Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 BLAÐ Inga Lisa Middlslon - Svanto Warping Einar Falur Ingóifison Olankinn kallast Ijósmyndasýning sem haldin er í Stokkhólmi fyrstu helgina í júní annað hvert ár. Þar hengja ungir Ijósmyndarar af Norð- urlöndum myndir sínar á trévegg sem hlykkjast um miðbæinn og alls kyns uppákomur og fjör kæta enn frekar þá sem skoða sýninguna. í sumar var Plankinn þakinn nýjum norrænum myndum í fimmta sinn og íslendingar voru með í fyrsta skipti. Að þessu sinni sá félags- skapur norrænna kvenljósmyndara um sýninguna og bauð eins og vant er nokkrum Ijósmyndurum frá hverju Norðurlandanna að sýna. Að auki sækist jafnan fjöldi Ijós- myndara eftir að sýna á Plankanum og nú prýddu hann verk 130 mynda- smiða þegar allir eru taldir. íslend- ingarnir þrír sem boðið var að sýna í Stokkhólmi eru Einar Falur Ing- ólfsson, sem leggur stund á Ijós- myndanám auk vinnu i' New York og myndar fyrir Morgunblaðið hér heima, Börkur Arnarson, sem lærði í London og vann áður á Morgun- blaðinu, og Inga Lísa Middleton, sem einnig lauk Ijósmyndanámi sínu í Englandi. Hennar myndir eru farnar að hreyfast, hún gerði til dæmis stuttmyndina Ævintýri á okkar tímum, sem vakið hefur tölu- verða athygli. Á Plankanum sýndu í sumar nokkrir þekktustu Ijós- myndarar Norðurlanda og fjölmarg- ir lítt eða ekki þekktir og gefur hér að líta nokkrar myndanna. Diana Duhalde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.