Morgunblaðið - 22.05.1993, Page 3
eeet 1993
a S 3
ég er að taka betri myndir í dag
en nokkru sinni fyrr — það segir
sína sögu að meirihluti mynda á
sýningunni er frá síðustu fímm
árum, — og ég veit líka að ég
gæti myndað mikið meira ef skiln-
ingurinn væri meiri og áhugi fyrir
sönnum sögum úr lífinu. Litríkur
gerfiheimur og veröld ríka fólksins
virðist vera það eina sem tímarit
hafa áhuga á, og það er það sem
fyrirtæki vilja hafa í þeim blöðum
sem þau auglýsa í.“ Til að fjár-
magna þau verkefni sem standa
hjarta hennar næst tekur Mary El-
len því af og til að sér vinnu við
kvikmyndir, og myndar auglýsing-
ar. Á síðustu árum hafa myndir
hennar síðan selst í síauknum mæli
í galleríum. Ljósmyndir Mary Ellen
þykja oft standa mitt á milli þess
að vera hreinar heimildaljósmyndir
og fréttamennska; og sýn hennar
er svo sérstök að myndirnar virðast
rata jafnt inn á síður fréttatímarita
og veggi á listasöfnum — og_ fer
vel um þær á báðum stöðum. Ólíkt
mörgum ljósmyndurum sem getið
hafa sér gott orð fyrir að gera sög-
ur í ljósmyndum, þá leggur Mary
Ellen meira upp úr stökum og sterk-
um ljósmyndum en að röð mynda
segi söguna alla. Hún vill að hver
einasta mynd geti komist sem næst
því að segja sögu; hvort sem hún
er um heimilislausa Bandaríkja-
menn eða hvernig það er að vera
barn í indverskum sirkus. „Góð
mynd á ekki að þarfnast útskýring-
ar, að minnsta kosti ekki tilfinn-
ingalega," segir hún. „Góð mynd
talar beint til þín. Það sem þú leit-
ar eftir í mynd er myndlíking, eitt-
hvað sem táknar eitthvað annað og
meira, og fær þig til að hugsa um
hluti sem þú hefur séð eða þekkir.“
Ljósmyndir Mary Ellen Mark eru
áhrifamiklar, en sem einstaklingur
hefur hún líka haft mikil áhrif. Hún
er fyrirmynd ótal ljósmyndara, og
ekki síst kvenna sem vita sem er
að Mary Ellen, sem nú er fimmtíu
og tveggja ára gömul, hefur þurft
að beijast fyrir þvi að komst þang-
að sem hún stefndi, að í hennar lífi
hefur ekkert verið gefið og mikla
ákveðni hefur þurft til að viðhalda
því sjálfstæði sem hún óneitanlega
hefur. í nokkur ár var hún félagi
í Magnum, hinu fræga samvinnu-
fyrirtæki heimildarljósmyndara, en
sagði skilið við það, þar sem hún
sem kona hefði ekki nægilega mik-
il áhrif í samstarfinu og of mikill
tími fór í annað stúss en það sem
hún vill beina öllum kröftum sínum
að; nefnilega því að taka ljósmyndir.
Mary Ellen Mark heimsótti ís-
land sumarið 1989 og hélt þá eftir-
minnilegan fyrirlestur í Háskólan-
um. Vegna ófyrirsjáanlegra
ástæðna getur hún ekki verið við
opnun sýningarinnar á Kjarvals-
stöðum í dag, þótt hún hefði ekkert
viljað frekar og var búin að hlakka
lengi til ferðarinnar. Það er þó aldr-
ei að vita nema hún komist eftir
nokkrar vikur og haldi þá fyrirlest-
ur í safninu, en þangað til er óhætt
að hvetja áhugasama til að nota
þetta fágæta tækifæri og skoða
ljósmyndir eins fremsta starfandi
listamanns á sínu sviði.
Lillie með tuskudúkku, Seattle, Washingtonfylki, 1983.
einhvers virði. Og það er margt
fólk að búa með!“ En Mary Ellen
gerir sér engar ranghugmyndir um
að myndir hennar muni gera lífið
á einhvem hátt auðveldara fyrir
vændiskonurnar í Bombay, hungr-
aða blökkumenn í Eþíópíu eða fíkni-
efnaneytendur í Bandarikjunum.
„Þeir ljósmyndarar sem halda að
myndir þeirra muni breyta heimin-
um hafa brenglaða sjálfsmynd,“
segir hún. „En ljósmyndun getur
hins vegar opnað sjóndeildarhring
fólks, getur gert það skilningsríkara
og umburðarlyndara."
sjúkdóma, þá er ákaflega hætt við
að maður missi fótanna. Maður
verður bara að vera yfirvegaður og
fara varlega, því að ef aðstæður
fólksins sem ég er að mynda eru
svo erfiðar að ég get ekki annað
en grátið, hvernig skyldi því þá líða?
Maður verður að vera sterkur. Og
óneitanlega er myndavélin áhald
sem skapar ákveðna fjarlægð.“
Margt það fólk sem hún kynnist
og ljósmyndar verður hluti af lífi
Mary Ellen. „Maður hugsar alltaf
um þá sem maður kynnist. Þú
gleymir aldrei neinum sem var þér
Þrátt fyrir að Mary Ellen Mark
hafi unnið til flestra þeirra verð-
launa sem ljósmyndari getur nælt
í, að myndir hennar birtast reglu-
lega í tímaritum og sjö bækur hafa
komið út með myndasögum hénnar,
þá þarf hún samt iðulega að berj-
ast fyrir því að fá hugmyndir sínar
í gegn, og við að sannfæra ritstjóra
um að kaupa sögur sínar og fjár-
magna þær. „Það er grátlegt hversu
erfitt það er og hvað mikill tími fer
í að fá tímarit eða bókaútgefendur
til að bakka mig upp með kostn-
að,“ segir Mary Ellen. „Ég veit að
Holdsveiki-
sjúklingur með
hjúkrunar-
konu, Hans-
ens-sjúkrahús-
inu, Carville,
Louisisana,
1990.
Mary Ellen Mark/Library
sýninga víða um heim. Verk eftir
Guðnýju eru í Listasöfnum hérlend-
is, í Finnlandi og Noregi. Sýningin
á ísafirði er' helguð minningu for-
eldra Guðnýjar og stendur til 13.
júní.
Skólasýning Rýmis
Á morgun, sunnudag, opnar sýn-
ing á vinnu nemenda myndlistar-
skólans Rýmis frá liðinni önn. Þar
verða líka verk kennara og kynning
á sumarskólanum sem hefst í júní
og stendur í þijá mánuði. í sumar-
skólanum bjóðast 33 námskeið, allt
frá klassískum aðferðum til nýjustu
tækni í myndgerð. Skólasýningin
verður í Rými, Listhúsinu í Laugar-
dal, og stendur til 29. maí frá kl.
10-18 daglega.
Grafík í Úmbru
Lísa K. Guðjónsdóttir opnaði á
uppstigningardag grafíksýningu
sem standa mun til 9. júní. Hún
sýnir í Gallerí Úmbru í Bernhöfts-
torfunni, Amtmannsstíg 1. Þar er
opið þriðjudaga til laugardaga
13-18 og sunnudaga 14-18.
Síðustu sýningar
í Borgarleikhúsinu fer nú að
ljúka sýningum á Ronju ræningja-
dóttur, barnaleiknum vinsæla sem
Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt
fyrir fullu húsi á stóra sviðinu frá
áramótum. Leikgerðin á þessari
frægu sögu Astrid Lindgren er
ættuð frá Svíþjóð og bætt i Dan-
mörku. Þar eins og hér hefur verk-
ið notið mikillar hylli barna og full-
orðinna. Sýningin verður á fjölunum
í síðustu skipti kl. 14 í dag og á
morgun. Áhorfendum verður boðið
í ræningjagrill eftir þessar lokasýn-
ingar, pylsur og gos.
Á litla sviðinu lýkur um helgina
sýningum á verkinu Dauðinn og
stúlkan eftir Ariel Dorfman. Þetta
magnaða verk hefur gengið fyrir
fullu húsi frá frumsýningu í mars-
byrjun. Það segir frá atburðum í
ríki sem nýlega hefur losnað úr
klóm harðstjórnar, hefnd ungrar
konu á manni sem hún telur vera
kvalara sinn frá fyrri tíð. Síðasta
sýning verður í kvöld klukkan 20.
Tónlist
Örtónleikar í Listasafninu
Stuttir einleikstónleikar halda
áfram í Listasafni íslands í tengsl-
um við sýninguna Borealis 6. Á
þeim leika félagar úr Ými norræn
samtímaverk. I dag kl. 16 leikur
Auður Hafsteinsdóttir tvö fiðluverk.
Á morgun kl. 15.45 og fimmtudag
kl. 12.45 leikur Einar St. Jóhannes-
son á trompet.
MENNING/
LISTIR
i NÆSTU VIKU
MYIMDLIST
Kjarvalsstaðir
Mary Ellen Mark sýnir til 18. ágúst,
Ragna Ingimundardóttir og Sindri
Freysson sýna til 13. júní.
Listasafn Islands
Samtímalist á Borealis 6 til 20. júní.
Listasafn ASÍ
Jóhanna Bogadóttir sýnir til 23 maí.
Norræna húsið
Mai Bente Bonnevie sýnir til 31. maí.
Hafnarborg
Björg Þorsteinsdóttir til 31. maí
Nýlistasafnið
Þóra Sigurðardóttur, Ingvar og
Sveinn Óskarssynir og Óskar Jóns-
son til 31 maí.
Gerðuberg
Arnold Postl sýnir til 29. maí.'
Mokka kaffi
yósmyndir Sally Mann til 20. júní.
Ónnur hæð
Verk skotans Alans Johnston sýnd
til 31. júní.
Gallerí G15
Katrín Geirsdóttir sýnir til 26. maí.
Gallerí Sævars Karls
Hjördís Frímann sýnir til 9. júní.
FIM-salurinn
Theano Sundby til 31. maí.
Gunnarssalur
Verk úr safni Gunnars Sigurðssonar.
Gallerí Úmbra
Lísa K. Pétursdóttir til 9. júní.
Listhús i Laugardal
Inga Elín, Óli Már og Þóra Siguijóns-
dóttir til 6. júní.
Listasalurinn Portið
Tarnús sýnir.
Stöðlakot
Magdalena M. Kjartansdóttir til 23.
maí.
Öldugata 15-Geðhjálp
Teikningar Soffíu frá Bjargi.
Gallerí Sólon Islandus
Útskriftarnemar úr fjöltæknideild
MHÍ sýna til 23. maí.
Hús Listháskólans
Útskriftarnemar MHI í málun,
skúlptúr, fjöltækni, leirlist og textíl
sýna til 23. maí.
Perlan
Útskriftanemar MHI í grafík sýna
til 23. maí. og ásamt málunardeild
í Skipholti 25.
Hulduhólar
Steinunn Marteinsdóttir til 27. júní.
Listmunahúsið
Valgerður Bergsdóttir til 23. maí.
TONLIST
Laugardagur 22. maí.
Jóhannes Andreasen, píanóleikari, í
Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl. 17.00.
Kóramót eldri borgar í Hallgríms-
kirkju. Auður Hafsteinsdóttir, fiðlu-
leikari, í Listasafni Islands kl. 16.00.
Arnar Bjarnason, píanóleikari, í
Gerðubergi kl. 17.00.
Sunnudagur 23. maí.
Einar St. Jónsson, trompetleikari, í
Listasafni Islands kl. 15.45.
Fimmtudagur 27. maí.
Einar St. Jónsson, trompetleikari, í
Listasafni íslands kl. 12.45.
BOKMENIMTIR
Kjarvalsstaðir
Ljóðasýning Sindra Freyssonar til
13. júní.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Stóra sviðið kl. 20:
Kjaftagangur: 22. maí, fim. 27. maí.
My Fair Lady: fös. 28. maí. Dýrin í
Hálsaskógi: sun. 23. mai kl. 14.00
og 17.00.
Litla sviðið kl. 20.30:
Ríta gengur menntaveginn: sun. 23.
maí, mið. 26. maí, fös. 28. maí.
Borgarleikhúsið
Stóra sviðið:
Ronja ræningjadóttir kl 14.00: lau.
22. maí, sun. 23. maí.
Litla sviðið kl. 20:
Dauðinn og stúlkan: lau. 22. maí.‘
Leikfclag Akureyrar
Leðurblakan lau. 22. maí, fös. 28.
maí kl. 20.30.
Nemendaleikhúsið
Pelíkaninn fim. 27. maí, fös. 28. maí
kl. 20.30.
Umsjónarmenn listastofnana og
sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
fyrir kl. 16 á iniðvikudögum. Merkt:
Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlan 1, 103 Rvk. Myndsendir:
91-691222.