Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULI 1993 + „Finnst þér þær ekki fallegar frænkur mínar? Þær eru svo dul- rænar og dugnaðarlegar á svip- inn, allar bráðmyndarlegar og snjallar." Stefán frá Möðrudal er glaður og reif ur á loftinu yfir Sól- oni íslandus þar sem nokkrar myndanna hans hanga nú tii sýn- is. „Ég á ógrynnis ósköp af mynd- um skal ég segja þér og sel grimmt. En frænkurnar læt ég ekki f rekar en málverkið af konu minni eða systur eða sniliingnum honum Frosta. Hann var uppá- hald krakkanna þessi hestur, svona eins og kal linn." Stefán bendir á sjálfan sig og hlær mikið og hleypur milli myndanna þrátt fyrir auman f ót og 85 ár í sumar. Hann segir margt af eigin uppá- tækjum og afa sínum sem var svo kvensamur og köllunum sem hann borðar með og hafa skalla af því þeir skola ekki sápuna nógu vel úr hausnum. 0g málaði tíu myndir í nótt. Þykir þér ég ekki duglegur? Það verður að hafa þraut- segju til að mála og æfingu, voða- lega æfingu. Eg er líka svo ná- kvæmur, hitti akkúrat á punktinn, sjáðu, það er enginn tilviljun heldur allt reiknað út eftir kúnstarinnar reglum." Stefán fellst á að tylla sér niður og biður um te, hann sé ans- ans ósköp ónýtur við bjórinn. „Ann- ars hef ég held ég ekki komist í annan eins þrældóm og núna," seg- ir hann svo, „búinn að vaka þrjár nætur og mála, svona fyrir þessa sýningu. En hún er líka skemmtileg, líttú á, næstum allt myndir frá þessu sumri og síðasta vetri." bölvun á útlöndum Stefán Jónsson frá Möðrudal er þekktur naívisti og myndirnar hans hafa vissulega runnið út á sýning- um síðustu ára. Þó á hann háa stafla bæði heima hjá sér og á Korpúlfsstöðum. „Þar á að setja inn Erró," segir hann, „ég skvetti aug- unum yfír það skilerí og hristi höf- uðið, hann hefur menn til að mála fyrir sig úti í heimi. Ég hef bölvun á útlöndum og öngva löngun til að þvælast þar. Þá vil ég heldur byggja upp landið og mála af því myndir. Þekki það líka eins og lófann á mér. Ég er íslendingur elskan mín og mála það sem er erfiðast að mála og aðrir geta ekki eða láta sér ekki detta í hug. Herðubreið og hólana og fjöllin úr Möðrudal og hesta og krakka. Stundum set ég andlit á þá, en ekki alltaf, það kaupir þetta jafnt hvort sem er. Þegar ég teikna andlit er ég ógurlega nákvæmur í útlínum þótt ég sé fljótur og gæti að því að augun séu svona á réttum stað. Ég hef gaman af krökkunum, þau punta og eru líka svo góð við kallinn." VOÐALEGA NÁKVÆMUR Morgunblaðið/Kristinn Stefán frá Möörudal og máfverkin stórval Stórval stendur skrifað á sumum myndanna og Stefán á ekki í vand- ræðum með að skýra það. „Þetta er bara nafnið mitt, St fyrir Stefán og ó úr Jónsson. Svo heiti ég líka Vilhjálmur og þar hefurðu vaffið og errið en ellið kemur frá Láru konu minni. Þetta er nú ein ágæt skýring á þessu, ég hef merkt ótal myndir svona, það er miklu skemmtilegra." Stefán segist hafa farið að mála fimm ára, lært af Hauki Stefáns- syni frænda sínum og fylgst með Asgrími Jónssyni sem kom í Möðrudal nokkur sumur til að mála. „Haukur gekk í amerískan lista- skóla og kenndi mér að nota al- mennilega liti," segir hann. „Ég fæ þýskan leir í pundatölu og miklu billegar heldur en hér og þess vegna get ég málað þessi býsn. Það eru margir að tapa heilsunni yfir stybbulitum, en ég læt nú ekki svo- leiðis ósköp yfír mig ganga og held mig við leirinn." Þegar Stefán óx úr grasi gafst lítill tími frá bústörfum fyrir mál- aralist og hann tók ekki til við að mála af kappi fyrr en eftir að kom- ið var til Reykjavíkur upp úr miðri öldinni. „Fyrst var ég smiður í Sindra og þá voru búin til almenni- leg kúbein," segir hann. „Síðan hjól- aði ég mikið um bæinn og hafði oft með mér harmonikku og málaði líka. Ég fór einstaka sinnum austur en ekki í seinni tíð. Þegar maður er orðinn margmilljóner í myndum er athugunarvert að fara frá þeim. En úr því ég ég minnist á músíkina verður að segja hvernig ég varð söngstjóri í Möðrudal og tónskáld. Það var nefnilega hún amma mín sem kenndi mér að syngja, hún var hógvær og stillt hún Árnfríður á Ljósavatni og hélt nú að ég gæti sungið Sólsetursljóðið þótt aðrir tryðu því ekki. Svo gaf hún mér tóninn svo lítið bar á og seinna gat ég spilað áttraddað á píanó. Það geri ég ennþá mér til skemmtunar heima. Annars spila ég minna núna þegar ég mála svona hrottalega mikið og svo fínnst mér líka oft að leggjast fyrir þegar ég er syfjaður." kvensemi Stefán fæddist á Arnórsstöðum í Jökuldal sumarið 1908 en segist hafa verið um tíma hjá afa sínum og nafna í Möðrudal eftir að hann ofkældist og veiktist þriggja ára gamall. „Afi var svo kvensamur og ein dætra hans; sem raunar var öðrum kennd, kom í mig lífinu aft- ur. Hún hét Stefanía, fjarskalega geðgóð en fékk berkla og dó rétt HÚN ÆPIR en hann hvíslar. í myndum sem þau sýna í Portinu f Hafnarfirði, sitt hvoru megin veggjar. Sonia Renard og Volker Schönwart eiga það þó sameigin- legt að vera málarar, f ædd 1960, lærð í sama skóla og ákveðin í að koma afturtil íslands. En miklu fleira er ólíkt með þeim, að minnsta kosti ímyndunum og um þær ræddum við í vikunni. Oonia og Volker segjast vera eins og svart og hvítt eða flóð og fjara og það er ein- mitt yfirskrift sýningarinnar. Myndir Soniu eru að springa af litum og lífi, þar eru fígúrur og tákn margra tíma og heima, úr mexíkóskri þjóðtrú og frá víkingum til nútímans með sjón- varpi, síma, klukkum, tólvum og teiknimyndasögum. Hver mynd segir sögu, margslungna og safaríka. Volker er hins vegar spar á allt sem ekki er alveg nauðsynlegt, með nákvæm form og hrátt efni. Myndir hans geta virst kyrrlátar í gráum og grófum pappír og fíngerðum litatón- um og svörtu og hvítu, ýmist með ströngum línum af lakki eða blæðandi ristum í málm. Abstrakt og segjast ekki annað en þær eru, pappír með fleti og línu. Augað sem horfir sér ef til vill annað. ísland Sonia hefur komið sex sinnum til Listamenn frá Frakklandi og Þýskalandi sýna málverk í Hafnarfirði íslands síðan 1991 og segist ekki hafa fengið nóg. Hún hefur sótt um styrk til franskra stjórnvalda vegna hálfs árs dvalar hér á næstu misser- um og kveðst spennt að vita hvort líft sé á landinu að vetri til. Hér hefur hún glögga sýn gests og glaða líkt og barn; finnst einhverjir töfrar yfir og allt um kring og fær fullt af hugmyndum. Hún talar um lífið í jörðinni og kraft í náttúrunni, hita, hraun og snjó, og að Islendingar hafi einkennilega blöndu af frum- stæðu efni og hinu nýjasta í tækni og tísku ýmiskonar. Hún kynntist Sverri Ólafssyni myndlistarmanni í Hafnarfirði á listahátíð í Svíþjóð fyrir fjórum árum og báðum var þeim boðið að sýna á skúlptúrstefnu í Mexíkó. „Við ákváð- um að vera samferða frá íslandi," segir hún, „þess vegna kpm ég hingað og hugs- aði fyrst að hér væri ég þá komin til tunglsins. Síðan var ég nokkrar vikur á landinu og þoldi á eftir ekki við í Þýska- landi lengur en mánuð, þá fór ég aftur upp í flug- vél til að vera hér í sex vikur. Síðan hef ég kom- ið öðru hvoru." Volker er nú á íslandi í annað sinn og ætlar líka að koma aftur. Þau Son- ia byggðu bæði skúlp- túra fyrir Listahátíð í Hafnarfirði 1991 og komu sér fyrir í Straumi meðan á henni stóð. Þar eru þau einnig núna og Málarar: Bíllinn er eftir hennar höfði. Morgunblaðið/Kristinn J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.