Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 6
«L £L ffiffiei Jfii jfs ÆWÆa&SKMU ifflffi&JfflffiEi®*
6 O------------------------------------------------------------------MeRGUNBfcAÐIÐ LAUGARDAetJft-24r-APRfe -m8
r-Tre-.ir.v -— T- -- —»««— »' '■ " * •*.**>****+ m '«■■-»• mm.m, -■ --— -
Benjamín dúfa
verðlaunuð
Morgunblaðið/Sverrir
V erðlaunahafar
Markús Om Antonsson borgarstjóri, Friðrik Erlingsson rithöfund-
ur, Hilmar Hilmarsson þýðandi og Margrét Theodórsdóttir dóm-
nefndarmaður við afhendinguna í Höfða.
Barnabókaverðlaun skólamálaráðs afhent
Friðrik Erlingsson hlaut á miðvikudag Barnabókaverðlaun skóla-
málaráðs Reykjavíkur fyrir bók sína Benjamín dúfa og afhenti Markús
Öra Antonsson borgarstjóri honum verðlaunafé að upphæð 200.000
krónur við athöfn í Höfða. Verðlaunin eru tvíþætt og hlaut Hilmar
Hilmarsson verðlaun ráðsins fyrir þýðingu sína á sænsku verðlaunabók-
inni Maj darling eftir Mats Wahl.
Bamabókaverðlaun skólamála-
ráðs hafa verið veitt árlega frá miðj-
um áttunda áratuginum í því skyni
að vekja athygli á mikilvægi vand-
aðra bama-og unglingabóka og
hvetja höfunda og þýðendur þeirra
til dáða. I ræðu sem Margrét Theod-
órsdóttir, fulltrúi dómnefndar, flutti
við verðlaunaafhendinguna, sagði
hún að Benjamín dúfa hefði gullvæg-
an boðskap fram að færa um gildi
vináttu, virðingu við réttar leikreglur
og drengilega keppni. Benjamín dúfa
hlaut á síðasta ári viðurkenningu úr
Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka,
en Vaka-Helgafell gaf bókina út.
Verðlaunin hvatning
í spjalli við Morgunblaðið sagði
Friðrik að verðlaun sem þessi væm
höfundum alltaf hvatning og mikils-
verð örvun. „A síðasta ári kom
ókunnugt fólk að máli við mig á förn-
um vegi og þakkaði mér fyrir þessa
sögu, og ég taldi þetta þakklæti vera
hápunkt viðurkenningarinnar. En
þessi verðlaun eru vissulega fullkom-
in ábót' á þær viðurkenningu sem
sagan er búin að fá nú þegar.“
Hilmar Hilmarsson hlaut þýðing-
arverðlaun skólamálaráðs Reykjavík-
ur fyrir þýðingu sinni á bók Svíans
Mats Wahl, sem Hilmar vann í ná-
inni samvinnu við höfundinn og Mál
og menning gaf út. í áliti dómnefnd-
ar segir: „Það er vandasamt verk að
þýða bækur, en það sýnir metnað
og vandvirkni að gera bók jafn vel
úr garði og þessi ber vitni. Hún er
þýðanda til sóma.“
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur hlutverk Gildu í Rigo-
letto hjá Gautaborgaróperunni
„Vona að öll tungl
verði mér hliðholl“
SIGRÚNU Hjálmtýsdóttur,
óperusöngkonu, hefur verið
boðið að syngja hlutverk
Gildu í Rigoletto eftir Verdi
í Gautaborgaróperunni í
háust. Stefnt er að því að
frumsýna óperuna 29. októ-
ber og verður Sigrún ytra
fram í desember vegna sýn-
inga.
Sigrún sagði að hún hefði
ásamt Tito Beltran fengið tæki-
færi til að syngja á tónleikum í
Gautaborg 28. febrúar fyrir til-
stilli Garðars Cortes óperustjóra.
Stjórnendur óperunnar hefðu
verið mjög ánægðir með tónleik-
ana og í framhaldi af þeim hefði
þeim Tito verið boðið að taka
þátt í Rigoletto og syngi hinn
chilíanski Tito á móti henni í
uppfærslunni.
Hún segir að hér sé um frá-
bært tækifæri fyrir sig að ræða.
„Mér finnst alveg stórkostlega
að fá að spreyta mig í svona
húsi sem er kannski meira at-
vinnuhús en hérna heima þó erf-
itt sé að vera með listrænan sam-
anburð því hér eru mjög fram-
bærilegir söngvarar. En öll að-
staða og rekstur á óperunni úti
er á miklu meiri atvinnumanna-
grundvelli vegna þess að aðstæð-
ur hér eru allt aðrar og fáránlegt
að þær skuli enn vera svona fyr-
ir íslenska söngvara t.d. varðandi
Höfum bjargað
okkur
SIGRÚN verður í um 3 mánuði
í Svíþjóð vegna Rigoletto. Hún
segir að fjölskyldan eigi eftir
að vinna úr því vandamáli en
hlutirnir hafi alltaf bjargast og
ætlunin sá að hafa sama hátt á
núna. Svo vonar hún að öll
tungl verði sér hliðholl í Sví-
þjóð.
fjárhagslegt öryggi,“ segir Sig-
rún og minnist þess jafnframt
að öllu þau góðu tækifæri sem
hún hafi fengið í Islensku óper-
unni eigi efalust eftir að verða
henni gott vegarnesti í Gauta-
borg.
Með hlutverkið í sér
Sigrún er ekki ókunnug hlut-
verkinu því hún fór með hlutverk
Gildu þegar Islenska óperan setti
Rigoletto á svið um áramótin
1990-19991 „Maður verður oft
hræddur um að fá aldrei að
syngja hlutverkið aftur þegar
sýningum er að ljúka hér. Þess
vegna fínnst mér frábært að fá
að fara og syngja hlutverk og
kunna það algjörlega. Þá fara
söngvarar sjálfsagt allt öðruvísi
á æfingar með hlutverkið inni í
sér, allar nótur á sínum stað og
allan texta. Það er mikill kostur
því mikilli undirbúningsvinnu er
lokið,“ segir hún.
Sigrún er með ýmislegt á sinni
könnu um þessar mundir og má
þar nefna að hún syngur á tón-
leikum með Skagfírsku söng-
sveitinni um helgina og á tónleik-
um með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og öllum hafnfirskum kór-
um við opnun listahátíðar í Hafn-
arfírði í júníbymun. Áður en
haldið verður til Gautaborgar er
svo ætlunin að hún haldi tónleika
í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi í Breiðholti.
Kristin L. Tollefsson
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Sali Portsins í Hafnarfirði prýða
nú verk amerísku listakonunnar
Kristin L. Tollefson, og nefnir hún
sýninguna „Landabréf og
dagbækur“ (Maps and Joumals).
Kristin, sem er fædd í Birth Mo-
untain View í Bandaríkjunum
1967, lauk meistaragráðunámi við
þá virtu liststofnun Cranbrook
Academy of Art, Broomfíeld Hills,
árið 1992, og var aðalfag hennar
málmsmíði. En auk þess hefur hún
BA-gráðu í listasögu, þjóðfélags-
fræði og mannfræði frá Charlton
college, Northfíeld.
Af þessarri upptalningu má
ráða að menntun hafí listakonan
dijúga, og nafn hennar ásamt
óvenju miklum áhuga á landinu
getur bent til þess að hún sé af
íslenzkum ættum, en annars er
listnám ekki einhlítt vegna
áherslublæbrigða á milli einstakra
listaskóla.
Hins vegar bendir þessi sýning
til þess að Kristin hafí tekið nám
sitt föstum tökum og að hug-
myndafræðin sé hennar svið öðru
fremur. Það er nefnilega langt síð-
an ég hef séð jafn vandvirknislega
gengið til verks á þessum vett-
vangi, og auk þess ber útfærslan
því vitni að þetta sé hennar áhuga-
mál, en síður að hér sé verið að
eltast við einhveija listastrauma
eins og maður hefur full oft á til-
fínningunni á sýningum. Maður
hefur þó séð gengið til verks á
svipaðan hátt, en vandvirknin og
einlægnin skín úr þessum verkum
auk þess sem hugarflugið er í lagi.
Eins og nafn sýningarinnar vís-
ar til, er hér um sjónræn dagbók-
arbrot að ræða, sem verða til á
ferðalögum listakonunnar um
landið og víst er að hún tekur
mjög vel eftir, eins og ég hef
orðið áþreifanlega var við í verk-
um ýmissa útlendra myndlistar-
manna. Kristin skráir og bókfær-
ir ferðalög sín, svo og staðarnöfn
og örnefni og gerir sýningargest-
inn að þátttakanda í lifunum frá
hinum ýmsu sjónarhornum. Hún
bregður jafnvel á Ieik og skrifar
ýmsum vinum sínum, sem hafa
aldrei komið til landsins og spyr
þá um það. Fær hin margvísleg-
ustu svör, sem verða henni til-
efni til myndverks í tveimur
myndaröðum. Hin efri brotabrot
af landslagi í hinum ýmsu til-
brigðum, sem eru litlar Ijósmynd-
ir í svörtum umgjörðum, en hin
neðri eru bréfin sjálf ásamt svör-
unum. Á þennan hátt gerir hún
fjarlæga vini virka í listsköpun
sinni.
Gönguleiðum sínum og rann-
sóknum lýsir hún á margvíslegan
hátt og t.d. er á einum veggnum
aflangt harmonikulaga mynd-
verk, er liðast áfram og hefur
hún málað agnarsmá verk af
fyrirbærum á leiðinni, sem hún
límir á hliðarnar. Mjög skemmti-
legt og athyglisvert ferli, sem ég
hef ekki séð áður virkjað hér á
landi, en býr yfír miklum mögu-
leikum.
Annars lýsa nöfn verkanna
þeim ágætlega en þau eru
„Landshlutir“, „Rauðleið frá
Straumi", „Skáldverk“, „Göngu-
leiðir“, „Að þekkja ísjand“,
„Ósögð saga hluta“ og „Án til-
lits“. Þessa sýningu hafði ég
Kristin L. Tollefson.
mjög gaman af að skoða og hún
kom mér á óvart. Ég hef nefni-
lega lengi haldið því fram, að
einmitt þannig hugmyndafræði
eigum við að kynna umheiminum,
en ekki staðfesta og skjalfesta
það sem umheimurinn hugsar í
sínu eigin umhverfi.
Charles L. Ransom
í stærri sal Portsins sýnir
Charles L. Ransom mikinn fjölda
vatnslitamynda og nefnir hann
sýningu sína „Vatnslitamyndir
héðan og þaðan“ (Watercolors
from here and there).
Ransom er frá listaskóla í Ida-
ho (1955) og hefur meistaragr-
áðu frá háskólanum í Oregon
(1961).
Listamaðurinn hefur víða kom-
ið við og m.a. verið prófessor í
Eitt verka Charles L. Ransom.
málun og teikningu í Portland,
Oregon. Hann hefur haldið alln-
okkrar sýningar og tekið þátt í
ýmsum einkasýningum og í báð-
um tilvikum og Oregon öðru
fremur, en einnig í Brasilíu þar
sem hann var búsettur í fímm
ár og vann sem menningarfulltrúi
á vegum Bandaríkjanna.
Ég sagði einmitt í pistlinum
um Kristin J. Tollefson, að lista-
skólar hefðu áherslublæbrigði og
hér sést mjög gott dæmi um það,
því að Ransom er gjörólíkur henni
að listrænu upplagi og uppeldi.
Charles L. Ransom er nefni-
lega fyrst og fremst málari næstu
sjónreynslu og skráif hana án
bakþanka í eitt skipti fyrir öll.
Myndir hans virka þannig sem
augnablikslifun náttúruhrifa,
sem hann leitast við að skjalfesta
á sannverðugan hátt.
Þetta tekst honum misjafnlega
vel, því að hann rannsakar ekki
hvert myndefni í kjölinn og vinn-
ur út frá þeim niðurstöðum held-
ur eru þetta öðru fremur tæki-
færismyndir og kortlagning þess
sem er í sjónmáli hveiju sinni og
listamaðurinn minnist helst við.
En þegar Ranson breytir út
af þessari reglu sinni eins og t.d.
í myndunum „Winter Solstice“
(21), „Connections" I og II og
„Penumbra" (25) þykir mér hann
ná langsamlegast heillegustum
og hrifmestum árangri. Hér beit-
ir hann meiri djúphygli á mynd-
efnið, auk þess sem hin artístíska
kennd hans nýtur sín hvað best.
Þá eru nokkrar bátamyndir eins
og t.d. „Boats of Albufeira" (2)
létt og leikandi málaðar . . .