki staðar. Þegar mað- ur hefur náð vissum tökum á hlutunum verða þeir kannski svo auðveldir að þeir gera ekki þær kröfur til manns sem maður þarf á að halda til þess að fá ánægju og lífsfyllingu út úr list sinni. Ég er því að reyna að takast á við ný og krefjandi viðfangsefni, sem vonandi forða mér frá stöðnun," segir Bragi. „Það sem gerir þessa sýningu frábrugðna öðrum sýningum mínum er að allar myndirnar eru ab- strakt. Það er ekkert verkanna fígúratíft. Þótt að þessi breyting hafi orðið á stíltökum mínum eru verk- in á þessari sýningu vissulega framhald þess sem ég hef áður gert. Þegar ég málaði landslagsmyndir voru þær mjög stílfærðar. Því er hér ekki um svo mikið stökk að ræða fyrir mig. Segja má að þema þessarar sýningar minnar sé fyrst og fremst það að ég reyni að ná fram breidd í litanotkun, og þá breidd sæki ég auðvitað í árstíðirnar," segir Bragi. Áhrifa landslags og náttúru gætir mjög í verkum Braga, hvort sem hann málar fígúratíft eða ab- strakt. Hann hefur aldrei setið úti með trönur sínar og málað, heldur beinlínis farið út á vit náttúrunnar og landslagsins, í þeim tilgangi að meðtaka og skynja, og hverfa síðan með myndirnar sem í hugann greypt- ust til vinnustofu sinnar. „Þannig hef ég unnið úr þeim hughrifum sem ég verð fyrir, en get um leið gert það án þess að vera um of truflaður af fyrir- myndinni. Ég lít því þannig á að ég sé að skapa eigið hugverk þegar ég mála,“ segir Bragi, bætir svo við: „Sá mikli málari, Matisse, sagði einhvers staðar: Maður á að fara út og horfa á mótífið og síðan á maður að fara inn og mála það. Það má lík- lega segja að ég sem málari starfi samkvæmt þess- ; ari forskrift meistarans. Það er mjög heillandi að standa einn með sjálfum sér fyrir framan hvítt léreft og sjá svo koma á það ákveðna hluti, hughrif og myndir sem maður skapar sjálfur. í því er fólgin ákveðin spenna og oft og tíð- um beinlínis ögrun.“ Bragi er spurður að lokum hvort það sé ekki ákjós- anlegur flótti frá talnaleik hversdagsleikans, sem fólginn er í starfi hans sem forstjóri Iðnlánasjóðs, að geta flúið á náðir listagyðjunnar. „Ég hef ávallt verið unnandi lista, ekki síst tónlistar, sem ég hlusta reyndar mikið á þegar ég mála. En ég hef einnig óskaplega gaman af starfi mínu hér hjá Iðnlánasjóði og tel það vera heillandi starf á sinn hátt. Hér erum : við alltaf að vinna saman í hóp að ákveðnum verkefn- um og njótum þess að starfa vel saman. En hið gagnstæða gerist þegar ég sinni málaralistinni. Þá er ég algjör einfari, og nýt þess, þannig að ég tel mig njóta hins besta á hvoru sviði fyrir sig,“ segir Bragi Hannesson. Texti: Agnes Bragadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.