Morgunblaðið - 27.07.1993, Síða 3
I
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993
B 3
að koma frá þeim eða á leiðinni
til þeirra. Hvernig þau fóru að
þessu þrátt fyrir lítil efni veit ég
ekki, en ég veit að þar áttu heima,
höfðu athvarf eða voru fastagestir
er þeir dvöldu í borginni í upphafi
listaferils síns, jafn ólíkir lista-
menn og t.d. rithöfundarnir Hall-
dór Laxness, Davíð frá Fagra-
skógi, Þórbergur Þórðarson og
Kristmann Guðmundsson. Stein-
unn hafði auk þess hjúkrað Sig-
urði Kristófer Péturssyni rithöf-
undi á holdveikraspítalanum á
Laugamesi og henni þótti fjarska
vænt um alla þessa menn sem
voru að hennar dómi íslands góðu
synir. Þórður var mikill vinur séra
Bjama Jónssonar vígslubiskups og
voru á milli þeirra reglulegar
bréfaskriftir og sá hári þulur séra
Friðrik Friðriksson kom þar jafnan
við er hann gisti borgina.
Hvernig leit svo heimurinn út
fyrir þessum tveim ungu mönnum,
og hvað var að gerast á þessum
áram? það var nú aldeilis margt
og þarna á Ráðhústorginu standa
þeir í upphafi eins gjöfulasta ára-
tugar í list aldarinnar, sem mark-
aði mikil tímamót og oft er nefnd-
ur gullni áratugurinn eða „Die
Goldene Zwanziger Jahre“ eins og
það heitir á tungu þeirra þjóðar
sem þeir sóttu öðra fremur sína
listrænu menntun til. þetta var og
áratugur arkitektsins Mies van der
Rohe, sem kynnti hugmynd sína
um nýstíl í byggingarlist er hann
mótaði turn framtíðarinnar „Proj-
ekt de Gratie -ciel“ svo sem þeir
nefndu það í Frans. Og vísindin
voru á fullu við að móta nýjan
heim, og rannsaka flókin lögmál
m.a. afstæðiskenningu Einsteins,
og í því skyni var reistur rannsókn-
arturn í Potsdam í nágrenni Ber-
línar á áranum 1919-21 eftir arki-
tektinn Erich Mendelsohn: E=mc2.
Allt gildismat á menningu var
gjörbreytt frá því sem var fyrir
heimsstyrjöldina og uppstokkunin
var hvað mest í hinu sigraða
þýskalandi, og þá einkum í Berlín,
Dresden og Miinchen. Myndlistar-
menn, sem vora úti í kuldanum
fyrir stríð eins og t.d. expressjón-
istamir vora nú jafnvel orðnir
virðulegir prófessorar við nafn-
kennda fagurlistaskóla.
Og listamenn vora sem fyrr í
framvarðsveit þeirra sem voru í
óða önn að móta nýja tíma og
ryðja ferskum hugmyndum braut.
Ekki vora nema tvö ár síðan im-
pressjónistinn Auguste Renoir
lést, og enn var Claude Monet síð-
asti frumkvöðull birtumálverksin
á lífi, og þó heyrði listastefnan
sögunni til í allri þeirri miklu upp-
stokkun gilda sem átti sér stað í
málaralistinni. Táknhyggjan og
æskustíllin vora sömuleiðis að
baki, og hinn frægi belgíski full-
trúi táknhyggjunnar Fernand
Khnopff lést einmitt í Brassel í
þann mund sem Finn bar að garði
í Berlín. Kúbisminn í sinni hrein-
ustu mynd var einnig liðinn undir
lok, en ýmis afsprengi hans lifðu
góðu lífi. Svo voru það listastefnur
eins og les Fauves, abstrakt, fútur-
ismi, expressjónismi, surrealismi,
Dada, suprematismi, konstrukti-
vismi og frumspekimálverkið eða
„peinture métaphysique“. það sem
máli skipti var umfram allt að að
vera nýr og djarfur.
í þýskalandi var „Der Sturm“
hreyfingin í kringum Herwarth
Walden enn við líði þótt nokkur
ljómi væri farinn af henni því ný
viðhorf voru að ryðja sér rúms,
en um listhópinn hafði Finnur víst
enga eða litla vitneskju né heldur
hvað aðra þarlenda nýsköpun
snerti. Aðrar hvatir lágu að baki
dvöl hans í Berlín og Dresden, og
er ekki gott að spá í þær. En þess-
ar borgir voru á þeim tíma báðar
í brennidepli lista í heiminum og
Dresden ósjaldan kölluð Flórenz
norðursins og það mun hafa verið
alveg nóg til að freista ungs og
forvitins manns frá afskekktu
þorpi á austurhluta íslands. Menn
spurðu ekki um stefnur og stíl-
brigði, sem væru efst á baugi í
Evrópu á þeim tímum, heldur var
hver og ein listaborg í Evrópu út
af fyrir sig mikils háttar ævintýri
með ótal fyrirheitum, og sjálfsagt
fyrir framagjarna menn að reyna
fyrir sér sem víðast. Menn vora
eiginlega ölvaðir af öllum þeim
möguleikum sem Evrópa bauð
uppá og freistandi að fara í víking
á áður lítt numdar slóðir.
Ákvörðun Finns verður að telj-
ast alveg rökrétt og um leið ein-
kenndist hún af þeirri framsýni
sem svo mörgum var gefin á þess-
Finnur Jónsson og Ásgeir Bjarnþórsson á Ráðhústorginu í Kaup-
mannahöfn 1921.
um árum. Og þótt París hafi
kannski haft vinningin sem lista-
miðstöð, þá var miklu meira að
gerast í Þýskalandi en menn vildu
lengi vel viðurkenna. Og það sem
meira var um vert, í mörgum borg-
um Þýskalands, en ekki á einum
miðdepli eins og í Frakklandi.
Finnut hélt fyrst til Berlínar
haustið 1921, þar sem hann nam
í einkaskóla hins nafnkennda mál-
ara Karls Hofer, en gerði ein-
hverra hluta vegna stuttan stanz
og hélt til Dresden í febrúar 1922.
Margt hlýtur að hafa verið að
bijótast um í huga hins unga
manns og á jafn skömmum tíma
hefur hann trauðla hafa getað
melt allt í kring um sig, en hann'
kynnist nú fyrst framúrstefnulist
í Sturm-listhúsinu á Potsdamerst-
rasse. En það var líka fleira í
Berlín en Der Sturm, eins og t.d.
listhús Otto Burchardt, en þar
hafði verið haldin eftirminnileg
Dada stefna árið áður.
En Berlín eftirstríðsáranna var
nöturleg, siðlaus og köld og hinn
mikli uppgangur listalífsins var
rétt að byija og enn nokkuð í land
þar til ljóminn af afrekum leikhús-
manna eins og Max Reinhardt og 4.
Erwin Piscator lýsti um alla Evr-
ópu, og málarar líkt og George
Grosz og Otto Dix voru rétt farn-
ir að láta að sér kveðá. Ömurleik-
inn var helsta einkenni Berlínar
og henni var líkt við fjórða flokks
biðstofu ( Kurt Tucholsky) eða
grátt steinlík ( Geroge Grosz) og
sagt: „í austri ríkir afbrotið í mið-
borginni svindlið, í norðri neyðin
og í öllum áttunum býr glötunin“
(Erich Kástner).
Það var því vart að undra þótt
hin sögufræga og fagra listaborg
við Saxelfi væri freistandi kostur
fyrir unga og opna listasál, og svo
hafði Finnur lesið sér til um undur
hennar. *
Nú var íslendingurinn Finnur
Jónsson kominn á leiðarenda, og
í Dresden dvaldi hann næstu þijú
árin og stundaði nám við einka-
skólann „Der Weg“ , þar sem nýj-
ar stefnur í myndlist voru kynntar
og ný grunnmál rannsökuð. Hér
urðu til ýmsar tilraunir, sem
marka vafalítið það fyrsta sem
íslendingur gerir skipulega á sviði
núlista á þessari öld. Finnur hlaut
mikla viðurkenningu á þessum.
nýja vettvangi, er hann var full-1
gildur þátttakandi á vorsýningu
Der Sturm listhússins 1925, en
verk hans völdu engir minni menn
en Vassily Kandinsky og Herw-
arth Walden.
Og um leið hélt tíminn og núið
innreið sína inn á svið íslenzkrar
myndlistar.
Bragi Ásgeirsson
Finnur Jónsson ásamt foreldrum sínum, Ólöfu Finnsdóttur og Jóni
Þórarinssyni, og systkinum, Önnu, Birni, Georg, Karli og Ríkharði.
Myndin var tekin um 1908.
að því að mála landslags- og þjóð-
lífsmyndir, einkum úr lífi sjómanna,
meirihluta ævi sinnar eða allt til
sjötugs.
í þessum verkum gætir expressj-
ónískra áhrifa með notkun afmark-
aðra og sterkra útlína og kröftugra
forma. Með tímanum verður þetta
hlutlæga myndefni æ huglægara.
Þessi verk hafa afar persónulegan
og eftirminnilegan stíl og það era
þau sem bára hróður Finns og
öfluðu honum vinsælda.
Finnur hóf á ný að mála óhlutlæg
verk á sjöunda áratugnum en hafði
áður gert tilraunir í þá átt á þeim
fímmta. Verkin frá sjöunda ára-
tugnum höfðu beina skírskotun til
eldri expressjónískra verka hans.
Þessi expressjónísku verk, sem
höfðu mjög ákveðnar táknrænar
vísanir, voru ótrúlega fersk, og er
athyglisvert að benda á að Finnur
var um sjötugt er hann hóf að mála
þau.
Finnur var einn af stofnendum
Bandalags íslenskra listamanna og
Félags íslenskra myndlistarmanna
og sat lengi í stjóm þess og sýning-
amefndum. Hann var einn aðal-
hvatamanna að byggingu Lista-
mannaskálans. Finnur skóf aldrei
af skoðunum sínum og lét þær
óspart í ljós enda lenti hann oft í
hörðum ritdeilum í dagblöðum
landsins. En Finnur var sterkur
persónuleiki, viljafastur, traustur og
fylginn sér. Hann var vinnusamur
með afbrigðum og einbeittur í list
sinni og trúði á það sem hann var
að gera enda bera verk hans þess
merki.
Finni hlotnaðist margvíslegur
lieiður og má þar nefna að hann
var á heiðurslaunaskrá Alþingis frá
árinu 1973 og var sæmdur stórridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir myndlistarstörf árið 1976. Þá
var Finnur gerður að heiðursfélaga
Félags íslenskra myndlistannanna
árið 1968 og Félags íslenskra gull-
smiða árið 1987. En mestan heiður
hlaut hann árið 1970 er abstrakt-
verk hans voru valin fyrir tilstilli
Listasafnsins til sýningar á vegum
Evrópuráðsins árið 1970 á sýningu
er nefndist Evrópa 1925. Þar voru
verk Finns í félagsskap með lista-
mönnum eins og Kandinsky, Klee
og Léger. Loksins komu þessi verk
Finns frá þriðja áratugnum fram í
dagsljósið og framlag Finns var
metið að verðleikum í alþjóðlegu
samhengi. Þessi viðurkenning
gladdi mjög hjarta listamannsins.
Finnur Jónsson skildi hvers virði
það er að eiga gott þjóðlistasafn og
mikilvægi þess að þar sé sem best
úrval verka eftir höfuðlistamenn
þjóðarinnar. í Listasafninu verða
verk Finns metin í samhengi við
aðra myndlist í landinu, og þau stöð-
ugt til taks til sýningar og rannsókn-
ar.
Eftirlifandi eiginkona Finns er frú
Guðný Elísdóttir. Listasafn íslands
sendir frú Guðnýju innilegar samúð-
arkveðjur og þakkar hlýhug og
höfðingsskap þeirra hjóna í sinn
®ai^' Bera Nordal.
Við fráfall Finns Jónssonar list-
málara á 101. aldursári verða þau
tímamót að samfelld myndlistariðk-
un á Islandi undir formerkjum vest-
rænnar menningar verður ekki leng-
ur mæld í eins manns ævi. Finnur
er vafalaust einn frumlegasti, djarf-
asti og jafnframt sjálfstæðasti lista-
maður íslenskrar myndlistarsögu. Á
80 ára starfsferli hafa margir vind-
ar oft blásið, að því er virðist úr
gagnstæðum áttum, í segl sköpun-
argáfu hans, þótt persónuleg ein-
kenni á_ sérhveiju verki leyni sér
aldrei. Ég sem ekki hef haft nein
persónuleg kynni af Finni og reynd-
ar aldrei séð hann, hef einkum
skynjað nærveru hans í tveimur
myndum. Önnur myndin er eftir-
prentun sem fósturafi minn, fæddur
sama ár og Finnur, bóndi sem þá
var fluttur til Reykjavíkur, hafði
allt í einu hengt upp í svefnherbergi
sínu, sennilega án þess að vita hver
hafði málað frummyndina. Á mynd
þessari era tveir samanreknir karlar
á skektu undir seglum að koma
heim með dálítinn afla en allt í kring
er dökkblár og úfinn sjórinn. Lífs-
baráttan fær hér á sig klunnalega
upphafínn blæ, samt á það trúverð-
ugan hátt að myndin hefur í sér
fólginn alþýðlegan sannleik. Á hinni
myndinni, opinberustu mynd hans,
sem gerð var um svipað leyti er
hins vegar rauður og gylltur tening-
ur sem svífur í lausu lofti með þrí-
hyrninga og hringi svífandi allt um
kring enda heitir myndin „Örlaga-
teningurinn" og er gerð 1925. Þessi
mynd er einmitt í höndum listfræð-
inganna eitt helsta sönnunargagnið
fyrir því að íslenskir listamenn hafi
haft veður af þeim viðhorfum í list-
um sem kölluð hafa verið abstrakji-
ón, súrrealismi, jafnvel dadaismi,
expressjón og metafýsik áratugum
fyrr en efni stóðu til. Utfrá þessum
tveimur myndum dreg ég þá ályktun
að enginn íslenskur myndlistarmað-
ur hafi í senn staðið þjóðinni nær
og fjær.
Starfandi listamenn eiga Finni
Jónssyni margt gott að gjalda og
fáir hafa lagt stærri skerf á þá vog-
arskál að ijúfa undarlega en inn-
gróna einangrun íslendinga jafnt
frá eigin kringumstæðum, og menn-
ingu annarra þjóða. Fyrir hönd Fé-
lags íslenskra myndlistarmanna, þar
sem Finnur Jónsson var um margra
ára skeið einn helsti drifkrafturinn
og síðar heiðursfélagi, votta ég að-
standendum og fjölskyldu hans sam-
úð mína.
Hannes Lárusson, formaður
Félags íslenskra myndlistar-
manna.