Morgunblaðið - 21.03.1993, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993
skapi sínu og verið óþolinmóður,
var það einhvern veginn alltaf
skiljanlegt og oftast líklegt til þess
að skila listrænum árangri hjá
hópnum. Annars samdi okkur
Rudolf mjög vel og við urðum
góðir vinir. Ég leit alltaf á það sem
mikinn heiður að fá að dansa á
móti honum og ég fór nánast hjá
mér, þegar hann fór að spyrja mig
ráða og sagði „Eva, hvernig finnst
þér þetta?“ eða „Eva, eigum við
að gera þetta svona?“ Hann var í
minum huga svo stórkostlegur
listamaður að hann skar sig gjör-
samlega úr.
Allt frá því ég byrjaði í Konung-
lega ballettskólanum í Lundúnum
þegar ég var 10 ára, var það
ógleymanlegt fyrir okkur
nemenduma, ef við gát-
um á laugardögum farið
í Richmond Park og laum-
ast inn í eitt æfingastúdó-
ið og fylgst með honum
á æfingum. Það er mér
enn ógleymanleg sjón að
horfa á hann á æfingum
með Fonteyn þegar ég var
barn að aldri. Þá dreymdi
mig aldrei um að einn
góðan veðurdag væri ég
dansandi við hlið hans í
stað Dame Margot Fon-
teyn!“ Hér brosir Eva
angurværu brosi og er
greinilega horfín a.m.k.
þijá áratugi aftur í
huganum.
- Vissir þú að Nurey-
ev þjáðist af alnæmi síð-
ustu æviár sín?
„Nei, ég vissi það ekki.
Eftir að Rudolf tók við
sem stjórnandi hjá París-
aróperunni dönsuðum við
ekki saman, þannig að
síðustu sex ár ævi hans
var um lítið samband að
ræða á milli okkar. Hann
hafði hendur sínar fullar
í Parísaróperanni og
áhugi hans á .starfi sínu
var slíkur að hann lagði
nótt við dag, til þess að
hrinda hugmyndum sín-
um í framkvæmd."
Kynvilla balleltdansara
yfir í sígildan ballett, þróun sem
hinir karlmannlegu og sterku rúss-
nesku dansarar tóku fullan þátt
í. Á Vesturlöndum hefur á hinn
bóginn oft verið litið á karldansara
í ballett á þann veg að þeir séu
ekki ímynd karlmennsku og
styrks, heldur frekar ímynd fín-
leika og fágunar. Ég tel að þetta
viðhorf sé klassískum ballett til
mikillar óþurftar og ég held að
ráðandi öfl í ballettheiminum ættu
að segja þessu viðhorfí stríð á
hendur,“ segir Eva, brosir síðan
örlítið háðskt, að mér sýnist og
bætir við: „Þar er þó sá hængur
á, að líklega eru of margir leið-
andi ballettdansarar í heiminum í
dag kynvilltir, til þess að hægt sé
Sjálfsagi og fórnir
- Það hlýtur að krefjast
ómælds sjálfsaga og kosta miklar
fórnir að ná á toppinn í listgrein
sem þinni. Þegar þú lítur um öxl,
iðrast þú einhvers? Hefur þú farið
margs á mis í lífinu við það að
velja þér þetta kröfuharða lífs-
starf?
„Sjálfsagt er þetta rétt hjá þér,
svona í grundvallaratriðum, en
fyrir mér voru þetta aldrei fórnir
- aldrei. Mér var það alltaf full-
komlega eðlilegt að ballettinn
kæmi fyrst og allt annað þar á
eftir. Það var aldrei neitt mál fyr-
ir mig að æfa á sunnudögum og
öðrum frídögum. Ég bjó yfír þess-
ari þrá að bæta mig stöðugt og
ná eins miklum fullkomleika í list
minni og mér var unnt. Ég lagði
mig í líma við að læra utan að
heilu hlutverkin, til þess að ég
væri í stakk búin til þess að dansa
þau með litlum eða engum fyrir-
vara ef stóra tækifærið kæmi.
Þessi ástríða hófst mjög snemma
í lífi mínu og þegar ég dansaði í
Kaupmannahöfn, aðeins 17 ára,
var ég eins áköf og hugsast getur
að læra eins mikið og unnt var,
eins fljótt og auðið var.
En listdans eins og klassískur
ballett krefst að sjálfsögðu geysi-
legs sjálfsaga, vilji maður á annað
borð ná árangri. Án hans, er ekki
líklegt að maður nái neinum raun-
verulegum árangri. Þetta er ekki
starf sem hægt er að líta á sem
starf og ekkert annað. Þetta verð-
ur einnig að vera lífsástríða
manns.
Ofvernduð af móóurinni
Ugglaust hafði það einnig sín
áhrif að þegar frá unga aldri bjó
ég í mjög vernduðu umhverfi ein
með móður minni, sem á vissan
hátt ofverndaði mig. En þótt ég
hafi ekki haft frelsi til þess að
fara út með vinum og kunningjum,
og lifa lífinu eins og böm og ung-
lingar gera yfirleitt, saknaði ég
einskis, því þá þegar snerist allt
mitt líf um ballett.“
- En er ekki oft einmanalegt á
toppnum?
- Því er oft haldið fram að í
engri starfsstétt sé kynvilla jafn
útbreidd og á meðal karlballett-
dansara. Kannt þú einhveija skýr-
ingu á því hvers vegna svona
margir karldansarar eru kynvilltir?
„Svo virðist sem ákveðnar
starfsgreinar laði fremur til sín
homma en aðrar og ballettdans
er vissulega ein þeirra starfs-
greina, að minnsta kosti nú um
stundir og eins þegar nútímasagan
er skoðuð, sérstaklega á Vestur-
löndum.
En vissulega var það ekki alltaf
svo, eins og í Rússlandi Sovétríkj-
anna á sínum tíma. Afburðadans-
arar þar á þeim tímum voru, eftir
því sem ég best veit, fæstir kyn-
villtir. Kannski að það hafí haft
einhver áhrif i Rússlandi á þessum
tímum, að ballettdansarar nutu
virðingar og það var álitinn virð-
ingarauki að ná langt í þeirri list-
grein, hvort sem um konur eða
karla var að ræða.
Foreldrar voru ákafir í að koma
börnum sínum að í virtum dans-
skólum dansflokkanna og almenn-
ingsálitið var ballettnámi og ball-
ettdans mjög hlynnt. Auðvitað
byggði ballettdans í Rússlandi
mjög á þjóðdansahefð Rússlands,
sem er mjög karlmannleg og sterk,
þar sem miklar kröfur eru gerðar
til sterkrar og kröftugrar líkams-
byggingar.
Þar varð því um eðlilega þróun
að ræða, frá þjóðdansahefðum
að láta til skarar skríða gegn þess-
um viðhorfum!"
Einkalif hverfur á svióinu
- Nú dansaðir þú í mörg ár á
móti Nureyev. Eðli málsins sam-
kvæmt eru þau sem dansa aðai-
hlutverkin í klassískum ballett í
hlutverkum hinna ástföngnu sögu-
hetja. Var það aldrei erfitt fyrir
ykkur að vera sannfærandi í þeim
hlutverkum, fyrir þá sök að hann
hneigðist ekki að þínu kyni, heldur
eigin kyni, í sínu einkalífí?
„Fæstir vissu að Rudolf væri
kynvilltur, þannig að fyrir áhorf-
endur skipti sú staðreynd engu
máli. Hann var afar kröftugur og
karlmannlegur í útliti, framkomu
og hreyfíngum. Hann bjó yfír karl-
mannlegri reisn sem geislaði af
honum þegar hann dansaði. Fyrir
okkur tvö, sem vorum miklir vinir,
skipti þetta engu máli. Þú verður
að athuga, að þegar að sýningu
kémur, erum við sem stöndum á
sviðinu öll í ákveðnum leikhlut-
verkum, sem við lifum okkur inn
í, og þegar maður hefur lifað sig
inn í hlutverkið, hvarflar aldrei að
manni að hugsa um mótleikara
og mótdansara sem persónuna
sem maður þekkir, maður hugsar
aðeins um hann eða hana í því
hlutverki sem hann eða hún er að
leika eða dansa. Á sviðinu er
manni gjörsamlega horfið allt sem
heitir einkalíf, bæði sitt eigið og
annarra."
ÍSLENSKIDANSFLOKKURINN
ALVEG YNDISLEGUR HÓPUR
„MÉR finnst það vera stórkostlegt sem María
Gísladóttir er að reyna að gera með íslenska
dansflokkinn, þennan örsmáa dansflokk. Að setja
upp klassískan ballett í fullri lengd, með ekki
fjölmennari dansflokk en þennan, sýnir ótrúlegan
dugnað og kjark,“ segir Eva Evdokimova, þegar
hún er spurð álits á Islenska dansflokknum, sem
hún þjálfar nú af kappi, fleiri klukkustundir á
dag, fyrir frumsýningu á Coppelíu í Borgarleik-
húsinu 7. apríl næstkomandi.
Eg tel einnig að það sé ómetanlegt fyrir íslenska
leikhúsgesti, að eiga þess kost að sjá eigin lista-
menn setja upp klassískan ballett í fullri lengd,
af þvílíkum metnaði, sem þessi litli dansflokkur býr
yfír. Að mínu mati er Coppelía upplagt klassískt
verk, til þess að kynna fyrir áhorfendum, sem ekki
hafa mikið horft á ballett. Þar á ég við unga jafnt
sem eldri áhorfendur, því verkið er svo skemmtilegt,
að það hlýtur að höfða til mikils fjölda, jafnt hér á
landi sem annars staðar,“ segir Eva.
- Telur þú, sem afburðaballen'na í áratugi, að það
séu hæfileikamiklir dansarar í íslenska dansflokkn-
um?
„Dansarar íslenska dansflokksins hafa ekki mikla
þjálfun eða reynslu í að dansa klassískan ballett,
þannig að spurning þín er ekki alveg réttlát í garð
dansaranna.
Þau sem dansað hafa um lengri tíma, hafa að
mér skilst mestmegnis dansað nútímaballett. Það er
því gífurlegt álag á líkama þeirra að æfa fleiri klukku-
stundir á degi hveijum klassískan ballett. Til dæmis
var það hálfgert áfall fyrir þær að þurfa að dansa
svo mikið uppi á tánum, þegar við vorum að heija
æfíngar, en þetta er allt að koma, held ég - vona ég.
Áhuginn í Islenska dansflokknum er vissulega
fyrir hendi, rétta hugarfarið einnig og baráttuviljinn.
Þetta er afskaplega yndislegur hópur, og mér finnsf
mjög skemmtilegt að vinna með þeim,“ segir Eva.
- Hvaða ráðleggingar áttu helstar handa ballett-
dönsurum á íslandi?
„Ég reyni alltaf þegar ég hitti unga og áhugasama
dansara, jafnvel kornunga nemendur, að leiða þeim
fyrir sjónir hversu mikilvæg menntun þeirra er. Þeir
mega ekki einblína á að ná tæknilegu valdi á dans-
listinni, því ef það er þeirra eina keppikefli, verða
þeir aldrei listamenn. Það eru svo margir ungir dans-
arar, sem missa sjónar á mikilvægi menntunarinnar
og hversu þýðingarmikil hún er, svo þeir geti tekist
á við listræna túlkun á hlutverkum sínum. Þeir verða
fyrir utan að ná sér í góða almenna menntun, að
læra og stúdera leikbókménntjr og tónlist. Þeim mun
betri grunni sem þeir hafa á að byggja í þeim efn-
um, þeim mun auðveldara verður fyrir þá að ná list-
rænum tökum á hlutverkum leik-, tónlistar- og dans-
bókmenntanna.
Því miður, þá er það allt of algengt að dansarar
taka að sér hlutverk, án þess að hafa til þess mennt-
unarlegan grunn. Það sést þegar þeir byija að dansa
hlutverk sitt, að andlit þeirra eru tóm og svipbrigða-
laus, því þeir geta ekki byggt túlkun sína á þekkingu
um verkið, sögu þess og tónlist. Mér finnst aldrei
hægt að undirstrika mikilvægi þessa þáttar nógsam-
lega,“ segir Eva Evdokimova.