Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 SKYNDIBITAR DAGSINS Sjónmenntir Bragi Asgeirsson ENN hefur orðið nokkurt hlé á vettvangsskrifum mínum, er ég kenni við sjónmenntir, og stafar sem fyrr af önnum á öðrum vettvangi eða þeim heldur í fleirtölu. Yfrið nóg hefur þó verið að skrifa um, því mikið er að gerast jafnt á heimavíg- stöðum sem í útlandinu. En fyrir vikið verður styttra á milli næstu skrifa og t.d. verða þessi í framhaldsformi. / g hyggst fara fljótt yfír ýmis- legt sem á daga mína hefur drifið í útlandinu síðan í haust, en ég hef verið dálítið ragur við að semja ferðapistla vegna þess að skyndibitaástríðan er kominn út á andlega sviðið líka, og sífellt er verið að biðja um styttri og snubbótt- ari greinar. En að mínum dómi er lífið ekki hamborgari eða „skyndibiti“ frekar en ástin, eins og unga og fal- lega búðarstúlkan sagði við mig upp úr þurru á dögunum og gerði mig forviða. í ljós kom að hún hafði ekki einungis verið að lesa íslendingasög- umar, sem voru yfir blaðabunka í gluggakistu, þar sem ég hafði tyllt mér á stólkoll í verzluninni, og hafði einmitt verið að glugga í um stund, aldeilis hugfanginn af málinu í Gísla sögu Súrssonar. Heldur náði iestrará- stríða hennar einnig til áþreifanlegri sviða, því að efst í blaðabunkanum sá ég allt í einu tímaritið Bleikt og blátt og grunaði mig þá hvaðan hún hafði vísdóminn. Fyrirburðurinn ást- þrungni orðaði það raunar á þann veg að það er tæplega prenthæft, en það er auðvitað annað mál og kemur þeim er les ekki par við. Listeigendur Áður en ég fer í „skyndibitaformi,, að segja frá því, sem á dagana dreif á leið minni frá Madrid upp Evrópu, þ.e. til Parísar og þaðan í austur til Frankfurt, og svo seinna Tokyo, þyk- ir mér rétt að rýna lítillega í það sem er næst vettvanginum í tíðinni, sem er „Eigandasaga 45“ eftir Úlfar Þor- móðsson fyrrum listhöndlara. Ekki svo að ég hyggist skrifa rit- dóm um bókina, því er fjarri, heldur vil ég rétt aðeins vekja athygli á henni og leiðrétta svolítið sem að minni persónu snýr. Mér óafvitandi, en þó fullkomlega að meinalausu, tekur Úlfar sitthvað úr skrifum mínum úr fyrrum Sjón- menntavettvöngum máli sínu til stuðnings og áréttingar, og tek ég það ekki aftur sem þar stendur. Hins vegar vil ég eindregið biðjast undan því að vera kallaður „erkiíhaldið", þó í góðu gamni sé, því það er ég sístur manna og hugtakið í raun afstætt er svo er komið. Kann ég að vísu mjög vel að meta allt safaríkt úr fort- íðinni, þar sem enn streymir funheitt blóð í andstöðu við margt í nútíman- um, sem er andvana gerviheimur úr plasti og fullkomlega blóðlaus, og þarfafleiðandi lítil framför fyrir mannkynið. Er hins vegar á móti ei- truðum skít eins og kemur t.d. frá efnaiðnaði og kjamorku, sem eru „undirstaða framfara“, þó ekki sé ég alfarið á móti fyrirbærunum. Fata morgana, eða árdegishillingar mínar er frekar lifandi og náttúrulegur skít- ur, og við eigum þar að auki ekki að búa til skít úr skít, heldur rækta blóm úr skít, eins og skáldið hér á blaðinu sagði eitt sinn við mig fyrir margt löngu yfir góðu glasi. Mörgum er hollt að taka þessa speki sér til fyrirmyndar, áður en hann skeiðar út á ritvöllinn og gæti trúlega forðað meinlegum slysum, jafnvel þótt í anda félagshyggju, frelsis og framfara eigi að heita, eða eins og annað skáld og ritsnillingur orðaði það „samvirkrar framningar þjóðreisnar". Mig grunar að þessi speki skáldsins um hinn heilbrigða skít sé ævaforn sannleikur, eins og svo margt annað úr fortíðinni sem aldrei úreldist. Þannig er það einnig með mörg mannanna verk í aldanna rás, að maður hefur tilhneigingu til að vilja viðhaida þeim og tengja nýj- um viðhorfum, en ekki hafna alfarið einungis fyrir einhvern stundlegan stórasannleik, og til að vera „in“ og aðrir haldi að maður sé svo skrambi gáfaður. Það er svo átakanlegt að sjá hvern- ig manndómsverkum þúsunda gáfu- manna hefur verið kústað burt, dýr- legar byggingar rifnar niður til að rýma fyrir geldum skókössum hag- nýtisstefnunnar, og mannlegar kenndir staðlaðar fyrir múgmennsk- una. Úr barnaskólum er sagt að komi nær ólæsir unglingar, úr menntaskól- um jafnvel óskrifandi stúdentar, úr listaskólum listspírur með meist- aragráðu, án þess að kunna að teikna og úr háskólum listsagnfræðingar sem vita lítið hvað málverk er, eða í öllu falli skilja það ekki. En sé það afturhaldsemi að vera hér ekki með á nótunum, þá er mér sómi í nafnbótinni „erkiíhald". Svo er annað, að þar sem nafni mínu bregður svo merkilega oft fyrir í þessari bók gætu einhveijir álitið mig eiga eitthvað í henni, en það væri mikið slys ef svo væri tiifellið. Hlutur minn er nefnilega enginn, full- komlega núll og nix, eins og sagt er, fyrir utan opinská skrif mín hér í blaðið, sem einhveijum en of fáum hefur orðið til eftirbreytni, en ég er talsmaður opinna og einarðlegra tjá- skipta. Rétt er að Úlfar skrifaði mér bréf og spurði nokkurra spurninga, en ég var illu heilli ekki í aðstöðu til að svara þeim, og fékk ekki tækifæri til að viðra þær við neinn sem vissi bet- ur. Hér á útskerinu er einfaldlega svo mikið pukur í kringum ýmsa mikils- verða hluti sem menn geta gengið að eins og að drekka vatn víða erlend- is þar setn lýðræðishugsjónin ristir dýpra. Á móti þessu kemur hins vegar allt pukrið í kringum listhúsin hér í borg, sem er þeim ekki alfarið til sóma. Það eru þannig fleiri en list- sagnfræðingar sem ota sínum tota á kostnað listamanna og eiga það til að nota vafasamar aðferðir. Öll umræða er af hinu góða og meginveigurinn í bók Úlfars er hug- rekki til að hrista upp í hlutunum, þótt að umræðan sé á full þröngu sviði og snúist fyrst og fremst um listhúsið Borg, Úlfar sjálfan, og meinta andstæðinga hans. Menningarmafíur eru alls staðar til og eru trúlega hættulegastar í fá- mennum og einangruðum samfélög- um. Hvað myndverkafalsanir snertir, er engin ástæða til ofurviðkvæmni, því að þær hafa verið við Iýði síðan mikil list varð til. Hef ég ítrekað vak- ið athygli á þeim staðreyndum, því að hér er um stóriðnað að ræða í heiminum er svo er komið. Öll lista- hús lenda örugglega einhvern tímann í því að standa uppi með verk af vafa- sömum uppruna. Auðvitað er reynt að búa til sannverðuga ættarsögu um leið og þau eru gerð, og það er mjög mikilvæg hlið á framkvæmdinni. Og eitt er það sem vill oft gleym- ast, en hefur jafnvel meira vægi en röngtenmyndataka og aldursgreining málverka, og það er hin sérstaka út- geislan þeirra. Hún er tvímælalaust áreiðanlegra kennimark höfundanna en áritunin og sá sem þekkir vel inn á málarann sér á augabragði hið sér- staka verklag sem sá tileinkaði sér og var hluti af listamannseðli hans. Þetta atriði vill stundum gleymast og einnig það að sérfræðingarnir sem röntgenmynda málverkin og aldurs- greina léreftið, svo og þeir sem kanna sögu þess, eru iðulega réttir og slétt- ir fagmenn, sem hafa ekki til að bera. þetta sjötta skilningarvit, nema kannski í mjög takmörkuðum mæli. Og vel að merkja, þá er oft langur gangur frá fag- og forvörslumannin- um, jafnvel listsagnfræðinginum, og til listamannsins eða þess sem hefur tilfínningu fyrir myndverkum og innri lífæðum þeirra. Þetta gengur íslendingum báglega að meðtaka þótt um viðteknar stað- reyndir sé að ræða víðast hvar. Bók Úlfars getur orðið innlegg í gagnleg- ar og upplýsandi umræður. París Við Símon Jóhann og Silja Dögg yfirgáfum vistarverur okkar í Hótel Madrid að Carretas 10 með nokkrum söknuði. Sjálfur var ég orðinn hag- vanur í hverfínu og fór árla morguns í langan göngutúr er stóð í marga kiukkustundir daginn sem við héldum á braut. Merkilegt hverfí og stutt í sögufræga staði til allra átta. Komum til Parísar árla dags eftir tíðindalitla lestarferð og fengum inni á La Lousiana hótelinu Rue de Seine. Er við nálguðumst það í leigubíl, ók- um við framhjá Cluny byggingunni á breiðgötu Geira á Engjum, „Boule- vard St. Germain", og þar blasti við mér sjón sem ég átti andskotakomið ekki von á, sem var Mc Donalds- hamborgarastaður hinum megin við götuna og beint á móti þessari ann- arri elstu byggingu borgarinnar. Hin er Hotel de Sens, er blasir í beinni sjónlínu við þeim lánsömu Islending- um er dveljast á Kjarvalsstofu. Fyrir framan Cluny rústirnar má sjá leifar af opinberum baðhúsum Rómveija frá lokum annarrar eða byijun þriðju aldar „Thermerne“. Sjálf byggingin Hotel de Cluny var klaustur Benediktarreglunnar og var byggt á árunum 1848-1500. Þar er nú til húsa magnað safn listiðnaðar frá miðöldum, m.a. vefurinn einstæði „Stúlkan með einhyminginn“ sem samanstendur af 6 stómm veggtepp- um, og í hinni síðgotnesku kapellu, fyrrum bænasal eða „oratorium" klaustursins, getur að líta 23 sviðs- myndir „St.-Etienne helgisagnarinn- ar“. Að auki hýsir byggingin á þriðja tug gipshausa frá konungshúsi frúar- kirkjunnar, Notre Dame, og mikið af dýrlegu skarti. Andrúmið inni í þess- um gömlu húsarústum er ólýsanlegt og sérhver upplýstur kemur annar og betri maður þaðan út. Ekki er úr vegi að geta þess einnig að fyrir aft- an þessar merku fornmenjar rís Svar- tiskóli í öllu sínu veldi, ein nafnkennd- asta menntastofnun veraldar, og þar að auki er „Panthéon", grafreitur mikilmenna frönsku þjóðarinnar steinsnar aftan við Svartaskóla en þó dálítið ofar og til vinstri. Mc Donald hamborgarastaðurinn er svo nákvæmlega miðja vegu á milli Cluny og St. Séverin kirkjunnar, og þaðan er örstutt til Notre Dame og fleiri magnaðra stórbygginga for- tíðarinnar á Borgareyjunni „Ile de City“. Mér varð svo mikið um, að ég gerði mér sérstaka ferð þangað daginn eft- ir til að sannfærast, en það var ekki um að villast og hélt ég dapur á braut. Þróunin í Parísarborg hefur ekki að- eins ollið ferðalöngum vonbrigðum heldur eru Parísarbúar margir ösku- illir. Ekki nóg með þennan skyndibita- stað á einhveijum helgasta reit borg- arinnar, heldur eru komnir a.m.k. tveir þvottavélastaðir á Rue de Seine þar sem áður voru listhús eða veit- ingastaðir. Yfírleitt hafa menn smekk til þess að staðsetja slíka staði afsíð- is, t.d. á hliðargötum eins og t.d. í Kaupmannahöfn, en það eru helgi- spjöll að troða þeim á einn nafnkennd- asta reit latínuhverfísins. Annað sem valdið hefur Parísarbúum ugg er að útikaffihúsum hefur fækkað í borg- inni og þannig er hún smám saman að missa dýrmætustu einkenni sín, sem gert hefur hana svo yndislega mannlega í kaldri flóru heimsborg- anna. Ef svo heldur fram glatar París- arborg þeim töfrum, sem einmitt hafa beint straumi hinni menntaðri ferða- langa þangað, og um leið missir borg- in í heild mikinn óbeinan hagnað, þótt einstaka peningasamsteypur kunni að græða. Og á dauða sínum átti margur von, en ekki að Frakkar færu að reisa Disneyland í nágrenni borgarinnar og hefur það tiltæki vak- ið furðu manna um allan heim, því að hér er um séramerískt fyrirbæri DAGMÁNI OG DAGLEGT LÍF eftir Jóhann Hjólmarsson MENN hafa furðað sig á því að helstu núlifandi skáld enskrar tungu eru ekki ensk. Jósef Brodskí (f. 1940) errússneskur að uppruna, Seamus He- aney (f. 1938) írskur, Les Murray (f. 1938) ástralsk- ur og Derek Walcott (f. 1930) frá Vestur-Indíum. jóðemi skiptir kannski ekki miklu máli í þessu sambandi. Ljóst er að ensk menning teygir sig víða og er áhrifamikil. í útvarpsvið- tali hjá BBC í Dublin þar sem fyrr- nefnd skáld voru öll mætt kvaðst stjórnandinn efast um að unnt væri að finna enskt skáld af sömu kyn- slóð sem jafnaðist á við þau, hefði yfir að ráða formsnilld þeirra og breidd í skáldskapnum. Þetta kom dálítið flatt upp á skáldin, en svörin eru engu að síður athyglisverð. Seamus Heaney lagði mest til mála. Hann nefndi Tony Harrison og taldi hann eiga það sameiginlegt með skáldunum fjórum að líta á sig sem utangarðsmann í menning- unni. Einnig skaut upp nafni Dougl- as Dunns (sem reyndar er skoskur). Derek Walcott vildi ekki gera lít- ið úr enskum fyrirrennurum skáld- anna. Hann kvaðst unna ljóðlist Philips Larkins og vera viss um að hinir gerðu það líka. Annað skáld sem oftar en einu sinni var nefnt í viðtalinu var W. H. Auden, en hann er án efa einn helsti lærimeistari Jósefs Brodskís. Les Murray, „lárviðarskáld“ Astralíu Les Murray hefur ekki verið áberandi í norrænni bókmenntaum- ræðu, vegur hans meiri í enskumæl- andi löndum. Þekktasta ljóðabók hans er The Ðaylight Moon (1986). Hann ritstýrði New Oxford Book of Australian Verse sem kom út sama ár. Eftir nám við háskólann í Sydney vann hann við þýðingar og var skrifstofusmaður í forsætis- ráðuneytinu, en helgaði sig skáld- skap frá 1971. The Daylight Moon endurspeglar þáttaskil í lífi Les Murray. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til bernskustöðva sinna í Bunyah í New South Wales, kaus fremur sveitalífið en borgina. Þegar The Daylight Moon kom út var haft eftir honum að hver staður á jarð- kúlunni væri miðja jarðarinnar og í anda þess hefur hann lýst andúð sinni á borgarlífí. Mælsk og stundum háttbundin ljóð Les Murray draga upp myndir úr sveitalífínu og sum þeirra sækja yrkisefni í ástralska sögu. Ferðir eru dæmigert minni þeirra. Einkunnarorð The Daylight Moon segja töluvert um Les Murray. Þau eru Guði til dýrðar. Þetta er til marks um sérstöðu skáldsins og það að hann lætur sig það litlu skipta að vera kallaður gamaldags. Les Murray fer í The Daylight Moon til fundar við bernsku sína, nágranna og tvær aldir Ástralíu, rifjar upp landnám evrópskra manna og rætur þeirra í Evrópu. Eitt ljóðanna er orttil lottóvinnings- hafa og nautgripir og villt náttúra leika stórt hlutverk. Bókin hefur ekki verið kölluð efnismikil að ósekju. Gagnrýnendur hafa talað um lif- andi glitvefnað sögu og flóru og mannsins í náttúrunni, einnig glit- vefnað lýsingarorða. Sumt hjá Les Murray er skylt þjóðlegum fróðleik; dæmisögur, munnmæli og ýkjur rúmast innan sama ljóðs og ljóða- flokka. Hann á það líka til að velta fyrir sér uppruna orða í Ijóðum sín- um svo að þau nálgast það að vera orðsifjafræði. Aðdáun skáldsins á taumlausri einstaklingshyggju leynir sér ekki, en samhygð og hlýja eru líka í ljóðunum ásamt kímni: Tré, viðátta, vatnafuglar - hlutir af því tagi, í viðbót fólk af mínu sauðarhúsi, er sú hunangsmjólk sem dró mig heim að nýju. Þessi bók um heimkomu skálds,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.