Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JNtffgiutÞfafcito B 1993 ÞRIÐJUDAGUR 4. MA11993 BLAD adidas Toppmenn og Sport Akureyri selur Adidas KNATTSPYRNA / ENGLAND KÖRFUBOLTI KORFUBOLTI Helgi stigahæstur átr Íslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik tryggði sér um helgina sæti í 12 liða úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða sem fram fer í Tyrk- landi 1.-8. ágúst. íslenska liðið lék síðasta leik sinn á sunnudag í milli- riðli Evrópumótsins í Litháen á sunnudag og mátti þola tap 55:68 (26:38) fyrir ísrael, sem sigraði í riðlinum. En liðið hafði áður unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppn- inni með sigri á Búlgaríu í fyrsta leik. Arnþór Birgisson var stigahæstur íslendinga í leiknum gegn Israel með 15 stig. Ólafur Jón Ormsson kom næstur með 13, Ómar Örn Sigmars- son gerði 10, Helgi Guðfinnsson 9, Bergur Emilsson 6 og Gunnar Ein- arsson 2 stig. Lokastaðan varð þessi: ísrael 8 stig, Litháen 6, Pólland 4, ísland 2 og Búlgaría ekkert stig. Helgi Guð- finnsson frá Grindavík var stiga- hæsti leikmaður mótsins, gerði sam- tals 116 stig í fjórum leikjum. Hann var einnig valinn í 5 manna úrvals- lið mótsins í Litháen. Ólafur Jón Ormsson frá Tinda- stóli á Sauðárkróki var útnefndur besti leikmaður íslenska liðsins af styrktaraðilum mótsins. Drengjandslið KSI og KKI fá styrk Afreksmannasjóður ÍSÍ hefur ákveðið að styrkja KSÍ og KKÍ vegna góðrar frammistöðu U-16 ára landsliða sambandanna á viðkomandi Evrópumótum að und- anförnu og mikillar og góðrar vinnu í unglingastarfi. Hvort samband fær 400.000 krónur, en HSÍ fékk fyrir skömmu tvær milljónir úr sjóðnum vegna þátttöku á HM í Svíþjóð. Stjórn sjóðsins ákvað ennfremur að bæta badmintonmönnunum Brodda Kristjánssyni og Árna Þór Hallgrímssyni í hóp styrkþega í b-flokki, en þeir komust í átta liða úrslit í tvíliðaleik á Opna austur- ríska mótinu um næst síðustu helgi auk þess sem Broddi komst í átta liða úrslit í einliðaleik. Fá þeir 40.000 krónur á mánuði frá og með 1. febrúar s.l. eins og aðrir styrk- þegar, en fyrir í b-flokki voru fijáls- íþróttamennirnir Pétur Guðmunds- son og Martha Ernstdóttir, skíða- mennirnir Kristinn Björnssson og Daníel Jakobsson og júdómaðurinn Freyr Gauti Sigmundsson. íþróttamenn í a-flokki fá 60.000 krónur úr sjóðnum á mánuði, en þeir eru frjálsíþróttamennirnir Sig- urður Einarsson, Einar Vilhjálms- son og Vésteinn Hafsteinsson og júdómaðurinn Bjarni Á. Friðriks- son. Langþráð stund á Old Trafford Rúmlega fjörutíu þúsund manns voru saman komnir í gærkvöldi á Öld Trafford, leikvangi Manc- hester United, þegar félagið tók við Englandsbikarn- um í knattspyrnu í fyrsta skipti í 26 ár. United hélt upp á daginn með því að sigra Blackburn Rov- ers 3:1, en úrslitin skiptu í sjálfu sér ekki máli; tit- illinn var í höfn eftir að Aston Villa tapaði fyrir Oldham á sunnudag. Á myndinni hampar Frakkinn Eric Cantona Englandsbikarnum í gærkvöldi. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem verður Englandsmeistari tvö ár í röð með sitt hvoru liðinu, en hann lék með Leeds í fyrra. Stemmningin á Old Trafford var frá- bær í gærkvöldi; hetjur dagsins voru hylltar, en einn- ig hetjur gærdagsins því fagnað var gífurlega þegar Sir Matt Busby, sem var framkvæmdstjóri liðsins er það varð meistari síðast, 1967, og gömlu leik- mennirnir Bobby Charlton og Denis Law gengu inn á völlinn. ■ Nánar/ B8 Þrír Framarar í Aftureldingu |rír af bestu leikmönnum meist- ' araflokks Fram í handknatt- Reuter leik hafa ákveðið að ganga til liðs við Aftureldingu úr Mosfellsbæ fyr- ir næsta keppnistímabil. Það eru þeir Páll Þórólfsson, Gunnar Andr- ésson og Jason Ólafsson. Fram féll í 2. deild nú í vor en Afturelding komst upp í 1. deild. Drengirnir hafa gert upp hug sinn, en enn á eftir að ganga frá félagaskiptunum. íslending- ar í úrslit AFREKSMANNASJOÐUR HANDBOLTI Guðmundur Bragason þjálfar lið UMFG Guðmundur Bragason, miðheiji Grindvíkinga í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari úrvals- deildarliðs UMFG. Pálmar Sigurðsson, sem tók við er Dan Krebbs meiddist í vetur, verður þjálfari Breiða- bliks og Grind- víkingar ákváðu að bjóða Guð- mundi að taka við liðinu og var gengið frá samningum þar um á sunnudag- jnn, Guðmundur Kristinn Einarsson mun líklega þjálfa Snæfellinga næsta vetur, en hann lék með liðinu í vetur. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins á aðeins eftir að undirrita samning- inn. KÖRFUKIMATTLEIKUR: PHOENIX BYRJARILLA í ÚRSLITAKEPPNINBA / B5 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.