Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 eiginleika að geta unnið traust þeirra sem hún hittir og ræðir við. Að loknum löngum dögum og erfið- um, og búin að smella af mörgum myndum, þá var Mary Ellen yfir- leitt ákaflega þreytt en um leið ánægð, þar sem hún vissi að hún hafði gert vel og fólkinu hafði þótt gott að spjalla við hana. Einn vina hennar, franski kvikmyndaleik- stjórinn Louis Malle, segir að það sé í og með þessi eðlislæga sam- kennd með fólki sem geri Mary Ellen að einstökum ljósmyndara. „Hún kemur aldrei illa fram við neinn“, segir hann. „Hún finnur til með fólki, deilir þjáningum með því, vandræðum og gleði. Meira að segja þegar hún tók portrett af nokkrum nasistum þá reyndi hún ekki á nokkurn hátt að gera þá fáránlega eða fella yfir þeim dóma. Þá dáist ég að endalausri orkunni sem Mary Ellen býr yfir. Hún er aldrei alveg ánægð, og vitandi að hún getur gert betur, þá heldur hún áfram í sinni endalausu leit að hinu algilda að baki hinu sérstæða." Mary Ellen Mark segist hafa áhuga á fólki á jöðrum samfélags- ins. „Ég finn til ákveðins skyldleika með þeim sem hafa ekki fengið bestu tækifærin", segir hún. „Eg stend alltaf með þeim, og kannski fínnst mér það fólk eðlilegra. Þar sem ég vil gera frekar en nokkuð annað, er að staðfesta tilveru þessa fólks, að sýna að það á sér líf.“ Þessi áhugi hefur verið drifkraftur- inn í starfí hennar öll þessi ár. Myndagreinar Mary Ellen hafa birst í kunnustu tímaritum heimsins, oft- ast hefur frumkvæðið og hugmynd- in komið frá henni sjálfri, og listinn litmyndum — en þetta er ein af fáum greinum sem Mary Ellen hef- ur myndað í lit — kynnist áhorfand- inn lífinu inni í húsunum, sér stúlk- urnar með viðskiptavinum og í sínu daglega lífí. Fýrir tíu árum eyddi Mary Ellen síðan drjúgum tíma með útigangsbömum í Seattleborg, og gerði kunna bók um þau, kallaða Streetwise. Síðar gerði hún sam- nefnda heimildarkvikmynd um börnin ásamt eiginmanni sínum, kvikmyndaleikstjóranum Martin Bell, og var hún útnefnd til Óskars- verðlauna í flokki heimildarmynda. Þau hjón snéru aftur til Seattle fyrir tveimur árum síðan og gerðu þá leikna kvikmynd, byggða á ýmsu því sem þau kynntust við gerð Streetwise. Sú kvikmynd, kölluð American Heart og með leikaranum Jeff Bridges í aðalhlutverki, var frumsýnd fyrir viku í Bandaríkjun- um við ákaflega góðar undirtektir. Þau hjón hafa unnið meira saman og þykir samstarfíð gott. Þannig eyddi Mary Ellen fyrst sex mánuð- um árið 1989 með sirkusunum á Indlandi, í fyrra snéru þau saman þangað og Martin gerði heimildar- mynd um sirkusana fyrir National Geographic og nú er rithöfundurinn John Irving að leggja lokahönd á handrit að leikinni mynd sem þau hjón hyggjast gera á Indlandi með sirkuslífið í bakgrunni. Á ferli sínum hefur Mary Ellen aftur sýnt fram á einstæðan hæfi- leika til að fá aðgang að stöðum sem aðrir ljósmyndarar kæmust aldrei inn á, og dytti varla í hug að reyna við; og þegar hún er kom- in þangað þá tekur hún áhrifamikl- ar og hrífandi ljósmyndir. í bestu Li&ug stúlka með hvolpinn sinn, Grent Rnj Kamal sirkusinn, Indlandi, 1989. Mary Ellen Mark/Library Mary Éllen Mark/Library Laurie í baókarinu ó Deild 81, Oregon Fylkissjúkrahúsinu, Salem, Oregon, 1976. yfír kunn verkefni hennar er orðinn langur. Hún myndaði heróínsjúkl- inga í London; snemma á sjöunda áratugnum myndaði hún í sex vikur á öryggisdeild með kvensjúklingum á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún skrásetti líknarstarf Móður Theresu í Indlandi. Þá eyddi Mary Ellen nokkrum vikum í Falkland Road í Bombay, helstu vændisgötu borgarinnar. Þar komst hún í kynni við ungar vændiskonur og „madömmur“, og í raunsæislegum myndum hennar finnur maður sterkt fyrir nánu sambandi ljós- myndarans og fyrirmyndarinnar, en hún gerir sér far um að setja sig eins vel inn í líf fólksins og hún mögulega getur. „Aðstæður fólks eru oft svo öfgafullar að maður getur ekki fengist við þær fyrr en maður hefur kynnst einstaklingun- um og náð góðu sambandi við þá,“ segir Mary Ellen. „Þegar maður kemur dag eftir dag og sér hvað ástandið er alvarlegt, fátækt og Fjölskyldan Damm í bílnum sínum, Los Ang- eles, Kalifornía, 1987. Mary Ellen Mark/Library UM HELGINA MYNDLIST Sýna í MÍR og Síberíu Tvær listakonur af íslandi, Kju- regev Argúnova og Katrín Þor- valdsdóttir, taka í sumar þátt í fjöl- þjóða sýningu myndlistarmanna frá norðlægum löndum í borginni Jak- útsk í Austur-Síberíu. Myndir þeirra á sýningunni, sem nefnd er Arkt- ika, verða áður til sýnis í MIR-saln- um, Vatnsstíg '10, dagana 23. maí til 6. júní. Jakútsk er höfuðborg Sakha (Jakútíu), eins af Jýðveldum rússneska sambandslýðveldisins. Sýningin er liður í listahátíð sem menningarmálaráðuneyti Sakha stendur að og býður listafólki frá svæðum eins og Alaska í Bandaríkj- unum, Kanada, sama- og lappahér- uðum í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og af íslandi. Kjuregev sýnir mynd- saum og Katrín brúður í Jakútsk og MÍR-salnum. Báðar hafa þær verið virkar í listalífi hérlendis und- anfarin ár. Kjuregev er fædd og uppalin í Sakha en hefur búið á Islandi í nærri þrjá áratugi. Hún stundaði nám við listaháskólann I Moskvu, hefur starfað með fjöl- mörgmm leikhópum hér og erlendis og haldið sýningar á myndverkum sínum. Katrín lærði tungumál, bók- menntir, leiklist og brúðugerð. Hún hefur starfað með leikhópum víða í Evrópu og sýndi brúður í Hafnar- firði fyrr í mánuðinum. Sýningin í MÍR-salnum verður opin 17-18.30 á virkum dögum og 14-18 um helg- ar. Mary Ellen Mark I dag opnar á Kjarvalsstöðum sýning á myndum bandaríska ljós- myndarans Mary Ellen Mark. Sýn- ingin spannar fyrstu 25 árin af ferli hennar og hefur að geyma 125 myndir, allt frá blindum börnum í Úkraínu til fjölleikahúslistamanna á Indlandi. Mary Ellen Mark er nú einn þekktasti fréttaljósmyndari heims. Eftir nám í listasögu og list- málun útskrifaðist hún sem frétta- ljósmyndari 1964 og fékk strax Fullbright styrk til að mynda í Tyrk- landi. Eftir ársdvöl þar sneri hún aftur til Bandaríkjanna og hóf að skrásetja hvaðeina sem vakti áhuga hennar; mannlíf í Central Park, mótmælafundi, líkamsræktarmenn og kvennabaráttu. Fljótt hlaut hún alþjóðlega frægð fyrir ijósmyndir sínar og myndraðir. Nefna má til dæmis „Deild 81“, „Eiturlyfjaneyt- endur í London“, „Heimilislausa fjölskyldu", „Góðgerðarstofnanir Móður Teresu“ og „Indversk fjöl- leikahús“. Hún hefur alla tíð ein- beitt sér að fólki og meðhöndlar viðfangsefni sín af samúð og virð- ingu. Sýningin er farandsýning, skipulögð af alþjóðlega ljósmynda- safninu við George Eastman House og styrkt af atvinnuljósmyndara- deild Eastman Kodak-samsteyp- unnar. Hún stendur til 11. júlí. Listamenn í Laugardal Samsýning þriggja listamanna opnar í Listhúsinu í Laugardal í dag. Þetta eru Inga Elín, Óli Már og Þóra Siguijónsdóttir sem öll hafa vinnustofur á Álafossi í Mos- fellsbæ. Þóra útskrifaðist úr keramikdeild MHÍ 1990, hún sýnir bæði stóra leirskúlptúra og minni verk úr postulíni og steinleir. Óli lauk námi við MHÍ 1980, hann sýn- ir lítil og stór akrílverk á pappír og striga. Inga hóf listnám hérlend- is og hélt síðan til Kaupmannahafn- ar þar sem hún lauk prófi úr keramik- og glerdeild Listiðnaðar- skóla borgarinnar. Hún sýnir verk úr gleri, járni og postulíni. Sýningin er opin kl. 10-18 alltaf nema á sunnudögum kl. 14-18. Henni lýk- ur 6. júní. Tarnús í Portinu Tarnús opnar í dag einkasýningu á málverkum og skúlptúr í Portinu. Þetta er fjórtánda einkasýning hans en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum. Verkin í Portinu eru flest unnin á síðustu tveimur árum. Kjörorð sýningarinnar, sem opin er daglega milli 14 og 18, verður „hver er bestur". Guðný í Slúnkaríki Guðný Magnúsdóttir opnar sýn- ingu á nýlegum verkum sínum í Slúnkaríki á ísafirði í dag. Þetta er sjöunda einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.