Morgunblaðið - 13.05.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993
dqgskrq C 7
SUNNUPAGUR 16/5
MYIMDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
AKURINN EFT-
IRSÓTTI
DRAMA
TheField irkVi
Leikstjóri og handritshöfund-
ur Jim Sheridan. Byggt á leik-
riti eftir John B. Keane. Aðal-
leikendur Richard Harris,
John Hurt, Sean Bean, Brenda
Fricker, Francis Tomelty.
Bresk. Sovereign Pictures
1990. Skífan 1993.107 mín.
Bönnuð yngri en 12 ára.
Richard karl-
inn Harris er
ekki dauður úr
öllum æðum.
Þessi kunni
drykkjurútur,
gleðimaður og
stórleikari átti
góðan dag í Hin-
um vægðar-
lausu og hann
heldur vel á spöðunum hér þó
hann leiki kannski meira af líkama
en sál. Harris fer með hlutverk
roskins bónda sem tekur því ekki
þegjandi og hljóðalaust er ekkjan
Fricker hyggst selja akur sem
hann hefur nýtt og betrumbætt í
áratugi. Þá hefur sonur Harris
(Bean) lítinn áhuga á að yrkja
jörðina og hyggst stinga af frá
föðurvaldinu með sígaunastúlku.
Til að gera hlutina enn verri kem-
ur Bandaríkjamaðurinn Berenger
á svæðið og ætlar sér að bjóða á
móti Harris í akurspilduna. Svo
Harris grípur til örþrifaráða.
Mikið drama sem Harris heldur
uppi með ábúðarmiklum leik (hann
var tilnefndur fyrir Óskarsverð-
launin fyrir frammistöðu sína).
Harðstjórinn hans verður áhorf-
andanum minnisstæður, jafnvel
þó að efnið fari úr böndunum und-
ir lokin og myndin leysist upp í
yfirgengilegt drama. Bean er
þokkalegur sem sonurinn, sömu-
leiðis Hurt í hlutverki bæjarflóns-
ins.
Sheridan vakti geysimikla at-
hygli með sinni fyrstu mynd,
Vinstra fætinum, þar eins og nú
naut hann aðstoðar stórleikara,
Daniel Day Lewis. Sheridan er
flinkur við að leikstýra fólki og
andlegum átökum en líkamlegt
átakaatriði er svo skelfilega illa
gert að maður verður hvumsa við.
Og Berenger er einsog álfur úr
hól. En hvernig í ósköpunum
stendur á því að akurinn er jafnan
kallaður taðaríl Einhvern tíma fyrr
á öldum þekktist þessi merking
orðsins en í dag er hún viðtekin
eingöngu sem hey af túni. Þetta
er því einstaklega álappalegt,
hefði þá ekki alveg eins mátt kalla
myndina Tugguna, eða eitthvað
álíka gæfulegt? Og ekki bætir úr
skák að Harris er sagður sæta
móköggla, þeir eru hlaðnir í
hrauka.
DÓMSDAGUR
SPENNUMYND
Judgement Day: The John
List Story * +
Leikstjóri Bobby Roth. Hand-
rit Dennis Turner. Aðalleik-
endur Robert Blake, Beverly
D’ Angelo, Alice Krige, Car-
roll Baker. Bandarísk.
Republic Pictures 1993.94
mín.
Hér segir af
sönnum,
óhugnanlegum
atburðum sem
gerðust í New
Jersey um
miðja öldina.
Skrifstofumað-
urinn John List
(Blake) sekkur
æ dýpra í þunglyndi, erfiðleikar
í peningamálum steðja að, eins
er hann haldinn trúarofstæki.
Þegar honum er svo sagt upp
störfum skýtur hann móður sína,
eiginkonu og þrjú börn. Ástæðan
fyrst og fremst sú að hann vill
tryggja þeim sæluvist í Himna-
ríki en er þess jafnframt fullviss
að menn sem fremji sjálfsmorð
fari beinustu leið til helvítis.
Hann leggur því á flótta og í 18
ár tókst List að fara huldu höfði
en þá hafðist loks upp á honum
fyrir tilstilli þrautseigs FBI-
manns.
Það verður að segjast eins og
er að Blake er heldur fráhrind-
andi, jafnvel svo að hann fer í
taugarnar á manni og þó svo að
hann eigi að túlka vafasama per-
sónu fer hann fullmikið fyrir
brjóstið -á manni. Annars er
myndin þokkalega skrifuð og
gerð og Carroll Baker sómir sér
vel í hlutverki kolruglaðrar móð-
ur Lists. Hin huggulega Beverly
D’ Angelo fær heldur þunnt hlut-
verk sem og hin suður-afríska
Alice Krige. Judgement Day er
nokkuð athyglisverð mynd um
forvitnilegt mál en það vantar
herslumuninn upp á að hún telj-
ist virkilega góð.
ÁSTIN
BLÓMSTRAR
DRAMA
Foreign Affairs + + +
Leikstjóri Jim O’ Brien. Aðalleik-
endur Joanne Woodward, Brian
Dennehy, Eric Stoltz, Stephanie
Beacham, Ian Richardson. Bresk.
Turner Home Entertainment. 90
mín. Ollum leyfð.
Frábærlega vel
leikin mynd um
ástir roskinna
hjóna. Tæpast er
hægt að hugsa
sér meiri and-
stæður en menn-
takonuna Wo-
odward sem
kynnist verk-
fræðingnum
Dennehy á flugi
til London. Hún
þolir tæpast óheflaða framkomu
hans en smám saman sér hún hann
í nýju ljósi og að undir ófáguðu
yfirborðinu er valmenni. Þau verða
ástfangin upp fýrir haus þó aldurinn
sé orðinn óvenju hár.
Þau eru unaðsleg, Dennehy og
Woodward, þau skapa svo aðdáun-
arverðar persónur að maður hrífst
með og er þakklátur fyrir að slíkar
gæðamyndir komist á band þó efn-
ið höfði ekki beinlínis til hinna ungu
viðskiptavina myndbandaleiganna.
En ég mæli engu síður með þessari
hlýju og ljúfu mynd fyrir alla ald-
urshópa. Richardson gefur þeim
Woodward og Dennehy ekkert eftir
í vel skrifuðu og fyndnu hlutverki
hýrs yfirstéttarbreta. Inn í myndina
blandast síður gott ástarævintýri
Stoltz og Beacham en myndinni
leikstýrir O’Brien, sá hinn sami og
átti heiðurinn af hinum eftirminni-
lega góðu þáttum Dýrasta djásninu
Jewels in the Crown
BÍÓMYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
Fyrir strákana - For the Boys
+ + +
Afar vel gerð og leikin mynd sem
spilar ekki lítið á tilfinningarnar.
James Caan og Bette Midler eru
hvort öðru betra sem skemmtikraft-
ar í þrem stórstyrjöldum; Seinna
stríði, Kóreu og Viet Nam. Myndin
er óvenjuleg þar sem hún flokkast
í fágætann hóp dans- og söngva-
mynda sem ekki eiga sérstaklega
upp á pallborðið í dag, einkum hjá
unglingunum. Myndin hlaut því
heldur dræma aðsókn en ég hvet
alla til að sjá þessa vönduðu og
góðu skemmtun.
Hugsandi
hjartaknúsari
Shue heldur
jafnaðar-
geði þótt
aðrir sjái
ofsjónum
yfir útliti
hans
Þegar hinn 26 ára gamli Andrew Shue byrjaði í „Melrose Place“
sýndi hann fram á það að sjónvarpsstöðin Fox ber refs nafnið
ekki að ástæðulausu. Shue er fyrrverandi fótboltastjarna og hef-
ur útlit sem allir hjartaknúsarar geta verið stoltir af: feimnislegt
bros, þykkt krullað hár, og breiðan brjóstkassa.
Þrátt fyrir skyndilegar vin-
sældir hefur framkoma Andrew
Shues ekkert breyst. Hann er
áfram mjög afslappaður og
áhyggjulaus. En skörp brún aug-
un sýna að hann hugsar enga að
síður margt. Útkoman er þess
vegna Luke Perry-týpa sem hin
hugsandi kona getur verið ófeim-
in að fara út með.
Venjulegur krakki
Andrew Shue ólst upp í South
Orange í New Jersey, þriðji í röð-
inni af fjórum systinum sem öll
voru fótboltafrík og var sem
krakki álitinn ósköp- venjulegur
útlits. í dag býr hann engu að
síður yfir eiginleikum sem konur
dást mjög að. „Hann hefur full-
komna húð,“ segir Courtney
Thorne-Smith í kvörtunartón, en
hún leikur ásamt Shue í „Melrose
Place“. „Mann langar til þess að
drepa hann. Hann fær pínulitla
bólu á hálfsárs fresti. Þetta er
ekki réttlát. Engar bólur og eng-
in fita.“
Haugar af
aðdáendabréfum
Shue heldur sínu jafnaðargeði
þó að aðrir sjái stjörnur vegna
útlits hans. En hann fær hauga
af aðdáendabréfum í hverri viku.
„Það er rétt að ég fæ nokkur
bréf en það er ekkert merklegt."
Hann segir um eigið útlit: „Ég
kann betur við orðið aðlaðandi
en fallegur. Sönn fegurð tilheyrir
manneskju sem er eðlileg og ein-
læg. Athafnir og orð fólks skipta
mig meira máli en útlit þess. Ég
get engu að síður ekki neitað því
að útlitið skiptir máli.“
Lítill íburður
Shue býr í rúmgóðu húsi í
Hollywood ásamt tveimur félög-
um frá Dartmouth, þar sem hann
spilaði fótbolta. Það er lítill íburð-
ur í híbýlum hans en á símsvaran-
um hermir hann eftir rödd John
F. Kennedy. Þessi eftirherma
tekst nokkuð vel að sögn Elisa-
beth Shue, eldri systur hans. Hún
er einnig leikari og fór meðal
annars með hlutverk í gaman-
myndinni „Soapdish".
Af tilhugalífi Andrew Shue
er það að frétta að samkvæmt
sögusögnum er núverandi kæ-
rastan ein af leikkonunum í „Mel-
rose Place“, Thorne-Smith. Shue
er langt frá því að vera eins feim-
inn og persónan sem hann leikur
í þáttunum. „Ef manni líkar við
stúlku þá getur maður ekki bara
beðið eftir því að hún taki eftir
því. Maður verður að taka áhættu
og tala við hana. Ef henni líkar
ekki við mann þá hefur maður
að minnsta kosti lært eitthvað."
UTVARP
RÁS 1
FM 92,4/93,5
8.00 Fréttir.
8.07 Morgunandakt. Séra Ingiberg J.
Hannesson prófastur á Hvoli flytur ritn-
ingarorð og bæn. 8.15 Kirkjutónlist.
— Prelúdía, fúga og tilbrigði eftir César
Franck. Jean Guillou leikur á orgel.
— Dýrð, vald, virðing. Þjóðlag i útsetningu
Jóns Hlöðvers Áskelssonar.
— Drottinn er minn hirðir, 23. Davíðs-
sálmur i tónsetningu Jónasar Tómas-
sonar.
— Gloría eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
— Ave María eftir Hjálmar H. Ragnars-
son. Mótettukór Hallgrímskirkju syng-
ur; Hörður Áskelsson stjórnar.
— Introduction og Passacaglia eftir Pál
(sólfsson. Ragnar Björnsson leikur á
orgel.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni.
— Dúó í A-dúr ópus 162 fyrir fiðlu og
pianó eftir Franz Schubert. Jaime La-
redo og Stephanie Brown leika.
— Píanótrió nr. 1 í d-moll ópus 49 eftir
Felix Mendelssohn. Oslóar-trióið leik-
ur.
10.00 Fréttir.
10.03 Mælskulist 3. þáttur. Umsjón: Árni
Sigurjónsson. (Einnig útvarpað þriðju-
dag kl. 22.35.)
10.45 Veðurfregnir.
11.00 Messa í Háteigskirkju. Presturséra
Arngrimur Jónsson.
12.10 Dagskrá sunnudagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.Tónlist.
13.00 Heimsókn. Umsjón: Ævar Kjartans-
son.
14.00 Togað i Norðurhöfum. Þáttur um
Remould leikhúsið í Hull á Englandi,
sem kemur með sýningu til Islands i
maí. Umsjón: Hávar Sigurjónsson.
15.00 Hjómskálatónar. Músikmeðlæti
með sunnudagskaffinu. Umsjón: Sol-
veig Thorarensen.
16.00 Fréttir.
16.05 Drottningar og ástkonur í Dana-
veldi 5. þáttur. Umsjón: Ásdis Skúla-
dóttir. Lesari með henni er Sigurður
Karlsson. (Einnig útvarpað þriðjudag
kl. 14.30.)
16.30 Veðurfregnir.
16.35 I þá gömlu góðu.
17.00 Úr tónlistarlífinu. Tvennir tónleikar
Kammersveitar Reykjavikur. Frá tón-
leikum i Listhúsinu í Laugardal 14. febr-
úar sl.:
- Blásarakvintett i g-moll óp. 56 nr. 2
eftir Franz Danzi. Blásarakvintett
Reykjavikur leikur. Frá Grieg-hátíð í Is-
lensku óperunni 16. mars sl.:
- Reverie fyrir flautu, selló og hörpu ettir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
— Angelus Domini eftir Leif Þórarinsson,
— Magic Island eftir Arne Nordheim.
Þórunn Guðmundsdóttir og Njál
Sparbo syngja með Kammersveit
Reykjavíkur; Ingar Bergby stjómar.
Umsjón: Tómas Tómasson.
19.00 Ódáðahraun. „Öræfabyggðir og
eyðigarðar af einherja lands skráðust
nær og fjær" 2. þáttur. Umsjón: Jón
Gauti Jónsson. Lesari: Þráinn Karlsson.
Tónlist: Edward Frederiksen Hljóð-
færaleikur: Edward Frederiksen og
Pétur Grétarsson.
19.49 Dánarfregnir, Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19.35 Funi. Helgarþáttur barna. Umsjón:
Elísabet Brekkan. (Endurtekinn frá
laugardagsmorgni.)
20.25 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes-
sonar.
21.05 Leslampinn. Umsjón: Friðrik Rafns-
son. (Endurtekinn þáttur frá laugar-
degi.)
22.00 Fréttir.
22.07 Æskumyndir ópus 15 eftir Robert
Schumann. Cristina Ortiz leikur á
píanó.
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfregnir.
22.35 Vorið, sinfóniskt Ijóð eftir Zdenek
Fibich. Útvarpshljómsveitin í Prag leik-
ur undir stjórn Frantiseks Vajnar.
23.00 Frjálsar hendur llluga Jökulssonar.
24.00 Fréttir.
0.10 Stundarkorn í dur og moll. Umsjón:
Knútur R. Magnusson. (Endurtekinn
þáttur trá mánudegi.)
1.00 Næturútvarp á samtengdum rás-
um til morguns.
RÁS2
FM 90,1/94,9
8.07 Morguntónar. 9.03 Sunnudagsmorg-
unn með Svavari Gests. Sigild dæguriög,
fróðleiksmolar, spurningaleikur og leitað
fanga í segulbandasafni Útvarpsins. Veð-
urspá kl. 10.45. 11.00 Helgarútgátan.
Umsjón: Lísa Pálsdðttir og Magnús R.
Einarsson. Úrval dægurmálaútvarps lið-
innar viku. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45
Helgarútgáfan heldur áfram. 13.00 Hring-
borðið. Fréttir vikunnar, tónlist, menn og
málefni. 14.15 Litla leikhúshornið. Litiðinn
á nýjustu leiksýningarinnar og Þorgeir
Þorgeirsson, leiklistarrýnir Rásar 2, ræðir
við leikstjóra sýningarinnar. 15.00 Maura-
þúfan. íslensk tónlist vitt og breitt, leikin
sungin og töluð. 16.05 Stúdíó 33. Örn
Petersen flytur létta norræna dægurtónlist
úr stúdiói 33 í Kaupmannahöfn. Veðurspá
kl. 16.30. 17.00 Með grátt i vöngum.
Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn.
19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Úr ýmsum áttum
Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Með
hatt á höfði. Þáttur um bandariska sveita-
tónlist. Umsjón: Baldur Bragason. Veð-
urspá kl. 22.30. 23.00 Á tðnleikum. 0.10
Kvöldtónar. 1.00 Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
Fréttir kl. 8, 9.10,12.20,16,19, 22 og
24.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Næturtónar. 1.30 Veðurlregnir. Næt-
urtónar. 2.00 Fréttir. Næturtónar. 4.30
Veöurfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Frétt-
ir. 5.05 Næturtónar. 6.00 Fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum. 6.01 Morgun-
tónar.
AÐALSTÖÐIN
FM »0,9 / 103,2
8.00 Þægileg tónlist á sunnudags-
morgni. Björn Steinbekk á þægilegu nót-
unum. 13.00 Sunnudagur til sælu. 17.00
Hvíta tjaldið. Þáttur um kvikmyndir. Fjallað
er um nýjustu myndirnar og þær sem eru
væntanlegar. Hverskyns fróðleikur um það
sem er að gerast hverju sinni i stjörnum
prýddum heimi kvikmyndanna auk þess
sem þátturinn er kryddaður þvi nýjasta
sem er að gerast i tónlistinni. Umsjón:
Ómar Friðleifsson. 19.00 Tonlistardeild
Aöalstöðvarinnar. 20.00 Órói. Bjöm Stein-
bekk teikur hressa tónlist. 1.00 Ókynnt
tónlist til morguns.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morguntónar. 8.00 Ólafur Már
Bjömsson. Ljúfir tónar með morgunkaff-
inu. Fréttir kl. 10 og 11.11.00 Fréttavikan
með Hallgrimi Thorsteins. Hallgrímur tær
gesti í hljóðstofu til að ræða atburði liðinn-
ar viku. Fréttir kl. 12. 12.15 Pálmi Guð-
mundsson. Þægilegur sunnudagur með
huggulegri tónlist. Fréttir kl. 14 og 15.
15.05 Islenski listinn. Endurflutt verða 40
vinsælustu lög landsmanna. Jón Axel
Ólafsson kynnir. Dagskrárgerð: Ágúst
Héðinsson. Framleiðandi: Þorsteinn Ás-
geirsson. Fréttir kl. 17. 18.00 Ólöf Marín
Ulfarsdóttir. Þægileg og létt tónlist á
sunnudagskvöldi. 19.30 19:19. Fréttir og
veður. 20.00 Coca Cola gefur tóninn á
tónleikum. Tónlistarþáttur með ýmsum
hljómsveitum og tónlistarmönnum. Kynnir
er Pétur Valgeirsson. 21.00 Pétur Val-
geirsson. Ljútir tónar á sunnudagskvöldi.
24.00 Næturvaktin.
BYLGJAN, ÍSAFIRÐt
FM 97,9
9.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9.
19.18 Fréttir 20.00 Sjá dagskrá Bylgjunn-
ar FM 98,9. 1.00 Ágúst Héðinsson. End-
urtekinn þáttur.
BROSID
FM 96,7
10.00 Sunnudagsmorgunn með Ellerti
Grétarssyni. 12.00 Sunnudagssveifla.
Gestagangur og tónlist hjá Gylfa Guð-
mundssyni. 15.00 ÞórirTelló með breska
og bandariska vinsældalistann. 18.00
JennýJohansen. 20.00 Eðvald Heimisson.
22.00 Róleg tónlist í helgarlok. Lára
Yngvadóttir. 24.00 Næturtónlist.
FM957
FM 95,7
10.00 Haraldur Gíslason. 13.00 Helga
Sigrún Harðardóttir. 16.00 Vinsældalisti
íslands, endurfluttur trá föstudagskvöldi.
19.00 Hallgrimur Kristinsson. 21.00 Sig-
valdi Kaidalóns. 24.00 Ókynnt tónlist.
SÓLIN
FM 100,6
11.00 Gullöldin. Jóhannes Ágúst Stefáns-
son. 14.00 Sætur sunnudagur. Hans
Steinar. 17.00 Nema hvað. Inger Schiöth.
Kvikmyndaþáttur. 19.00 6.-7. ératugur-
inn. Guðni Már. 21.00 Meistarataktar.
Guðni Már & Co. 22.00 Á síðkvöldi. Systa.
1.00 Ókynnt tónlist til morguns.
STJARNAN
FM 102,2
9.00 Morgunútvarp. 11.05 Samkoma.
Vegurinn, kristið samfélag. 13.00 Lof-
gjörðartónlist. 14.00 Samkoma. Orð líts-
ins, kristilegt starf. 15.00 Sveitatónlist.
17.15 Samkoma. Krossinn. 18.00 Lof-
gjörðartónlist. 24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30 og 13.00. Fréttir
kl. 12, 17.
ÚTRÁS
FM 97,7
12.00 F.A. 14.00 HA! Umsjón: Arnór og
Helgi i M.S. 16.00 Iðnskólinn. 18.00 M.R.
20.00 F.B. 22.00-1.00 Herbert Umsjón:
María, Birta, Vala og Sigga Nanna í M.H.