Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 1
JMmtgtitilritoMfe
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 24 APRÍL 1993 BLAÐ
Morgunblaðið/Sverrir
GESTAÞRAUITR
Ungur uppskafningur og for-
stjóri í „einu stærsta fyrirtæki
landsins“ hefur ásamt eigin-
konu sinni boðió nokkrum vin-
um til matarveislu eina kvöld-
stund í tilefni af tíu ára brúð-
kaupsafmæli þeirra. Svo sak-
leysislega hljóðar forsaga
Kjaftagangs eftir Neil Simon
sem Þjóðleikhúsið tekur til
sýningar næstkomandi föstu-
dag. En þegar fyrstu gestirnir
koma prúðbúnir til veislunnar
mætir þeim einkennileg og
ófögur sjón sem spillir marm-
arahvítri heildarmynd hússins;
húsfreyjan er horfin og hús-
bóndinn liggur meðvitundar-
laus á gólfinu, alblóðugur um
höfuðið, skammbyssa við hlið
hans og á náttborðinu er
opið pilluglas. Eitthvað er úr
skorðum gengið.
um hugsanlegt framhjáhald gest-
anna, fjármálaóreiðu, valdatafl, af-
brýði og ýmislegt annað sem fslend-
ingar þekkja gjörla frá síðasta kaffi-
tíma. Gestirnir lenda líka í þeirri
óþægilegu aðstöðu að lygarnar af-
hjúpa þætti í þeirra eigin skapgerð
og einkalífi sem þeir hefðu kosið að
lægju í þagnargildi. Farsakennd
fléttan er á köflum næstum með pint-
erísku ívafi með hraðlyginn gestahóp
og ósýnilegan húsráðandann lokaðan
inni í svefnherbergi'sínu; hugsanlega
er hann morðingi en hugsanlega
aðeins sérstakur hrakfaliabáikur.
Eyðurnar eru margar sem hægt er
að geta í, og myndi æra óstöðugan
að rekja þræðina alla. Það verður
því ekki reynt frekar.
GAMANSAMUR GYÐINGUR
Nafn Neil Simon er nátengt
Broadway, enda iná telja á fingrum
annarar handar þau verk hans sem
hófu ekki göngu sína þar eða end-
uðu; oft til hagsældar fyrir pyngjur
leikhúsanna. Eins og mörg önnur
verk höfundar ber Kjaftagangur
tækniþekkingu Simons á möguleik-
um leikhússins gott vitni, lipri fag-
mennsku sem aðeins sprettur af ára-
tuga reynslu í iðninni. Og slíka
reynslu skortir Simon ekki.
Neil Simon er fæddur á þjóðhátíð-
ardegi Bandaríkjanna árið 1927, og
ólst upp í samfélagi miðstéttargyð-
Inngangurinn sæmir sér vel á
sakamálaleikriti í slakari
kantinum, en leiðir okkur
þess í stað inn í hraðan og
fumkenndan heim gaman-
leiksins Kjaftagangs (Rumo-
urs) eftir Neil Simon í þýð-
ingu og staðfærslu Þórarins Eldjárns
og leikstjórn finnska leikstjórans
Askos Sarkolas. Hlín Gunnarsdóttir
sér um leikmynd og búninga. í frum-
útgáfu verksins gerist það í New
York, en í uppsetningu Þjóðleikhúss-
ins er atburðarásin flutt til Seltjarn-
arness dagsins í dag. í helstu hlut-
verkum eru Sigurður Siguijónsson,
Örn Árnsson, Ólafía Hrönn Jónsdótt-
ir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Pálmi Gestsson,
Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra
Björnsdóttir, Randver Þorláksson og
Þórey Sigþórsdóttir.
Fyrstu gestimir vilja umfram allt
afstýra hneyksli og hneisu sem gæti
hrifið þau með sér með ófyrirséðum
afleiðingum, og rembast við að dikta
upp skýringu á fjarveru eiginkon-
unnar og sárum mannsins sein öðr-
um gestum gætu þótt trúverðug. En
lygi kallar á lygi og lygi kallar á
misskilning og fyrr en varir eru gest-
irnir svo kolflæktir í eigin vef og
annarra að þeir geta sig hvergi hrært
nema grípa til nýrra ósanninda. At-
burðarásin glefsar í eigin hala. Inni
í leit að skýringu fléttast rógburður