Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 ÞAR SEM ER FISKUR Enn bætist ísiensku tónlistarlífi liðsauki. Kammersveit Hafnar- fjaróar heitir nýstofnaóur hópur tónlistarmanna sem kemur saman í fyrsta skipti opinberlega í menningarmiðstöð Hafnar- fjarðar, Hafnaborg, ó sunnudagskvöld. A efnisskró tónleik- anna eru fjögur verk eftir Igor Stravinskíj, Witold Lutoslaw- sky, Ottorino Respighi og Camille Saint-Saéns, en hljóm sveitarstjóri er Örn Óskarsson. Einleikarar eru Armann Helga- son ó klarínett og Guðrún Guðmundsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson ó píanó. Hljómsveitin er fyrirbrigði sem hlaut að verða til fyrr eða síðar, því við eigum orðið svo mikið af velmenntuðu og hæfum hljóðfæraleikurum," segir Gunnar Gunnarsson, tónlistarmaður og stofnandi Kammersveitar Hafnarfjarðar ásamt Erni Ósk- arssyni. „Tónlistarmenn þessir hafa komið heim frá námi síðastliðna mánuði og misseri, og ganga ekki rakleiðis eða sjálfkrafa inn í Sinfóníuhljómsveitina eða aðrar stofnanir á þessu sviði. En með Kammersveitinni skapast starfaðstaða fyrir þá og viðtökur þeirra sýna að spennan og áhuginn eru til staðar. Kammer- sveit Hafnarfjarðar er reist á atvinnugrund- velli og engir leikmenn leika með henni.“ Leiðir Gunnars og Arnar lágu saman fyrir um ári, þegar farið var að vinna að listahátíð í Hafnarfirði í ár. „Við fórum fljótlega að viðra hugmyndir um stofnun hljómsveitar þar sem grunnurinn var fyrir hendi,“ segir Örn, „en þar sem er fiskur, þar er líf. Hljómsveitin er í raun gamall draumur sem rætist nú, vegna þess að aðstæður eru heppilegar. Hluti af .ástæðunni fyrir stofnun hennar, er löngun okkar til að færa menningarstarfsemi í landinu út fyrir ramma Reykjavíkur, og við berum þá von í bijósti að hljómsveitin muni brátt heyra til þungavigtarflokks í hafnfirsku menningar- lífi. Hafnafjarðarbær tók okkur umsvifalaust vel og hefur styrkt okkur mjög. Það má alltaf deila um traustleika starfsgrundvallarins, en undirtektir bæjaryfírvalda fleyta okkur fyrsta spölinn og síðan þurfum við að spila skynsam- lega úr þeim spilum sem við höfum á hendi. Sveitin er hluti af menningarátaki í Hafnar- firði, og má jafnvel tala um allsheijar vakn- ingu í því sambandi. Hafnarfjörður er bær sem ætlar ekki að verða undir og það er afar mikil- vægt fyrir slíkt bæjarfélag að reka öfluga menningarstarfsemi, í stað þess að vera svefn- bær þar sem íbúar matast eingöngu og sofa, og fara síðan til Reykjavíkur til vinnu og til að njóta góðra lista. Þar á að vera listalíf sem gefur ekkert eftir því sem gerist annars stað- ar, og okkur miðar vel að marki.“ „Já, Kammersveitin hlýtur að verða aflvaki alls listalífs í bænum,“ segir Gunnar, „og þann- ig gætu t.d. góðir nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar séð fyrir sér traustan starfs- grundvöll í framtíðinni sem vert er að keppa að. Ég vona einnig að hljómsveitin eigi eftir að bera hróður bæjarins víða, og ekki síst að Hafnfírðingar taki sjálfír vel á móti henni.“ Kammersveit Hafnarfjarðar kemur fram á Listahátíð í Hafnarfirði í sumar ásamt íslenska dansflokknum, og þá verður frumflutt nýtt íslenskt verk eftir Tryggva Baldvinsson. Að- standendur hennar reikna með að geta haldið ferna tónleika á ári og segja þeir að ekki skemmi í þessu sambandi, að Hafnarborg sé kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þeirri stærðargráðu sem hljómsveitin huggst takast á við. „Kjarni hljómsveitarinnar er skipaður 14 hljóðfæraleikurum," segir Öm, „en síðan fjölgum við þeim eftir þörfum og atvikum hveiju sinni og þannig leika 28 tónlistarmenn á tónleikunum nú. Efnisskrá hljómsveitarinnar á að vera á breiðum grundvelli og spanna þyngra efni til hins léttara, eins og þessir tón- leikar bera með sér, án þess þó að slaka í hinu minnsta á listrænum kröfum.“ A tónleikunum verður flutt verkið Ragtime Morgunblaðið/Kristinn Örn Oskorsson og Gunnar Gunnarsson: Kammersveitin er hluti af menningarvakningu í Hafnarfirði. eftir Stravínskíj, sem hann samdi árið 1918, án þess að hafa heyrt jasstónlist, en þó séð einhver nótnablöð með slíkri tónlist, og er þessi „rússneski sveitajass“ að mörgu leyti boðberi þeirrar holskeflu jasstónlistar sem reið yfír heiminn milli stríða. ígor Stravínskíj (1882- 1971) lærði á píanó auk þess að sitja í laga- deild háskólans í Pétursborg. Sjálfur Rímskí- Korsakov kenndi honum hljóðfæraleik og tón- fræði og var ein af fyrstu sinfóníum Stra- vínskíjs, sem hann samdi á tímabilinu 1905- 1907, tileinkuð honum. Stravínskíj nefndi einn- ig Sergej Diaghilev og hinn fræga balletthóp hans sem áhrifavalda. Stravínskij vann af mik- illi þekkingu á tónbókmenntum og nýtti sér ýmsar hljómtilraunir fyrirrennara sinna með fijálsræði og dirfsku að leiðarljósi, svo að úr varð hans eigin stíll. Eftir ítalska tónskáldið Respighi (1879- 1936) verður flutt verkið Trittico Botticelliano, sem hann samdi árið 1927. Hann notfærir sér þijár myndir eftir málarann Botticelli við tón- smíðina, og heitir fyrsta Vorið, önnur myndin sýnir vitringana þijá koma að jötu Jesúbarns- ins og hin þriðja er Fæðing Venusar. í fyrsta kaflinum eru trillur notaðar sem gamalkunn- ugt tákn um vorið, miðkaflinn er trúarlegs eðlis og í þriðja hlutanum má heyra öldugang. A tónleikunum verður einnig flutt verkið Dance prelude eftir Lutoslawsky, sem er 'fyrir sólóklarinett, hörpu, píanó, slagverk og strengjasveit. Prelúdíurnar eru fímm talsins og sækir Lutoslawsky efnivið þeirra í pólsk þjóðlög. Pólska tónskáldið Lutoslawsky (f. 1913) er eitt fremsta tónskáld lands síns á þessari öld, hann samdi hefðbundin verk fram- an af ævinni, en sneri sér síðan að verkum sem minna mörg á vandlega skipulagðan spuna, og vitna um hófsöm áhrif nútímatónlist- ar og tilraunagimi. Verk Saint-Saéns á tónleikunum í Hafnar- borg er að líkindum hans frægasta, eða Karniv- al dýranna sem hann samdi fyrir barnaafmæli frænkna sinna árið 1886. Leikgleðin er mikil og tilvísanir í önnur tónverk nokkrar, m.a. er að fínna þar kan-kan stef úr Orfesusi í undir- heimum eftir Offenbach. Karnival dýranna er samið fyrir strengjakvintett, fiautu, píanó og munnhörpu, og þótti undrabarninu Saint-Saéns (1835-1921) nóg um þær vinsældir sem verk- ið öðlaðist, enda léttvæg tónsmíð að hans mati. SFr TÓNLEIKAR HAMRAHLÍÐARKÓRSINS í LISTASAFNI ÍSLANDS ÍSUNSKA ÞJÓDIAGID Annað kvöld, sunnudagskvöld, heldur Hamrahlíð- arkórinn tónleika í Listasafni Islands, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, þar sem þema tónleik- anna verður íslenska þjóðlagið. Einvörðungu verða flutt íslensk þjóðlög ó þessum tónleikum kórsins sem hefjast kl. 20.30. Hamrahlíðarkórinn hefur á 25 ára söngferli sínum gert mik- _ ið af því að flytja íslensk þjóð- lög. Á þessu ári, þegar 25 ára af- mæli kórstarfsins er fagnað, þótti að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur, við hæfí að gera íslenska þjóðlaginu sér- lega hátt undir höfði. „Þetta er sama þema og er kjarninn á okkar nýj- asta, tilvonandi geisladisk, sem við hofum verið að vinna við upptökur á, á undanfarna mánuði," segir Þor- gerður. Þorgerður segir að ótrúleg vinna liggi að baki þeim upptökum á ís- lenskum þjóðlögum, sem farið hafí fram á undanförnum mánuðum. „Því fannst okkur það vera tímabært, að flytja þetta efni sem tónleikaefni, án þess að blanda það nokkrum öðrum sönglögum eða tónverkum. Við vilj- um vekja athygli fólks á íslenska þjóðlaginu, og því gildi sem það hef- ur fyrir okkur,“ segir Þorgerður. Hún vísar í þeim efnum ekki síst til þeirrar miklu umræðu sem farið hafí fram að undanförnu, um stöðu íslands, breytta Evrópumynd og áherslur á hveijir íslendingar séu. „Þegar við erum að tala um þennan gamla menningararf okkar, tunguna og bókmenntir, þá erum við fyrst og fremst að hugsa út frá fombók- menntum okkar, sem eru heimsbók- menntir. En það má í þessu sam- hengi ekki gleyma því, að í íslensku þjóðlögunum eigum við ótrúlegan fjársjóð, og með þessari efnisskrá Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Hamrahlíðarkórinn á æfingu undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í Listasafni íslands nú í vikunni, þar sem æft var fyrir tónleikana annað kvöld. og undirbúningi að þeim geisladisk sem ég nefndi áðan, erum við auðvit- að að benda á þá staðreynd á mark- vissan hátt,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur áherslu á það í máli sínu, áð í efnisskrá tónleikanna á morgun felist engin fræðileg úttekt á þjóðlaginu sem slíku, heldur sé hér um ákveðið val að ræða, sem stjórn- ast hafi af smekk hennar og kórs- ins, auk þess sem mikið sé af lögum á efnisskránni sem kórinn hefur ver- ið að syngja í gegnum árin og hafí verið raddsett sérstaklega fyrir Hamrahlíðarkórinn. „Við erum með lög frá tvísöngn- um, alveg fram í það að við flytjum þijár raddsetningar eftir ungt tón- skáld, sem eru alveg nýjar af nál- inni. Þær voru unnar skömmu fyrir síðustu jól. Auk þess erum við með á dagskránni verk meistaranna sem sinnt hafa þessu mikilvæga verkefni í gegnum tíðina, til dæmis verk Jóns Þórarinssonar, Jóns Ásgeirssonar, Hafliða Hallgrímssonar, Gunnars Reynis Sveinssonar, Hjálmars H. Ragnarssonar, Jórunnar Viðars og Þorkels Sigurbjörnssonar, svo ein- hvéijir séu nefndir," segir Þorgerð- ur. Hún bætir við að sér finnist að með þessu unga fólki í Hamrahlíðar- kórnum, sé alveg einstaklega skemmtilegt að fara í gegnum þenn- an arf íslendinga og spyija spuniinga eins og þessarar: Hvað er þjóðlagið? eða: Af hveiju hafa einmitt þessi lög lifað, en ekki önnur? „Sennilega hef- ur það gerst út frá orðunum, textan- um, húsgöngunum, ljóðunum sem hveiju lagi fylgja. Líklega hefur fólk- inu þótt sem orðin skiptu máli, og þess vegna hefur það farið að lyfta orðunum, ljóðinu eða húsganginum með því að setja tón við. Það eru ótrúlega sterk orð og hugsun á bak við svo margt sem fólkið hefur svo breytt í söng. Það er verið að segja frá lífi, erfíðleikum, trú og gleði hjá svona fátækri og fámennri þjóð.“ Texti: Agnes Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.