Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 B 7 FYRSTA KVENNA- FORLAGIÐ 20 ÁRA Bjallan, fyrsta kvennaforlagið hér á landi, á tutt- ugu ára afmæli á þessu ári, en forlagið var stofn- að hinn 9. mars árið 1973 af þeim Ragnhildi Helgadóttur, Herdísi Sveinsdóttur, Guðrúnu Karlsdóttur, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur og Fríðu Haraldsdóttur. Þær Ragnhildur og Herdís reka fyrirtækið tvær dag í dag, og eru auk þess í fullu starfi, Ragnhildur sem bókasafnsvörður og Her- dís sem kennari. Bjallan hefur einbeitt sér að útgáfu fræðirita fyrir börn. Áherslan hefur jafnan verið á þann þátt útgáfustarfseminnar, þótt einn- ig hafi þar kennt annarra grasa. Blaðamaður Morgunblaðsins leit við hjá þeim Bjöllustöllum, Ragnhildi og Herdísi og leit með þeim yfir 20 ára farinn veg. Bjallan hefur gefið út liðlega 60 bækur frá því útgáfustarf- semin hófst og þar að auki ýmsa smábæklinga. Ragnhildur segir að ástæða þess að konurnar fímm ákváðu að hefja slíka út- gáfustarfsemi fyrir 20 árum síðan hafi verið sú staðreynd að með tilkomu grunnskólalaganna hafí þörfin fyrir slíka útgáfustarfsemi orðið mjög augljós. „Lögin lögðu mikla áherslu á sjálfstæð vinnu- brögð nemenda, og forsenda fyrir slíkum vinnubrögðum var vel búin skólasöfn. Öllum var ljóst sem komu að þessum málum, að mjög lítið var til af aðgengilegu fræðsluefni fyrir börn og ungl- inga. Tilgangurinn með stofnun Bjöllunnar var að gefa út fræðibækur fyrir börn og ungl- inga, sem nýttust þeim til sjálf- stæðra vinnubragða.“ I upphafi voru einvörðungu gefnar út þýddar fræðibækur, en árið 1977 réðust þær Bjöllukonur í útgáfu fyrstu íslensku fræðibók- arinnar sem var bókin Þorskurinn. „Okkur fannst það nú kannski brýnast að börnin fræddust á að- gengilegan og skemmtilegan hátt um undirstöðuna." - Ef þið lítið til baka eruð þið ánægðar með árangurinn? Herdís verður fyrir svörum og segir: „Já, ég held að óhætt sé að segja það. í upphafí sögðum við einungis að það væri gaman að prófa þetta, en við renndum náttúrlega algjörlega blint í sjóinn og Vissum ekkert hvemig þetta ætti eftir að ganga hjá okkur. Við höfum verið að gefa út fræðirit fyrir böm og unglinga, sem við teljum að eigi virkilega erindi til sem flestra. Nú fyrir jól- in gáfum við út bókina Blómin okkar, eftir Stefán Aðalsteinsson. Þetta er mjög falleg bók og ramm- íslensk. Auk þess gáfum við út þýdda bók, sem heitir Græna bók- in og er um umhverfisvemd.“ Ragnhildur bætir við: „Það hef- ur náttúrlega mikið breyst frá því að við byijuðum. Mörg forlög em farin að gefa út fræðibækur fyrir börn, þannig að ú'rvalið á þessu sviði er ekkert sambærilegt við það sem var fyrir 20 ámm síðan.“ Þær segja að það sé bæði dýrt og tímafrekt að gefa út bækur eins og þær era að gefa út. Erfítt sé að fá fólk til starfa, en það sem hafí gert gæfumuninn í útgáfu- starfsemi Bjöllunnar, hafi verið það lán að fá menn eins og Stefán Aðalsteinsson og Árna Böðvars- son til þess að starfa fyrir útgáf- Morgunblaðið/Sverrir Hér eru þær Ragnhildur og Herdís hjá þeim bókaflokki sem þær segja vera höfuðstolt Bjöllunnar en það er íslenski fræðslubókaflokkurinn. una. „Stefán hann skrifar náttúr- lega svo fallegt mál og á svo að- gengilegan máta, að það hefur reynst ómetanlegt. Við leituðum einnig mikið til Arna heitins Böð- varssonar, sem reyndist okkur al- veg sérstakur. Hann las hveija einustu bók í handriti og leiðrétti. Yfírleitt las hann einnig allt í pró- förk, þannig að útgáfan var í afar góðum höndum. Við gátum alltaf verið vissar um gæði þess sem fór í gegnum hendurnar á Árna,“ segir Herdís. I máli þeirra Herdísar og Ragn- hildar kemur fram að í kringum 1980 hafi orðið mikil breyting í kostnaði af litmyndaprentun, sem lækkaði til muna. Þá hafí Bjallan ráðist í miklar útlitsbreytingar í útgáfustarfseminni og gefið út mjög vandaðar bækur, á góðum pappír, með lipra og fallegu máli. Þær nefna bækur eins og Húsdýr- in okkar, Fuglarnir okkar, Villtu spendýrin okkar og nú síðast Blómin okkar. Þennan fræðslu- bókaflokk, sem er eftir Stefán Aðalsteinsson, segja þær vera höfuðstolt útgáfustarfsemi Bjöll- unnar. Þær Herdís og Ragnhildur segja að Bjallan hafí verið fyrsta foriagið til þess að gefa út bækur um böm með sérþarfír og vekja athygli á þeim. Þær hafí gefíð út bók sem heitir Dagur, sem fjallar um einhverfan dreng og aðra um blinda telpu og þá þriðju sem fjall- ar um heilaskaddaðan dreng og enn eina sem fjallar um heyrnar- lausa konu. Þetta séu bækur sem eigi fullt erindi til barna og ungl- inga og geti opnað þeim aukinn skilning á lífí og vandamálum þeirra sem standa kannski höllum fæti í lífsbaráttunni vegna sér- þarfa og fötlunar. - Hvernig hefur ykkur gengið að koma á samstarfí við grann- skóla, og skólabókasöfn, þannig að bækurnar sem þið hafí gefið út væru til sem ítarefni í sem flest- um skólum? „Við sendum öllum skólum lista, svona tvisvar til þrisvar á ári, til þess að greina frá því helsta í starfseminni og minna á okkur. Við eigum marga mjög góða við- skiptavini, meðal grannskólanna. En það er með það eins og annað, það er misjafnt eftir skólum, enda veit maður að það er misjafnt starf sem fer fram í grannskólum lands- ins,“ segir Ragnhildur. - Hvemig sjáið þið starfsemi Bjöllunnar fyrir ykkur næstu 20 árin? Herdís og Ragnhildur hlæja báðar, líta hver á aðra og svo segir Herdís: „Við hugsum nú ekki svo langt fram í tímann. Við hugsum bara eitt ár í einu. Við eram mjög varkárar, eram reynd- ar enn ekki búnar að ákveða neina útgáfu í haust. Heldur ætlum við að sjá hvemig þessu reiðir af. Staðreyndin er sú, að það má bara engu muna í þessari útgáfu- starfsemi - alls engu.“ Texti: Agnes Bragadóttir BARNALEIKHUS ÆVINTÝRIGEIRA ÚLFUR! ÚLFUR! Geiri lygari er hugmyndaríkur strákur sem býr til sögur frekar en aö játa að hann kunni ekki að skýra eitthvað og platar frek- ar en að viðurkenna mistök. Hann er sendill í Verslun Sigvalda og skrökvar því að lögreglu- manni að gömul kona hafi stolið úr búðinni. En Geiri kemst í klípu þegar raunverulegur þjófur sýnir sig hjá Sigvalda. Þetta og ýmislegt annað gerist í barnaleikriti sem Möguleikhúsið er að hefja sýningar á. Fjórmenningarnir í þessu leik- húsi ætla að fara með Geira lygara á leikskóla og sýna ævintýri hans í Gerðubergi. Möguleikhúsið hefur starfað í þijú ár og er skipað at- vinnuleikurum sem setja upp sýningar á frumsömdu efni fyrir börn. Geiri lygari er fjórða leiksýning þess en líklega tíunda verkefnið ef sjónvarpsvinna og leik- þættir á 17. júní er talin með. Nú leika þau Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Siguijónsson í Möguleikhús- inu. Hópurinn útbjó leikmyndina í sameiningu og Bjarni leikstýrði en Pétur samdi handrit og söngtexta. Lögin í sýningunni eru eftir Ingva Þór Kormáksson. “Við viljum fyrst og fremst setja upp skemmtilegar leiksýningar," segir Pétur Eggerz. “Gjarna dæmi- sögur eins og þessa hér um Geira. Hann lærir að það borgar sig aldr- ei að segja ósatt. Við viljum segja eitthvað með sýningu, hún á að hafa áhrif á áhorfandann og þegar hann'er bam er öragglega betra að þau séu góð en vond. En það er af og frá að að við setjum upp leik- rit með uppeldisáhrif efst í huga.“ Möguleikhúsliðið hittist og tínir til hugmyndir sem Pétur notar síðan í handrit. “Þetta eru gömul við- fangsefni, hvort sem það er meðvit- að hjá okkur eða ekki,“ segir hann. “Börn eru ákaflega kröfuharðir áhorfendur, það má aldrei vera dauður punktur, leikarinn verður Möguleikhúsið sýnir börnum Geira lygara Morgunblaðið/Emilía að einbeita sér allan tímann og það verður að vera fullt að gerast. Við reynum að segja ævintýri. Þau setja ekki bönd á ímyndunarafl- ið og börn trúa öllu meðan það gerist á sviðinu af því þau eru enn nógu einlæg til þess. Samt verður eitthvað að vera í leikritinu sem þau kannast við. Geiri, til dæmis, er galgopstráklingur sem börn botna alveg í og búðina úti á horni þekkja margir krakkar. Annars hafa fóstrurnar skemmt sér ekki síður en krakkarnir á þeim sýningum sem við höfum ferðast með hingað til. Ævintýri eru auðvit- að ekkert síður fyrir fullorðna tn börn. Við sem eram að leika finnum sennilega frekar mun á kynslóðum og aldri en áhorfendur; þau litlu vara við hættu á sviðinu og leið- beina okkur hástöfum. Fullorðnir leikhúsgestir sitja þegjandi og fylgj- ast með. Böm eru afskaplega þakklátir áhorfendur." Þ.Þ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.