Morgunblaðið - 19.05.1993, Síða 6
6 C,
MORGUNBLAÐIÐ IVIARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Fiskverð heima
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar
Fiskmarkaður
Suðurnesja
Samtals fóru 374,5 tonn af þorski um fiskmarkaðina
þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar-
fjarðar fóru 85,2 tonn og meðalverðið 85,24 kr./kg.
Um Faxamarkað fóru 43,3 tonn á 71,41 kr./kg og um
Fiskmarkað Suðurnesja fóru 216,8 tonn á 85,04 kr./kg.
Af karfa voru seld 40,0 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var
46,00,41,35 á Faxagarði og 48,58 syðra. Af ufsa voru
seld 110,9 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 29,79,36,05
á Faxagarði og 37,21 kr. hvert kíló á Suðurnesjum.
Af ýsu voru seld 141,0 tonn á mörkuðunum þremur hér
syðra og meðalverðið 93,37 kr./kg.
Fiskverð ytra
Þorskur
Eingöngu var
seldur fiskur
úr gámum í
Bretlandi í
síðustu viku,
samtals 545,2
tonná121,62
kr./kg. Þar af
voru 200,1
tonn af þorski
á 113,18 kr./kg.
Af ýsu voru
seld 123,8tonn
á134,57 kr.
hvert kíló og
74,8 tonn af
kola á 143,19
kr. hvert kíló.
Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku, Viðey RE 6, samtals 159,2
tonn og meðalverðið 141,69 kr./kg. Þar af vom 135,2 tonn af karfa á 147,02
kr./kg og 15,5 tonn af ufsa á 76,08 krVkg.
Rússneski flotinn úreltur og
fískiðnaðiu’inn nánast í rúst
I RÚSSNESKUR
Sjávarútvegsráðherrann JSS^jMSk!
um að þess eru eng-
in fyrri dæmi þar
eystra. Það er ekki
aðeins að flóðbylgju
af ódýrum fiski frá Rússlandi sé kennt um óróann á fiskmörkuðun-
um í Vestur-Evrópu. Hrun Sovétríkjanna fyrrverandi og gífurlegur
efnahagsvandi Rússa hefur nær rústað fiskiðnað landsins og þann-
ig höggvið skarð' í matvælaframleiðsluna. Á tímabilinu 1989 til
1992 hefur framleiðsla fiskiðnaðarins að niðursuðu meðtalinni fall-
ið um 62%, eða úr 5 milljónum tonna í 3,1 milljón. Nú er svo komið,
að stjórnvöld hafa ákveðið að setja skorður við útflutningi á bol-
fiski til að koma í veg fyrir sölu á umtalsverðu magni á lágu verði.
Því er líklegt að útflutningurinn falli á ný undir eftirlit og stjórn
ríkisins.
telur mikla ríkisstyrki
óhjákvæmilega
Þá benda nýjustu upplýsingar til
þess að fiskafli ríkja þeirra, sem
áður mynduðu Sovétríkin hafí að-
eins orðið 9,2 milljónir tonna árið
1991, en Sovétríkin öfluðu 11,3
milljóna tonna árið 1989. Um 80
til 90% af sovézka flotanum voru
skip frá Rússum. Því eru Rússar
nú þriðja mesta fiskveiðiþjóð ver-
aldar á eftir Japan og Kína. Hins
vegar framleiða Rússar um þriðj-
ung allra niðursoðinna sjávaraf-
urða í heiminum, en í sumum hlut-
um landsins er sjávarútvegurinn
undirstaða afkomu fólksins. Það á
til dæmis við Kamtsjatka, þar sem
sjávarútvegurinn skilar um 70%
tekna landshlutans. Sjávarútvegur
er viðlíka mikilvægur í Astrakahn
við Kaspíhaflð og í Murmansk við
Barentshaflð. Árleg neyzla sjáv-
árafurða í Rússlandi er eftir því,
sem næst verður komizt, um 20
kíló á mann og nemur fískmeti um
20% af dýrapróteini í rússnesku
mataræði.
80% flotans úrelt
Korelskij, sjávarútvegsráðherra
Rússa, dregur upp fremur dökka
mynd af ástandinu í nýlegri grein
í rússnesku viðskiptatímariti. Rúss-
neski fiskiskipaflotinn telur 15.400
fleytur, en um 80% þeirra eru tald-
ar úreltar eða afar illa farnar sak-
ir skorts á viðhaldi. Varahlutir eru
sjaldséðir, þar sem gjaldeyri skort-
ir til slíkra kaupa og framleiðsla
þeiría heima fyrir gengur illa. Þá
hefur eldsneytisskortur komið í veg
fyrir útgerð marga skipa síðustu
mánuði. Korelskij segir að margar
fískvinnslustöðvar byggðar á ár-
unum 1930 til 1940 séu nú svo
úreltar og illa farnar eða þær verði
ekki endurnýjaðar. Meira er 40%
allra verka, bæði í landi og á sjó,
eru unnin af mannshöndinni og
afköst lítil. Brigðir af öllu tagi
hafa dregizt saman, skortur er á
tini og jafnvel netum og öðrum
veiðarfærum. Korelskij telur að
skáni ástandið ekki innan 4 til 5
ára, gæti fiskiðnaður í Rússlandi
meira og minna lagzt af.
Upplausn Comecon bætir
ekki úr skák
Þá hefur upplausn Comecon, við-
skiptabandalags Austur-Evrópu-
ríkja, haft slæmar afleiðingar fyrir
rússneska fískiðnaðinn. Fyrir vikið
hafa Pólveijar hætt að sjá Rússum
fyrir skipum og varahlutum og
birgðaskipin frá fyrrum Austur-
Þýzkalandi sjást ekki lengur. Þessi
fyrrum leppríki Sovétríkjanna voru
skuldbundin til að sjá þeim fyrir
alls kyns varningi, allt frá varahlut-
um og matvælum upp í skip af
stærstu gerð á verði sem var langt
undir raunverulegu markaðs- eða
kostnaðarverði. Korelskij telur að
leiðin til nauðsynlegra úrbóta sé
að fá mikið nýtt fé inn í fiskiðnað-
inn. Vandinn er sá, að ætli menn
að ná arðbærum rekstri með því
að hækka afurðaverðið til neyt-
enda, eru allar líkur á því að eftir-
spurn hrynji vegna of hás verðs.
Eina leiðin, til að halda lífí í at-
vinnugreininni, að mati ráðherrans,
er því miklir ríkisstyrkir.
Skrifræðiö nær yfirhöndinni
Hin nýju einkafyrirtæki Rússa í
sjávarútvegi hafa verið ásökuð fyr-
ir að flytja út afla sinn á hvaða
verði sem er til að komast yfir
gjaldeyri til að halda sér gang-
andi. Samkvæmt nýrri reglugerð
stjómvalda hefur bolfíski, skelfíski
og fiskafurðum verið bætt á lista
yfír mikilvæg hráefni, en útflutn-
ingur á þeim er háður ströngum
skilyrðum. Því gæti útflutningur á
físki frá Rússlandi á ný lotið yfir-
ráðum skrifræðis hins opinbera,
þar sem allir útflytjendur þurfa að
fá viðurkenningu og skráningu hjá
utnaríkisviðskiptaráðuneyti lands-
ins, en til þess þurfa menn að upp-
fylla ákveðin skilyrði. Fiskur og
fískafurðir, sem falla undir þessa
reglugerð eru meðal annars ferskur
fískur, kældur, frystur, lifandi,
pæklaður, þurrkaður og saltaður
fískur auk niðursoðinna afurða og
skelfisks. Talið er að aðeins þau
fyrirtæki, sem áður tengdust einka-
fyrirtæki ríkisins, Sovrybflot, eigi
möguleika á útflutningsleyfum.
Ljóst er að með þessu, verður kom-
ið böndum á hömlulausan útflutn-
ing á físki og mun það vafalítið
bæði draga úr útflutningi, að
minnsta kosti fyrst í stað, og hægja
á einkavæðingu innan rússneska
sjávarútvegsins.
Byggt á Eurofish Report og
Fishing News International
VEROLDIN
Verzlun með
sjávarafurðir
nemur 2.400
miUjörðum
VERZLUN með sjávarafurðir
í veröldinni nemur alls um
2.400 milljörðum króna árlega
samkvæmt útreikningum
FAO, matmæla og landbúnað-
arstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna. Viðskipti með sjávaraf-
urðir jukust úr 24 milljónum
tonna, eða 32% framleiðslunn-
ar árið 1980, í 37 milljónir
tonna eða 38% framleiðslunnar
árið 1990. Verðmæti viðskipt-
anna 1980 var aðeins 990 milij-
arðar.
Evrópubandalagið, Japan og
Bandaríkin eru með um 88% inn-
flutnings sjávarafurða, en FAO
telur að framboð og þar með við-
skipti með sjávarafurðir geti
dregizt saman, þar sem flest út-
höfin, innhöf og vötn séu þegar
full- eða ofnýtt. Það sé fyrst og
fremst umframafkastageta fiski-
skipaflota veraldar, sem valdi því
að gengið hefur verið um of á
fiskistofnana. „Víða á úthöfunum
er eftirlit og stjórn fiskveiða afar
ábótavant og ofveiði er viður-
kenndur skaðvaldur. Nauðsyn
þess að hafa stjórn á veiðum á
úthöfunum og draga úr afköstum
skipa, sem stunda veiðar þar, er
nú viðurkennt sem alþjóðlegt
vandamál, þar sem rányrkjan
stefnir fískistofnunum í hættu,“
segir í skýrlsu um þessi mál frá
FAO.
AFURÐIR
Sala afurða 1988-’92
verðmæti, milljónir £ 24,04
IFPL eykur
söluna mikið
SALA afurða úr verksmiðju
Icelandic Freezing Plants Ltd.,
dótturfyrirtækis SH í Grimsby
í Bretlandi, hefur vaxið ört síð-
ustu 5 árin og var í fyrra orðin
meira en tvöfalt meiri en árið
1988. í fyrra var söluandvirði
verksmiðjuframleiddrar vöru
2,6 milljarðar króna, en 1,2
miiyarðar árið 1988. Tekizt
hefur að auka söluna þrátt fyr-
ir að efnahagur Breta hafi ver-
ið afar bágur undanfarin miss-
eri og hefur það náðst með því
að þróa ódýrari afurðir úc
ódýrara hráefni til að ofgera
ekki kaupgetu almenningings.
Nú er talið að úr sé að ræstast
í Bretlandi og horfur eru því
góðar.
FLAKASALA
SALA á flökum hefur ekki auk-
izt eins mikið og sala afurða
verksmiðjunnar, enda er hún
háð framboði héðan að heiman.
Framboðið er svo aftur háð
vægi gjaldmiðla, en salán leitar
þangað, sem gengið er hæst.
Markaðir fyrir þorskafurðir
eru aðallega þrír, Bandaríkin,
Bretland og Frakídand. Flaka-
sala IFPL nam um 1,4 milljarði
árið 1988, en 2,3 í fyrra, en
andvirði seldra flaka hefur tví-
vegis 'lækkað milli ára vegna
samdráttar í framboði. Eins og
er fer mikið af flökum vestur
um haf, en styrkist pundið, mun
það væntanlega breytast.