Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 B 15, Lovísa Loftsdóttir og Einar Andrés Einarsson. mjög jákvætt framtak.“ Karlmað- urinn bindur enda á orðræður þeirra með því að bjóða einni af dömunum upp. Þau svífa saman út á gólfið. Hljómsveitin leikur Edelweiss og ég er samstundis albúin að leggja á Alpana til þess að bjarga mér á flótta undan kúlum nasista eins og sú fræga Trappijölskylda í Tóna- flóði. Ég geri síðustu atrennuna að dansgestunum við borðin. „Það er ekki til flottari menning en fallegur dans,“ segir Hörður Bjamason. Hann situr við borð ásamt konu sinni, Rögnu Bachmann, sem áður stjórnaði spilavítum í Suður-Afríku en rekur nú náttúrulækninga- og nuddstofu í Reykjavík. „Það er heppilegt að hljómsveitarmenn séu góðir dansarar, það skilar sér í tón- listinni,“ segir Hörður. Hann hefur ákveðnar skoðanir á ýmsu í sam- bandi við dans. „Perlan er góður staður til að halda dansleiki. Þar er fallegt umhverfi en dansgólfið mætti vera stærra. Fyrir 150 til 200 manns þarf 2-300 fermetra dans- gólf ef fólk á að geta notið sín á gólfinu. Á góðum dansleik þarf að hlúa vel að öllum sem í húsinu era. Það þurfa að myndast góð tengsl milli hljómsveitar og dansfólksins. Heppilegt er að byija syrpur með sérdönsum. Þá dansa þeir fyrsta lagið sem'xmikið kunna. Svo á að spila lög sem allir geta dansað eft- ir. Nú er þessu yfirleitt öfugt farið, byijað á tangó og allir fara út á gólfið. Svo kemur sérdans sem krefst ákveðinnar kunnáttu og þá gerist tvennt: þeir sem að kunna, hafa ekki pláss til að dansa, hinir verða eins og illa gerðir hlutir á gólfinu. Móttökur í danshúsum skipta miklu máli. Húsráðendur eða þjónar þurfa að láta fólk vita að það sé velkomið, einkum þegar það kemur í fyrsta sinn. Það mega ekki myndast heimaríkir hópar sem leggja staðinn undir sig, það er frá- hrindandi. Mér finnst mikið atriði að hljóm- sveitir missi aldrei niður stuð í dans- húsum, alltaf séu spiluð lög til að dansa eftir. Dansstjóri er liður í því að halda uppi góðri stemmningu. Þeir eru því miður orðnir sjaldséðir, þá vantar. Plötusnúðar gætu gegnt þessu hlutverki. Ef ég ætla að fara á almennilegan dansleik, þá fer ég á Mandrov í Lúxemborg. Þar er átta manna band með tveimur söngvuram, karli og konu. Hljóm- sveitarstjórinn þar hefur stjórnað flutningi allra Evróvisionlaga Lúx- emborgar. Sjálfur get ég hugsað mér hér svipaða danshljómsveit með mjög hæfum harmonikkuleik- ara í fararbroddi. Ef hægt væri að koma upp dansleikjum í Perlunni á föstudags- og sunnudagskvöldum með slíkri hljómsveit, yrði það mik- il lyftistöng fyrir dansinn að mínu mati og raunar allt þjóðfélagið." Vill að dansinn verði íþrótt Hörður segir jafnframt að hann hafi mikinn áhuga á að fá dansinn viðurkenndan sem íþrótt og láta hann þá falla undir íþróttasamband íslands. „Þannig er þetta víða er- lendis,“ segir hann. „Þetta væri fyrsta flokks f|'áröflunarleið fyrir íþróttafélög. Þau fengju sér þá þjálfara og þó fólk borgaði ekki nema helminginn af því sem það borgar í dansskóla í dag, þá yrði það mikil ávinningur fyrir íþróttafé- lagið. Þannig yrði íþrótta- og tóm- stundaráð miklu tengdara dansin- um en það er í dag. Það gæti kom- ið unglingastarfi í landinu til góða. Þetta er ekki sagt til að rýra gildi dansskólanna því að þeir hafa skilað miklu starfí, það þarf bara enn meira að koma til.“ Hörður klykkir út með því að benda á að fátt sé eins fyrirbyggjandi gegn víni og vímuefnum og að kunna að dansa. „Dans eykur sjálfsvirðinguna," seg- ir Hörður. „Fólk sem kann að dansa þarf ekki vín til þess að koma sér út á gólfið.“ Þegar ég yfirgef Hörð og Rögnu byijar hljómsveitin að spila We will meet again. Þetta lag var það síð- asta sem margir hermenn heyrðu áður en þeir héldu út á vígvöllinn í seinni heimsstyijöldinni. Með hví- líkri ástríðu hljóta þeir ekki að hafa dansað við konur áður en þeir fóru, hugsa ég og lygni aftur augunum. Maður á bláum jakka segir við mig: „Viltu dansa?“ Ég svara án umhugsunar: „Ókei,“ enn með hug- ann á hernaðarslóðum. „Ég er fyrrverandi alkóhólisti," hefur dansherra minn samræðurn- ar. „Ég hélt að ég kynni að dansa, en þegar ég hætti að drekka, komst ég að því að danskunnáttan hvarf mér líka. Núna er ég að læra í dansskóla." Nýtt lag er í uppsigl- ingu. „Bel Ami,“ segir sá bláklæddi og við dönsum áfram. Síðasta lag kvöldsins er Auf wiedersehen. „Þú kemur næsta sunnudag og dansar við mig,“ era kveðjuorð þess blá- klædda. Kristinn Guðmundsson, yfir- þjónn, kemur að borðinu til mín. „Hvernig hefur þú skemmt þér?“ spyr hann. „Vel.“ „Gott. Fólk sem sækir þessa dansleiki kemur til að dansa, ekki til að drekka. Við höfum stækkað dansgólfið um helming, en það dugir ekki til,“ segir hann. „Hvernig fólk kemur hingað?" spyr ég. „ Allskonar fólk. Þessi með gler- augun, á leiðinni út, er lögfræðing- ur. Sá næsti við hann er bílstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Vill breyta dansmenningu Islendinga Hjördís Geirsdóttir og Karl Jóna- tansson hafa lokið störfum þetta kvöld og koma að borðinu til okk- ar. „Það er mjög gaman að syngja hér, en nú er ég að fara beint á næturvakt," segir Hjördís hressi- lega. Hún er sjúkraliði jafnhliða því að sinna sönglistinni. Karl Jóntans- son fær sér sæti hjá mér. Hann er upphafsmaður að þessum „Gala“ dansleikjum Perlunnar. „Ég stofn- aði hljómsveit fyrir tveimur árum og við spiluðum svolítið á Borginni. Hluti þessarar hljómsveitar tók upp þráðinn með mér og spilar hérna núna. Við eram að þessu af því að við höfum ánægju af músík,“ segir Karl. „Við spilum danstónlist sem var að þróast alveg fram yfir 1960. í sumum af lögunum er angi af dixieland. Þetta er alhliða dansmús- ík og við leggjum áherslu á suður- ameríska músík. Allt nema pasado- uble, en sá dans er á leiðinni hjá okkur líka, en hann er nú varla dansaður nema í danskeppnum. Hingað koma margir nemendur dansskóla, bæði eldri og yngri. Ég spilaði á danshúsum í Reykja- vík frá árunum 1945 og fram í rokktímabilið. En þegar poppið byijaði að aðskilja pörin þá fannst mér þetta ekki „intressant" lengur og var eftir það mest í veislutónlist og kennslp. Núna er ég líka með 45 manna harmoníkuhljómsveit hjá Harmoníkufélagi Reykjavíkur. Ég hef mikið að gera því að ég útset mikið af þeim lögum sem við eram með og allt fyrir söngkonuna. Ég er uppí 20-30 klukkutíma með hvert lag. Ég er seinn að gera flesta hluti, en reyni að gera þá vel. Það er persónulegur áhugi minn að reyna að breyta dansmenningu ís- lendinga aftur. Ég lifi fyrir það. Það er ekki eðlilegt að fólk læri þúsundum saman að dansa, en hafi svo engan stað til að dansa á, held- ur verði bara að dansa eftir grammófónum í dansskólum. Er- lendis sjást ekki nema Big bönd á danssýningum, en hér eru bara grammófónar og þess vegna er ekki hægt að bjóða útlendingum á keppnir hér. Við ætlum að sýna það hér í þessari hljómsveit að við erum slíkum vanda vaxnir þegar á næsta ári. Við erum svo sem orðnir ágæt- ir, en við verðum samt að slípast mikið enn. Dansskólarnir hafa mik- inn áhuga á þessu framtaki, enda skilja forráðamenn þeirra mæta vel þörfina á slíkum stað. En fyrst og fremst er svona dansleikjahald fyrir alla þá sem hafa gaman af að dansa á hvaða aldri sem þeir era.“ Þegar ég kem fram í anddyrið eftir að hafa kvatt Karl Jónatans- son, eru allir farnir. Gervipelsinn minn hangir dapur í bragði einn á hjólaslánni og kuldaskórnir mínir, sem áður höfðu félagsskap af skó- hlífum og öðram kuldaskóm, standa í skeifu fyrir neðan. Ég fer úr spari- skónum og sting þeim í poka að þjóðlegum sið. Hin margbreytilegu útlendu áhrif, sem suðræn tónlist og slútandi pálmatré höfðu töfrað fram í huga mér, eru fokin út í veður og vind með íslenskum norð- ansveljandanum áður en mér tekst að klóra klakann af framrúðu bíls- ins með krókloppnum höndunum. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Miele UPPÞYOTTAYÉL? MIELE G579SC: 8 ÞVOTTAKERFI, 3 HITASTIG, HNÍFAPARASKÚFFA OG MIELE GÆÐI. TILBOÐSYERÐ: 89.522,- KR. VERÐLISTAVERÐ: 115.263,- Tilboðið gildir meðan birgðir w W Jóhann SHNDABORG 1Á • 104 Opnunartími mánudaga til Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi 5.10. 1992 Fermingargjöf sem búið erað, alla ævi Sérverð fyrir 15 ára og yngri á öllum námskeiðum Sérstök unglinganámskeið í júní og ágúst Hringdu og fáðu sendan kynningarbækling ogverðskná Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum Söluaðili: W. |l FERÐASKRIFSTOFA^iíli ÍSLANDS UU SKÓGARHLÍÐ18 • SÍMI91-623300 SB8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.