Morgunblaðið - 21.03.1993, Side 9

Morgunblaðið - 21.03.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 B 9 SIÐFRÆÐI/Erþekkingþekkingarinnar vegna úreltf HEIMURINN OG ÉG LÍFIÐ er dýrmætasta eign sér- hvers manns. Vitundin um dauð- ann knýr okkur til að spyrja: „Hvað hefur gildi í Iífinu?“ Hver persóna lifir á tilteknu tíma- skeiði undir ákveðnu nafni og enginn kemst undan því að spyrja: „Hvað á ég að gera í líf- inu? Hvernig á ég að nota líf mitt?“ Uppruni okkar er í samruna við sæðisfrumu og eggs. Við verðum okfruma sem þroskast í fóstur og böm sem fæðast. Við verðum böm, skyldug til að fara í skóla og eftir skólaskylduna er okkur gert að velja. Við spyrjum: „Hver er ég og hvað vil ég gera?“ Við reynum að meta æskuna, öðl- ast þekkingu á til- fínningum okkar og kanna kringumstæður. Við skoð- um heiminn í huga okkar og við uppgötvum að allir eru sérstakir. ► Hver maður er aleinn í alheimsgeimi tímans. Við uppgötvum dauða ann- arra og að tíminn er naumur. Við uppgötvum að við stöndum frammi fyrir ótal möguleikum. Allir vegir em opnir, en augu mannanna geta lokað þeim. Manneskjan getur valið sér leið í þessum heimi. Þökk sé frumundri veraldarinnar: Manns- heilanum. Hver maður er einstakur og hef- ur þ.a.l. sína sérstöku hæfileika. Allir þurfa að leita að því sem fell- ur best að persónu þeirra. Við verð- um að finna starf sem skapar ánægju. Við fæðumst inn í heim sem býður upp á ákveðna mögu- leika og fastsett störf. Sumir hveij- ir gera sér ljóst að ekkert starf hentar þeim, en þeir gefast ekki upp. Þeir hafa sköpunargáfu til að búa til nýja tegund af störfum. Við fæðumst inn í tilsett kerfi. Heimurinn sem blasir við okkur vill stjórna hegðun okkar. Fastmótaðar kenningar em við líði í barnaupp- eldi og kennslu. Foreldrar reyna að móta bömin. En heilinn stendur með gríslingunum. Hann er ekki auðmótanlegur leir. Kerfískarlar hafa komist á snoðir um að auðveld- ast sé að stjórna almúganum með samræmingu. Það er t.a.m. ódýrast að ala upp börn á sem líkastan hátt. Því fleiri möguleika sem kerf- ið býður upp á því dýrara er það í rekstri. Frá þeirra sjónarhóli er best að fjöldinn hafí svipaðar skoð- anir og sýni sviapað hegðun. Fólk í viðjum vanans í samræmdu kerfí er fyrirmyndar fólk! Samstillt Evr- ópa með samræmdu atferli íbúanna ætti að láta vel að stjórn og vera hagkvæm í rekstri. En það er sá galli á gjöf Njarðar að sérhver manneskja er einstök og í mótsögn við allsheijar stjórnun. Hún þarf ekki á utanaðkomandi stjórnun að halda. Hún hefur nefnilega hæfi- leika til að stjórna sér sjálf. Hrepparígur smæðarinnar er ekki heldur góður kostur. Keppni, reglur, boð og bönn milli hreppa, milli tveggja hópa er alltaf á kostn- að einstaklinga. Hópur er blekking. Hópur er andrúmsloft sem bindur einstaklinga bókstaflega saman. Hópur gætir sinna sameiginlegu hagsmuna og býr til utangarðs- menn. Hópur setur sér ósveiganleg- ar reglur sem eru réttlátar gagn- vart sumum einstaklingum og óréttlátar gagnvart öðrum. Kerfí getur ekki metið sérhveija persónu á hennar eigin forsendum. Hið sorg- lega er að fjölþætt „kerfisleysi" er best, en einfalt allsheijarkerfi er verst. Svona er heimurinn og verður um ófyrirsjáanlega framtíð. Hann er ópersónulegt kerfi gagnvart per- sónunni. í vísindum er einfaldleik- inn svarið en í mannlífinu er flókin margbreytni lausnin. Hvernig eigum við þá að haga lífí okkar? Óhjákvæmilega hljótum við að laga okkur að heiminum, en helst ekki nema að hálfu leyti — því allir eru einstakir. Við öðlumst þekkingu með ítroðsluaðferðinni og við eigum að velja okkur framhalds- nám ef við getum. Ýmsir velja sér nám sem er líklegt til að veitagóða afkomu. Allflestir ráðamenn og fjöl- margir kennarar vona að nemendur hugsi á þessa leið þegar þeir velja sér fög: „Hvað er arðbært? Get ég fengið vinnu og góð laun?“ Já, þrýstingur heimsins er mikill og hann er að aukast. Kerfið krefst náinna tengsla menntunar og at- vinnulífs. En við höfum siðferðileg- ar skyldur gagnvart okkur sjálfum. Okkur ber að spyija: „Hver er ég, hvað vil ég gera og hvað skapar mína hamingju?" Eða er það forn- eskjulegt að vilja öðlast þekkingu þekkingarinnar vegna, óháð nyt- semdinni? Getur okkur ekki langað til að læra lögfræði án þess að vilja starfa sem lögfræðingar? Sjálfs- þekking er a.m.k. ennþá aðeins vegna persónunnar sjálfrar. Sérhver persóna er mikilsverð og hún ætti að fara sína eigin leið. Heimurinn er þrýstingur og það þarf hugrekki til að þrauka utan þjóðvegar. Það er vissulega hægt að festast í viðjum vanans og starfa við það sem framfleytir, en það er ekki nóg og það er ekki rétt. Mín bjargfasta trú er, að sérhver per- sóna ætti að fást við það sem hún sinnir af alúð og láta ekki undan þrýstingi heimsins að gera eitthvað annað. Heillavænlegasta barnaupp- eldið er að hjálpa börnum til að bera kennsl á sína sérstæðu hæfi- leika og efla með þeim hugrekki til eftir Gunnar Hersvein inn sést að einnig í munni og koki er mikill roði; þó er tungan gjam- an í fyrstu þakin grárri skán sem losnar svo smám saman og hverf- ur og þá blasir við eldrauð tungan og totur hennar eins og bólgnir nabbar á víð og dreif. Hefur þessu fyrirbæri verið gefíð nafnið jarðar- beija- eða hindbeijatunga. Svo líð- ur og bíður og eftir þijá eða fjóra sólarhringa fara útbrotin að dofna og hitinn að lækka. Ef sjúkdómur- inn fær að ráða ferðinni ótruflaður af lyfjagjöf má búast við að húðin fari nú hvað af hveiju að hreistra og getur þessi hreisturmyndun eða réttara sagt hreisturfall orðið svo mikið, einkum í lófum og iljum, að skinnflygsur losni og detti af (1. mynd). Þá er í sem skemmstu máli búið að lýsa helstu einkennum skarlatssóttar en það eru börn og unglingar sem öðrum fremur verða fyrir barðinu á þeirri pest. Sagan er þó hvergi nærri öll sögð. Talsverð hætta er á fylgikvillum og það eru þeir sem fyrr og síðar hafa orðið mörgum að aldurtila og spillt heilsu annarra ævilangt. Áður en virk lyf komu til skjal- anna var ekki fátítt að í kjölfar skarlatssóttar fylgdu ígerðir í háls- inum og umhverfi hans eða þá að sýkingin barst niður í lungu. Bólg- ur í miðeyra, kjálka- eða ennishol- um gera strik í reikninginn og draga veikindin á langinn. Gigt- sótt er alvarlegur fylgikvilli en sem betur fer sjaldgæfur, að minnsta kosti nú á dögum. í kjölfar hans siglir stundum bólga í hjartavöðva sem ef til vill fer sér hægt, en bítandi þegar til lengdar lætur og skemmir þá einatt hjartalokur. Enn er ótalinn sá fylgikvilli skarl- atssóttar sem ræðst á nýrun og getur orðið lífsförunautur þeirra sem honum þóknast að heim- sækja, og reynist þeim þungur í skauti. Hvernig er vænlegt að bregðast við þegar skarlatssótt stingur sér niður eða gengur sem faraldur? Penisillín-meðferð skal hefja þegar í stað og nægir að gefa lyfið í mixtúru- eða töfluformi. Skammtastærð og annað í sam- bandi við lyfjagjöf á viðkomandi læknir að ákveða. í því efni er að nokkru sinn siður í landi hveiju en um eitt virðast allir sammála: Óslitin og reglubundin lyfjagjöf í að minnsta kosti tíu daga er sjálf- sögð. Eins er enn að geta sem hafa verður í huga og allir þurfa að vita: Það er ákveðin tegund graft- arsýkla sem veldur skarlatssótt. Á síðari árum hefur læknum orðið ljóst að þeir hinir sömu sýklar eiga það til að valda slæmri hálsbólgu þótt engin komi útbrotin og sú hálsbólga getur verið jafnhættuleg og hin sem er upphaf skarlatssótt- ar. Líklega er ástæða til að huga vel að þessu þegar skarlatssótt er að ganga eins og nú. Ef ungviðið á heimilinu kvartar um eða virðist hafa hálssærindi ásamt með háum hita sem helst lengur en sólarhring er rétt að leita læknis. Hann veit hvað við á og kann ráð til að nálg- ast kjarna málsins. Charlie Chaplin — Úr kvikmyndinni Nútíminn. að starfa við það sem þeir beinast að, hvert sem ástand heimsins er þá stundina. Að öðrum kosti þarf að reisa ótal stofnanir fyrir „vand- ræðafólk". Speki: Hættum að starfa við það sem við innum ekki af hendi með áhuga, þrátt fyrir launin, og steyp- um okkur án sektarkenndar út í það sem við sinnum af ástúð. fyrir hressa útivistarkrakka VANGO SVEFNPOKAR Nitestar 3 Kuldaþol -10°C, þyngd 2 kg verð 4.900 Nitestar 2 Kuldaþol -5°c, þyngd 1,7 kg Verð 3.900 VANGO BAKPOKAR tf JH! Sherþa 55L i ■j / verð 4.900 i JU, f Sherþa 65L IJJ.f verð 6.250 ■■■■■■■■■■■■■■■ ■’TT' ■ ■ ■ VANGO KÚLUTJÖLD DD 300 þyngd 4,25 kg verð 12.900 DD 200 þyngd 3,75 kg verð 10.200 TVÖ TILBOÐ Svefnpoki Nitestar 2 Bakpoki Sherpa 65 Fermingartllboð Tjald DD 300 Svefnpoki Nitestar 2 Fermingartilboð 3.900 6.250 Kr. 10.150 Kr. 8.950 12.900 5.900 Kr. 16.800 Kr. 14.980 SPORTHÚS REYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 44. SlMI 62 24 77

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.