Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.05.1993, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1993 Fiskkaup hafa selt 1.053 tonn af sattfíski til Spánar Á FYRSTU fjórum mánuð- Er tæplega helmingur af *£££*!£!■ aliri sölu á síðasta ári kauphf - “» I1;°»* fon.n af unnum saltfiski til Spanar en til samanburðar má geta þess að allt árið i fyrra nam salan á Spánar- markað 2.261 tonni. Saltfiskútflutningur var sem kunnugt er gefinn frjáls um síðustu áramót en fram að þeim tíma hafði Jón undanþágu til að selja einum aðila á Spáni saltfisk. I ár hefur hann hafið framleiðslu fyrir aðra aðila. Það er netafiskur í öðrum gæðaflokk en línu- og krókafiskurinn fer í. Af þessu magni í ár eru 180 tonn verkaður netafiskur. Jon Asbjörnsson segir að það sé engin spurning að lækkun tolla á þess- um markaði kæmi sér vel fyrir útflutn- ingsfyrirtæki hans. Markaðshlutdeild hans á Katalóníumarkaði á Spáni er nú um 33% og Sagu, innflutningsfyrir- tækið sem hann verslar við þar, yrði samkeppnishæfara um verð við aðra innflytjendur á þessum markaði sem er sá stærsti fyrir tandurfisk á Spáni. „Við höfum eingöngu verkað línu- og krókafisk fyrir þennan markað og frá áramótum höfum við selt þangað meira magn en á sambærilegum tíma áður,“ segir Jón. Af útflutningnum í fyrra voru 40% flök og 57% flattur fiskur en 3% ýmsar aukaafurðir eins og gellur og kinnfiskur. Af flökunum fóru 91% í A-flokk og af flatta fiskin- um fór 77% í A-flokk. Frelsið skapar möguleika Jón segir að það sé ljóst að frelsið í útflutningi hafi skapað möguleika fyrir hann til markaðssóknar á öðrum vígstöðvum. „Við erum byijaðir að framleiða fyrir aðra en Sagu úr neta- fiski en gæðin á þeirri vöru eru ekki eins mikil og linufiskinum," segir Jón. SIGURBJÖRG ÓF HLAUT GÆÐASKJÖLDINN Skipshöfnin á frysti- togarnaum Sigur- björgu ÓF 1 hlaut gæðaskjöld Coldwat- er í Bandaríkjunum fyrir góða fram- leiðshi á síðasta ári. Fimm frystihús fengu gæðasköldinn en Sigurbjörg er eina skipið sem hlaut viðurkenninguna. Myndin er tekin við afhendingu skjaldar- ins. F.v. Svavar B. Magnússon útgerðar- maður, Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri á Sigurbjörgu OF, Sigurgeir Magnús- son útgerðarmaður og Páll Pétursson gæðastjóri hjá Coldwater í Banda- ríkjunum. FÓLK Eskfírðingar fá viðurkenningn ■ PALL Pétursson, gæða- stjóri Coldwater, dótturfyrir- tækis SH í Bandaríkjunum, er nú á ferð um ísland með gæða- skjöldinn svo- kallaða. Hann er viðurkenn- ing til þeirra framleiðenda inna SH, sem bezt standa að framleiðslu sinni hvað gæði varðar og get- ur hann bæði fallið í skaut frys- tiskipa og frystihúsa. Eitt þess- ara frystihúsa er Hraðfrysti- hús Eskifjarðar, en gárung- amir segja að við liggi að Alli ríki og hans menn séu áskrif- endur að skildinum. Að auki fengu IíaraldurBöðvarsson hf. á Akranesi, Utgerðarfé- lag Akureyringa, Skjöldur á Sauðárkróki, Fiskiðjan Freya á Suðureyri ogfrysti- togarinn Sigurbjörg OF gæðaskjöldinn að þessu sinni, en hann er veittur árlega. Halldór í forsæti ÚA MHALLDÓR Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, var kjörinn formaður stjórnar Útgerðar- Halldór Jónsson LeÓSSOn sit- ur áfram í stjórn ÚA. Auk þeirra skipa stjórnina þeir. Pétur Bjarna- son, Erlingur Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson. Á sama fundi voru fulltrúar ÚA í stjóm Mechlenburger Hoc- hseefischerei í Rostock kjörnir. Þeir eru Björgólfur Jóhannsson, Gunnar Ragn- ars og Erlingur Sigurðsson. ÚA keypti 60% af hlutafé þýzka útgerðarfélagsins í fyrra og munu togarar þess ýmist landa afla sínum á Akureyri eða sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Togar- amir stunda meðal annars veiðar við Austur-Grænland, en þeir hafa kvóta hjá EB, en þeir eru einnig á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg utan 200 mílna markanna. Aðalsteinn Jónsson Hunangsgljáð grásleppa GRÁSLEPPUKYNNING stendur nú yfir á nokkrum stöð- um á landinu í þvi skyni að auka nýtingu og neyzlu á ry^7fT|TlTjfrn| þessum fiski. Til þessa hafa nær MMaayyLiaiÍMJLLaJl eingöngu hrognin verið hirt, en það þýðir að um 5.000 tonnum af fiski er fleygt í sjó- inn. Úr þeim mætti vinna um 1.200 tonn af flökum. Ulf- ar Eysteinsson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Þrír frakkar, er einn þeirra, sem kann að matreiða gráslepp- una. í réttinn, sem hann kynnir lesendum Versins hér þarf: 2 flök af grásleppu 1 gulrót 6 sveppi 1/2 meðaistóran lauk 2 rif af hvítlauk, smátt skorn- um 1 tsk fersk engiferrót, smátt söxuð 2 msk hunang 1/2 dl hvítvín eða mysu 1/2 dl fisksoð 1/2 tsk karrý 1/2 dl soyjasósu Hreinsið grásleppuna og skerið í strimla. Veltið upp úr hveiti og setjið á pönnu með olíu. Seljið grænmeti í strimlum út í og kryddið með karrý og hunangi. Bætið engifer og hvítlauk út í, þegar búið er að snúa fiskin- um. Hellið hvítvíni, fisksoði og soyjasósu út í og látið sjóða smástund. Með réttinum má ýmist hafa soðnar kartöflur, grjón, grænmeti eða brauð. Flutningur EIMSKIPS á saltfíski til Ítalíu er eitt dæmið um sveigjanlega, hagkvæma og örugga þjónustu við saltfisksútflytjendur til Miðjarðarhafslanda. Val á milli nokkurra leiða til áfangastaðar gefur kost á mismunandi verði og afhendingartími er sveigjanlegur. Öflugur bílafloti erlendis og sérhæft starfsfólk EIMSKIPS hér heima og á skrifstofum okkar í Evrópu annast öruggan flutning alla leið. Fyrsta flokks kæligámar tryggja kjörhitastig á flutn- ingstíma (1 - 4 °C) og í Sundahöfn eru kæligeymsl- ur sérútbúnar með geymslu á saltfiski í huga. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞER LEIÐ - fyrir íslenskan saltfisk! Reykjavík Flutn.tími: Aflt.dagur: ImniiiTgham Hamborg 1 Antwerpen I Rotterdam 1 Milano 1 Milano 1 Milano Milano Palermo Palermo Palermo Palermo Napoli Napoli Napoli Napoli 7 dagar 8 dagar 9 dagar 10 dagar Þriðjud. Fimmtud. Föstud. Laugard. * Miðað er við 7 - 10 daga ferðir með gámi aðra leiðina. Brottför alla miðvikudaga. Hagstæðar og íjölbreyttar Með EtWSKVP tíltato' sólarlandaferðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.