Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 3
Um 600.000 manns eru í útvegi EB ■ UM 600.000 manns hafa atvinnu af sjávarútvegi inn- an Evrópubandalagsins, ýmist beint eða óbeint. Um einn þriðji þessa fólks er á Spáni, sem er langumsvifa- mesta fiskveiðiþjóðin innan EB. Velta fiskiðnaðarins er um 11,3 milljarðar Ecu, ná- lægt 900 milljörðuni króna. Þar munar mestu um físk- rétti og ýmsa framleiðslu til neytenda fremur en afla- verðmæti upp úr sjó. Sjómenn innan EB eru taldir vera um 289.400 og um 304.100 hafa starfa við aðra þætti eins og vinnslu og sölu afurðanna. Spánverj- ar eru langfjölmennastir bæði á sjó og í landi, en ítal- ir og Portúgalir koma næstir hvað varðar fjölda fiski- manna. Frakkar og Bretar eru hins vegar næstfjöl- mennastir í fiskvinnslunni. Þessi skipting endurspeglar í raun skiptin milli Norður- og Suður-Evrópu hvað varð- ar þróun og úrvinnslu. í Portúgal eru sjómenn nær þrefalt fleiri en fiskverka- fólk, en I Danmörku er þetta alveg öfugt. Spánn er með mesta verð- mætasköpun afurðanna, um 280 milljarða, sem er um þriðjungur heildarinnar, en næst koma Ítalía, Frakkland og Danmðrk. Sé litið á verð- mætasköpun á starfsmann í sjávarútvegi, hefur Dan- mörk forystuna með um 2,6 milljónir á starfsmann. ítalskir starfsmenn í sjávar- útvegi skila að jafnaði 1,9 milljón, franskir 1,8 og port- úgalskir 450.000 krónum. ----------*-♦-«--- Konur hafa jákvæð áhrif á lífið um borð ■ DANSKI sjávarútvegs- fræðingurinn Eva Munk- Madsen, sem hefur rannsak- að stöðu kvenna um borð í norskum frystitogur- um, segir það algengara en ekki að konur séu í áhöfn togaranna. Það sé auk þess útbreidd skoðun meðal útgerðarmanna að konurnar hafí jákvæð áhrif á lífið og umhverfið um borð. Eva sagði útgerðarfélög heldur kjósa að hafa blandaða áhöfn en aðeins karlmenn. Hún sagði að það væru ekki fyrst og fremst jafnréttissjónar- mið sem réðu ferðinni í þess- ari þróun, heldur væri það nokkuð útbreidd skoðun meðal útgerðarmanna að konur hentuðu betur í viss störf en karlar, þótt ekki væri það eina ástæðan. Á norskum verksmiðjuskipum er algengt að túrarnir taki um þijá mánuði, og Eva sagði það almennt álitið að konur hefðu jákvæð áhrif á lífið um borð — andrúmsloft- ið yrði þægilegra og sam- skipti þjálli. Þótt á því bæri að konum væri frekar beint í hin lægra settu störf um borð, væri erfittað viðhalda strangri aðgreiningu milli verksviða karla og kvenna á svo litlum vinnustað sem verksmiðjuskipi, og slíkt hjálpaði til við að bijóta nið- ur þá múra sem kynnu að vera fyrir hendi milli starfs- sviða kynjanna. Eva Munk- Madsen MORGUNBl.ADIfí FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Fólkið sem að Skiþanetinu stendur. Morgunbiaðið/Sverrir Fyrirtæki í skipaþjónustu sameinast í Skipanetinu hf. Gerir fyrirtækjunum kleift að takast á við stærri verkefni SKIPANETIÐ hf., fyrir- tækjanet um skipaþjónustu var formlega stofnað fyrir skömmu, en það á sér nokk- urn aðdraganda og byggir á áralöngu samstarfi þeirra fyrirtækja, sem netið mynda. Síðasta samvinnuverkefni þeirra var endurbygging fiskiskipsins Al- berts Ólafssonar KE 39. Hugmyndin er að með formlegra samstarfi innan fyrirtækjanets á sviði verktakastarfsemi í skipaþjónustu muni fyrirtækin ná til stærri markaðar og standa betur í samkeppni við erlend fyrirtæki. Sameiginlega geta þátttökufyrirtækin tekið að sér stærri og fjölþættari skipaviðgerðir, sem annars kæmu ekki til greina. Fyrirtækin, sem mynda Skipanetið hf., eru Marafl, Nökkvi, Ósey, Rafboði-Rafur, Skipahönnum og Vélaverkstæði Jóh. Ólafs og er Skipa- netið til húsa að Skeiðarási í Garðabæ. Þátttaka fyrirtækjanna í verkefn- inu Fyrirtækjanet fyrir milligöngu Útflutningsráðs íslands, hefur gert fyrirtækjunum kleift að vinna skipu- lega að því að koma formlegu sam- starfi á og stofna til sameiginlegs félags um samstarf. Aðalmarkmið fyrirtækjanetsins er verkefnaöflun fyrir aðildarfyrirtækin og verður því stunduð skipulögð markaðs- og sölu- starfsemi, þar sem þjónusta netfyrir- tækjanna verður kynnt. Þar má nefna endurbyggingu og viðgerð fiskiskipa, innflutning og sölu skipa og hvers konar varahluta fyrir skip, að móta lausnir við endurbyggingu og viðhald og vinna að markaðssetn- ingu slíkra lausna. Þá er það sameig- inlegt markmið fyrirtækjanna að ná fram hagræðingu í rekstri þeirra með því að sameina vissa þætti starf- seminnar. Hjá Skipanetinu hf. starfa liðlega 50 manns úr ýmsu starfs- greinum. Ákveðinni markaðsþörf svarað „Með því að bjóða fram samhæfða þjónustu við skipaviðgerðir undir stjórn reynds verkefnisstjóra, er svarað ákveðinni markaðsþörf, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi hingað til. Mjög stór hluti skipavið- gerða fer fram án þess að um heild- arútboð sé að ræða og vill þá oft verða mikið um biðtíma hjá hinum ýmsu iðnaðarmönnum vegna þess að samræmingu og stjórnun skortir. Heildarkostnaður við vel skipulögð verkefni verður lægri vegna minni biðtíma og verktíminn styttri, sem mun leiða til aukinnar eftirspurnar eftir samhæfðri þjónustu," segir Ásgeir Erling Gunnarsson, einn þeirra, sem að Skipanetinu hf. standa. Ávinníngur útgerða Ásgeir Erling segir ennfremur að ávinningur útgerða vegna viðskipta við Skipanetið geti verið mikill: „Þó að fyrirtækin, sem vinna hina ýmsu verkþætti séu jafnmörg og áður, tryggir innri verkefnisstjórnun Skipanetsins betri samræmingu á verkþáttum hinna ýmsu verkstæða, þannig að verktíminn verður styttri og heildarkostnaður minni. Skipa- netið mun bjóða fram samhæfða þjónustu í hvers konar skipaviðgerð- um, sem ná yfir verkþætti einstakra netfyrirtækja. Þar með hafa útgerð- armenn fengið nýjan og hagkvæman kost í skipaviðgerðum. Skipanetið er eins konar regnhlíf netfyrirtækj- anna, þar sem safnað hefur verið saman allri nauðsynlegri þekkingu á sviði skipaviðgerða, sem í krafti samstarfs og hagræðingar mun leiða til bættrar samkeppnisstöðu greinar- innar. Það er að sjálfsögðu til hags- bóta fyrir útgerðina að innlendar skipaviðgerðir ieggist ekki af,“ segir Ásgeir Erling. Vélætluð til víramælinga brátt tilbúin ■ K. RAGNARSSON hf.í Grindavik og íslensk Vöru- þróun hf. hafa hannað tölvu- stýrða víramælingavél sem virðist eiga mikla framtíð fyrir sér. Hún er ætluð fyrir netaverkstæði og þá sem þurfa að lengdarmæla víra, kaðla og annað sem er á kapalformi. Vélin gerir meira en að lengdarmæla, því um leið og mæling fer fram er vírinn undinn upp á tromlu og af henni er rúll- unni vellt beint á lyftara- bretti. Verkefnið hófst sem nem- endaverkef ni við Tækniskóla íslands haustið 1992. Nemar á síðasta ári, þeir Arinbjörn V. Clausen, Jóhann H. Bjarnason, Jóhann H. Sveins- son, Ketill Gunnarsson, Kjartan Ragnarsson og Sig- urbjörn R. Jónasson stofnuðu fyrirtækið íslenska Vöruþró- un hf. til að sinna þessu verk- efni og fleiri þróunarverk- efnum. Víramælingavélin er tölvustýrð og hefur íslensk Vöruþróun séð um gerð hug- búnaðar sem auk þess að annast mælingu og stýringu inniheldur verbókhald. Hægt er að skrá á einstakt skip eða viðskiptavin; tegund vírs, lengd, sverleika og í hvaða veiðafæri vírinn er notaður. Auk þess er skipaskrá Sigl- ingamálastofnunar innbyggð í forritið. Að sögn Kjartans Ragnars- sonar hjá K. Kjai-tanson hf. hefur þróunareintak af vél- inni verið selt Þorbirni hf. í Grindavík. Hann sagði að vélin hefði reynst vel og með henni væri hægt að fram- kvæma allar viramælingar innanhúss. Pantanir hafa borist fyrirtækinu bæði er- lendis frá og frá islenskum aðilum og verða þær af- greiddar þegar vélin kemst af þróunarstigi, sem gæti orðið í sumar. Kjartan sagð- ist hafa fengið fjölda fyrir- spuma og gott útlit væri með markaðssetningu vélarinnar. TRAUSTAR VORUR OG ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN FISKIÐNAÐ OG SJÁVARÚTVEG DANFOSS HÁÞRÝSTIVÖKVAKERFI Drifbúnaöur fyrir spii o.fl. • Radial stimpildælur • Vökvamótorar. esab ALLT TIL RAFSUÐU Vélar • Vír • Fylgihlutir. MONO OG FLYGT DÆLUR Fiskidælur • Slógdælur. INTERROLL/JOKI FÆRIBANDAMÓTORAR. ESAB MONO FLYjGT. INTERROLL ioKi I þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar - hafiö samband = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.