Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 5
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 C 5 LISTAHÁTÍÐ H AFN ARFJ ARÐAR HURÐARLAUST HELVÍTI ÁRNI Ibsen vakti fyrst athygli á sér sem leikritaskáld með snjöllu verki um samskipti Ijóðskáldanna Ezra Pound og Williams Carlos Williams; Skjaldbakan kemst þangað líka. Skepnur og óljós landfræðileg staða birtist líka í titli nýs verks eftir hann sem frumsýnt verður á Listahátíð á Hafnar- firði næstkomandi miðvikudag og heitir Fiskar á þurru landi. Verkið var skrifað sérstaklega að pöntun Pé-leikhópsins fyrir hátíðina og styrkt af Hafnarfjarðarbæ. Þrátt fyrir skyld- leika titlanna eru verkin óskyld. Knútur og Emma hírast í ónefndum smábæ úti á landsbyggðinni og reka þar gistiheimili ásamt tilheyr- andi matsölu. Hún er nokkuð við aldur og tók hann að sér þegar hann var þrítugur, upp í skuld móður hans eftir því sem Knútur segir. Samkvæmt gamalgrónum leikreglum hefðarinnar eru þau hneppt í fjötra rýmisins; kalkaður veggur liggur í hálfhring um vista- verur þeirra, rofinn af hurðargátt- um. Annað hvort minnir þetta á almenning er veit að dilkum, grískt fangelsi eða hurðarlaust helvíti. Líf þeirra er í föstum skorðum og engra breytinga að vænta. Knútur annast allt stritið á heimilinu utan happdrættin, lottóin og útvarps- leikina, þar er vettvangur Emmu og e.t.v. hulin tekjulind þeirra, enda þykist hún vera ófresk. Milli þessa að spá í talnaraðir vikunnar romsar hún út úr sér orðtökum og stuðluðum frösum. Spakmæli hennar enduróma sérlundaðan, einangraðan hugarheim. SKÖTUHJÚ MÆTA TIL LEIKS En dag einn ber nýtt við. Knút- ur virðist vera kominn með vilja og eins og hann segir sjálfur er „ferlega ónotalegt að vilja eitt- hvað.“ Ein sér hefði fæðing viljans tæplega nægt til að velta kyrrstöð- unni úr sessi, en umheimurinn ger- ir einnig vart við sig í líki tveggja nýrra gesta og heimsóknin sú ræð- ur úrslitum. Skötuhjúin Guðbjörg Jónsdóttir, kölluð Gúa, og Guð- mundur Greipsson, kallaður Gummi, mæta til stuttrar dvalar. Erindi þeirra er óljóst en Emma telur að Gummi, búinn skjalatösku og enskum leðurheila, sé kominn að sunnan til að setja eitthvert fyrirtækið á hausinn í þessu krummaskuði. Gummi er maður á flótta að hennar mati;„einhvers konar fjárglæframaður“, segir hún, en „allt löglegt." Hann er þræll reglu sem er að buga hann andlega og aðeins spönn frá taugaáfalli. Geðsveiflur hans bitna fyrst og fremst á Gúu sem hann segist sífellt vera að dytta að og punta svolítið upp á til að gera hana „samboðna sér“ en er ekki sáttur við „hennar innri mann“ þó hann „vegsami hana líkamlega." Hún maular megrunarfæði. Valdið í verkinu birtist raunar í III a*n9urwm j, horéri hendL j spegli; vald Emmu yfir fóstursyni sínum er af svipuðum toga og vald Gumma yfir Gúu. En þegar harð- stjóri hittir harðstjóra verður gest- urinn að lúta lögum gestgjafans. Átökin eru þó dulbúin sem um- hyggja Emmu og Knúts, ýkt gest- risni sem er í raun slettirekuháttur er stafar kannski af ógeði á öllum gestum að fomu og nýju. Þau plaga gesti sína með afskiptasemi. En Gúa heillast af þessari umhyggju Knúts, enda vön vendinum í dag- lega lífinu. Eins og hann greinir hún hjá sér löngun til að hafa vist- arskipti, nýta þær sex útgönguleið- ir sem veggimir geyma, en veit Morgunblaðið/Bjami Gummi (Ari Matthiasson) vegsamar likama Gúu (Aldis Baldvinsdóttir) en finnst innri maóur hennar ekki samboóinn sér. ekki hvert stefnir. „Ég vildi geta séð inn í framtíðina,“ segir hún um hæfileika Emmu en Knútur eyðir því tali: „Það getur verið leiði- gjarnt eins og annað.“ Og þegar framtíðin er ótrygg er nærtækt að kanna þætti ástar- innar eða holdlega þætti, allt eftir því hvernig á málin er litið. Knútur og Gúa. Slík stefnumót leiða óhjá- kvæmilega til uppstokkunar á inn- byrðis tengslum persónanna og valdahlutföllum. Þá taka leikar að æsast. Andrés Sigurvinsson leikstýrir verkinu en með aðalhlutverk fara Guðrún Ásmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Aldís Baldvinsdóttir og Ari Matthíasson. Úlfur Karlsson hannar leikmynd, Helga Rún Páls- dóttir hannar búninga, Alfreð Sturla Böðvarsson annast lýsingu en Hilmar Örn Hilmarsson sér um tónlist í sýninguna. SFr HVAÐ gerist þegar við höfum bara hvort annað? Amer- íkanar hafa misst áhugann þegar Rússagrýlan er dauð, umhleypingar í Evrópu, atvinnuleysi í landinu og ástand í fjölskyldunni. Hvernig er eiginlega þetta ástand? Hópur leikara hefur búið í listamiðstöðinni Straumi í Hafnar- fjarðarhrauni í mánuð og athugað málið. Sett saman ís- lenska sápuóperu á Listahátíð í Hafnarfirði, fjölskyldu- harmleik með gríni og alvarlegum atriðum og dansi og söng. Þar svífur súrrealismi yfir að sögn forsprakkanna sem fóru ekki miklu nánar út í efni leiksins, sögðu hann í mótun fram að frumsýningu þann átjánda. Það væri þeirra aðferð. Morgunblaðið/Þorkell Úr íslenskum fjölskylduharmleik i Slraumi vió Hafnarfjöró. Árni Pétur Guójónsson og Steinunn Ólafsdóttir. Ámi Pétur Guðjónsson og Rún- ar Guðbrandsson eru aðalhöfundar „Streymis ’93“ en aðrir þátttak- endur Steinunn Ólafsdóttir og Harpa Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Anna E. Borg. „Og fjöldinn allur af aukaleikurum,“ segir Rúnar, „úr Leiksmiðju Reykjavíkur sem við höfum verið með í Kramhúsinu fyrir áhugafólk. En við sem útbúum þessa sýningu heitum Lab leiksmiðjan og Ara- leikhúsið er svona hattheiti yfir allt saman. Eiginlega ættum við að tala svolítið um Lab.“ Hún varð til í vetur og starfaði í Hafnarhúsinu en hefur nú feng- ið inni í Héðinshúsinu til tveggja ára ásamt leikhópnum Fröken Emilíu. Heima er best hét fyrsta sýning Lab sem var í Gerðubergi og gaf tóninn fyrir það sem koma skal, en hópurinn stefnir áð tveim stykkjum til viðbótar Streyminu á þessu ári. „Það sem er sérstakt við Lab er að við vinnum saman daglega, hvort sem sýning er á næsta leiti eða ekki. Við æfum röddina og líkamann og þróum með okkur ákveðinn stíl. Rétt einsog dansari eða tónlistarmaður þarf leikari á þessu að halda. Og tengslin milli leikaranna, fjórða víddin svokall- aða, skipta mjög miklu máli. Ég er leikstjóri hópsins," segir Rún- ar, „en í mér býr andlegi leiðtog- inn/‘ útskýrir Árni Pétur. Ég held tíma kominn til þess fyrir leikara að nota það sem þeir hafa eins og þeim sjálfum líkar. Fá þjálfun sem nær dýpra en sem nemur æfingum og sýningum á einu verki í senn og finna hvað hægt er að gera. Ég vil hafa ein- hvem stað, bara kassa, til að gera eitthvað skemmtilegt. Hitta þar vini mína og hafa gaman. Leikari verður að fá að njóta vinn- unnar, það er hart ef manni þyk- ir þetta hjartans mál ljótt og leið- inlegt.“ Lab fólki hefur ekki leiðst að undanfömu, engin þurrð á efni- viðnum. Tilvistarvanda þjóðar með sjálfsímyndina í molum. Árni Pétur og Rúnar lýsa þannig út- gangspunkti í fjölskyldusögunni sem á sér stað í Straumi. „Við vinnum mikið í spunum,“ Lab leiksmiöj- an frumsýnir fjölskyldu- harmleik i Straumi næsta föstudag segja þeir, „handritið verður smám saman til og hefur ekki tekið end- anlega mynd þótt fmmsýningin sé næsta föstudag. Svona viljum við vinna. Leikarinn er aðalatriðið, í honum býr sýningin, ekki í leik- mynd eða búningum.“ Fimm sýningar verða á íjöl- skyldudramanu í Straumi, þann 18., 20., 23., 24. og 29. júní. í leiknum er tekið mið af aðstæðum á staðnum, horft til Álversins öðru megin húss og á hraunið hinum megin, byijað og endað úti við. „Leikritið er stefnumót fjögurra leikpersóna og einnar öðru vísi. Það gerist þarna, á þess- um tíma. Áhorfandinn sér hvað verður um okkur hér og nú.“ Þ.Þ. LISTAHATIÐ SINNIIS- LENSKRI MENNINGU HALLDÓR Auðarson fram- kvæmdastjóri segir hug- myndafræðina á bak við Óháða listahátíð fyrst og fremst þá að auka samskipti á milli lista- manna úr ólíkum listgreinum og framkalla geijun í fram- haldi af því. „Að listamenn, yngri eða eldri, þekktir eða óþekktir, skiptist á skoðunum og geti út frá því sem þeir finna í fari hvers annars fram- kallað nýja strauma í íslenskri listsköpun.“ Halldór segir líka vilja að- standenda að sýna fram á að menningarlíf sé samfélagslegt afl sem hægt er að virkja á já- kvæðan hátt. „Hátíðin byggist að mestu á sjálfboðastarfi, það er mjög lítið um opinbera styrki, og þá finnur fólk hjá sér að þó það fái ekki allt upp í hendumar þá er hægt að framkvæma og ef hugarfarið er jákvætt og þor- ið, þá er hægt að hrinda ótrúleg- um hlutum í framkvæmd.“ „í fyrra sá ég óháðu listahátíð- ina sem ákveðið andsvar við Listahátíð í Reykjavík, sem mér fannst ekki sinna íslenskri menn- ingu nægilega og sérstaklega ekki þeirri menningu sem er að þroskast. Aðalgallinn við Lista- hátíð í Reykjavík er það hve lögð Morgunblaðið/Kristinn Halldór Auðarson. hefur verið mikil áhersla á að flytja inn listamenn. Það er mjög gott að fá hingað erlenda lista- menn og leyfa okkur að sjá hvað þeir eru að gera, hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi, en það er miklu mikilvægara að leggja rækt við þá starfsemi sem er í gangi hérna og listahátíð á fyrst og fremst að sinna ís- lenskri menningu. Við erum ekki í menningarlegri einangrun leng- ur og það er mjög auðvelt að fara út og kynnast því sem þar er á ferli. Listahátíð í Reykjavík hefur lokast inni í hring, þar sem menn fylgja fyrirfram ákveðnum leiðum út frá gefnum forsendum, en list er ekki eitthvert fyrirfram ákveðið, hún er geijun þess sem er í gangi í samfélaginu hveiju sinni og hátíð á fyrst og fremst aðsýna það. í óháðu listahátíðinni eru allar listgreinar eru jafn réttháar og með því að leyfa öllum að vera með, draga engin mörk erum við að sýna að það er rangt að það séu einhverjir aðilar sem velja og hafna, sem ákveða hvað er góð list og hvað ekki. List er einstaklingsbundin skynjun- og það á enginn að segja við okkur hvað er góð list og hvað ekki.“ Á.M. REIÐIROKK í KAPLAKRIKA HEIMSÓKNIR erlendra hljómsveita hingað til lands hafa gengið brösulega undanfarin ár, enda oft reynt í sparnaðar- skyni að fá hingað hljómsveitir sem hafa þegar sungið sitt síðasta, eða ekki getað unnið sér nafn. Best hefur tekist til þegar hér hafa komið hljómsveitir sem eru í þá mund að slá í gegn; standa á hengifluginu albúnar til flugs. Ein slík sveit, Rage Against the Machine, heldur tónleika í íþrótta- húsinu í Kaplakrika í kvöld á Listahátíð Hafnarfjarðar. Rage Against the Machine er í hópi ferskustu rokksveita sem fram hafa komið í Bandaríkjunum síðustu ár, en sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu seint á síðasta ári. SÓSÍALÍSK LÍFSSKOÐUN Rage Against the Machine er skipuð þeim Tom Morello gítarleik- ara, Zack de la Rocha söngvara, Brad Wilk trommuleikara og Timmy C. bassaleikara. Andlit hljómsveitarinnar út á við eru þeir Tom Morello og Zack de la Rocha, en þeir aðhyllast báðir sósíalíska lífsskoðun og segja reyndar að sú skoðun hafi orðið hreyfíafl hljóm- sveitarinnar í upphafi. Tom Morello hefur vakið athygli fyrir frábæran gítarleik, þó hann segist sjálfur lítt vera gefinn fyrir „flugeldasýning- ar“ á gítarinn, og á plötu hljóm- sveitarinnar má heyra hann ná ótrúlegustu hljóðum úr gítamum án þess að leita á náðir tölvutækn- innar. Tom er sonur fyrrum liðs- manns Mau Mau-hreyfingarinnar kenýsku sem barðist gegn yfirráð- um Breta þar í landi, en móðir hans hefur verið áhrifamikil í bar- áttunni fyrir málfrelsi rokktónlist- armanna og rappara. Tom er reynd- ar tamt að vitna í pólitískar hetjur á við Che Guevara þegar rætt er við hann, en hann er hámenntaður til viðbótar við gítarleik sinn; út- skrifaðist með láði frá Harvard- háskóla 1986. Zack de la Rocha ólst upp hjá móður sinni í Kaliforníu. í æsku hafði hann helst dálæti á pönki, t.a.m. Sex Pistols, en kynntist síðar hardcorerokki, s.s. Bad Brains og Henry Rollins, og fann þar reiði sinni og fírringu farveg. Hann ólst upp við ágæt kjör í efri miðstéttar- hverfi, en fannst hann alltaf vera utanvelta. Zack er ekki síður sann- færður sósíalisti en Tom, en hann hætti snemma í skóla til að helga sig tónlistinni. Minna ber á þeim Brad Wilk trommuleikara og Timmy C. bassa- leikara, en glöggir merkja þegar vægi þeirra í hljómsveitinni og þeir heyra til hennar, endar eru þeir hvor um sig frábærir hljóðfæraleik- arar. Rage Against the Machine má rekja til þess að Tom Morello var að reyna að þrauka í fönksveitinni Lock Up í Los Angeles, sem meðal annars komst á samning hjá Geff- en. Ekki kunni Tom verunni í Lock Up og samstarfinu við Geffen nema rétt mátulega, enda hafði hann hug á að setja saman sósíalíska rokk- sveit í anda Clash. Hann kynntist Brad Wilk og saman fóru þeir að leita að fleiri meðlimum í sveitina. Þriðji inn var Timmy C. bassaleik- ari og loks slóst í hópinn Zack de la Rocha, sem þá var í hardcore- sveitinni Inside Out. Snemma náðu þeir félagar eyr- um ráðsettari sveita og fengu með- al annars það hlutverk að hita upp fyrir stjörnur eins og Ice-T og sveit hans Body Count, Public Enemy og hljómsveit Perrys Farrels, Porno for Pyros. Tom hefur lýst því að þetta hafí gefíð hljómsveitinni for- skot á jafnaldra: „Það var lán okk- ar að hafa vakið athygli þessara sveita sem gáfu okkur kost á að hita upp fyrir sig, þannig að flestir fyrstu tónleikar okkar voru hálf- gerðir stórtónleikar, þar sem við spiluðum fyrir mannhaf í fyrsta flokks hljóðkerfi.“ Sú reynsla átti líka eftir að koma sveitinni til góða þegar hún fór í hljóðver að taka upp sína fyrstu plötu. Áður en að því kom tók Rage Against the Machine upp tólf laga snældu sem seld var á tónleikum og seldist á skömmum tíma í fimm þúsund ein- tökum. MADONNU HAFNAÐ Tónleikavelgengni sveitarinnar og áðurnefnd kassetta varð eðlilega til þess að vekja á henni athygli. Með þeim fyrstu sem leituðu eftir því að fá sveitina á samning var Madonna, sem gera vildi hana að flaggskipi þá nýstofnaðrar útgáfu sinnar. Rage-liðum fannst það þó lítt eftirsóknarvert og segja að per- sóna Madonnu hefði um of skyggt á málstað hljómsveitarinnar og dregið brodd úr boðskapnum. Eftir miklar samningaviðræður, þar sem þeir félagar héldu til streitu full- komnu frelsi sínu, gengu þeir á mála hjá Sony-merkinu Epic, sem gaf svo út fyrstu breiðskífuna. Plötuna tóku þeir félagar upp líkt og væru þeir að setja upp tón- leika, enda vakti fyrir að hafa plöt- una eins hráa og unnt væri. Þann- ig settu þeir upp gríðarmikið hljóð- kerfi í hljóðverinu og tóku upp nánast beint. „Okkur fannst ekki skipta máli þó allar rásir væru ekki alveg hreinar,“ segir Tom, „frekar var málið að ná kraftinum og reið- inni, sem einkennir alla tónleika okkar.“ Á TOPPINN Á ÍSLANDI Þessi frumsmíð Rage Against the Machine hefur vakið meiri at- hygli en útgáfan og sveitin sjálf átti von á og til að mynda skaust hún á topp íslenska breiðskífulist- ans mörgum að óvörum og er nú í öðru sæti listans. „Við áttum aldr- ei von á að komast á toppinn á íslandi,“ sagði Tom Morello í við- tali fyrir stuttu og bætti við að þeir félagar hafi síst átt von á að platan ætti eftir að komast á topp- inn neins staðar, enda tónlistin ekki líkleg til að falla öllum í geð. Tom Morello segist geta lofáð að finnist mönnum eitthvað til plöt- unnar koma eigi þeir eftir að fara yfirum á tónleikum, enda sé Rage Against the Machine og tónlist hennar sérsniðin fyrir tónleikahald. TÓNLEIKAHASAR Rage Against the Machine kemur hingað í lok Evrópuferðar sveitar- innar, annarrar slíkrar ferðar á þessu ári, og ef marka má umsagn- _ ir blaða er engu upp á hljómsveitina logið þegar tónleikahasar er annars vegar. Tom Morello sagði reyndar í áðurnefndu viðtali að hljómsveitar- menn væru jafnan úrvinda eftir hveija tónleika, en þessir tveir tímar á sviðinu gæfu þeim þeim kraft til að halda út löng og leiðinleg ferða- lög á milli staða. Héðan heldur hljómsveitin til Bandaríkjanna í fjögurra daga frí, en þá hefst Sum- argleði þeirra Bandaríkjamanna, Lollapalooza, og verður þetta í ann- að sinn sem Rage-liðar taka þá í þeirri skemmtan. Ekki er gott að segja hvort Rage Against the Machine eigi eftir að linast í hugmyndafræðinni við vel- gengnina, en Tom segir þá félaga ekki sprottna úr sárri fátækt, líkt og margir pólitískir rapparar, sem hafa misst fótanna við að verða vellauðugir. „Fyrir okkur eru um- skiptin ekki svo gríðarleg að hætta sé á að við töpum áttum.“ Tom seg- ir þá félaga gera sér neinar grillur um að þeir muni breyta bandarísku þjóðfélagi í einni svipan, en segir þá hafa að leiðarljósi orð Ches Guev- aras að ákveðinn og vel skipulagður hópur sem reyni að breyta þjóðfélag- inu geti áorkað miklu, sama hvað hann sé lítill. „Við gerum það sem við getum til að hafa áhrif á fólk og vekja það til umhugsunar,“ segir Tom og óhætt er að lofa í það minnsta áhrifamiklum tónleikum Rage Against the Machine í Kapla- krika í kvöld. Á.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.