Morgunblaðið - 15.07.1993, Side 12
12 C dagskrá
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
Rafmagnaðir tónleikar
án rafmagnshljódfæra
Sjónvarpið Kcfur ad Órafmagnaðir tónleikar eða „Unplugged" hefur verið vinsæl-
asti tónlistarþáttur MTV-sjónvarpsstöðvarinnar að undanförnu.
Eric Clapton, Paul McCartney og Rod Stewart hafa allir tekið
rafmagnshljóðfænn sín úr sambandi til þess að koma fram í
þessum þáttum. íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að
sjá brot af þessum þáttum að undanförnu hjá Sjónvarpinu.
undanförnu sýnt
órafmagnaða
tónleikaþætti frá MTV
Alex Coletti, framleiðandi hjá
MTV, stjórnar framleiðslu „Un-
plugged" þáttanna sem gefa sig út
fyrir að sýna ótæknivædda tónleika
þar sem allt gerist án þess að um
fyrirætlun sé að ræða. Þegar málið
er athugað nánar kemur í ljós að
þættimir eru vandlega skipulagðir
og tilreiddir fyrir sjónvarpsáhorf-
endur. Bandarískur blaðamaður
fylgdist um daginn með Coletti að
störfum við þátt með Soul Asylum
ásamt Ieikstjóranum, Beth McCart-
hy, og klipparanum, John Vesey,
og lýsti því hvernig þættimir em
unnir. Coletti og félagar hraða
skiptingum á milli laga, bæta inn
setningum sem náðust ekki í upp-
töku, og klippa saman margar upp-
tökur af sama laginu svo það líti
út fyrr að vera ein upptaka. Þau
henda út atriðum, leita að réttu
nærmyndinni og búa til atriði ef
eitthvað vantar upp á.
Ekta eða óekta?
Af þessu sést að þættirnir em
varla óskipulagir og sjálfsprottnir í
hita andartaksins. Engu að síður
komast þeir næst því að líkjast
beinni útsendingu af því efni sem
sýnt er á MTV. Þættirnir hafa haft
mikil áhrif á tónlist rokkara og
rappara síðan þeir litu dagsins Ijós
í janúar 1990. í bytjun vom vin-
sældir þáttarins upp og ofan. Bmce
Springsteen (með öll hljóðfæri raf-
mögnuð) og Eric Clapton náðu at-
hygli flestra áhorfenda á meðan
minni stjömur fengu minni horfun.
En það er ekki eingöngu hægt að
dæma velgengni þáttanna eftir því
hve margir fylgast með þeim.
Stjórnendur „Unplugged" fundu
að tískan var að breytast og unga
fólkið vildi snúa aftur til róta tón-
listarinnar. „Ef níundi áratugurinn
snerist um tækni og gervi, þá snýst
tíundi áratugurinn um að leita aftur
til gmndvallaatriða rokktónlistar-
innar,“ segir Coletti. Það má sjá
þess víða merki að Coletti hefur
hitt naglann á höfuðið. Síðasta tón-
leikaferðalag U2, „Zoo TV Tour“,
var mjög tæknivætt en hljómsveit-
armeðlimir fluttu engu að síður
Unga kynslóðin - Arrested
Development tókst ekki að auka
vinsældir sínar með því að gera
„Unplugged" þátt.
smáhluta af tónlistinni án raf-
magnshljóðfæra. Extreme slökkti á
rafmagnsgræjunum og sló í gegn
með rólejga laginu „More Than
Words“. I sumar em væntanlegar
Velgengni - Alex Coletti þurfti
að beita Eric Clapton fortölum
til þess að fá hann til að gefa
út „Unplugged" plötu sína.
Aerosmith - Steven Tyler lík-
aði vel að vera órafmagnaður.
Bítill - Órafmagnaður Paul
McCartney náuð einungis 14.
sæti á Billboard vinsældarlistan-
um í Bandaríkjunum.
plötur frá sex þekktum- tónlista-
mönnum sem hafa hingað til verið
með allar græjur í sambandi en
hafa nú dregið fram órafmögnuð
hljóðfæri.
Fersk hugmynd
Það var söngvarinn og lagahöf-
undurinn Jules Shear sem fékk
hugmyndina að „Unplugged" þátt-
unum. Hann seldi MTV hugmynd-
ina og stjórnaði fyrstu þáttunum.
Þeir vora mjög frjálslegir og lif-
andi. Fremur óþekktir listamenn
komu fram og spiluðu af fingrum
fram. Síðan fóm þekktir listamenn
að sína þáttunum áhuga, Jules
Shear var ýtt til hliðar og óæfð lög
vora ekki lengur á dagskrá. Don
Henley var fyrsti þekkti tónlistar-
maðurinn sem kom fram í þáttun-
um. í kjölfarið fýlgdu þættir með
L.L. Cool J, Aerosmith, REM og
Eric Clapton. Þrátt fyrir að ýmis-
legt hafi breyst héldu þættirnir enn
nokkuð af uppmnalega ferskleikan-
um. Toppinum þótti náð með tón-
leikum Claptons. Platan með þeirri
tónlist seldist í 6 milljón eintökum
um allan heim.
Velgengni Claptons kveikti
áhuga enn fleiri. Margir sáu að
þættimir em ódýr auglýsing og
einnig var hægt að græða pening
með því að gefa upptökuna út á
plötu. MTV á þáttinn og hljóðupp-
tökuna og verða tónlistamenn að
fá leyfí frá stöðinni til að gefa efn-
ið út. Sjónvarpsstöðin fær hluta af
gróðanum en það er ekki mikið
miðað við kynninguna og söluna
sem tónlistarmennirnir geta vænst
eftir að haf komið fram í „Unplugg-
ed“ þætti.
Er ferskleikinn horfinn?
Mörgum gagnrýnendum finnst
þættimir vera búnir að tapa fersk-
leika sínum. Þeir segja að t.d. aug-
ljóst að Rod Stewart grét gervitár-
um þegar ha,nn flutti lag tileinkað
eiginkonu sinni í nýlegum þætti.
Sá þáttur var vandlega skipulagður
og var tímasettur til að kýnna sem
best nýja plötu frá kappanum og
tónleikaferð sem fylgdi í kjölfarið.
Coletti gerir sér grein fyrir því að
þættirnir em að færast of langt frá
upprunalegu hugmyndinni. Hann
vill að MTV gefi færri tónlistar-
mönnum leyfí til að gefa út efnið
á plötu, og að þáttunum verði í
framtíðinni haldið innan ákveðina
marka. Coletti vill t.d. ekki endur-
taka Rod Stewart tónleikana sem
voru haldnir með miklu stærri
áheyrendahóp en gert hafði verið
ráð fyrir upprunalega.
Óekta - Gagnrýnendum fannst Rod Stewartganga Springsteen - Bruce braut reglurnar að kom
of langt í sölumennskunni þrátt fyrir góða spretti með rafmagnshljóðfærin með sér.
á tónleikunum.
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Hvarfið ★ ★★
Snjöll spennandi sakamálasaga með
ágætum leikurum. Endurgerð sam-
nefndrar hollenskrar myndar.
Nóg komið ★★1A
Andsnúið umhverfí sprengir öryggi
bandarísks meðaljóns sem lætur reiði
sína bitna á kvölurum í LA. Skýtur
yfír markið sem þjóðfélagsádeila en á
sínar stundir sem hasarmynd.
Sommersby ★★★
Þó að efnisþráðurinn þoli ekki hárfínar
rannsóknir þá er ástarsagan óvenju
viðfelldin. Jodie Foster er frábær og
útlit myndarinnar, sem gerist að loknu
þraajastríðinu, með eindæmum vel
gert.
Konuilmur ★ ★ ★ 'A
Afar vönduð mynd um samband ólíkra
einstaklinga. Eftirminnileg fyrir vel
skrifað handrit og afburðaleik Al Pac-
inos.
BÍÓHÖLLIN
Getinn í Ameríku ★ ★
Aðalleikaramir þrír standa sig best í
annars misjafnri gamanmynd um sam-
skipti í kynþáttanna í henni Amen'ku.
Nóg komið ★★Vá
Andsnúið umhverfi sprengir öryggi
bandarísks meðaljóns sem lætur reiði
sína bitna á kvölurum í LA. Skýtur
yfír markið sem þjóðfélagsádeila en á
sínar stundir sem hasarmynd.
Spillti lögregiuforinginn ★★★
Einstaklega óhugnanleg mynd og hrá
um gjörspilltan Iögregluforingja og
úrkynjaðar venjur hans.
Ljótur leikur ★★★,/2
Ögrandi, afargott verk um tregafull
mannleg samskipti og ómanneskjuleg
átök og umhverfí. Rómantísk spennu-
mynd.
Meistararnir ★’/2
Klisjum hlaðin gamanmynd um lög-
fræðing sem á að koma röð og reglu
á íshokkíleik vandræðagemlinga.
HÁSKÓLABÍÓ
Á ystu nöf ★ ★ ★
Spennandi og oft frábærlega vel snið-
inn tryllir með Stallone. Margar æðis-
legar fjallasenur færa þig fram á ystu
nöf.
Skriðan ★
Illa gerð spennumynd, byggð á sögu
Desmonds Bagleys. Módelsmíðin í lok-
in harla gamaldags eins og reyndar
myndin öll.
Bíóið ★
Joe Dante skapar sannkallaða þijúbíó-
stemmningu í gamanmynd sinni með
„spennandi" vísindaskáldskap en hún
rís aldrei mjög hátt. Algert léttmeti.
Ósiðlegt tilboð ★ ★
Mynd um breyskleika mannsins og
siðferðisþrek vekur forvitnilegar
spumingar en svarar þeim að hætti
sálfræðinga skemmtanaiðnaðarins.
Glansmynd í vandaðri kantinum.
Lifandi ★★★
Afar vel sviðsett mynd um ótrúlegar
mannraunir sem gerðust hátt uppi í
Andesfjölium fyrir tveimur áratugum.
Mýs og menn ★ ★ ★
Ljúfsár og vönduð kvikmyndagerð
uppúr frægri sögu Johns Steinbecks
um vináttu og náungakærleik. John
Malkovich er frábær sem Lenny.
LAUGARÁSBÍÓ
Villt ást ★ ★ Ástarsaga sem sómir
sér vel með sögusafni heimilanna og
virkar eflaust ágætlega á ákveðinn
áhorfendahóp.
Feilspor ★★★
Góð sakamálamynd um glæpahyski
sem stefnir á smábæ þar sem hug-
rakkur lögreglustjóri bíður þeirra.
Fínn leikur og spennandi saga undir
leikstjóm Carls Franklins.
REGNBOGINN
Þríhyrningurinn ★%
Ástarsaga um skondið ungt fólk sem
snertir mann ekki mikið.
Tveir ýktir 1 ★★,/2
Útúrsnúningur á „Lethal Weapon" og
fleiri myndum. Tekst stundum vel upp
og stundum ekki. Leikararnir hafa
gaman af að taka þátt í gríninu.
Goðsögnin ★
Hrollvekja sem fer vel -af stað en fell-
ur síðan kylliflöt i rútínutómatsósu-
hasar.
Loftskeytamaðurinn ★★★
Vel leikin mynd um stórbrotinn ná-
unga sem setur heldur betur svip sinn
á mannlífið í norskum smábæ. Byggð
á sögu eftir Knud Hamsun.
Siðleysi ★★★14
Frábærlega gerð mynd Louis Malle
um ástarsamband sem hefur mjög
slæmar afleiðingar í för með sér. Leik-
hópurinn góður og leikurinn sterkur.
SAGABÍÓ
Fædd í gær ★ ★
Viðunandi endurgerð þekktrar mynd-
ar um heimska ljósku sem er fljót að
læra á baktjaldamakkið í Washington.
Melanie Griffith er ágæt í aðalhlut-
verkinu.
Ósiðlegt tilboð ★★%
Mynd um breyskleika mannsins og
siðferðisþrek vekur forvitnilegar
spurningar en svarar þeim að hætti
sálfræðinga skemmtanaiðnaðarins.
Glansmynd í vandaðri kantinum.
STJÖRNUBÍÓ
Á ystu nöf ★ ★ ★
Spennandi og oft frábærlega vel snið-
inn tryllir með Stallone. Margar æðis-
legar fjallasenur færa þig fram á ystu
nöf.
Dagurinn langi ★ ★ V4
Bill Murray tekur að endurmeta líf
sitt þegar hann vaknar alltaf til sama
dagsins í þessari rómantísku gaman-
mynd. Hún er best þegar Murray er
illskeyttastur.