Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 6
U£JB 993 SAMANTEKT JOHANN HJÁLMARSSON Á LISTAHÁTÍÐ í HAFNAR- FIRÐI 4. - 30. júní nk. er megináherslan lögð á tónlist- ina. Hátíðin hefst með tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Islands, hafnfirskra kóra og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í Kaplakrika laugardaginn 4. júní og lýkur með tónleikum breska fiðluleikarans, Nigels Kennedy, 30. júní. Meðal annarra tónlistarmanna á hátíðinni eru kúbanski gítar- leikarinn Manuel Barrueco og bandarísku blússöngvar- arnir Chicago Beau og Deitra Farr. Þekktasta kammersveit Ítalíu, Antidogma Musica, leikur og einnig Cambrian Brass Qu- intet frá Englandi. Kostur er að börn undir- heimanna fá tækifæri til að njóta sín ekki síður en frægð- arfólk tónleikasalanna. Opnunarhótíö í Kaplakrika Sinfóníuhljómsveit íslands kem- ur fram ásamt hafnfirskum kórum á opnunarhátíðinni í Kaplakrika föstudaginn 4. júní kl. 20:30. Ein- söngvari verður Sigrún Hjálmtýs- dóttir, stjqmandi Petri Sakari. Eft- irfarandi kórar taka þátt í fiutn- ingnum: Flensborgarskólinn, stjórnandi Margrét Pálmadóttir; Kór Hafnarfjarðarkirkju, stjómandi Helgi Bragason; Kór Víðistaða- kirkju, stjómandi Úlrik Ólafsson; Kór Fríkirkjunnar, stjórnandi Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir; félagar úr karlakómum Þröstum. Á efnisskrá eru Gloria eftir Pou- lenc og Sinfónía nr. 1 eftir Brahms. Peter Mate Peter Mate fæddist árið 1962 í Roznava í Tékkóslóvakíu. Hann lærði hjá Ludmila Kojanová í fimm ár og útskrifaðist frá Tónmennta- skólanum í Kosice 1982. Á þessum árum vann hann til nokkurra verð- launa. Má þa nefna verðlaun tón- menntaskólanna í Slóvakíu 1979 og 1981 og Smetana pínaókeppnina 1978 og 1980. Peter Mate vakti fyrst verulega athygli þegar hann hlaut verðlaun gagnrýnenda á Listahátíð ung- menna í Trencianske Teplice 1982. Hann fékk inngöngu í Tónlistarhá- skólann í Prag sama ár og lærði hjá prófessor Valentina Kamen- iková, virtum tékkneskum lista- manni, en hélt þó áfram þátttöku í píanókeppnum innan lands sem utan. Árið 1985 vann hann fýrstu verðlaun í píanókeppni mennta- málaráðuneytisins í Slóvakíu og ári síðar önnur verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Vercelli á Ítalíu. Peter Mate hefur verið einleikari með mörgum hljómsveitum heima fyrir og víða um heim, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Islands. Að námi loknu kenndi hann píanó- og kamm- ermúsík í Tónmenntaskólanum í Cambrion Brass Quintet Kosice, en hefur starfað sem tónlist- arkennari á Stöðvarfirði og Breið- dalsvík frá haustinu 1990. Margar útvarps- og sjónvarpsupptökur hafa verið gerðar með leik hans. Hann fékk þriðju verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Enna. á Ítalíu 1989. Tónleikar Peter Mate verða í Hafnarborg sunnudaginn 6. júní kl. 20:30. Á efnisskránni eru verk eft- ir Debussy, Janácek, Ginastera, Martinu, Bartók, Prokofiev og Hjálmar H. Ragnarsson. Verk Hjálmars var samið sérstaklega fyrir Listahátíð Hafnarfjarðar. Caput-hópurinn Caput-hópurinn er hópur ís- lenskra hljóðfæraleikara sem hóf starfsemi sína 1987 undir nafninu Nýi músíkhópurinn. Frá upphafi hefur meginmarkmið hópsins verið að flytja nýja tónlist, íslenskra sem erlendra tónskálda og taka þannig virkan þátt í nýsköpun tónlistar. I kynningu segir að á þeim árum sem liðin séu frá stofnun hópsins hafi ýmsir flytjendur komið við sögu og sé „óhætt að segja að þar hafí far- ið einvala lið“ og að undanförnu hafí verið að myndast „ákveðinn kjarni innan Caput sem vinnur óeig- ingjamt starf í þágu nýrrar tónlist- ar“. Á Listahátíðinni í Hafnarfírði verður flutt nýtt einleiksverk fyrir selló sem Atli Ingólfsson samdi sér- staklega fyrir hátíðina. Meðal ann- arrra verka á tónleikunum eru kvartett eftir Finnann Jukka Kosk- inen og kvintett fyrir klarínettu og strengi eftir franska tónskáldið Ti- erry Blondeau. Til viðbótar breytir Caput-hópurinn út af venju með því að flytja tvö rússnesk verk frá 1914, annað er píanóverk eftir Alexander Skrjabin, hitt eftir Igor Stravinsky gert fyrir strengjakvartett. Tónleikar Caput-hópsins eru í Hafnarborg miðvikudaginn 9. júní kl. 20:30. Þeir sem koma fram eru Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari, Zbigniev Dubik fiðluleikari, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari, Btyndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari, Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari og Guðni Franzson klarí- nettuleikari. Manuel Barrueco Manuel Barrueco er klassískur gítarleikari frá Kúbu, talinn í hópi bestu núlifandi gítarleikara. Hann hefur hlotið viðurkenningu fyrir sérstaklega vandaðan flutning og næma tilfínningu fyrir viðfangsefn- inu, auk þess að ráða yfir einstakri tækni í leik sínum. Barrueco sem fæddist í Santiago 1952 byijaði átta ára að spila vin- sæla suður-ameríska tónlist eftir eyranu. Hann var hvattur til tónlist- arnáms og nam gítarleik við Tón- listarskólann í Santiago. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna 1967 og nam hjá helstu kennurum í Miami og New York. Eftir vel heppnað inntökupróf í Peabody Conservatory í Baltimore varð hann fyrstur gítarleikara til að fá fullan námsstyrk við skólann. Hann varð einnig fyrsti gítarleikar- inn til að vinna Peabody samkeppn- ina og leika einleik með hljómsveit skójans. Árið 1974 hlaut Manuel Barrueco fyrstur gítarleikara hin virtu verð- laun, Concert Artists Guild Award. í framhaldi af því hélt hann fyrstu tónleikana í New York og fékk mikið lof frá gagnrýnendum. Árið eftir hlaut hann fyrstu verðlaun í Guitar ’75 keppninni í Toronto. Þessir listsigrar hafa greitt götu hans því að hann leikur reglulega í öllum helstu borgum Bandaríkj- anna og Evrópu. Fjöldi geisladiska hefur komið út á vegum Angel/EMI með leik Barruecos, hinn fyrsti Virtuoso Guitar 1988, en á honum eru verk eftir de Falla, Rodrigo og Ponce. Tónleikar Manuels Barrueco verða í Hafnarborg fímmtudaginn 10. júní kl. 20:30. Vinir Dóra, Chicago Beau og Deitra Farr Chicago Beau, L. McGraw- Beauchamp, skáld, tónlistarmaður og útgefandi, fæddist í Chicago 1949. Hann hóf feril sinn sautján ára sem farandtónlistarmaður, kom fam í ýmsum borgum og bæjum. Árið 1969 fluttist hann til Parísar og átti sama ár þátt í að taka sam- an, ritstýra og gefa út ljóðasafnið Southside poets. í framhaldi af því hljóðritaði hann nokkur af bók- menntaverkum sínum. Á árunum 1969-1973 var Beauc- hamp mjög virkur í list sinni jafn- framt því sem hann hélt fyrirlestra víða, bæði í Evrópu og Afríku. Hann bjó í Frakklandi á veturna en á sumrín á Grikklandi. Hann sneri síðan aftur til Bandaríkjanna og settist að í San Fransisco. Nýtt tímabil hófst í lifí Beauc- hamps 1974, en þá var hann ráðinn til starfa hjá bandarísku fjárfest- ingafyrirtæki og lét að sér kveða á þeim vettvangi til ársins 1982. Hann lagði þó ekki niður fyrirlestra- hald um blús og skyld efni. Beauchamp hefur starfað með fólki úr öllum listgreinum og þess er getið í kynningu að bókmennta- jöfrar á borð við Jorge Luis Borg- es, Alejo Carpentier og James Baldwin hafi haft áhif á hann sem vinir og ráðgjafar. Hann var meðal stofnenda útgáfufyrirtækisins Lit- erati International. Beauchamp er nú kennari við enskudeild Columbia College í Chicago. Meðal tónlistarverka hans eru Blasé (1969), Certain Blacks (1970) og Deal for Service (1972). Hann hefur unnið til margra verð- launa og viðurkenninga fyrir tónlist sína og skáldskap. Deitra Farr, blússöngkona, rit- höfundur, ljóðskáld og lagahöfund- ur, hóf feril sinn 1975 með því að syngja með ýmsum hljómsveitum Chicagoborgar, en eiginlegur blús- ferill hennar hófst 1980. Sagt er að eldur, orka og kraftur séu oð sem lýsa best flutningi þess- arar blússöngkonu. Hún er vinsæl í Chicago. Helstu áhrifavaldar hennar eru taldir blústónlistar- mennirnir Muddy Water, Little Walter og Jimmy Reed. Vinir Dóra, Chicago Beau og Deitra Farr koma fram í Bæjarbíói föstudaginn 11. júní kl. 21:00. Rage against the Mochine Bandaríska rokkhljómsveitin Rage against the Machine er sögð ein vinsælasta hljómsveitin á Is- landi um þessar mundir. Hún er talin dæmigerð fyrir nýja og harða stefnu rokksins í Bandaríkjunum. Félagar hljómsveitarinnar vilja koma á breytingum í þjóðfélaginu, vekja fólk til umhugsunar. Hug- myndafræðin er sótt til byltingar- mannsins Che Guevara. Rage against the Machine leikur á tónleikum í Kaplakrika laugar- daginn 12. júní. Upphitunarhljóm- sveit er hafnfirsk, Jet Black Joe. Cambrian Brass Quintet Cambrian Brass Quintet var stofnaður 1981 og er skipaður fimm enskum tónlistarmönnum. Þeir eru Richard Adams trompetleikari, Andrew Stone-Fewings trompet- leikari, John Carvell hornaleikari, Kevin Pitt básúnuleikari og Melvyn Poore túbuleikari. Leikur þeirra félaga er ekki ein- ungis lofaður heldur þykja þeir hafa skemmtilega framkomu. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, nær frá endur- reisnartónlist miðalda til jass og bítlatónlistar. Cambrian Brass Quintet leikur í Hafnarborg sunnudaginn 13. júní kl. 20:30. Leonidas Lipovetsky Leonidas Lipovetsky er píanóleikari af rússnesku bergi brotinn. Hann lék fyrst opinberlega tólf ára í heimaborg sinni Montevideo í Ur- uguay. Síðan hefur hann leikið í öllum helstu tónleikasölum á Vest- urlöndum og hlotið lof fyrir listræna túlkun og tækni. Eftir að Lipovetsky vann sam- keppni píanóleikara í Uruguay kom hann fyrst fram með sinfóníuhljóm- sveit og lék þá konsertverk eftir Benjamin Britten, en það var jafn- framt frumflutningur þess í Suður- Ameríku. Fystu hljómsveitartón- leikarnir í New York voru í Carnegie Hall og á eftir fylgdi röð tónleika í Bandaríkjunum og Kanada. Hann fékk síðan styrk frá Martha Baird Rockefeller tónlistarsjóðnum til að fara í fyrstu tónleikaferðina til Evr- ópu. Lipovetsky nam píanóleik hjá Wilhelm Kolischer í Montevideo og í Juilliard School of Music í New York. Þar var hann fyrsti styrkþegi Van Cliburn sjóðsins. Hann vann Concerto samkeppnina og sem sig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.