Morgunblaðið - 13.05.1993, Qupperneq 12
12 C dagskrq
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993
Hljómsveltin
Hljómsveitin - Hljómsveitarmeðlimina
um frægð og frama.
þokkalega góð
tök á honum. Af
fyrri leikreynslu
Pollack er það
að segja að hún
hefur t.d. komið
fram í mynda-
flokknum A fer-
tugsaldri
(thirtysome-
thing).
Zachary Throne leikur hljóm-
borðsleikarann Lenny. Throne sýndi
snemma að hann hafði tónlistar-
hæfíleika og aðeins fjögura ára
gamal spilaði
Throne samið lög fyrir Hijómsveit-
ina. Leikreynslu sína hefur Throne
frá öðrum myndaflokkum líkt og
Cheryl Pollack, þar má helst nefna
Melrose Place.
Eini svarti hljómsveitarmeðlim-
urinn er leikinn af Aiex Desert.
Hann fer með hlutverk blíðlynda
nbassaleikarans
Stan. Desert út-
skrifaðist frá
New Yorks High
School of Per-
forming Arts og
hefur farið með
hlutverk í þátt-
um eins og
Vistaskiptum (A
Different
World). Auk þess að leika Stan
spilar Desert með hljómsveitinni F
Cat en hún hefur nýverið gefið út
piötu.
Tasia Valenza leikur Jodie hina
ófrísku kærustu Dizzy. Hlutverk
Valenza er það
eina sem ekki
krefst tónlistar-
kunnáttu af því
að Jodie er ekki
meðlimur í
hljómsveitinni.
Það er þó aldrei
að vita nema
eitthvað komi til
með að heyrast
frá Valenza í framtíðinni þar sem
móðir hennar er söngvari.
SJÓNVARPIÐ hefur tekið til sýningar myndaflokkinn Hljómsveit-
ina (The Heights). Hann fjallar um átta hress ungmenni sem stofna
hljómsveit og láta sig dreyma um frama á sviði rokktónlistar.
En sá draumur hefur þegar ræst fyrir leikurunum í raunveru-
leikanum. Eitt laganna úr myndaflokknum „Talk to an Angel“
hefur nefnilega notið mikila vinsælda í Bandaríkjunum og vermt
toppsæti á vinsældarlistum.
Leikararnir
eru allir
hljóðfæra-
leikarar í
raunveruleik-
anum
Stjórnendur myndaflokksins vildu leik-
ara sem kynnu á hljóðfæri. Ailir leikararn-
ir urðu þess vegna að fara í hæfnispróf
og sanna sig sem tóniistarmenn til þess
að fá hlutverk. Þeir leikarar er fengu
hlutverkin hafa ýmis konar tónlist-
arreynslu.
Klassískur trommuleikur og
óperusöngur
Ken Garito fer með hlutverk
pípulagningarmannsins Dizzy sem
spilar á trommur með hljómsveit-
inni. Garito
byijaði að spila
á trommur í
gagnfræðaskóla
og hefur komið
fram með ýms-
um hljómsveit-
um. Hann tekur
spilamennsku
sína alvarlega
enda útskrifað-
ur úr klassískum trommuleik frá
New York University. Auk þess að
spila og leika þá hefur hann skrifað
tvö lög fyrir myndaflokkinn.
Charlotte Ross leikur Hope, einu
persónuna í myndaflokknum sem
kemur af sterk-
efnuðu fólki.
Ross hefur hlot-
ið þjálfun sem
óperusöngvari
og þykir hafa
nokkuð góða
tónlistarhæfí-
leika. Hún er I
m.a. að vinna að
sinni eigin plötu 1
þessa dagana. Fyrir utan að fást 1
við tónlist hefur Ross gert það gott
sem leikkona. Hún var t.d. útnefnd
tvisvar til Emmy-verðlauna fyrir
hlutverk sem hún fór með í sápu-
óperunni „Days of Our Lives“.
Feimna
skáldið Alex er
leikinn af James
ýValter. Hann
hefur að eigin
sögn gutlað á
gítar frá 13 ára
aldri. Nýlega
kom út smá-
skífa með
hljómsveitinni
MOR þar sem Walter syngur. Auk
spilamennskunnar hefur hann
stundað nám í kvikmyndagerð, leik-
ið í auglýsingum fyrir Levi’s-galla-
buxur, og komið fram í kvikmynd-
um.
Shawn Thompson fer með hlut-
verk JT, aðalsöngvarans í mynda-
flokknum. Thompson spilaði með
eigin hljómsveit í New York þegar
hann fékk hlutverkið. Hann hefur
samið nokkur lög fyrir Hljómsveit-
ina og þykir nokkuð liðtækur tón-
listarmaður. _________________
Einnig hefur
Thompson sam-
ið tónlist fyrir
kvikmyndir.
Tónlist • eftir
hann var t.d. í
gamanmyndinni
„Hot Shots“.
Eins og Charl-
otte Ross hafði
Thompson leikið í vinsælum sápu-
óperum í Bandaríkjunum áður en
hann fékk hlutverk JT.
Kvenkyns saxafónleikari
I myndaflokknum lætur saxafón-
leikari hljómsveitarinnar, Rita, enda
ná saman með því að keyra vöru-
bfl. Þessa kjarnakonu leikur Cheryl
Poilack. Hún byijaði að læra á saxa-
fón tíu ára gömul og er talin hafa
BIOIN I BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Skyttan ★
Tom Berenger leikur leyniskyttu í lam-
aðri frumskógarmynd sem vantar rök-
réttan söguþráð.
Handagangur í Japan ★Vi
Meiniaust grín um hafnaboltahetju
sem heldur til Japans að keppa þegar
ferillinn fer að dala. Best geymd á
myndbandi.
Stuttur Frakki (sjá Sagabíó)
Ljótur leikur ★ ★ ★Vi
Ögrandi, afargott verk um tregafull
mannleg samskipti og ómanneskjuleg
átök og umhverfí. Rómantísk spennu-
mynd.
BÍÓHÖLLIN
Skíðafrl í Aspen ★
Vinskapur og rómantík og frægur
skíðastaður. Ospennandi langloka með
nokkrum góðum skíðaatriðum.
Avallt ungur ★ ★
Mel Gibson í dularfullri samsuðu meló-
drama og vísindaskáldskapar. útkom-
an geðfelld vitleysa fyrir klútafólk.
Háttvirtur þingmaður ★ ★ 'h
Smákrimminn Eddie Murphy kemst á
þing og verður þjóðhetja. Murphy í
ágætisformi en efnið mætti vera
fyndnara.
Konuilmur ★★★■/!
Afar vönduð mynd um samband ólíkra
einstaklinga. Eftirminnileg fyrir vel-
skrifað handrit og afburðaleik A1 Pac-
inos.
Bambi ★ ★ ★
Ein af sígildu Disney myndunum sem
kann ekki að eldast og enn gleður
mannsins hjarta.
Hinir vægðarlausu ★ ★ ★ ★
Eðalvestri Clint Eastwoods endur-
sýndur í tilefni af níu útnefningum til
óskarsverðlauna. Stórkostleg bíó-
mynd.
HÁSKÓLABÍÓ
Lifandi ★★★
Afar vel sviðsett mynd um ótrúlegar
mannraunir sem gerðust hátt uppi í
Andesfjöllum fyrir tveimur áratugum.
Mýs og menn ★ ★ ★
Ljúfsár og vönduð kvikmyndagerð
uppúr frægri sögu Johns Steinbecks
um vináttu og náungakærleik. John
Malkovich er frábær sem Lenny.
Jennifer 8. ★ ★
Brokkgengur eltingarleikur lögreglu
við fjöldamorðingja. Gott upphaf og
endasprettur en langur og lítt spenn-
andi miðkafli dregur myndina niður.
Vinir Péturs ★ ★ Vi
Endurfundir vinahóps eftir tíu ára
fjarvistir. Bresk útgáfa af „The Big
Chill“ en hvergi nærri eins frísk og
frumleg og fyrri myndir Kenneths
Branaghs. A engu að síður sína góðu
spretti.
Elskhuginn ★★'/i
Erótísk ástarsaga frá Indókína í leik-
stjórn Jean-Jacques Annaud um kyn-
ferðislegt samband ungrar franskrar
stúlku og helmingi eldri Kínveija.
Umdeild fyrir hispursleysi enda An-
naud sérstakur raunsæismaður.
Karlakórinn Hekla ★★
Bestu stundir Karlakórsins Heklu eru
söngatriðin þegar kórinn syngur sig
inní hjörtu áhorfenda. Gamanþáttur-
inn brokkgengur.
Howards End ★★★
Frábærlega vel leikin og gerð bíóút-
gáfa af sögu E. M. Forsters sem ger-
ist um aldamótin síðustu. Bókmennta-
leg, bresk og býsna skondin.
LAUGARÁSBÍÓ
Feilspor ★ ★ ★
Góð sakamálamynd um glæpahyski
sem stefnir á smábæ þar sem hug-
rakkur lögreglustjóri bíður þeirra.
Fínn leikur og spennandi saga undir
leikstjórn Carls Franklins.
Flissi læknir ★
Geðsjúklingur sem telur sig iækni
gerir banvænar aðgerðir á fórn-
arlömbum sínum í vondri unglinga-
hrollvekju.
Hörkutól ★ 'h
Lögreglumaður gerist mótorhaus til
að koma upp um glæpsamlega mótor-
hjólaklíku. Klisjukennd og iítt spenn-
andi þótt byggð sé á sönnum atburð-
um.
Nemo litli ★ ★ ★
Ungur drengur bjargar draumaland-
inu frá glötun í fallegri og hæfilega
ógnvekjandi teiknimynd fyrir yngri
kynslóðina. Talsetningin ómetanlegt
innlegg.
REGNBOGINN
Loftskeytamaðurinn ★★★
Vel leikin mynd um stórbrotinn ná-
unga sem setur heldur betur svip sinn
á mannlífið í norskum smábæ. Byggð
á sögu eftir Knut Hamsun.
Siðleysi ★★★'/!
Frábærlega gerð mynd Louis Malle
um ástarsamband sem hefur mjög
slæmar afleiðingar í för með sér. Leik-
hópurinn góður og leikurinn sterkur.
Ferðin til Las Vegas ★ ★ ★
Unaðsleg kómedía frá Andrew Berg-
man um tregan brúðguma sem er við
það að missa ástina sína í hendur
milla eftir slæman póker. Frábærar
persónur og Elvis-eftirlíkingar.
Englasetrið ★★★
Forpokaðir sænskir sveitavargar reyn-
ast besta fólk þegar nútímaleg borgar-
börn eru búin að skólpa af þeim skin-
helgina. Bráðhress.
Tommi og Jenni mála bæinn rauð-
ann ★★
Lítið fer fyrir gamla góða ástar/hat-
urssambandi félaganna í mynd sem
einkum ætti að hugnast yngsta fólk-
inu.
SAGABÍÓ
Stuttur Frakki ★★
Skemmtileg mynd um Frakka sem
lendir í viilum í Reykjavík. Leikur
ágætur. Eggert Þorleifsson stelur sen-
unni og Frakkinn er mjög góður.
STJÖRNUBÍÓ
Öll sund lokuð ★ ★
Van Damme er köttur í bóli bjarnar
í afar illa leikinn í nútímaútgáfu af
vestranum Shane. Átakaatriðin góð.
Helvakinn m ★ >/2
Nálarhausinn ætlar að breyta jörðinni
í helvíti í þessari þriðju helvakamynd
sem einkennist af klénu handriti og
slöppum leik en sæmilegum brellum.
Hetja ★ ★ Vi
Hnökrótt, skopleg ádeila um ímyndað-
ar hetjur og ljölmiðlafár. Góður Hoff-
man.