Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
MARGLIT BROT
ÚR REYKVÍSKU LISTALÍFI
HUNDRAÐ íslenskir listamenn sækja Reykjavíkurdaga á sumarlistahá-
tíðinni í Bonn í Þýskalandi. Þeir hefjast í dag með dansverkinu Ertu
svona kona? Á morgun verða opnaðar sýningar á verkum Kjarvals
og sex íslenskra myndlistarkvenna og síðan rekur einn viðburður
annan næstu tvær vikur. Þetta er viðamesta kynning hátíðarinnar á
list annarrar borgar og jafnframt mesta listagleði sem Islendingar
hafa efnt til í Þýskalandi og þótt víðar væri farið um álfuna. Bonn-
hátíðin stendur sem endranær allt sumarið, hún hófst um miðjan maí
og endar ekki fyrr en í september. Þó að listahátíðahöldum linni ekki
á íslandi þessa dagana eru heilmiklir kraftar héðan sunnar í álfu;
tónlistarfólk, leikarar, skáld og málarar.
Bonner Sommer er árleg menn-
ingarveisla sem efnt hefur
verið til frá 1971 fyrir Bonn-
búa og fólk úr grannbyggð-
um. Andreas Loesch, yfirmaður á
menningarskrifstofu Bonn-borgar,
segir að hátíðin sé hin stærsta í
Þýskalandi. Þar eru jafnan kallaðir
til listamenn frá tveim evrópskum
borgum, annarri þeirra austantil í
álfunni. Nú varð Minsk fyrir valinu
auk Reykjavíkur, í fyrra voru það
Riga og Helsinki og næsta ár fá
Þjóðveijar Feneyjafólk í heimsókn.
Borgimar tvær, Bonn og Reykjavík,
standa saman að fjármögnun list-
kynningarinnar.
Stór og mikil menningarhátíð
Bonn-hátíðin er þannig upp byggð
að sérhvert tímabil mánuðina fjóra
sem hún stendur er tileinkað
ákveðnu efni. I maí byijaði ballið
með andófsviku gegn útlendinga-
hatri, þá komu dansdagar og nú um
helgina hljómar víða í borginni tón-
list frá Indónesíu.
Á eftir Reykjavíkurdögum fylgja
rokktónleikar, síðan bókavika og því
næst sígild tónlist mestan hluta júlí-
mánaðar. Þá verða líka leikhúsvikur
sem teygja sig inn í ágúst með sýn-
ingum víða að úr Evrópu og kvik-
myndasýningar fjölmargra nýrra
mynda undir berum himni. Bonn-
hátíðinni lýkur undir miðjan septem-
ber með framsæknum útileiksýning-
um frá ýmsum Evrópulöndum og
Kenya.
Loesch segir að hátíðin sé skipu-
lögð tvö ár fram í tímann. Hvað
gestaborgirnar varði sé áhersla lögð
á að sýna hvað þar sé í raun að
gerast þá stundina. „Við viljum lif-
andi list,“ segir hann, „í Reykjavík
reyndist af nógu að taka. Ur varð
umfangsmesta borgarkynning sem
verið hefur á Bonn-sumrinu. Þjóð-
veijar þekkja svo lítið til Reykjavík-
ur og listafólks þar, það kemur ör-
ugglega ýmislegt á óvart næstu
daga.“
Myndlistin
Reykjavíkurborg stendur að
þremur sýningum á hátíðinni. Mark-
ús Örn Antonsson borgarstjóri opn-
ar sýningu á verkum Jóhannesar
Kjarvals í upphafi Reykjavíkurdag-
anna, sex íslenskar myndlistakonur
sýna verk sín í kvennasafni borgar-
innar og ljósmyndir úr Reykjavík
verða líka sýndar.
Kjarvalssýningin verður í Kúnst-
lerforum í Bonn. í Þýskalandi hefur
aldrei áður verið svo stór sýning á
verkum listamannsins. Í tengslum
við hana er gefin út vönduð
sýningarskrá, bók með lit-
myndum af öllum myndum
sýningarinnar og ritgerðum
um Kjarval, meðal annars
texta Halldórs Kiljan Lax-
ness um málarann.
Listakonumar sem verk
eiga í kvennasafninu á
Reykjavíkurdögunum eru
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Hulda Hákon, Rúrí, Stein-
unn Þórarinsdóttir, Svala
Sigurleifsdóttir og Svava
Bjömsdóttir. Vegna sýn-
ingar þeirra hefur einnig
verið vandað til sýningar-
skrár með myndum af verk-
um og höfundum auk til-
heyrandi texta.
Ein mynda Kjarvals á sýningunni ■ Bonn.
Reykjavíkurborg stendur
ennfremur að upplýsinga-
sýningu um borgina í sam-
vinnu við Ferðamálaráð. Þar gefur
að líta ljósmyndir úr borginni og
upplýsingar ýmiskonar.
Þetta verk eftir Huldu Hákon er meöal
þeirra sem veröa til sýnis i kvennasafn-
inu neestu daga.
Dans, leikur og bækur
Dansleikhúsið Svalan sýnir í dag
verk Auðar Bjarnadóttur, Ertu svona
kona? Á morgun geta dansunn-
endur í Bonn fylgst með tíu félög-
um úr íslenska dansflokknum í
þrem nýjum verkum. Það em Evri-
dís eftir Nönnu Ólafsdóttur við
tónlist Þorkels Sigurbjömssonar
og tveir ballettar eftir William
Soleau við tónlist eftir Bach og
Stravinski. Fyrri verkin tvö vom
fmmsýnd í Ráðhúsi Reykjavíkur
í febrúar við góðar undirtektir en
hið þriðja er nýtt.
Sveinn Einarsson hefur sett á
svið Bandamannasögu með leik-
hópnum Bandamönnum og gefur
að líta afraksturinn í Bonn á nærri
klukkustundar sýningu á mánu-
dagskvöld eftir rúma viku.
A vegum þýsk-íslenska bók-
menntafélagsins Fram halda til
Bonn rithöfundarnir Einar Hei-
misson, Einar Kárason, Sjón og
Steinunn Sigurðardóttir og kynna
verk sín í næstu viku. Halldór
Guðmundsson bókmenntafræð-
ingur og Wolfgang Schiffer rithöf-
NY PERSONUDYRKUN
Fjögurra mán-
aóa ffiölþjóó-
leg listahátíó í
Bonn
undur ætla líka að fjalla um íslensk-
ar bókmenntir. Að Fram stendur
ungt þýskt áhugafólk um íslenskar
bókmenntir og listir, Sabine Barth
og Frank Möller.
Bíó og tónlist
Á hátíðinni í Bonn verða sýndar
kvikmyndir eftir íslenskar konur;
Ásdísi Thoroddsen, Guðnýju Hall-
dórsdóttur, Ingu Lísu Middelton,
Kristínu Jóhannesdóttur, Margréti
Rún og Svölu Hannesdóttur. Kvik-
myndagerðarkonumar verða við-
staddar sýningar mynda sinna, sem
dreifast á fjögur kvöld milli 20. og
25._ júní.
Ýmsir íslenskir tónlistarmenn
koma fram á Reykjavíkurdögum.
Blásarakvintett Reykjavíkur flytur
verk eftir Áskel Másson og Pál
Pampiehler Pálsson og Reykjavíkur-
kvartettinn ásamt Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur píanóleikara verk eft-
ir Jón Leifs og Leif Þórarinsson.
Sigurður Bragason baritónsöngv-
ari og Hjálmur Sighvatsson píanó-
leikari flytja lög eftir Atla Heimi
Sveinsson og Jón Leifs undir yfir-
skriftinni „Söngvar ljóss og myrk-
urs“, og Guðmundur Emilsson
stjórnar Ensamble de Instrumental
Grenoble með einleikurunum Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur, Bryndísi
Höllu Gylfadóttur, Elísabetu Waage,
Martial Nardeau og Sigrúnu Eð-
valdsdóttur, og einsöngvurunum
Maríu de Alvear og Sigurði Braga-
syni. Á efnisskránni eru m.a. verk
eftir Alliciu Terzian, Atla Heimi
Sveinsson, Jón Nordal, Maríu de
Alvear, Mist Þorkelsdóttur og Þorkel
Sigurbjömsson. Ofangreindir tón-
leikar fara fram í Kammermúsíksal
Beethoven-hússins í Bonn, sem er
einn þekktasti salur Iandsins af
þessu tagi.
Á hátíðinni koma einnig fram
þjóðlagasveitin Islandica og Jazz-
kvartett Reykjavíkur.
í höfuðkirkju borgarinnar,
Múnsterbasilíkunni, mun Hörður
Áskelsson leika íslenska orgeltónlist
eftir Jón Nordal, Pál ísólfsson og
Þorkel Sigurbjömsson. Með orgel-
tónleikunum lýkur úthaldi reykjavík-
skra listamanna í Rínarlöndum.
Eftir JÓHANN HJÁLMARSSON
í nágrannalöndum okkar hefur vegur
bókmenntagagnrýninnar og umræða um
hana aukist. Finnski gagnrýnandinn Mic-
hel Ekman skrifaði nýlega grein (Nya
Argus nr. 2, 1993) um nokkur ný bók-
menntafræðileg verk og kallaði hana Að
ihuga hið óskiljanlega. Höfundar þessara
verka eru margir hvetjir kunnir gagnrýn-
endur.
Heiti greinar Michels Ekmans er ekki valið
út í bláinn. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að
bókmenntafræðingar skrifi þannig texta að
hann sé óskiljanlegur þorra manna. Allur sá
strúktúralismi og andstrúktúralismi (ég þori
varla að nefna femínisma sem hefur náð sér
á strik á Norðurlöndum og lifir nú í senn ris
og fall) sem hefur stýrt evrópskri bókmennta-
umræðu getur beinlinis fælt venjulega lesend-
ur frá bókmenntum. Þá er gengið út frá því
að bókmenntir séu ekki einungis skilaboð
milli fræðimanna og skrif um þær sömuleiðis
ekki æfingar háskólamanna í röklist.
Persónan og skilgreiningin
Michel Ekman bendir á það einkenni bók-
anna sem hann íjallar um að í þeim öllum
megi finna vaxandi tilhneigingu til að gera
persónur rithöfundanna gildar í bókmennta-
skilgreiningunum.
Meðal þessara bóka eru bækur eftir gagn-
rýnendurna Anders Olsson um Gunnar Ekelöf
og Ebbu Witt-Brattström um Mou Martinson.
Aðrar hafa fræðilegri markmið, t.d. Livets
skrift eftir skáldið Magnus William-Olsson og
Den svindlande texten, átta röster om poes-
ianalys, þar sem Mikael van Reis safnar sam-
an ritgerðum lærdómsmanna á borð við Walt-
er Benjamin, Juliu Kristevu og Paul de Man.
Það sem Michel Ekman telur óleyst þrátt
fyrir góða viðleitni fræðimannanna er það
„vandamál“ hvers vegna bókmenntir verða
til, hvers vegna er skrifað.
Persónan áhrifameiri
en verkin
í danska tímaritinu Krítik hefur átt sér
stað viss andlitslyfting með nýjum ritstjórum,
Frederik Stjernfelt og Poul Erik Tojner. Þeir
ræða í nýjasta heftinu (nr. 102) um það hvem-
ig persóna rithöfundar, ævi hans verður
áhrifameiri í umfjöllun en verkin sjálf. Jorn
Erslev Andersen skrifar í framhaldi af því
grein sem hann nefnir Nýja persónudýrkun.
Þar ræðir hann ævisögur Keld Zeruneith um
dönsku skáldin Emil Aarestrup, Johannes
Ewald og Sophus Claussen.
Áhyggjur fræðimanna af þessum ævisögum
og „vinsælum“ ævisögum yfirleitt snúast um
að verið sé fyrst og fremst að koma til móts
við kaupendur, lesendur vilji fyrst og fremst
bækur um rithöfunda sem lifað hafi viðburða-
ríku og átakamiklu lífi. Með því móti geti rit-
höfundar sem lagt hafi meira upp úr listinni
en ,,lífinu“ beinlínis horfið í skuggann.
Án þess að fara út fyrir Danmörku má í
þessu sambandi minna á Karen Blixen. í sam-
Michelangclo: Lor-
enzo' de Medici. Hluti
grafskreytingar.
Myndin er úr tímarit-
inu Kritik.
Þarff texti bók-
menntaffræó-
inga oó vera
óskiljanlegur?
tali Marianne
Juhl í sama
Kritik-hetti við
Peer Hultberg,
nýjan verð-
launahafa
Norðurlanda-
ráðs, lýsir hún
því yfir að þeg-
ar hún lesi Syv
Fantastiske
Fortællinger
eftir Blixen
verði henni
ljóst hve mikið
af hennar eigin
ævi, persónum
og atburðum,
sé þar að finna.
Á þessu átti
maður sig
vegna hinna
mörgu bóka
um ævi Blixen
og einnig
bréfasafna.
Juhl dregur
þá ályktun að
Requiem Hult-
bergs sé aftur
á móti bók um
fjölmörg mis-
munandi örlög
sem ekki bindist höfundinum sjálfum eða varði
hann persónulega. Svar Hultbergs kemur ekki
beinlínis á óvart:
„Það er nú meira af mér í bókinni en menn
halda. Og eins og þú segir þá er ævisaga
Karenar Blixen þekkt. Mín er það ekki.“
Nýr Brandes?
Ein af þeim bókum sem Michel Ekman
getur um er Stilen och lyckan eftir Horace
Engdahl. Frederik Stjernfelt telur að með
Engdahl sé hugsanlega kominn nýr Brandes,
en enginn Brandes eftir Brandes hafí verið
sýnilegur á Norðurlöndum fyrr.
Horace Engdahl hefur afrekað það m.a. að
semja rit um sænska rómantík og hann er
afkastamikill gagnrýnandi hjá Dagens Nyhet-
er í Stokkhólmi, skrifar um bókmenntir, heim-
speki og ballett. Hann gerir sér grein fyrir
mikilvægi kenninga og fræða, en er engu að
síður litinn hornauga af háskólamönnum. Að
hans mati eru kenningarnar gervi sem geta
hjálpað til skilnings á bókmenntunum. Kostir
Engdahls eru að margra dómi hvernig hann
skrifar, framsetningin, stíllinn. Hann er talinn
hafa það á valdi sínu að skrifa fagurbókmennt-
ir um fagurbókmenntir.
Þessi nýi Brandes hefur til að bera það sem
svo marga bókmenntafræðimenn og gagnrýn-
endur skortir. Þeir verða líkt og hann að finna
þá millileið sem veldur því að fleiri en útvald-
ir hafi áhuga á skrifum þeirra og njóti þeirra.