Morgunblaðið - 19.05.1993, Page 2

Morgunblaðið - 19.05.1993, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Fréttir vikunnar Þorskaflinn aldrei minni ■ FISKAFLINN í apríl var aðeins rúm 60.000 tonn en var 70.600 á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn var með allra minnsta móti eða aðeins 18.580 tonn og hefur aldrei orðið svo lítill í þessum mán- uði frá árinu 1967. í fyrra var þorskaflinn í apríl 27.395 tonn og er það með árinu í ár og árinu 1985 einu skiptin, sem þorskafli hefur verið minni en 40.000 tonn í apríl mán- uði. Mestur varð aflinn í þess- um mánuði árið 1970,122.124 tonn, eða meira en sexfalt meiri en nú. ----------- Gengislækkun í saltfisklöndum ■ GENGI spænska pesetans hefur verið fellt um 8% og portúgalska ecudosins um 6,5%. Dagbjartur Einarsson, formaður sljómar SÍF, scgir að gengisbreytingin vegi upp á móti lækkun tolla á saltfiski í Evrópubandalaginu og valdi saltfiskútflytjendum ein- hveijum búsifjum. Hann segir verkendur þó ekki vilja geng- islækkun vegna þessa. ----♦-♦-♦-- Hvalveiðibann var framlengt ■ SAMÞYKKT var á árs- fundi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins í Kyoto í Japan að fram- lengja bann við hvalveiðum um eitt ár. Hafði verið við því búizt og ósk Japana um að fá að veiða 50 hrefnur við eigin strendur var felld. Eru jafnvel taldar líkur á, að Jap- an, Surður-Kórea, Kína og Rússiand stofni sitt eigið hval- veiðiráð og hefji veiðar í Norðvestur-Kyrrahafi. Norð- menn hafa lýst því yfir að þeir muni veiða nokkur hundruð hrefnur í ábátaskyni á þessu auki auk 136 hrefni, sem teknar verða í vísinda- skyni. Bandaríkjamenn hafa hótað íslendingum Norð- mönnum og Japönum refsiað- gerðum hefji þeir hvalveiðar og hvelja önnnur ríki til að gera það sama. ----♦-♦-♦-- Bolvíkingar ætla að kaupa ■ Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungarvíkur á laugardag var samþykkt einróma að ganga inn í kaupsamninga vegna togaranna Dagrúnar og Heiðrúnar. Að sögn Ólafs Kristjánssonar, bæjarstjóra, hefur borgarstjórn lagt fram ákveðnar hugmyndir til lausnar á þessu máli á fundi með þingmönnum kjördæm- isins. ----------- Tíð slys á sjómönnum ■ ALLS lentu um 2.850 sjó- menn í vinnuslysum á sjó tímabiiið 1988 til 1992. Sam- kvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins námu heildargreiðslur til sjó- manna á þessu fimm ára tíma- bili alls um 760 miiyónum króna. Til samanburðar má geta þess að heildargreiðslur til annarra launþega landsins vegna vinnuslysa á sama tímabili námu um 420 miiyón- um, en sjómenn eru aðeins 5,7% launþega. Norðmenn eyðileggja markaðinn fyrir sér ENN einu sinni hafa norskir skreiðarverkendur eyðilagt fyrir sér sjálfum sér með því að hengja upp allt of mikinn fisk í Lófót. Þykir þetta sérstaklega bagalegt í ljósi þess, að Norðmenn eru næstum einir á Italíumarkaði og hefðu getað ráðið miklu meira um verðið, hefðu þeir haft ein- hvern hemil á framboðinu. Frá þessu sagði nýlega í norska sjávarútvegsblaðinu_ Fiskaren og þar er bent á, að íslendingar séu sama sem ekkert á Ítalíumarkaði. Norsku skreiðarútflytjendurnir ættu því að geta fengið miklu meira fyrir fiskinn, stæðu þeir saman. Á liðnum vetri voru hengd upp í Lófót 14.000 tonn en það er 5.000 tonnum of mikið. Reidar Anthonsen hjá Sölusamtökum fiskframleið- enda (Fiskeprodusentenes Felles- salg) segir, að enn hafi ekki fundist aðferð við að takmarka skreiðar- verkunina og því sé ekki um annað að ræða en staðfesta ár eftir ár, að framleiðslan sé of mikil. „Við skulum líka hafa í huga, að einkunnarorð dagsins eru frelsi, til dæmis til að vega mann og ann- an. Eins og nú er ástatt er engin leið að fá menn til samstarfs hvað varðar framleiðslu og sölu,“ segir Reidar. Nú í vetur keyptu skreiðarverk- endur í Lófót fisk til að hengja upp fyrir um 1,7 milljarða ísl. kr. en í fyrra hengdu þeir alls upp 16.000 tonn. Það olli síðan verðhruni á ítal- íumarkaði og margir tóku svo til orða, að ítölsku kaupendur væru með birgðastöðvarnar sínar í Nor- egi. Þeir réðu sem sagt öllu um verðlagninguna. Bendir flest til, að svo verði einnig með norsku skreið- ina á þessu ári. Góður gangnr hjá Jósafat SALA toghlera hjá J. Hinrikssyni heldur áfram að ganga vel. í síð- ustu viku aprílmánaðar voru 26 togarar á úthafskarfamiðunum suð- vestur af landinu, en af þeim voru 19 með hlera frá Jósafat. Salan í marz nam 100 tonnum og sömuleiðis í apríl og maí hefur farið vel af stað að sögn Jósafats Hinrikssonar. Megnið af hlerasölunni er tii útflutnings, um tveir þriðju hlutar. Sæmi dæmi um það má nefna að 9 togarar frá Rostock eru nú á úthafskarfanum og nota þeir allir Poly-Ice hlera Jósafats. í síðustu viku aprílmánaðar voru afgreidd 11 toghlerapör til umboðsmanns fyrirtækisins í Seattle í Bandaríkj- unum. Þetta voru hlerar af minni gerðinni með „keðjubrakketti“ og er þetta að sögn Jósafats vonandi byrjunin á ferkari viðskiptum vestan hafs. í fréttabréfi, sem J. Hinriksson gefur út, kemur meðal annars fram, að Norðmenn séu nú sem óðast að búa sig til úthafskarfaveiða suðvestur af íslandi. í bréfinu segir Jósafat að þeir noti ekki íslenzka hlera eins og til hafi staðið, heldur hafi umboðsmaður Hampiðjunnar í Noregi útvegað þeim ódýra hlera frá öðrum erlendum framleiðanda. Gáfu safninu stinglax NÁTTÚRUGRIPASAFNINU í Eyj- um barst fyrir skömmu stinglax sem skipveijar á Byr VE fengu á lúðulínu 342 faðma dýpi í Reynis- dýpi. Fiskurinn var dauður er hann kom í safnið en var heill að sjá og hefur safnið aldrei áður fengið óskemmdan sting- lax. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins, sagði að stinglax væri ekki ekki mjög algeng- ur hér við land en þó væri talið að eitthvað væri af honum á 600 til 1000 faðma dýpi út af suðurströnd- inni. Hann sagði að safninu hefði áður borist stinglaxar en þeir hefðu verið mjög illa farnir og allur litur farinn af þeim, enda hefðu þeir veiðst í troll. Kristján sagði að fyrsti stinglaxinn sem vitað væri um að fundist hefði hér við land hefði fundist í höfninni í Vestrhannaeyj- um árið 1904 en fiskurinn væri veiddur við Port- úgal og Madeira. Kristján sagði ógerlegt að stoppa stinglaxinn upp þar sem roðið á honum væri svo þunnt en hægt væri að gera afsteypu af honum. Stinglaxinn væri því geymdur í frysti í safninu í Eyjum. Þórarinn með millibobbingana. Morgunbiaðið/Rúnar Þór Salan hefur aukist um 951. á 5 árum Gúmmívinnslan á Akureyri seldi um 100 tonn af millibobbingum í fyrra tækið 5 tonn af þessari vöru, en á síðasta ári var salan komin upp í 100 tonn. Millibobbingar Gúmmívinnslunnar eru um borð í langflestum íslenskum fiskiskipum og farið er að huga að útflutningi. SALA á millibobb- ingum sem Gúmmívinnslan á Akureyri fram- leiðir hefur aukist jafnt og þétt, árið 1988 seldi fyrir- Þórarinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar sagði að millibobbingarnir hefðu reynst mjög vel og væru á samkeppn- isfæru verði miðað við innflutta bobbinga. „Þetta er besta varan á markaðnum, sölutölur sanna það,“ sagði Þórarinn. Árið 1988 voru seld 5 tonn af millibobbingum, en salan var kominn upp í 50 tonn árið 1991. Á milli áranna 1991 og 1992 tvöfald- aðist salan og voru 100 tonn seld í fyrra. Endurvinnsla úr hjólbörðum Millibobbingarnir eru endurunnir, þeir eru framleiddir úr hjólbörðum sem tættir eru sundur og unnir að nýju í nýtanlega vöru. I þau 100 tonn af millibobbingum sem fram- leiddir voru í fyrra fóru um það bil 5.000 vörubíladekk. „Sjómenn og allflestar útgerðir hafa skilning á því að hagkvæmt er að kaupa íslenskar vörur og menn vilja sýna stuning sinni í verki við endurvinnsluiðnað- inn,“ sagði Þórarinn. Sorpið flutt út Hann taldi að innanlandsmarkað- ur væri mettaður í bili og á næstu árum mætti gera ráð fyrir 60-70 tonna sölu, þar sem um endingar- góða vöru væri að ræða. Til að vega upp á móti minni sölu ætlar fyrirtæk- ið að athuga möguleika á skipulegum útflutningi, en að undanförnu hafa millibobbingar verið seldir til Græn- lands og Chile. „Það er vissulega ánægjulegur áfangi sem við höfum náð, að vera nú farin að flytja út sorp, en um 90% af efninu sem í vöruna fara hefðu lent á haugun- um.“ Þórarinn kvaðst einnig vonast til að millibobbingarnir yrðu keyptir í þá þýsku togarar sem Útgerðarfé- lag Ákureyringa á meirihluta í. Motturnar vinsælar Gúmmívinnslan hefur einnig framleitt gúmmímottur og hefur sala þeirra stóraukist um borð í togara að undanfömu, eða eftir að tókst að festa þær niður með lími. Motturnar þykja kostagripir um borð, mýkra er að standa á þeim og hlýrra en á beru stálgólfinu og einnig er það ekki eins hált. „Við vonumst til að samvinna okkar við sjávarútveginn aukist í framtíðinni og erum bjartsýn á það svo verði,“ sagði Þórarinn. Grásleppa á hvers manns disk Á nokkrum veitingastöðum hér á landi og í verslunum Hagkaupa stendur nú yfir þessa viku kynning á grásleppu sem matfíski og er þetta kynningarátak nefnt „Grásleppa, góðgæti úr hafinu á nýjan hátt“. Þeir sem standa að þessu framtaki eru Landsamband smá- bátaeigenda, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Aflanýtingarnefnd, veitingastaðimir Þrír Frakkar, Við Tjörnina, Hótel Stykkishólmur og Fiðlarinn á Akureyri auk stórmark- aðarins Hagkaupa. Tilgangur grá- sleppuvikunnar er fyrst og fremst að vekja athygli á þessum fiski og benda á að þarna er vannýtt auðlind sem nýta má þjóðarbúinu til heilla. í kjölfar minnkandi veiðiheimilda hafa raddir um betri nýtingu þess físks sem úr sjó kemur orðið æ háværari. Grá- sleppan er þar engin undantekning. Nú er grá- sleppuvertíðin hafín um allt iand og eru afla- brögð með versta móti enda rysjótt tíð og sjó- sókn því treg. Betri nýting grásleppunnar er því enn brýnni en ella. Grásleppan er núna fyrst og fremst nýtt vegna hrognanna og hafa sl. tuttugu ár verið framleiddar að meðaltali um 12.000 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum á hverri vertíð. Hrognin eru síðan nýtt til þess að framleiða rauðan eða svartan „kavíar". Til þess að fram- leiða þetta magn þarf að veiða um 6.800 tonn af grásleppu. Um 5.000 tonn em eftir þegar búið er að hirða hrognin og er lítill hluti þessa afla nýttur saltaður eða siginn, en bróðurpartin- um er hent. Af því sem ekki er nýtt mætti vinna um 1.200 tonn af flökum. Það má þó hveijum vera ljóst að ekki er raunhæft að ætla okkur íslendingum einum að sporðrenna öllum þessum fiski. Að sjálfsögðu er einnig stefnt að því að vinna grásleppu til útflutnings en til þess að svo megi verða þurfa augu okkar sjálfra að opnast fyrir því að grásleppan er í raun ágætis matfiskur. Grásleppan er mjög sérstakur matfískur og sýnir taflan hér að neðan efnainnihald fískholds- ins samanborið við ýsu og grálúðu, sem báðir eru þekktir matfiskar. Eins og sjá má er grásleppan bæði vatnsmik- il og frekar feitur fiskur. Hún hentar því vel til steikingar og er fljótmatreidd. Bein gráslepp- unnar eru bijóskkennd og eru því ekki eins varhugaverð og bein margra annarra fiska. Vegna hins háa vatnsinnihalds hentar gráslepp- an einnig vel til frystingar. Hún rýrnar að vísu töluvert við þíðingu en verður betri til matseldar. Áður fyrr var öll sú grásleppa sem veiddist nýtt. Auk þess að borða fískinn saltaðan og siginn voru hrognin notuð til osta- gerðar. Á stríðsárunum þegar framboð á styijukavíar minnkaði jókst að sama skapi eftirspurn eft- ir öðrum kavíartegundum og fram- leiðsla grásleppukavíars hófst fyrir alvöru. Grásleppuveiðar jukust að sama skapi. Ekki óx þó áhugi manna á að nýta grásleppuna við þessa auknu veiði. Gerðar hafa verið margvís- legar tilraunir á RF með nýtingu þessa físks og má þar sem dæmi nefna súrsun og reyk- ingu. Einnig voru gerðar tilraunir með að nýta hveljuna til vinnslu á matarlími. Það reyndist unnt en ósamkeppnishæft miðað við markaðs- forsendur þess tíma. Með breyttum matarvenj- um og aukinni nýjungagimi er komið tækifæri til að koma vannýttum fiskum eins og grá- sleppu á framfæri og auka þannig fískifánuna á diskum okkar. Halldór Þórarinsson matvælaverkfræðingur hjá Vinnslu- og vöruþróunardcild Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins hefur tekið þennnan pistil saman. Eiginleikar Efnainnihald Grásleppa Grálúða Ýsa Vatn 81,1% 75,3% 80,4% Fita 10,2% 11,8% 0,9% Prótein &1% 12,9% 18,9%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.