Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGABDAGUR 24. APRÍL 1993 AF GÖMLUM BÓKUM 3 AÐ SKILJA ÍSLENSKU Eftir Gudrónu Nordal ÍSLENSKAR bókmenntir hafa aldr- ei lifað í tómi. Þeir farmenn sem sigldu yfir erfitt haf í leit að fijó- sömu landi á níundu öld, fluttu með sér menningu og siði sem mótaðir voru í öðrum löndum, á Norðurlönd- um, Bretíandseyjum, og víða um heim. En smám saman varð landið þeirra, og hugsun þeirra kölluð ís- lensk. En vitund þeirra varð þó aldrei einangruð við ísland. Allar fornsögurnar eru fullar af minningum um ferðalög, ýmsar frækifarir, pílagrímsferðir og lærdómsdvalir í öðrum löndum; ógrynni sagna um bóndasoninn sem yrkir glæsilega við erlendar hirðir og bjargar norskum kóngsa. En þær iTu einnig fullar af sögnum af mönn- um sem snúa heim — er ætíð snúa til baka — þrátt fyrir glæsileik er- lendra halla og heitan ilm í lofti. ís- lenskur veruleiki var allt annar en sá sem var hinum megin við þetta víða haf er læsti sig eins og vafur- logi um landið. Og einungis þar fyr- ir innan var hægt að lifa eins og íslendingur. Þetta er ekki rómantísk söguskoð- un. Furðuleg togstreita er í allri ís- lenskri sögu milli þessa sérkennilega fyrirbæris að vera íslenskur og þrár íslendingsins að komast í burt og skoða sig um heiminn. Laxness hefur í sögum sínum blásið nýju lífi í þetta gamla fornsagnaminni og lýst mann- inum sem tapar sjálfum sér ef hann hrekst of langt frá uppruna sínum. Því norður á hjara veraldar er ætíð best að vera. En af hveiju? Kannski bara einfaldlega af því, að þar getum við talað hvert við annað. Á íslensk- unni sem enginn annar skilur. 2 íslenskan er lykillinn að íslandi. Með tungumálinu læsum við okkur inni — reisum í kringum okkur háan garð — og hleypum engum inn nema rétt mál sé notað. Það er vitanlega rétt athugað að án tungumálsins værum við ekki íslendingar, hugsun okkar yrði þar með ekki íslensk, og sérkenni okkar hyrfu. En það er líka umhugsunarefni hvort það sé okkur ekki lífsnauðsynlegt að bora ein- hveija nýja glugga á þennan vamar- vegg og hleypa fersku lofti inn. Ekki bara með ferðalögum okkar sjálfra, heldur með því að bjóða gesti vel- komna inn í garð. íslenskar bókmenntir tilheyra hin- um stóra heimi rétt eins og bók- menntir annarra ianda sækja til hans næringu og eiga einnig við hann brýnt erindi. En íslensk skáld yrkja og segja sögur á íslensku, og tala því á móðurmáli sínu til örfárra, nema máli þeirra sé jafnharðan snar- að yfir á aðrar tungur. Aðeins stutt tímabil í bókmenntasögu okkar hefur náð að festa sig rækilega í sessi í hugum annarra lesenda en okkar. Umbrotatímabilið er fombókmenntir okkar voru færðar í letur. Fornsögur og eddukvæði hafa eignast ótrúlega marga aðdáendur víða um heim sem komist hafa í kynni við þessar gömlu bækur og uppgötvað í þeim undarlegan sagna- fjársjóð, fijótt ímyndunarafl og ein- hvern mannlegan breyskleika. Flestir — ef ekki allir — þessara unnenda íslenskra bóka hafa fyrst kynnst þeim í þýðingum. Sumir hafa lagt á sig ótrúlegt erfiði að læra fornís- lensku til að komast nær kjarna þeirra, en færri eru svo lánsamir að hafa tíma eða möguleika til að ná tökum á nútímaíslensku, sem er enn erfiðara tungumál, nema nemandinn eigi þess kost að dvelja á íslandi. En þýðingar opna þennan íslenska heim upp á gátt. Þannig hafa marg- ir fremstu fræðimenn heims í mann- fræði, trúarbragðafræðum, menn- ingarsögu og bókmenntafræði kynnst íslenskum bókmenntum og þessari eyþjóð í fjarskanum. Meðal Islendinga verður stundum vart þeirrar tilhneigingar að vantreysta framlagi erlendra vina íslenskra bóka ef þeir tala ekki íslensku og njóta því ekki bókmenntanna á frummál- inu. Sumir kíma jafnvel góðlátlega ef þessir vísindamenn eru svo óheppnir að hafa undir höndum léleg- ar þýðingar, svo túlkun þeirra verður næsta gagnslaus. En þar með miss- um við sjónar á þeim greiða sem þessir fræðimenn og lesendur eru að gera bókmenntunum; sem er að draga þær út af stalli sínum, hrista þær duglega og skoðá síðan hvernig þeim reiðir af einum og óstuddum úti í hinum stóra heimi. Gamlar sög- ur er fara á slíkt ferðalag um heim- inn snúa heim sem nýjar, enðurnærð- ar og reynslunni ríkari. Margt spennandi er að gerast í rannsóknum á íslenskum bókmennt- um og menningu fyrir utan ísland. Sumir myndu jafnvel segja að marg- ar frumlegustu rannsóknir síðustu ára eigi upptök sín einhvers staðar í útlöndum. Látum það þó liggja á milli hluta. En víst er að fjölmargir vísindamenn á ólíkum sviðum hafa heillast af því hve óvenjulegar íslend- ingasögurnar og eddukvæðin eru í evrópskum miðaldabókmenntum, bæði sem heimildir um gamalt sain- félag og sérkennileg rit frá bókmenn- talegu sjónarmiði. Erlendir fræði- menn eiga oft auðveldara en við Frónbúar með að setja fornbók- menntirnar í samhengi við evrópskar samtíðarbókmenntir þeirra eða bera íslenska þjóðveldið saman við sam- bærileg þjóðfélög annars staðar í heiminum. Og er þá á engan íslensk- an fræðimann eða stórvirki þeirra hallað. En fremur en að benda á vankanta þessara rannsókna — sér- staklega ef þeir orsakast af því að höfundarnir kunna ekki skil á málinu — er komið að okkur að sýna höfð- ingsskap og endurgjalda greiðann. Besta gjöfin sem við getum gefið þessum unnendum íslenskra bók- mennta eru fleiri og betri þýðingar. Þýðingar sem fullkomlega er hægt að treysta og taka mið af bestu tex- taútgáfum. Er þá ekki einungis mik- ilvægt að snara bókmenntunum sjálf- um, heldur íslenskum rannsóknar- verkum og ritum um íslenska menn- ingarsögu. 3 Það er létt verk og löðurmannlegt að gagnrýna þýðingar, en erfiðara að ráða bót á. Mikið, erfitt og van- þakklátt starf hefur verið unnið víðs vegar um heim að þýðingum á ís- lenskum bókmenntum. Á sviði forn- bókmenntanna má t.d. nefna þær Penguínþýðingar sem fara líklega víðast, og hafa Magnús Magnússon og Hermann Pálsson lagt þar drýgsta hönd á plóginn. Eru þá ótaldar allar þær stórmerkilegu þýðingar á önnur heimsmál, oft unnar í sjálfboðavinnu, þar sem þýðandinn er rekinn áfram af engu öðru en ást á þessum gömlu bókum. íslendingar hljóta að hlú að þessu ósérhlífna starfí og efla frekari þýð- ingar á íslenskum fornbókmenntum. Líklega væri skynsamlegt að leggja áherslu á þýðingar á ensku sem flest- ir hafi gagn af. Styrkja þarf vandað- ar þýðingar á öllum helstu heimildum um íslenskar miðaldir og tryggja að þær séu ætíð fáanlegar. Þetta verk hljómar flóknarar og viðameira en það í raun er, því að mikið starf hefur þegar verið unnið sem sjálfsagt er að byggja á. En aðgengileg og ódýr útgáfa vandaðra þýðinga gæti orðið ómetanleg lyftistöng allskyns rannsóknum á íslensku miðaldasam- félagi. Ennfremur væri mikilvægt að þýða helstu rannsóknir íslenskra fræðimanna á erlenda tungu og væri enska þar einnig heppilegasta málið. Mörgum erlendum fræðimönnum stendur fyrir þrifum að kunna ekki skil á íslensku nútímamáli, og þann- ig eru þeir tíðum ókunnugir því sem skrifað hefur verið um íslenskar bók- menntir, sögu og tungu á íslensku. Því hljóma niðurstöður þeirra stund- um sem gömul, margtuggð sannindi, sem löngum hafa verið kunn hér á landi. Vitanlega er ómögulegt að þýða hveija bók, eða grein, sem út hefur komið á íslensku síðustu áratugina. En mögulegt væri að rita ágrip um stöðu rannsókna á íslandi fram á daginn í dag, og reyna síðan að gera árlegt yfirlit yfír þær greinar sem birtast í íslenskum tímaritum og bók- um. Öruggt er að þesskonar árbók væri gagnlegt framlag til rannsókna á íslenskum bókmenntum í víðara samhengi, því að margar grundvall- arrannsóknir íslenskra fræðimanna eru oft ókunnar erlendis, eins og mýmörg dæmi sanna. 4 Öll slík þjóðþrifaverk kosta pen- inga, en þau kosta miklu fremur framsýni og metnað fyrir íslands hönd. Við erum ætíð á varðbergi þegar opna skal landið fyrir útlend- ingum, eins og þegar þátttaka í al- þjóðlegum bandalögum eins og Evr- ópubandalaginu ber á góma. Það þarf vart að taka fram hve mikil- vægt er að veija íslenskuna gegn aðkasti á íslandi, að fylgja því hart eftir að einungis íslenska sé notuð í íjölmiðlum og í opinberu lífi. Þetta gera stærri þjóðir eins og Þjóðveijar til að veijast yfirþyrmandi áhrifum enskunnar. Fyrir Islendinga er slíkt varnarstarf enn mikilvægara og sjálf forsenda sjálfstæðs lífs okkar. En það er ekki þar með sagt að við eigum að vera hrædd við ensku eða önnur útlend mál þegar umræða um íslenskar bókmenntir og menn- ingarsögu er annars staðar. Erlendir fræðimenn koma jafnan auga á aðra hluti en við, og öll rökræða um ís- lensk málefni getur einungis styrkt skilning okkar á íslenskri menningu og aukið henni kraft. Á miðöldum töluðu kirkjunnar menn latínu, og latína var um aldir tungumál lærðra manna. En þó hélt íslenskan velli. Danskt mál hjó hins vegar að rótum íslenskunnar af því að hún hélt innreið sína inn í ís- lenskt hversdagsmál, rétt eins og enskan gerir í því íjölmiðlaþjóðfélagi sem nú tröllríður heiminum. Þar verður því eðlilega að vera á verði. En markvissar þýðingar íslenskra bókmennta — nýrra ekki síður en gamalla — á ensku eða önnur tungu- mál, og almenn umræða um íslenska menningu og sögu á erlendu tungu- máli, á fremur skylt við hentuga notkun latínu fyrr á öldum. Rökræð- an er aðgreind frá daglegu íslensku máli og fijórri sköpun skáldanna, en setur verkin í lífsnauðsynlegt sam- band við það sem best gerist í nú- tímarannsóknum og hugsun. íslendingar mega ekki vera hræddir við að taka upp viðræður við heiminn á þeim nótum. STYRKTflRTONlEIKflR ISLENSKU OPERUNNflR GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR OG PETER MATÉ Peter Maté og Guðný Guðmundsdóttir Morgunbiaðið/Ámi Sæberg ORKAN í tónlistinni og tilfinning hljóðfæraleikarans er rausnarleg gjöf til hvers hlustanda sem vill veita henni viðtöku. Guðný Guð- mundsdóttir og Peter Maté leika ó fiðlu og píanó í Islensku óp- erunni ó þriðjudagskvöld. Þau segjast hafa valið tónlist sem þau virkilega langaði að leika. „Við viljum skemmta fólki," segir Peter, „og sjólf erum við það ónægð að okkur langar að spila ófram sam- an ó tónleikum," bætir Guðný vió. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ór sem hón kemur fram ó einleikstónleik- um. Hún segir að tóm hafi ekki gefist fyrr en nú, það sé gríóarleg vinna að undirbúa svona konsert. „Þetta er eins og með íþrótta- fólk," segir Peter, „maður leggur hart að sér til að komast í topp- form og getur ekki alltaf verið þannig." ónleikarnir eru á vegum Styrkt- arfélags íslensku óperunnar og hefjast klukkan 20.30. Á efnis- skránni eru verk eftir Beethov- en, Hafliða Hallgrímsson, Tartini, Tsjajkovskí og Sarasate. Guðný og Peter hafa farið með þessa dagskrá á nokkra staði utan Reykjavíkur und- anfarna daga. Þau kynntust þegar Peter lék einleik með Sinfóníuhljóm- sveitinni í fyrra og ákváðu að reyna að spila saman. „Eg var mjög hrifin af leik Pet- érs,“ segir Guðný, „og langaði að spila með svona úi’valsmanni." Þau þræddu Austfirði og héldu tónleika í febrúar, með aðra efnisskrá en nú. Eftir tónleikana í Óperunni ætla þau að breyta til. „Fiðlan og píanóið eru heppnustu hljóðfærin," segir Guðný, „það er svo mikið til af góðum tón- smíðum fyrir þau. Okkur endist ekki aldur til að spila allt sem er spenn- andi að takast á við, það er ótrúlegt hvernig manni er komið á óvart áftur og aftur. Um daginn heyrði ég til dæmis í fyrsta skipti skemmtilegt verk, Grand Duo, eftir píanósnilling- inn Frans Liszt, kannski reynum við það.“ Guðný lék verkin, sem verða á efnisskrá þriðjudagstónleikanna, í New York á föstudaginn langa við feykigóðar undirtektir. Hún segir að daglegt starf með Sinfóníuhljóm- sveitinni, þar sem hún er konsert- meistari, tónleikar með félögum hennar í Kammermúsíkklúbbnum og aðrir konsertar skilji lítinn eða engan tíma eftir til frekari músíkiðkana. „En nú tókst mér að safna saman nokkrum vikum í leyfi og hef notað þær til að sinna hljóðfærinu enn bet- ur. Það er nauðsynlegt til að ná því besta sem maður getur gefið.“ Peter Maté er ungverskur píanó- leikari sem hingað kom fyrir þremur árum. „Þá bauðst mér vinna við píanókennslu Stöðvarfirði og síðan hef ég verið á Austfjörðum,11 segir hann. „Það hefur verið ágætt að vera þar og læra málið, en nú er ég á leið til Reykjavíkur. Konan mín verður organisti við Fella- og Hólakirkju og ég finn mér vonandi verkefni. Tónleikarnir í Óperunni hefjast á Sónötu ópus 30 nr. 3 eftir Ludvig van Beethoven. Hún var samin 1802 til heiðurs Alexander mikla. Þá leikur Guðný ein verk eftir Hafliða Hall- grímsson sem samið er í minningu Karls JKvaran listmálara en tileinkað henni. „Eiginlega er þetta frumflutn- ingur eftir endurbætur, sem Hafliði vildi gera eftir að ég lék það allra- fyrst í Listasafni Islands," segir Guðný. Verk Hafliða heitir Offerto og er í fjórum ólíkum þáttum. Guðný segir þessa tónsmíð óvenjulega og í sterk- um litum. „Hafliði nýtir sér mögu- leika strokhljóðfærisins til hins ít- rasta, en vill þó til dæmis ekki að ég haldi tóni í verkinu eða víbreri. Fyrsti hlutinn minnir mig á fjúkandi sandkorn, þá koma ákveðin pensilför, svo trylltur og hraður kafli og loks minning eða hugleiðing.“ Eftir hlé sest Peter aftur við píanó- ið og þau Guðný hamast í Djöflatrillu- sónötu Giuseppe Tartini. Þar á eftir koma tvö tilfínningaþrungin verk eft- ir Tsjajkovskí og að lokum hinar þekktu Zigeunerweisen Pablos de Sarasate. Þ.Þ. J öv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.