Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 8
Fagnað í Manchester Eyjólfur Sverrisson fékk mög góða dóma í blöðum í Þýskalandi fyrir leik sinn með Stuttgart á Ólympíuleik- vanginum í Miinchen á föstudagskvöldið. Eyjólfur skoraði fyrsta mark Stuttgart með skalla (sjá mynd), en félagið varð að sætta sig við tap, 5:3. Eyjólfur varð fyrir því óhappi að nefbijóta Christian Ziege - þegar hann sparkaði í andlit hans óviljandi. Drengileg framkoma Eyjólfs eftir leikinn vakti athygli, en hann hafði samband við blaðið Kicker til að fá símanúmer hjá Ziege - til að hringja í hann og biðja fyrirgefningar. Blaðið sagði að það væru ekki margir knattspymumenn sem hugsuðu eins og íslendingurinn. Retuer Eríc Cantona, franski framheijinn hjá Man. Utd., er fyrsti leikmaðurinn sem verður enskur meistari tvö ár í röð með tveimur félögum. Hér er hann í baráttu við Kevin Moran, fyrrum leikmann United, í leiknum í gærkvöldi. 26 ára bið Manchester United eftir meist- aratitlinum lauk á sunnudaginn GEYSILEG fagnaðarlæti brutust út í Manchester á sunnudaginn, þegar fréttir bárust frá Villa Park í Birmingham að Oldham hafði lagt Aston Villa að velli, 0:1, og fært Manchester United Englands- meistaratitilinn á silfurfati — fyrsta meistaratitil félagsins í 26 ár, eða síðan 1967. Biðfélagsins hefur verið löng og oft hafa leik- menn United og stuðningsmenn vaknað upp með martröð, eins og í fyrra, þegar Leeds „stal“ meistaratitlinum frá félaginu á loka- sprettinum. Það vildi svo einkennilega til að Englandsbikarinn var kominn til Old Trafford á sunnudaginn, þeg- ar United varð meistari. Fyrir helg- ina óskaði stjóm enska knattspyrnu- sambandsins eftir því við félagið að það geymdi bikarinn, sem kostaði 19,6 millj. ísl. kr. Líklegt þótti þá að félagið myndi tryggja sér hann í gærkvöldi, en þá lék United gegn Blackburn. Þegar fréttirnar bárust frá Birmingham varð ijóst að leikur- inn gegn Blackburn skipti engu máli, nema þá að stuðningsmenn United kæmu saman á Old Trafford til að fagna langþráðum titli. Og það gerðu þeir; 40.447 manns voru við- stadddir þetta langþráða augnablik. United sigraði í Ieiknum, 3:1, en það skipti minnstu máli — stærsta stund- in var þegar Steve Bruce fyrirliðsins tók við Englandsbikarnum. • Leikmenn Aston Villa þoldu greinilega ekki spennuna á Ioka- sprettinum - þeir töpuðu tveimur leikjum í röð; fyrst fyrir Blackburn, 0:3, og síðan fyrir Oidham, 0:1. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, er fyrsti Skotinn til að stjórna liðum til sig- urs í deildarkeppninni bæði í Skot- landi og Englandi. Hann var með síðustu mönnum til að frétta að lið hans væri orðið Englandsmeistari á sunnudaginn. Ferguson var ekki að horfa á leik Aston Villa í sjónvarpi - hann var að leika golf. Það var ekki fyrr en hann kom í klúbbhúsið, að hann fékk fréttirnar. „Þetta er stærsta stundin á ferli mínum í knattspyrnunni. Það er ekki hægt að óska sér betri frétta,“ sagði Ferguson. „Þetta er stór stund fyrir mig, leikmenn mína, stjórnarmenn félagsins og stuðningsmenn. Við eig- um eftir að fagna þessum áfanga vel og Iengi.“ Alex Ferguson Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manc- hester United, hefur verið afar happasæll sem „stjóri" hjá Aberdeen og United. Aberdeen Deildarmeistari: 1980, 1984, 1985. Bikarmeistari: 1982, 1983, 1984, 1986. Deildarbikarmeistari: 1986. Evrópumeistari bikarhafa: 1983. Manchester United Ferguson kom til Old Trafford 1986. Bikarnfeistari: 1990. Evrópumeistari bikarhafa: 1991. Deildarbikarmeistari: 1992. Englandsmeistari: 1993. Man. Utd. varð númer tvö í meistara- keppninni 1988 og 1992. SKOTLAND Guðmundur Torfason fékkgóða dóma Guðmundur Torfason, sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða, lék á ný með St. Jo- hnstone á laugardaginn - kom inná sem varamaður I leik gegn Dundee. Guðmundur, sem lagði upp jöfnunarmark fétagsins, 1:1, er hann skallaði knöttinn aftur fyrir sig, fékk mjög góða dóma í blöðum. Sunday Post valdi Guðmund mann leiksins og sagði að Guð- mundur hefði komið með nýtt blóð er hann kom inná sem vara- maður. „Þegar Guðmundur kom inná breyttist leikur St. Jo- hnstone og leikmenn liðsins rifu sig upp og náðu að tryggja sér jafntefli." KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND ■ CHRIS Waddle, leikmaður Sheffield Wednesday, var út- nefndur knattspyrnumaður ársins 1993 af blaðamönnum í Englandi á laugardaginn. Waddle er fýrsti leikmaður Sheff. Wed. sem fær þessa nafnbót í þau 45 ár sem leik- maður ársins hefur verið útnefndur í Englandi. ■ PAUL McGrath, miðvörður Aston Villa, sem leikmenn sjálfir kusu leikmann keppnistímabilsins um daginn, varð í öðru sæti hjá blaðamönnum, og tveir leikmenn frá Manchester United í því þriðja; Ryan Giggs og Paul Ince. M FRANSKI landsliðsmaðurinn Eric Cantona fagnaði öðrum meistaratitli sínum í Englandi á tveimur árum - með tveimur félög- um. Hann varð meistari með Leeds í fyrra og með Man. Utd. nú. ■ BRIAN Clough stjórnaði Nott- ingham Forest í sínum síðasta heimaleik á City Ground, þagar félagið féll úr úrvalsdeildinni með því að tapa, 0:2, fyrir Sheff. Utd. ■ ALLS mættu 26.752 áhorfend- ur — sem er mesti áhorfendaflöldi á tímabilinu á City Ground — til að kveðja Brian Clough, sem hefur verið „stjóri" Forest í 18 ára. Und- ir stjórn hans varð félagið einu sinni enskur meistari, tvisvar Evrópu- meistari og fjórum sinnum deildar- bikarmeistari. M TUTTUGU mínútum eftir leik- inn var fjöldi áhorfenda enn inni á leikvanginum. Clough gekk þá út á völlinn og veifaði til áhorfenda við mikinn fögnuð þeirra. Clough hefur verið „stjóri“ i 28 ára og fagn- aði þrettán titlum með félögunum, sem hann stjórnaði. ■ FOREST er komið á þann stað sem það var þegar Clough tók við því í janúar 1975 - 2. deild (nú 1. deild). ■ ÞRIR menn hafa verið nefndir sem eftirmenn Clough hjá Forest. Archie Gemmill, Martin O’Neill og Frank Clarke, framkvæmda- stjóri Orient, sem eru allir fyrrum leikmenn Forest. ■ BRIAN Clough sagðist hafa sagt það sama við leikmenn sína fyrir leikinn á laugardag og hann hafi sagt í 18 ár. „Vinnið knöttinn og leikið honum á milli ykkar eftir að það tekst.“ ■ MIKLAR líkur eru á að þrír af bestu leikmönnum Forest fari frá félaginu - til úrvalsdeildarfé- laga. Þeir Stuart Pearce, fyrirliði Englands, Nigel Clough og Roy Keane, landsliðsmaður Irlands. ■ ARSENAL lék án átta lykil- manna gegn Everton. George Gra- ham, framkvæmdastjóri félagsins, tefldi fram varaliði sínu - er að hvíla aðalmenn sína fyrir bikarúr- slitaleikinn á Wembley. „Ég er ánægður með að hafa ekki þurft að borga inn á leikinn,“ sagði Gra- ham, en orð hans segja allt um gæði leiksins, sem lauk með marka- lausu jafntefli. ■ JOE Jordan, fyrrum leikmaður með Leeds, Man. Utd. og AC Milan var rekinn sem fram- kvæmdastjóri skoska félagsins Hearts í gær. ■ FRÉTTIR birtust þess efnis í Englandi í gær að Graeme Soun- ess, stjóri Liverpool, yrði hugsan- lega látinn fara frá félaginu eftir tímabilið, en liðinu hefur gengið mjög illa í vetur. Forráðamenn Liv- erpool vildu ekki tjá sig um málið. ■ NOKKRIR þjálfarar voru orð- aðir við starfið strax, þ.á m. Kenny Dalglish, fyrrum stjóri félagsins sem nú er hjá Blackburn, Ron Atkinson hjá Aston Villa og Joe Royle hjá Oldham. GETRAUNIR: 211 X21 1 X X 122X LOTTO: 17 19 24 29 33 / 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.