Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 1
. ..:. , . Ií-)>I0M w. M®K0MwMmHb MENNING LISTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 BLAÐ MYNDIR f rá iöðrum mannlíf sins '¦--' CCTIDCIKIAD EAI IMíírM CCCOM o :0 co co ö > ö • MMMJ -O co O c CD >s O o "O to -O Götubarn, Trabion, Tyrklandi, 1965. Mary Ellen Mark/Library EFTIR EINAR FAL INGOLFSSON „Þessi sýning gefur yfirlit yfir það besta sem Mary EUen Mark hefur gert síðustu tuttugu og fimm árin, og staðfestir að hún er líklega hæfileikaríkasti heim- ildaljósmyndarinn starfandi í dag. Fyrir utan Sebast- iao Salgado þá fæst engi'nn við jafn ögrandi og erf- ið viðfangsefni, en Mark einbeitir sér að því að skrá- selja líf þeirra sem hún kallar „hina ófrægu; utan- garðsmenn samfélagsins — heimilisleysingja, fíkni- efnaneytenda og sjúklinga." Þessi dómur birtist í Los Angeles Times fyrir tveimur árum tæpum, þeg- ar sýningin „Mary Ellen Mark: 25 ár" var opnuð í Bandaríkjunum. Hún hefur síðan verið á för um heiminn og vakið gríðarmikla athygli, og bók með myndunum hefur náð metsölu. Sýning Mary Ellen Mark opnar á Kjarvalsstöðum í dag og gefst íslend- ingum þar sjaldgæft tækifæri til að sjá verk eins af leiðandi h'ósmyndurum heimsins í dag. ^T hætt er að segja að þessi sýning á Omyndum hinnar bandarísku Mary Ellen Mark sé merkasta ljósmynda- sýning sem sett hefur verið upp hér á landi, allar götur frá því að myndir tíu franskra ljósmyndara, og þeirra á-meðal Henri Cartier-Bressons, voru settampp í Listasafninu fyrir rúmum áratug. Og næsta stórsýning þar á undan var Fjölskylda Mannsins, sem kom hingað í lok sjötta áratugarins. „Þetta er í senn ögrandi og hrífandi sýning", skrifaði listrýnir The New York Times. „í myndum sínum nýtir Mary Ellen Mark sér stílræn einkenni heim- ildarljósmynda, þar sem tengslin við félagsfræði- lega þætti eru sterk, og ákveðin og sérstök sýn hennar snertir spurningar um eðli og tilgang til- vistarinnar." Á sýningu Mary Ellen gefur að líta 125 svart- hvítar ljósmyndir, sem spanna feril hennar, eða 25 ár. Elstu myndirnar eru frá 1965, þegar hún ferðaðist um Tyrkland í eitt ár eftir að hún lauk námi. Mary Ellen hefur alltaf ferðast mikið og eftir Tyrklandsdvölina myndaði hún víða í Evr- ópu, Suður-Ameríku og loks fór hún til Ind- lands, lands sem hún tók þegar ástfóstri við og hefur hún síðan eytt þar ófáum mánuðunum. Yngstu myndirnar á sýningunni eru einmitt frá Indlandi, röð mynda úr ferðasirkusum; portrett af trúðum, dvergum, fimleikafólki, dýrum og dýratemjurum. Þetta eru oft grátbroslegar ljós- myndir, en samt fullar af hlýju, formfagrar og sérstakar, og dæmigerðar fyrir þann persónulega stíl sem Mary Ellen Mark hefur verið að þroska með sér í rúman aldarfjórðung. í vetur var ég það lánsamur að geta starfað með Mary Ellen Mark í New York. Það er ein- stakt að fylgjast með Mary Ellen mynda, að sjá þá orku sem geislar af henni, einbeitinguna sem er alltaf eins og hún sé að taka sína bestu mynd, og siðan umhyggjuna fyrir þeim sem hún mynd- • ar. í eitt sinn var hún að gera röð mynda af eyðnisjúklingum í úthverfum borgarinnar, þar sem aðstæðurnar voru iðulega æði nöturlegar. En af sannri einlægni og umhyggjusemi snéri hún sér alltaf beint að efninu, talaði um sjúkdóm- inn og erfiðar aðstæðurnar, og hún hefur þann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.