Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993
Unnið að uppsetningu sýningarinnar, f.v. Örn Þorsteinsson og Haf-
steinn Austmann.
Vatnslitamyndir í Norræna húsinu
Einstæð sýning
— segir Hafsteinn Austmann myndlistarmaður
SÝNING á vatnslitamyndum eftir 27 myndlistarmenn frá 5
Norðurlöndum var opnuð laugardaginn 5. júní I Norræna húsinu.
Hún stendur til 27. júní. Þetta er farandsýning sem „Nordiska
akvarellsállskapet“ stendur að ásamt Listasafni Gautaborgar, en
samtökin voru stofnuð árið 1989 af listamönnum og áhugamönn-
um sem vijja efla áhuga almennings og stofnana á þessari gerð
myndlistar og er um að ræða fyrstu sýningu sem þessi samtök
standa að.
í samtökunum eru nú um 1.000
meðlimir, skólaðir myndlistarmenn
og sjálfmenntaðir sem fást annars
vegar eingöngu við gerð vatnslita-
mynda og hafa hins vegar sérstakan
áhuga á þessari listgrein. Sýningin
á vatnslitamyndunum nú er hluti af
því átaki. Fimm til sex listamenn
voru valdir frá hveiju Norðurlanda
sem sýna þannig á tuttugu og sjö
mismunandi vegu hvernig nota má
vatnslitatæknina til sköpunar.
„Hún er eins og þessar gömlu
stórsýningar sem næstum eru liðin
tíð,“ segir Hafsteinn Austmann sem
er einn þeirra íslendinga sem eiga
verk á sýningunni, en hann annaðist
auk þess uppsetningu hennar hér-
lendis ásamt Emi Þorsteins-
syni.„Þetta er feikilega mikið magn
af myndum, svo margar að þær fylla
Norræna húsið frá kjallara til rjáf-
urs. Listamennirnir sendu inn 5-6
myndir hver en við þurftum að velja
þijár úr til að koma öllu fyrir. Eg
man ekki eftir öðm eins og held
raunar að þetta sé einstæð sýning
á vatnslitamyndm á Norðurlöndm
vegna umfangs og fjölbreytninnar
sem hún býr yfir.“
- Hafsteinn segir það hafa verið
ábyrgðarverk að setja sýninguna
Ásmundur Sveins-
son í Perlunni
í PERLUNNI á Öskjuhlíð verð-
ur opnuð í dag, laugardaginn
12. júní, kl. 14. sjýning á 6 högg-
myndum eftir Asmund Sveins-
son, en á þessu ári eru 100 ár
. liðin frá fæðingu hans og er
sýningin sett upp af því tilefni.
Ásmundur Sveinsson er einn af
okkar þekktustu myndhöggvurum
á þessari öld og var allan sinn feril
einn fremsti myndlistarmaður þjóð-
arinnar. Hann fæddist á Kolstöðum
í Dalasýslu 20. maí 1893 og hleypti
fyrst heimdraganum 22 ára gam-
all. Hann nam tréskurð í Reykjavík
hjá Ríkharði Jónssyni 1915-1919.
í Kaupmannahöfn dvaldi hann
1919-1920 og í Stokkhólmi 1920-
1926 þar sem hann var nemandi
hjá fremsta myndhöggvara Svía á
‘ þem árum, Carls Miles. Síðar dvaldi
Ásmundur nokkum tíma í París en
til til íslands var hann alkominn
1929 og starfaði hér á landi allt til
dauðadags 1982.
I Ásmundarsafni við Sigtún
stendur nú yfír sýningin „Náttúran
í list Ásmundar Sveinssonar" sem
. opnuð var 20 maí sl. þar sem reynt
er að sýna hvað náttúran var mót-
andi á list Ásmundar. Jafnframt
sýningunni hefur verið gefín út
vönduð og ríkuiega myndskreytt
sýningarskrá með grein um náttúr-
una og list Ásmundar eftir forstöðu-
mann Listasafns Reykjavíkur,
Gunnar B. Kvaran.
Sýningin stendur til sunnudags-
ins 29. ágúst en Perlan er opin alla
daga frá kl. 9.-23.30.
upp, enda erfitt að gera öllum til
hæfis. „Maður getur ekki litið á
mynd og hent henni út í hom ef hún
fellur ekki að manns eigin smekk,“
segir hann, „en ef mynd er hins
vegar góð er hún jafngóð hvort sem
hún hangir í homi eða er það fyrsta
sem gestir sjá. Það er ekki hægt að
drepa gæði.“
Hann segir að upphaflega hafí
sýningunni eingöngu verið ætlað að
kynna myndverk unnin með sk.
akvarell-tækni, en það hafi breyst.
„Akvarell-tæknin er þannig að papp-
írinn er notaður sem gegnsær litur,
hann skín í gegn og er ekki þekj-
andi, en ýmsar myndir með annarri
tækni hafa slæðst með sem breytir
hinni upphaflegu hugmynd að sýn-
ingnni en eykur á fjölbreytni henn-
ar, sem er af hinu góða.“ Farandsýn-
ingin hóf göngu sína í Gautaborg
og segir Háfsteinn að þar hafi verið
komin löng biðröð við safnið áður
en það opnaði. Sýningin fór næst til
Gallerís 15 í Moss í Noregi og þaðan
kemur hún hingað. Ekki er unnt að
framlengja sýningartímann hér því
næsti sýningarstaður bíður, en það
er Österbotten-safnið í Vasa, Finn-
landi. Síðasti sýningarstaður verður
Nikolaj-kirkjan í Kaupmannahöfn.
Ný ljóðabók eftir Jón Stefánsson
Silfurskottuveiðar
ÖRSTUTT mynd, hreyfð. Þannig er uppspretta orða í þriðju
ljóðabók Jóns Stefánssonar sem nýlega kom út. „Þetta eru
skyndimyndir úr lífi mínu frá 1990 fram á síðasta vetur,“ seg-
ir Jón, „myndir af tilfinningum, fólki og lífi.“ Hún spurði hvað
ég tæki með mér á eyðieyju heitir bókin og höfundur svarar
fyrr en varir: Bát og þig/sagði ég/ og við brennum bátinn á
ströndinni/Síðan fór ég/eri skildi hana eftir/tilað halda í draum-
inn.
í fyrsta hluta bókarinnar af
fjórum eru eins konar ástarljóð.
Jón nefnir þau kenndir til konu
og raðar í sæti frá öðru til þess
þrettánda. Honum fannst hann
ekki þess umkominn að færa
fyrstu kenndina í orð, taldi sig
ekki hafa kynnst henni. Þráin
er sterk í þessum ljóðum, þau
eru að sögn skáldsins sprottin
af söknuði eftir einhveiju
óþekktu og vantrú á lífinu.
Jón leitar út á við í öðrum
þætti bókarinnar, fer á barina
og reynir eftir megni að drekkja
sorgunum. En áfram er þó þungt
yfír og dimmt í sálinni. Nú gæt-
ir kaldhæðni í orðunum, eins og
þessum, í ástæðulausu barljóði
og þéttri vímu: Þetta voru bestu
ár ævi minnar/enda man ég ekk- J6n stefánsson.
ert eftir þeim.
Eftir sollinn koma sumarljóð,
eilítið voveifleg en vígreif líka.
Glóandi augnablik reynast gler
í ljósi morgundagsins og skelfí-
leg uppátæki tímans verða ekki
sigruð nema með stríðsyfírlýs-
ingum: Að stinga höndunum nið-
ur í moldina/og draga daginn
upp á hárinu/að yrkja ljóð sem
opnast eins og ljónskjaftur/að
yrkja Ijóð sem opnast eins og
blóm á sumamótt.
Lokakafli bókarinnar er frá-
bmgðinn hinum. „Á mér hafði
orðið breyting,“ útskýrir höfund-
urinn, „það var að rofa til og
mér þótti bara svolítið gaman
að vera til. Þess vegna breyttust
Ijóðin, en héldu auðvitað áfram
að koma. Þau koma hvemig sem
lífið lítur út.“
Jón glottir út í annað í síðustu
ljóðunum og æpir af gleði sums
staðar. í þeim er slatti af heil-
brigðu kæraleysi og sögur úr
minningunni, gamlar skyndi-
myndir. Bjartsýn bókarlok: Og
kannski/lýsir nærvera mín/leið
til nýrrar sólar.
Jón er þrítugur og hefur verið
að yrkja í tíu ár. „Það er óijúfan-
legur hluti af lífí mínu,“ segir
hann, „ég kem
til Ijóðsins á
hvaða tíma sól-
arhrings sem
er, hvort heldur
við skrifborð, í
strætó eða úti í
náttúranni.
Löngunin er
þarna alltaf og
þegar mánuðir
líða án þess að
orð komi úr
pennanum
fínnst mér eitt-
hvað mikið
vanta.
Svo gerist
það allt í einu,
stundum geymi
Morgunblaðið/Einar Falur ég hughrifin Og
þori ekki að
setja þau á blað fyrr en eftir
einn tvo daga. Auðvitað er ég
dauðhræddur um að gleyma
þeim, en eitthvað segir mér að
orð valin í fljótfæmi drepi
stemmninguna. Áð yrkja er eins
og að veiða silfurskottur, þær
hverfa um leið og þú kveikir ljós
og þess vegna verður maður að
þreifa sig áfram í myrkrinu."
Þ.Þ.
Listahátíð í Hafnarfirði
Leonidas Lipovet-
sky í Hafnarborg
LEONIDAS Lipovetsky heldur tónleika í Hafnarborg, mánu-
daginn 14. júní kl. 20.30 á vegum Listahátlðar í Hafnarfirði.
Leonidas Lipovetsky, sem er af rússnesku bergi brotinn, lék
fyrst opinberlega 12 ára gamall I heimaborg sinni, Montevideo
í Urugay. Síðan hefur hann leikið í öllum helstu tónleikasölum
á Vesturlöndum og hlotið lof gagnrýnenda fyrir listræna
túlkun og gallalausa tækni.
Eftir að Lipovetsky vann í sam-
keppni píanóleikara í Uragay kom
hann fyrst fram með sinfóníu-
hljómsveit og lék þá píanókonsert
í D-dúr, eftir Benjamin Britten,
en það var jafnframt framflutn-
ingur verksins í Suður-Ameríku.
Fyrstu hljómsveitartónleikamir í
New York vora með National Orc-
hestral Association í Carnegie
Hall og á eftir fylgdi röð tónleika,
m.a. í Metropolitan Museum of
Art, Hunter College, samkomusal
Sameinuðu þjóðanna í New York,
National Galleiy of Art og Phillips
Collection í Washington, DC, Myra
Hess Memorial Concerts í Chicago,
National Gallery of Art í Kanada
og Piano Recital Series í Portland,
Oregon. Hann fékk síðan styrk frá
Martha Baird Rockefeller tónlist-
arsjóðnum til að fara í fyrstu tón-
leikaferðina til Evrópu.
Lipovetsky fer í tónleikaferðir
um Bandaríkin, Evrópu, Kanada
og Suður-Ameríku á hveiju ári.
Hann leikur einleik með helstu
hljómsveitum og tekur upp fyrir
útvarps- og sjónvarpsstöðvar eins
og BBC í London og WFMT í
Chicago. Hann heldur einnig
„master classes" og fyrirlestra í
ýmsum menningarstofnunum á
borð við Trinity College of Music
og Dartington College í Englandi,
Juilliard School of Music í New
York, High Museum of Art í Atl-
anta og Ringling Museum of Art
í Sarasota í Florída.
Lipovetsky nam píanóleik hjá
Wilhelm Kolischer í Montevideo
og í Juilliard School of Music í
New York. Þar var hann fyrsti
styrkþegi Van Cliburn styrksins
og fékk einnig styrk Pan American
Union Fellowship til að læra hjá
Rosina Lhevinne. Hann vann í
m
(Á
. ALÞIC .
. ILISTAHATIÐ
I HAFNARFIRPI
4 -30. IÚNÍ
1993
í KVÖLD kl. 20.30. Tón-
leikar í Kaplakrika; Rage
against the Machine, Jet
Black Joe.
Klúbbur listahátíðar:
Tríó Bjöms Thoroddsen.
Gestir; Linda Walker, Mar-
grét Pálmadóttir og Ing-
veldur Ólafsdóttir.
Leonidas Lipovetsky
Concerto-samkeppninni og kom
fram sem einleikari með Juilliard-
hljómsveitinni, undir stjóm Jean
Morel, sem sigurvegari í þeirri
keppni.
Lipovetsky kennir píanóleik við
tónlistardeild Háskólans í Flórída.
í DAG kl. 15.-17.49. á
Café List, 22, Café Splitt,
Café Paris og í Ráðhú-
skaffi; “Eirðarleysi" - Upp-
lesarar, trúbadorar og
gjörningafólk verða með
uppákomur.
Kl. 22.-03. í Plúsnum;
Blues-veisla. Blues söng-
konan Deitra Farr, munn-
hörpuleikarinn Chicago
Beu, Vinir Dóra og fleiri
blúsmenn, Jökulsveitin.