Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993
B 7
Jenna og Hreiðar
heiðruð fyrir ritstörf
JENNA Jensdóttir nthöfund-
ur tók á sumardaginn fyrsta
við viðurkenningu fyrir fram-
lag sitt og Hreiðars Stefáns-
sonar til barnamenningar.
Viðurkenningin var meðal
þeirra sem veittar voru á ár-
legum sumarfagnaði Barna-
bókaráðsins, Islandsdeildar
alþjóðasamtaka um bækur
ætlaðar ungum lesendum.
Bókagleðin var að venju hald-
in í Norræna húsinu.
Barnabókaráðið hefur heiðrað
fólk í ýmsum listgreinum undan-
farin ár, en nú runnu allar viður-
kenningarnar til skrifa eða út-
gáfu lesefnis. Jennu og Hreiðari
var þakkað fyrir Öddu-bækumar
og fjölmargar aðrar; aðstand-
endum bókaútgáfunnar Bjöll-
unnar, þeim Herdísi Sveinsdótt-
ur og Ragnhildi Helgadóttur fyr-
ir brautryðjendastarf; Stefáni
Aðalsteinssyni fyrir fræðibækur
í útgáfu Bjöllunnar; Þórarni Eld-
jám fyrir ljóðabækurnar Óðfluga
og Heimskringlu og og Friðrik
Erlendssyni fyrir bókina um
Benjamín dúfu.
Við afhendingu viðurkenning-
anna sagði Jónína Friðfinnsdótt-
ir, formaður Barnabókaráðsins,
meðal annars að allir þekktu
Öddu, sem bráðum yrði fimmtug.
Bækur Jennu og Hreiðars um
hana hefðu verið þýddar á ýmis
tungumál og gefnar út aftur og
aftur hérlendis, síðast í fyrra.
Svo virtist sem börn ársins 1993
kynnu ekki síður að meta Öddu
en þau sem vora lítil 1946 þegar
fyrsta bókin kom út.
Jenna Jensdóttir ávarpaði há-
tíðargesti og bar þeim kveðju frá
Hreiðari, sem komst ekki vegna
veikinda. Hún talaði um smá-
w Morgunblaðið/RAX
Jenna Jensdottir
barnaskóla Hreiðars á Akureyri,
hvernig fyrstu barnabækur
þeirra hjóna urðu til vegna lestr-
arkennslu þar. Þær hefðu mikið
verið lesnar, sumar fengið verð-
laun eða viðurkenningar.
I spjalli við blaðamann sagði
hún að þau Hreiðar mættu vel
við una, bækurnar þeirra hefðu
hlotið og hlytu góðar viðtökur
lesenda. Jafnvel hávaðinn um
þær um miðjan áttunda áratug-
inn gæti talist til hins góða. At-
hygli og hræringar, jákvæðar
eða neikvæðar, þýddu framþró-
un. Undir lok ávarps síns á
sumargleði Barnabókaráðs sagði
Jenna: “Nú á ég ekki betri ósk
ykkur til handa börn, en að þið
lesið bækur, áður en þið leggið
dóm á þær og látið aldrei aðra
segja ykkur hverjar bækur ykkur
á að finnast góðar eða vondar,
leiðinlegar eða skemmtilegar.“
Landsmót bamakóra
haldið í Laugardalshöll
í DAG 24. ajpríl standa Tónmenntakennarafélag íslands og Sinfóníu-
hljómsveit Islands fyrir tónleikum í Laugardalshöll. Tónleikarnir
hefjast kl. 15.00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. A þessum
tónleikum koma fram ásamt hljómsveitinni 30 kórar, samtals um
1000 börn víðs vegar að af landinu. Stjórnandi tónleikanna verður
Jón Stefánsson.
Undirbúningur hjá kórunum fyrir
þessa tónleika hófst um áramót og
hefur verið æft stíft alveg fram á
þennan dag enda er efnisskrá tón-
leikanna mjög metnaðarfull, má þar
m.a. sjá kóra úr óperunum La Trav-
iata eftir Verdi, Carmen eftir Bizet
og Carmina Burana eftir Carl Orff
auk ýmissa laga innlendra sem er-
lendra. Sinfóníuhljómsveitin hefur
alla tíð lagt sig eftir því að ná til
æsku landsins með skólatónleikum
og þátttöku ungra hljóðfæraleikara
og barnakóra t.d. á jólatónleikum
hljómsveitarinnar og hefur sam-
starf Tónmenntakennarafélagsins
og hljómsveitarinnar verið mjög
ánægjulegt.
Þessir tónleikar eru liður í fjög-
urra daga uppskeruhátíð tónlistar-
manna sem hófst með Lifunar-tón-
leikum svokölluðu á sumardaginn
fyrsta og mun uppskeruhátíðinni
ljúka í Perlunni sunnudaginn 25.
apríl kl. 14.00-16.00. Þar kemur
fram fjöldi ungs tónlistarfólks víðs
vegar að af landinu.
I samtali við Þórunni Björnsdótt-
ur tónmenntakennara, sem hefur
borið hitann og þungann af undir-
búningi landsmótsins, er þetta
stærsta og umfangsmesta landsmót
sem Tónmenntakennarafélagið hef-
ur staðið fyrir. Hefur fjöldi þátttak-
enda aldrei verið meiri enda ein-
stakt tækifæri og upplifun fyrir
börnin að fá að syngja með heilli
sinfóníuhljómsveit og þúsund öðr-
um börnum. Undir það tóku systk-
inin Jón og Hrefna úr Kársnesskóla
sem hafa sungið í kór í fjögur ár
og sögðust hlakka mikið til tónleik-
anna. En þau hlakka ekki aðeins
til tónleikanna því að þeim loknum-
verður skemmtun með söng og
dansi fram eftir kvöldi og fá þá
krakkarnir tækifæri til að kynnast
öðrum kórkrökkum.
UM HELGINA
Tónlist
Gospel-tónleikar
Kór Flensborgarskóla hefur ákveðið
að halda aukatónleika með afró-gospel
dagskrá sem flutt var 2. apríl sl. Verða
tónleikarnir í Menningarmiðstöð Hafn-
arfjarðar, Hafnarborg, sunnudaginn
25. apríl klukkan 21.
Unglingalúðrasveit
Svissneska lúðrasveitin Jugendmus-
ik heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavík-
urborgar, sunnudaginn 25. apríl kl.
15.00, ásamt lúðrasveitinni Svaninum.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Kammertónleikar á
ísafirði
Fjórir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands halda kammertón-
leika í sal frímúrara á ísáfirði, n.k.
sunnudag 25. apríl kl. 20.30. Tónlistar-
mennirnir eru Bryndís Pálsdóttir fiðlu-
leikari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló-
leikari, Ingvar Jónasson víóluleikari og
Kristján Þ. Stephensen óbóleikari.
Á efnisskrá tónleikanna er Fantasía
fyrir óbó, fiðlu, víólu og selló ^ftir
Benjamin Britten, verk eftir sænska
tónskáldið Lars-Erik Larsson, tvö verk
eftir Mozart og verk eftir Jónas Tómas-
son; Sónata XIII sem hann samdi fyrir
Malmö kammerkvintett.
Karlakór Reykjavíkur
Fyrstu styrktartónleikar Karlakórs
Reykjavíkur á þessu vori verða í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði á sunnudag-
inn 25. apríi kl. 17.
Sungin verða „klassísk karlakóra-
lög“, óperukórar, kirkjulegir kórar,
negrasálmar o.fl., þar á ineðal tvö lög
eftir Pál ísólfsson, sem orðið hefði 100
ára á þessu ári. Þá flytur kórinn einn-
ig lög úr austurvegi.
Myndlist
Finnur Arnar
Mánudaginn 19. apríl opnaði í
Mokka-kaffi sýning á verkum eftir
Finn Arnar, en hann útskrifaðist úr
Fjöltæknideild Myndlistar- og handíða-
Karlakór Reykjavikur
skólans árið 1991 og er'þetta hans
fyrsta einkasýning. Verkin sem hér um
ræðir eru agnarsmáar teikningar unn-
ar með hörðu blýi.
Eigendasaga 45
Ut er komin bókin Eigandasaga 45
eftir Ulfar Þormóðsson.
Á bókarkápu segir: „Eigandasaga
45 er frásögn af því hvernig fræðingar
hafa byggt upp stjórnkerfi í listheimin-
um þar sem þeir halda um alla þræði
og ákveða hveijir skuli komast af og
hveijir ekki. Þetta er lamandi stjórn-
kerfi þar sem ótti myndlistarmanna
um eigin velferð og hugsanlegar afleið-
ingar þess að segja hug sinn í eigin
hagsmunamálum mótar umræðu
þeirra flestra; stjórnkerfi óttans.“
Bókin er 137 síður. Oddi prentar.
Höfundur gefur út.
Stykkishólmur
Sýningu á Menningarvöku Emblu-
kvenna i Stykkishólmi, lýkur um helg-
ina. Sýningin er í norska húsinu og er
opin frá klukkan 14-18, laugardag og
sunnudag.
Á sýningunni eru verk eftir Ingi-
björgu Þorvaldsdóttur, Önnu Sigurðar-
dóttur, Ingibjörgu Ágústsdóttur, Stef-
aníu Stefánsdóttur og Sjöfn Haralds-
dóttur.
Georg Guðni
Sýning á verkum Georgs Guðna
verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. Á
sýningunni eru verk unnin á þessu og
síðasta ári. Þetta er fimmtánda einka-
sýning Georgs Guðna síðan 1985, en
hann hefur einnig tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og erlendis.
Sýningunni lýkur 9. maí.
Elín Magnúsdóttir
• Elín Magnús-
dóttir, opnar sína
9. einkasýningu í
Gallery II láugar-
daginn 24. aprtl kl.
14, og lýkur henni
6. maí. Elín sýnir
að þessu sinni
vatnslitamyndir og
teikningar.
Ríkey
Myndlistarkonan Ríkey Ingimundar-
dóttir opnar sýningu á verkum sínum
í húsakynnum Menningarstofnunar
Bandaríkjanna, í dag. 24. apríl. Sýn-
ingin verður opin alla virka daga, frá
klukkan 8-17.45, fram til föstudagsins
14. maí.
Þetta er 25. einkasýning Ríkeyjar,
en hún hefur auk þess tekið þátt í
nokkrum samsýningum. Á sýningunni
verða verk af fjölbreytilegum toga,
m.a. olíumálverk, vatnslitamyndir,
höggmyndir og lágmyndir unnar úr
leir og postulíni.
Agatha í Hlaðvarpa
I dag klukkan 14.00 verður opnuð
sýning á verkum Agöthu Kristjánsdótt-
ur í Hlaðvarpanum við Vesturgötu
þijú. Á sýningunni eru olíumálverk;
landslagsmyndir og fantasíur.
Agatha hefur sótt námskeið á ýms-
um stöðum, m.a. í Myndlistaskólanum
Rými í Listhúsinu í Laugardag.
Sýningin stendur til 7. maí.
Leiklist
50. sýning á Dýrunum
í Hálsaskógi
Á sunnudaginn verður 50. sýning á
barnaleikritinu Dýrunum í Hálsaskógi
eftir Thorbjörn Egner.
Að lokinni sýningu á sunnudag verð-
ur veitt viðurkenning úr Egner-sjóðn-
um, en sá sjóður var stofnaður á 25
ára afmæli Þjóðleikhússins með gjöf
Thorbjörn Egners. Sjö sinnum hefur
verið veitt úr sjóðnum.
Fílamaðurinn
Síðasta sýning á fílamanninum hjá
Leikfélagi Selfoss verður á sunnudag
kl. 20:30 í Leikhúsinu við Sigtún á
Selfossi.
Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir.
Davíð Kristjánsson leikur Fílamanninn,
en aðrir leikendur eru Þóra Grétars-
dóttir, Kristinn Pálmason, Eyjólfur
Pálmarsson og Sigurður Hilmar Frið-
þjófsso.
Fyrirlestur
Hin dulda Evrópa
Næstkomandi tvo sunnudaga, 25.
apríl og 2. maí, mun Einar Karl Har-
aldsson, framkvæmdastjóri, flytja er-
indi um hina duldu Evrópu á fræðslu-
stund fyrir messu í Hallgrímskirkju.
Við messu á morgun, sunudaginn
25. apríl, verður sumri fagnað og mun
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð leiða
safnaðarsöng og flytja auk þess mót-
ettuna „Lofið Drottin allar þjóðir“, eft-
ir J.S. Bach. Stjórnandi kórsins er
Þorgerður Ingólfsdóttir.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYIMDLIST
Kjarvalsstaðir
Svava Bjömsdóttir, Daði Guðbjöms-
son, Sæmundur Valdimarsson sýna til
16. maí.
Norræna húsið
Margrét Árnadóttir Auðuns til 9. maí.
Listasafn ASÍ
Sigrún Eldjárn sýnir til 2. maí.
Hafnarborg
Gunnar Hjaltason, Berglind Sigurðar-
dóttir og Anna G. Hildibrandsdóttir
sýna til 3. maí.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Margrét Magnúsdóttir sýnir til 27.
apríl.
Nýlistasafnið
Georg Guðni Hauksson og Sveinn Ein-
arsson sýna til 5. maí.
Gunnarssalur
Verk úr safni Gunnars Sigurðssonar.
Gallerí Úmbra
Höskuldur Harri Gylfason til 28. apríl.
Safn Ásgríms Jónssonar
Skólasýning á þjóðsagnamyndum
fram í maí.
Gallerí Borg
Sverrir Ólafsson sýnir til 27. apríl.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Valin verk listamannsins sýnd.
Gallerí Sólon íslandus
Róska sýnir til 19. maí.
Mokka kaffi
Georg Guðni sýnir til 2. maí.
Stöðlakot
Leðursmíði Arndísar Jóhannsdóttur.
TOIMLIST
Laugardagur 24. apríl.
Tónleikar pianódeildar Tónlistarskólans
í Akureyrarkirkju kl. 15.00. Tónlistar-
dagur barnanna í Gerðubergi kl. 14.00.
Tónlistardagskrá i tilefni af aldaraf-
mæli Þórðar Kristleifssonar í Bústaðar-
kirkju kl. 16.00. Landsmót bamakóra
í Laugardalshöll kl. 15.00. Skagfirska
söngsveitin í Langholtskirkju ásamt ein-
söngvumm kl. 16.00. Samkór Kópavogs
í Kópavogskirkju kl. 16.00.
Sunnudagur 25. apríl.
Kammermúsíkklúbburinn í Bústaða-
kirkju kl. 20.30. Vortónleikar söngdeild-
ar Tónlistarskólans á Akureyri í Akur-
eyrarkirkju kl. 17.00 og kl. 20.00.
Haukur Guðlaugssonson leikur á orgei
Hallgrimskirkju kl. 20.30. Óperudag-
skrá í Norræna húsinu kl. 20.30. Lands-
mót barnakóra í Perlunni kl. 14.00 og
kl. 16.00.
Mánudagur 26. apríl
Karlakór Reykjavíkur kl. 20.30. i Nes-
kirkju.
Þriðjudagur 27. apríl.
Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, og
Peter Maté, píanóleikari, í íslensku óp-
emnni kl. 20.30.
Miðvikudagur 28. apríl
Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju
kl. 20.30.
Fimmtudagur 29. apríl.
Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt ung-
um einleikurum i Háskólabíói kl. 20.00.
Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju
kl. 20.30. Tónleikar Tónlistarskóla Sel-
tjarnarness i Norræna húsinu kl. 20.30.
Laugardagur 1. maí
Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju
kl. 16.00.
BOKMEIMIMTIR
Kjarvalsstaðir
Ljóðasýning Lindu Vilhjálmsdóttur til
16. maí. _________________________
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Stóra sviðið kl. 20:
Dansað á haustvöku: lau. 24. apríl. My
Fair Lady: lau. 1. maí, lau. 8. maí.
Hafíð: sun. 25. apríl. Dýrin í Hálsa-
skógi: 4au. 24. apríl, sun. 25. apríl.
Litla sviðið kl. 20.30:
Stund gaupunnar: sun. 25. apríl, lau.
1. maí.
Smíðaverkstæðið kl. 20:
Stræti: lau. 24. aprfl, sun. 25. apríl kl.
15.00, lau. 1. maí.
Borgarleikhúsið
Stóra sviðið:
Kl. 20: Tartuffe: lau. 24. apríl, lau. 1.
maí. Ronja ræningjadóttir kl 14.00: lau.
24. apríl, sun. 25. aþríl, lau. 1. maí.
Litia sviðið kl. 20:
Dauðinn og stúlkan: lau. 24. apríl.
íslenska óperan
Sardasfurstynjan kl. 20: lau. 24. apríl,
fös. 30. apríl, lau. 1. maí.
íslenski dansflokkurinn
Coppelía sun. 25. aprfl, sun. 2. maí kl.
20.
Leikfélag Akureyrar
Leðurblakan lau. 24. apríl, fös. 30. apríi,
lau. 1. maí.
KVIKMYIMDIR
Sunnudagur 25. apríl
Móður hryggð í MíR-sal kl. 16.00.
Umsjónarmenn listastofnana og
sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega fyrir
kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morg-
unblaðið, menning/listir, Hverfisgötu
4, 101 Rvk. Myndsendir: 91-691294.