Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Myndlist Bragi Ásgeirsson a sjónmenntavettvangi síð- ast vék ég að McDonald skyndibitastað gegnt Cluny safninu í París ásamt fleiru sem farið hefur í taugamar á mörgum í heimsborginni og þeim sem sækja hana heim. Þetta er sannleikanum sam- kvæmt og meira segja gleymdi ég einu, -sem var að segja frá því sem raunar hefur komið fram í fréttum, að fyrirhugað var að reisa einn slík- an á aðalbreiðgötu borgarinnar Champs Elisées og meira að segja í nágrenni sigurbogans, helgitákns þjóðarinnar. En þá var borgarbúum loks nóg boðið og risu upp allir sem einn að segja má og framkvæmdin varð að hopa. Ekki er nú svo, að greinarhöfundur sé að abbast upp á skyndibitastaði eða t.d. almenn- ingsþvottahús, en það er staðsetn- ing slíkra staða sem stundum fer í fínu taugamar á honum eins og svo mörgum öðrum. Fæstir myndu t.d. vilja fá söluturn við hliðina á leiði Jóns Sigurðssonar í Gamla kirkju- garðinum, eða risastóran skyndi- bitastað við hliðina á Öxarárfossi. Það er fyrst og fremst hinn efnis- legi ískuldi, sem kemur fram í slík- um framkvæmdum, sem fer í taug- amar á mörgum og hin mikla sjón- mengun sem fylgir. Og við þetta má bæta, að eins og hlutimir em matreiddir fyrir nútímamanninn í þjóðfélaginu hlýt- ur það að bjóða heim heilarýrnun, ekki síður en að léleg fæða og mengun skaðar líkamann, og skal vísað til þess, að samkvæmt rann- sóknum í Danmörku að mig minnir, hefur sáðfrumum fækkað ískyggi- lega í karlpeninginum á siðustu áratugum. Allt er þannig háð góðu eldsneyti jafnt á líkamlega sem andlega sviðinu og það er kjami málsins. Kannski er það meira en senni- legt, að það sé þess vegna sem maðurinn, þ.e. dýrategundin homo sapiens, er farinn að slá frá sér eins og það heitir og leita í stór- auknum mæli til hollustufæðis og menningarathafna. Það er í öllu falli ekki verri tilgáta en hver önn- ur og minna má á þá staðreynd að allstaðar í kringum okkur hefur sjálf náttúran og dýrin sem byggja jörðina snúist til vamar, jafnvel himinhvolfið, og hið síðasta í heims- fréttunum er, að hænan, sem lifir í útungunarvélum og sér aldrei móður jörð er farin að verpa eitruð- um eggjum og það er fleira en salm- onellan sem leynist í kjúklingum því að löngu er vitað að jöfn og mikil neysla þeirra gerir karlmenn ófijóa. Það fer þannig að verða vandlifað í heimi hér, og þó þetta sé síður vettvangur beinna skrifa um þessi mál mátti að ósekju víkja að þeim í framhjáhlaupi. Haustdagarnir hurfu einn af öðr- um í París, og skyndilega var ég orðinn einn, því að Símon Jóhann og Silja Dögg voru farin heim um Lúxemborg. Brottförin var söguleg sökum þess, að þótt við væmm mætt á góðum tíma árla morguns á 'Austur brautarstöðina var það ekki alveg nóg, því að brottförin átti að fara fram frá Norður stöð- inni, sem er þar skammt frá. En það hafði gleymst að segja okkur frá þessu í Madríd, og vegna fá- dæma málæðis, hroka og silagangs í upplýsingunum uppgötvaðist þetta full seint. Að auki tafði ungviðið málglaður náungi, þannig að þegar við komum á réttan stað sáum við hárfínt á eftir lestinni. Sjálfur átti ég að vita þetta svo oft sem ég hef farið norður og vest- ur á bóginn með lestum, en vegna ákafa míns við aðrar athafnir hugs- aði ég eitt augnablik ekki alveg rökrétt, og svo var það heldur ekki ég sem var að fara en í þeim tilvik- um hef ég annan háttinn á. Unga fólkið tók þessu afar illa og var óhuggandi um stund, því að þeim var mikið metnaðarmál að koma heim á föstudegi (!). Slíkur hugsun- arháttur var mér með öllu framandi og ég reyndi að -sýna þeim fram á, að einn dag í viðbót í París mætti frekar álíta ómælda gæfu en ólán, og ég skyldi bjóða þeim í mat á Navona veitingastaðinn við rue St. André des Arts í latínuhverf- inu seinna um daginn, er ég hefði lokið erindum mínum. En þrátt fyrir öll heimsins gæði er víst alveg satt að lítið sé varið í tilveruna þegar skotsilfrið er með öllu uppurið, og hér varð ég að ráða bót á málum. Morguninn eftir gekk svo allt eins og í sögu og ég notaði dagana sem eftir voru til að víkka enn frek- ar út sjónhringinn. Þótti mér dálítið skrítið að vera allt í einu orðinn einn, eftir þetta mikla flakk okkar um Evrópu, en við safnaskoðun er þó auðvitað farsælast að vera einn, eða með öðrum sem hafa viðlíka áhuga á listum. En það er orðið varasamt að vera einn í stórborgum og menn eru aldrei of varkárir. Ég skoðaði sýninguna „mani- fest“ á Pompidou safninu mjög vel og nú hugnaðist mér loks video- týramann, en nú var þetta smáfólk vaxið úr grasi og strákurinn orðinn flugmaður, sem flaug á milli borga í Evrópu! Tíminn lætur ekki að sér hæða og Ianga dregur drögu sem enginn veit. Allt var þó eins á staðnum og Þórður og freyja hans lítið breytt, en íbúðin þó mun þægilegri. Ég spurði Þórð hvernig hefði gengið að fjármagna námið hjá strák, og hann sagði að dýrt hafi það verið og kostað heila íbúð, sem mér skild- ist að hann hefði fengið í arf, og svo ætti hann engan bílinn lengur. En það er ekki aðalatriðið og kæmi vafalaust allt aftur á einhvern hátt. Hann var annars á leiðinni til Suð- ur-Frans að skrifa bók í algjörri einangrun og mátti minna vera að því að sinna mér. Dóttirin væri svo í arkitektanámi, en áhuginn væri ekki upp á það besta í augnablikinu. Ég hlakkaði mikið til að skoða Wallraf Richartz/Ludwig safnið og var fljótur á staðinn í býtið morgun- inn eftir. Safnið er steinsnar frá hinni miklu dómkirkju og hefur af ýmsum verið nefnt dómkirkja listar- innar. Og víst er það mikið um sig, byggingin merkileg og innan dyra er hátt til lofts og vítt til veggja. En með því er ekki allt unnið og þótt megnið af verkunum njóti sín betur skortir umhverfí sumra þeirra þann innileika sem piýddi marga sali gömlu safnbyggingarinnar. Að þurfa að hafa fjölda annarra mynda í næsta sjónmáli. Ósjálfrátt hryllti mig við þeirri tilhugsun að Pradó safnið í Madríd fengi um sig slíka sérhannaða umgjörð þó þar sé víða full þröngd á þingi, en þó aðallega í fýrstu yfirferð, er maður greinir ekki samhengið alveg nógu vel. Verk frá þessari öld nutu sín mun betur og svo er þama deild ljósmyndasögu „Agfa Foto-Histor- ama“ og hún stórmerkileg. Að sjálfsögðu heimsótti ég einnig hið nafnkennda fornleifasafn sem einnig er skammt frá dómkirkjunni og á leiðinni þurfti ég að fara um húsasund og þar hafðist við hópur utangarðsfólks, eiturlyfjafíklar og drykkjusjúklingar. Það var ömur- legt en um leið áhrifamikið sjónar- spil mitt innan um allar þessar miklu byggingar. Enginn, sem kem- ur til Kölnar og skoðar kirkjuna og Wallraf safnið ætti að vanrækja að skoða fornleifasafnið, þ.e. Römisch- Germanischer Museum því að þar er mörg veislan fyrir augað, t.d. Dionysosmósaik, og safnið mjög líf- rænt og vel skipulagt. Á torginu fýrir framan blómstrar mannlífið og á stundum leika trúðar listir sín- ar. Á þriðja degi hélt ég áfram og til Bonn en þar er nú risið heilt þjóðarlistasafn, „Kunst- und Au- stellungshalle der Bundesrepublik Deutschland", og stendur það gengt Wallraf-Richarts/Ludwig safniö í Köln. deildin og sá m.a. myndband af ungri fallegri konu að leika sér, syngja og dilla úti í guðs grænni náttúrunni. Var þetta svo dæma- laust fallegt og lifandi, að ég og sessunautur minn nokkur gátum seint slitið okkur lausa frá skjánum. Minnti þetta mig ekki svo lítið á málverkið „Primavera" (Vor) eftir Botticelli með þeim formerkjum þó að nú var allt á hreyfingu. Diisseldorf var næsti áfangastað- ur, en þar vildi ég tilla tá hjá vini mínum Þórði Ben. Sveinssyni, sem flenst hefur í Þýskalandi og er á kafí í menningar- og vistfræðiiegri heimspeki. Tilgangurinn var þó að- allega að uppfylla gamlan draum minn að skoða nýja listasafnið í Köln. Mér var það í svo fersku minni, er ég dvaldi í góðu yfirlæti hjá Þórði í 10 daga fyrir margt löngu, að ég hrökk við er ég kom til hans. Þá átti hann unga telpu og lítinn sprellfjörugan strákpolla og ævin- vísu er þetta mjög vel skipulagt gímald, en þar með eru ekki öll vandamál leyst. Myndverk þurfa sitt umhverfi og þannig brá mér er ég sá ýmis gömul listaverk, sem ég naut svo vel áður fyrr. Nú var rýmið nóg í kringum þau þar sem þau hengu í skipulagðri röð, en boðskapur þeirra komst ekki jafn vel til skila, því að þau eins og gripu hvert í annað og svo speglaðist ljós- ið svo undarlega á þeim, að maður þui-fti að horfa á sum frá ská. Þetta bitnaði t.d. einkum á hinu undurfal- lega málverki Rubens „Juno og páfuglinn". Oft hef ég dáðst að þeirri mynd í sérstökum litlum sal, en nú var hún sem rifín úr réttu samhengi og sett í almenning. Auðvitað komast stórum fleiri verk fýrir á veggina, en það er ekki alltaf aðalatriðið og margur kemur á söfn í þeim tilgangi að skoða örfáar myndir, jafnvel aðeins eina. Slíkir leita innileikans og vilja síður utanaðkomandi truflanir eða Borgarlistasafninu sem sömuleiðis er nýleg bygging. Þjóðarlistasafnið er mikið og veglegt listahof og að sjálfsögðu stendur það undir nafni hvað listaverkaeign snertir sem eru aðallega frá þessari öld. Sjálft hús- ið er sem rýmislistaverk og þannig yfirgnæfir það á stundum bæði á skúlptúrinn og innsetningarnar. Annars njóta listaverkin sín yfírleitt mjög vel en sums staðar finnur maður til nokkurs kulda eins og verða vill í nýjum byggingum. Aðalsýningin var á verkum frönsku listakonunnar Niki de Saint Phalle og uppi á þakinu, sem er 8.000 fermetrar (!), þar sem rísa fjórir svipmiklir keiluformaðir turn- ar, hafði hún hannað ævintýragarð með meira en 20 furðuskúlptúrum. Þar uppi á þakinu er ennig mikil- fenglegt útsýni til margra átta. Eg hafði ekki komið til Bonn síð- an 1959, er ég var styrkþegi DAAD og var í boði stofnunarinnar ásamt miklum grúa stúdenta frá öllum heimshornum. Þeir dagar eru mér ógleymanlegir, einkum fyrir báts- ferðina á Rín, en borgin er staðsett í einu yndislegasta héraði Þýska- lands. í dag er hún jafnvel enn fegurri og einnig var uppörvandi að koma til Bad Godesberg, en þangað átti ég erindi á íslenska sendiráðið. Hafði orðið fyrir svo mörgum auka- útgjöldum, að pyngjan var létt, en annars á ég afar sjaldan erindi á íslensk sendiráð erlendis og verður ekki fyrr en þau auka við menning- arvirknina. Lífið er að mínum dómi svolítið meira en grautur með kanil útá. Samdægurs hélt ég til Frank- furt, en ég hefði með miklum þökk- um þegið upplýsingar á sendiráðinu um að þar væri nú bókakaupstefna og nær ómögulegt að fá hótelher- bergi og þau á uppsprengdu verði og hefði ég þá gist í Bonn. Það var tekið að kvölda þegar lestin rann inn á aðaljámbrautar- stöðina og ég hélt strax þangað sem hótelmiðlunin er staðsett, en þá komst ég auðvitað að því að her- bergi var hvergi að fá - alveg útilok- að þennan dag sagði við mig vin- gjarnleg en að lotum komin af- greiðslustúlka. Komdu á morgun þegar opnar klukkan 9 og þá er möguleikinn mestur, á kvöldin er það nær útilokað vegna bókakaup- stefnunnar, - nema að þú viljir Einn keiluformaöi turninn ó þjóö- arlistasafninu í Bonn. Safn mynd- listar, arkitektúrs, menningar- sögu, visinda-og tækni. Staöur fyrir listir - húa fyrir umræóu. Forstjóri safnsins er hinn nafntog- aöi Pontus Hultén. borga 20 þúsund kall á Hilton. Auðvitað var ég mjög hrelldur enda þreyttur eftir viðburðaríkan skoðunardag. Nú var víst ekki um annað að ræða en að búa sig undir að vaka alla nóttina og ráfa um borgina, sem ekki er tiltökumál fyrir óþreyttan mann en í stöðunni leist mér ekki á blikuna. Ég kom dótinu mínu fyrir í næturhólfi og arkaði út í borgina, sem ég þekkti ekki baun. Ég vildi þó ekki gefast upp, og nú segir frá því, að á sendiráðinu í Bad Godesberg fyrr um daginn þurfti ég að bíða í klukkustund á meðan verið var að ganga frá mín- um málum. Fékk ég mikinn blaða- bunka upp í henduma, en íslenskt blað hafði ég ekki séð í mánuð. Ég B 5 MORGUNBLAÐJÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 ----------------------------------- Emil Schumacher: „Temus" 1987. fletti upp í einu blaðinu og þá blasa strax við mér minningarorð um góðvin minn frá Munchen árunum Ottar Pétur Halldórsson. Auðvitað snöggbrá mér og hafði lítinn áhuga á frekari blaðalestri. En alla leiðina til Frahkfurt var ég að hugsa um árin í Múnchen, því að við Óttar höfðum margt brallað saman og hann var einn af þeim lífsglöðustu í íslendinganýlendunni. En svona skrifast lífsins strik, og ég vissi að heilsuleysi hafði hijáð hann lengi. Leið mín lá niður mikla breiðgötu í beinni línu frá forhiið brautar- stöðvarinnar og von bráðar kom ég auga á hótelskilti á hliðargötu nokkurri og datt í hug að reyna þar, en hröklaðist fljótlega öfugur út „ekkert ekkert hér“, sagði af- greiðslumaðurinn næstum því reiði- lega. En á næsta götuhorni var annað hótel og það ótrúlega gerð- ist, eitt herbergi var laust og ég tók það á augabragði. Skundaði svo léttstígur til baka til að ná í dótið og tók leigubíl á hótelið, en leigubílstjórinn varð steinhissa og spurði mig af hveiju ég gengi ekki frekar, því það væri svo stutt. Ég sagði að það væri svo sem allt í lagi ef hann gengi með mér og héldi á bókatöskunum, og þá hló kauði. Ég var kominn í besta skap er ég hafði komið töskunum fyrir í herberginu og ákvað að þjóna efn- inu og leita að matsölustað. Fann fljótlega sjálfsafgreiðslustað og fékk mér einhvern kjötrétt og bjór. Fór svo að borga og þá sé ég fyrir framan mig kunnuglegan baksvip og.hnippi í manninn, sem reyndist vera Jóhann Hjálmarsson skáld, sem einmitt var á bókakaupstefn- unni á vegum blaðsins. Við sett- umst við borð og ég sagði honum frá ævintýri mínu með hótelið, og þá kvaðst hann búa í lítilli borg í nágrenninu sem Ascaffenburg nefndist og vera á hraðferð. Mátti rétt aðeins vera að því að hvolfa í sig einu bjórglasi því lest þangað færi von bráðar, en sagði mér að ég gsefi hitt sig í blaðstúku kaup- stefnunnar kl. 3 daginn eftir. Sagð- ist ég mundu koma ef ég næði að skoða það sem væri á dagskrá hjá mér. Furðuleg tilviljun að rekast á Jóhann nýkominn til þessarar stór- borgar, en ég átti eftir að verða enn meira hissa er ég eftir gott bað á hótelinu skömmu seinna las hótel- skírteinið, því að ég reyndist búa á Palace Hotel við Munchener Strasse 40! Eins og fyrr segir hafði ég ver- ið að hugsa til Óttars og borgarinn- ar við.Arnó alla leiðina frá Bonn, og ég var ekki frá því að hér hafi æðri máttarvöld verið að verki. Fyrsta safnið sem ég heimsótti daginn eftir var Schirn Kunsthalle, sem er eitt af nýjustu söfnum Þýskalands og þegar víðfrægt fyrir sérkennilegan byggingarstíl og at- hyglisverðar núlistasýningar. Er mig bar að garði var þar mjög akademísk sýning eldri Feneyjalist- ar og skildi ég alls ekki hvemig þessar myndir gátu ratað á þetta safn, en kannski hafa menn séð einhveija hugmyndafræði í mynd- unum, en fyrir mín augu var þetta steingelt, nema með nokkrum ágætum undantekningum, en þá voru það klassískir meistarar, sem síður áttu heima á þessu samsafni. Næst var það borgarlistasafnið Stádel og það væri synd að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum þar. I sérbyggingu var stór yfirlits- sýning á verkum „informel“ lista- mannsins Emils Schumacher (f.1912), en list hans þekki ég frá Múnchenárunum er hann sýndi í listhúsi van der Loo. Þetta voru málverk frá árunum 1936-1991 og sýningin orkaði firnasterkt á mig, ekki síst fyrir það hve vel og fag- lega hún var sett upp. Sjálft safnið er mjög gott og úrvalið mikið bæði af nýrri sem eldri list. Einkum þóttu mér deildir eldri listar magnaðar og dijúga stund stóð ég fyrir fram- an hina miklu altaristöflu Hans Holbeins eldra, sem fyrrum prýddi háaltari Dóminikarkirkjunnar, auk þess sem ég leitaði þangað aftur og aftur. Altaristaflan er einfald- lega svo merkileg heimild frá síð- gotnenska tímabilinu, er líkast var sem allir andar væru í uppnámi og hún er einmitt máluð um aldamótin 1500, sem með fágætri nákvæmni boðuðu strauma nýrri tíma og hinn gamli aldatugahelmingur eins og bylti sér í dauðateygjum. I nágrenni safnsins er mikið af fleiri söfnum og sumum nýjum, t.d. listiðnaðarsafn og kvikmyndasafn og -þessi blettur borgarinnar sem er við Main fljótið ber af því nafn og nefnist Museumsufer, þ.e. söfnin við árbakkann. Ég var mættur í blaðastúku bókakaupstefnunnar klukkan rúmlega 3, en engan fann ég Jóhann þótt ég leitaði vel, en þess skal gætt að hér var ekki um lítið afmarkað svæði að ræða heldur voru einnig veitingastaðir úti og inni í tengslum við upplýsingaskrif- stofuna. Ég valdi að fá mér að borða inni og vonaði að Jóhann leitaði mín þar. Fékk mjög ríkulegan máls- verð og naut þess að horfa á ábúð- armikla blaðamenn og viskubrunna í hrókaræðum allt um kring. Og eins og reglur kveða á um stefnu- mót í stórborgum beið ég í klukku- stund en fór svo að skoða bækur um myndlist. Fljótlega uppgötvaði ég að ég átti mikið erindi á kaup- stefnuna, því að fyrir mér opnaðist nýr heimur og ég sá listheiminn í öðru ljósi. Einfaldlega voru bækurn- ar margar um allt aðra listamenn en listtímarit halda einna mest fram og ég reiknaði dæmið þannig, að listaverkabækur væru framleiddar til að seljast og að það væri mest fólk með sannan áhuga fyrir mynd- list sem keypti þær. Þannig að list- tímarit hugsuðu mun meira um markaðsstningu einstakra Iista- manna, en að kaupstefnur sem slík- ar gæfu betri mynd af listáhuga almennt. Þjóðveijar kaupa nefni- lega yfirleitt bækur til að lesa þær og skoða, en ekki sem stöðutákn, eða fyrir snobbið eitt. Ég sá þarna glæsilegar útgáfur um myndlistar- menn, sem ég þekki mjög vel og met mikils, en listtímarit halda lítið fram. Fjölbreytt úrval dagatala var hreint magnað fyrir frábæra lit- greiningu og hönnun. Ég átti góðar stundir í Goethe- húsinu og fornleifasafninu sem er mjög gott og furðaði mig á því hve fáir gestir voru þar, sem hlýtur að stafa af ókunnugleika. En það er líka svo mikið að sjá í Frankfurt að eitthvað mætir sjálfsagt afgangi og sjálfur rakst ég bókstaflega á það frekar en ég væri að leita að því. Frankfurt er mikil borg og borg- arlífið fjölskrúðugt, og í Ijósi þess að einungis örfá hús stóðu uppi eftir heimsstyijöldina síðari er upp- byggingin kraftaverk. Mér leið mjög vel þar og hef fullan hug á að koma þangað aftur enda náði ég einungis að hesthúsa flest er fyrir augu bar í skyndi. Einna minnisstæðast af mann- lífsflórunni eru mér þó eiturlyfjafí- klarnir, en af þeim sá ég meir en ég minnist í annan tíma, þeir voru allt um kring þar sem ég bjó og á fyrrnefndri breiðgötu, og ég sá hvað eftir annað dópdílera, þ.e. dópsala tekna fasta, og eitt sinn stóð lög- reglan sigri hrósandi yfír einum sem lá flatur á gangstéttinni og var auðséð að þeir höfðu náð í mikil- vægan tengilið. Jafnvel sá ég mann tekinn fastan fyrir framan hótelið mitt. Hótelið var nú ekki sú höll sem nafnið gæti bent til og frekar í miðlungsflokki eða þar fyrir neð- an. Herbergið mitt var ekkert til að hrópa húrra fyrir en baðið var gott og rúmið ágætt og það er ein- mltt draumur minn á ferðalögum. Þetta var á annarri hæð og hurðin hafði nýlega verið brotin upp og lásinn bilaður, en ég fékk gert við hann og var alls óhræddur, því ég taldi það tengdist þeim sem bjó í herberginu á undan mér frekar en að yera innbrot. Ég yfirgaf safnabakkann, var kominn yfir brúna og stefndi að gyðingasafni þar skammt frá en í ljós kom það var lokað. Vildi stytta mér leið út á aðalgötu og gekk yfir lítinn garð bak við það. Þá varð ég var við að í honum var krökkt af dópistum, sumir sátu á jörðunni og hituðu nálar yfir prímusloga. Ég áræddi samt að ganga í gegnum garðinn, því að ég sá strax að fíkl- arnir voru ekki til stórræða, en aldr- ei hef ég séð neitt ömurlegra en öll þessi starandi og kinnfískasognu andlit. Margræð og blendin tilfmning var samfara þvi að koma úr rík- mannlegum og glæstum söfnum, hafa séð snilldarverk aldanna og verið innan um vakandi og heilbrigt fólk, en hafa þvi' næst slíkar dreggj- ar mannlífsins í beinu sjónmáli. Ragna Ingimundardóttir leirlistakona ó Kjarvalsstöðum Kall í keri „ÞETTA eru manneskjur sem ég hef hitt. Alls konar fólk. Litríkar persónur eða mildar, hvassar eða mýktin uppmál- uð. Hver gripur hefur sinn karakter.“ Ragna Ingimundar- dóttir leirlistakona á við vasa og skálar og lampa sem hún hefur mótað og málað síðan síðla árs 1991 fyrir sýningu sem er opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Hún hefur gaman af að vinna stóra hluti, móta marga í sama form og gæða þá hvern sínu sérstaka lífi með litum og mynstri. „Þeir eru sterkir í forminu,“ segir hún „og standa sig sem hlutir. Skúlptúrar, ekki til nytja. Eg vel þekkt og sígild form frek- ar en óhlutbundin, vegna þess þau verða ekki leiðigjörn. Hlutirnir hafa verið eitthvað og halda tengslum við ákveð- inn tilgang þótt þeir hafi vaxið langt upp af rótinni.“ Morgunblaðið/Kristinn Ragna Ingimundardóttir leirlistakona, en ó efri myndinni eru skissur hennar of mynstri fyrir leirker. ragna lauk prófí úr keramikdeild Myndlista- og handlðaskóla ís- lands og hélt síðan til Hollands - í framhaldsnám. Síðan hún kom aft- ur heim fyrir ellefu árum hefur hún haft leirkeraverkstæði í Strönd við Nesveg. Þar vinnur hún á mánudög- um og þriðjudögum og stundum um helgar, lætur aðstöðuna duga sem vinnustofu, sýningarsal og verslun. í liðinni viku flutti Ragna verkin sín, vafin í dagblöð, á Kjarvalsstaði og kom þeim fyrir uppi á kössum. Þegar blaðamaður hitti hana var hún í miðjum klíðum, hávaxnir vasar og víðar skálar um allt gólf. Þótt lögun gripanna sé aðeins ferns konar er síbreytileiki í leirnum, alls konar lit- ir, ólík mynstur og áferð. Ragna notar ýmiskonar aðferðir við að lita leirinn, pensil og svamp og tannbursta og vír. Hún útbýr lit- ina sjálf, velur saman steinefnaduft og blandar vatni. Áður gerir hún prufur, enda sést ekki endanleg út- koma fyrr en eftir að leirkerin hafa verið brennd. Þegar hún málar á þau kemur mynstrið einungis fram í misgráum tónum. En fyrst mótar hún formið í leir, í fullri stærð og gegnheilt, steypir svo gifs yfír það og tekur skurnina aftur af leirnum þegar hún er þorn- uð. Þá smyr hún leir innan í gifsbrot- in og raðar þeim strax saman í heil- an grip. Þegar leirinn þomar losnar hann frá gifsinu og enn þarf að bijóta það utan af hlutnum. Því næst málar Ragna harm í mynstram sem hún hefur áður fundið með vatnslitum á pappír. Mynstram af manneskjum. Þá fer hann í ofn og eftir svo sem tvo sólarhringa tekur listakonan út litríkan grip. Stundum litar hún hann aftur og brennir í annað sinn, alltaf þarf að bíða á milli. Óþolinmóðum blaðamanni fer nú ekki að verða um sel. Ragna segir af rósemd sem virðist einkenna hana að vinna í leirlist kreljist óneitanlega þolinmæði og sé í ofanálag heilmikið puð. „Ég bý til stóra og þunga hluti, það kostar lík- amlegt erfiði og endurtekna bið. En þetta er það sem mig langar að gera. Ég gæti ekki vaðið úr einu listformi í annað, þannig verður enginn góð- ur.“ Hún kveðst ánægð með verk sín hveiju sinni, en fullviss um að hún sé rétt að byrja. „Framþróun kemur af sjálfu sér. Ég held mig á ákveð- inni línu, en leirker frá því fyrir fáum árum eru þó gerólík þessu sem ég sýni núna. Svona gerist þetta, án ákvarðana eða inngripa. Ég vinn ein- mitt með leir vegna þess að það er spennandi." Þ.Þ. M . ' ijm mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.