Morgunblaðið - 10.08.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIPJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
C 3
KNATTSPYRNA
Óli Þór Magnússon og Anthony Karl Gregory skoruðu báðir þrívegis, fyrir ÍBKog Val, í gærkvöldi
Keflvíkingar
sannfærandi
Keflvíkingar héldu upp á sæti í
úrslitum bikarkeppninnar
með því að vinna Vestmannaeyinga
mjög örugglega í 1.
Skgptj deildinni í Keflavík
Hallgrímsson í gærkvöldi, 4:0. Óli
skrífar Þór Magnússon,
sem gerði sigur-
markið eftirminnilega gegn Val í
undanúrslitunum á Laugardalsvelli
á dögunum skoraði þrívegis í gær-
kvöldi; tvisvar með skalla og eitt
mark úr vítaspyrnu.
Það var aldrei spurning um hvort
liðið sigraði, einungis hve stór sigur
ÍBK yrði. Bjarni Sveinbjörnsson
fékk ágætt færi fyrir ÍBV strax á
KORFUBOLTI
Torfl
þjálfar
Leikni
Torfi Magnússon, fyrrum lands-
liðsþjálfari í körfuknatíleik,
hefur verið ráðinn þjálfari hjá Leikni
í Breiðholtinu. Hann mun þjálfa
meistaraflokk félagsins sem leikur í
1. deild í vetur, og auk þess tvo
yngri flokka. Hann hefur einnig í
hyggju að leika eitthvað með félag-
inu. Samningur Torfa og Leiknis
gildir fram á næsta vor.
Samningur Torfa við KKÍ rann
út 1. ágúst og er nú enginn starf-
andi landsliðsþjálfari. Kolbeinn Páls-
son, formaður KKÍ, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
stjórnin færi fljótlega í það að finna
landsliðsþjálfara. „Stjórnin tók þá
ákvörðun í vor að ekki yrði um
áframhaldandi fastráðningu landsl-
iðsþjálfara að ræða. Við munum
bjóða þetta starf út sem sjálfstætt
verkefni,“ sagði Kolbeinn. Hann
sagði að Torfi kæmi alveg eins til
greina í starfið eins og hver annar.
2. mín. leiksins, en Ólafur Pétursson
varði laust skot hans, og síðan ógn-
uðu Eyjamenn varla marki Ólafs.
Heimamenn voru hins vegar hvað
eftir annað ágengir hinum megin.
Liðsheild ÍBK var mjög sterk, knött-
urinn gekk vel manna á milli, þeir
voru hreyfanlegir og höfðu gaman
af verkefninu. Gunnar Oddsson átti
stórleik á miðjunni hjá ÍBK og Óli
Þór var stórhættulegur frammi.
Þetta var hins vegar ekki dagur
Eyjamanna; það gekk nánast ekk-
ert upp hjá þeim að þessu sinni.
Liðið getur augljóslega mun meira,
en náði sér einfaldlega alls ekki á
strik.
ofl B^\tíunnar Oddsson og
I ■ \#Marko Tanasic prjón-
uðu sig glæsilega í gegn vinstra
megin, Gunnai- sendi fyrir mark-
ið þar sem Óli Þór Magnússon
skallaði laglega í markið af
stuttu færi á 30. mín.
H^%Gestur Gylfason
■ \#sendi upp vinstri
kantinn á 45. mín., á Marko
Tanasic, sem lék inn á teig, Jón
Bragi Ajrnarsson kom aðvífandi
og felldi Serbann og víti var
dæmt. Óli Þór Magnússon
skoraði örugglega úr vítinu og
Sæmundur dómari flautaði
strax til leikhlés, eftir að knött-
urinn þandi út netamöskvana.
B#%Tæpai' tvær mín.
■■^#voru liðnar af seinni
hálfleik er Marko Tanasie gerði
þriðja mark ÍBK; Jakob Jón-
harðsson sendi knöttinn af
hægri kanti yfir á vinstri væng-
inn, Serbinn var við vítateig og
skoraði með bogaskoti neðst S
fjærhomið.
St m ^\Knötturinn kom frá
■♦■^#hægri kanti yfir að
vítateig á 65. mín., Gunnar
Oddsson sneiddi hann inn að
markteig, þar sem Óli Þór
Magnússon var fljótari að
hugsa en vamarmennirnir,
fleygði sér fram og skallaði
glæsilega í netið yfír Friðrik
markvörð, sem kom út á móti.
Þrjú af stutfu færi
ANTHONY Karl Gregory skoraði þrisvar gegn Fylkismönnum í gærkvöldi.
Valur eygir
UEFA-sæti
VALSMENN unnu Fylki 4:2 í
gærkvöldi, skutust þar með upp
í efri hluta 1. deildar og eru með
í baráttunni um Evrópusæti að
ári. Fylkismenn voru seinir í
gang, nýttu ekki færin og eru
áfram í fallsæti.
Heimamenn léku gegn vindinum
í fyrri hálfleik og fórst það vel
úr hendi, en gestirnir hjálpuðu til,
voru illa á verði og
áttu í mestu erf-
Steinþór iðleikum með spilið.
2sr™ s»v», J6»r„
stjornaði vorn Vals
sem herforingi, Agúst Gylfason og
Steinar Adolfsson áttu miðjuna og
Anthony Karl Gregory var gráðugur
í fremstu víglínu.
Allt annað var að sjá til Fylkis-
manna eftir hlé. Spilið var markvisst
ög þeir fengu vægast sagt gullið
tækifæri til að jafna, en þess í stað
sofnuðu þeir á verðinum undir lokin
og var refsað fyrir. Sjálfstraustið var
til staðar í seinni.hálfleik og þá gengu
hlutirnir' mun betur. Baráttan var
góð í miðjunni, þó of mikið væri um
ónákvæmar sendingar, en vörnin var
óþétt og því fór sem fór.
Valsmenn spiluðu vel og sköpuðu
sér mörg marktækifæri, en með ólík-
indum var hvað þeir höfðu litlar
gætur á mótherjunum í aukaspyrn-
um. En sigurviljinn hafði sitt að
segja.
Baldur Bragason lék ekki með Val
og verður sennilega ekki meira með
á tímabilinu. Ekið var á landsiiðs-
manninn, þegar hann var á heimleið
á bifhjóli sínu, eftir æfingu fyrir
helgi með þeim afleiðingum að hann
tognaði illa á hálsi auk þess sem
hann marðist illa.
1*^\Kristinn Lárusson fékk knöttinn rétt utan vítateigs Fylkis, vinstra megin, á 9. mfnútu. Hann skaut
■ ■# að marki, Páli Guðmundsson varði, en hélt ekki boltanum og eftirleikurinn var auðveldur hjá
Anthony Karli Gregory, sem var við fjærstöng.
2B^\Sævar Jónsson tók aukaspymu við miðlínu á 37. mínútu, sendi fram og til vinstri á Kristin Lárus-
«^#son, sem var við vítateig. Hann skallaði strax þvert yfir á Steinar Adolfsson, sem spymti bolt-
anum viðstöðuiaust í fjærhornið uppi. Glæsilegt mark og vel að því staðið.
Fylkismenn sneru vörn í sókn á 39. mínútu. Baldur Bjarnason fékk boltann nálægt miðiínu, lék
upp völlinn óáreittur og skoraði af öryggi framhjá Bjarna Sigurðssyni.
3b «■ Valsmenn byijuðu á miðju. Jón Grétar Jónsson fékk boltann úti hægra hornið og gaf fyrir markið
■ I á 40. mínútu. Þar var Anthony Karl Gregory mættur og skallaði í markið af stuttu færi.
3« OÁsgeir Ásgeirsson tók homspýrnu frá vinstri á 60. mínútu og sendi fyrir markið. Kristinn Tómas-
■ áEíison var illa valdaður í markteignum, bar höfuð og herðar yfir aðra og skallaði glæsiiega í markið.
4H^^Sævar Jónsson tók aukaspymu náiægt endamörkum hægra megin á 83. mínútu og fór sér að
■ flSáengu óðslega. Boltinn fór framhjá nokkram mönnum og Anthony Karl þakkaði fyrir sig við fjær-
stöngina með þriðja marki sínu.
Meistararnirfengu óvæntan gest — rússneskan eðlisfræðing og þjálfara — sem vildi aðstoða þá
Segist vita hvemig ÍA
á að sigra Feyenoord
SKAGAMENN fengu óvæntan gest í síðustu viku, sem bauð
þeim aðstoð sfna og sagði að kennsla sín yrði ekki aðeins til
að íslandsmeistararnir hefðu betur gegn meisturum Albaníu
í forkeppni Evrópumóts meistaraliða heldur færu þeir með
sigur af hólmi gegn Feyenoord frá Hollandi í 1. umferð. Skaga-
menn létu gylliboðið sem vind um eyru þjóta, en ferðalangur-
inn hélt frá Akranesi í gær og ætlar af landi brott í dag.
Roland Galash kom til landsins
s.l. miðvikudag og hélt þegar
til Akraness, en sá bikarleikinn
gegn KR í Reykjavík um kvöldið.
Hann setti sig í samband við
Skagamenn og sagðist vera tilbú-
inn að hjálpa þeim, en þeir sýndu
málinu ekki áhuga. Engu að síður
fylgdist hann með æfingum og sá
deildarleikinn gegn KR í fyrra-
kvöld, en þar sem Skagamenn
höfðu ekki tal af honum í gær, tók
hann saman föggur sínar og fór.
Galash sagði við Morgunblaðið
að hann væri eðlisfræðingur að
mennt, fæddur 1937, og knatt-
spyrnuþjálfari af æðstu gráðu í
fyrrum Sovétríkjunum, en hefði
flust til Bandaríkjanna fyrir fimm
árum. Hann sagðist vera höfundur
„total“ knattspyrnu, en Sovétmenn
hefðu komið hugmyndunum til
Hollendinga og Þjóðverja að sér
forspurðum. Jafnframt sagðist
hann hafa svar við öllum spurning-
um varðandi knattspyrnu, kenning-
ar sínar væru byggðar á rúmfræði
og hugsun og hann gæti kennt
Skagamönnum á skömmum tíma,
það sem upp á vantaði, til að þeir
yrðu á meðal þeirra fremstu í Evr-
ópu.
Maðurinn varðist allra fregna
af ferli sínum og samstarfsmönn-
um, sagði aðeins að illa hefði verið
komið fram við sig í heimalandinu
sem og annars staðar og hann ein-
angraður frá því ,að sanna hug-
myndir sínar í verki. Hann sagðist
byggja á því að knattspyrna væri
list, leikmenn yrðu að sjá fyrir sér
komandi leik og hugsa hann út í
gegn, en vildi að öðru leyti ekki
ræða um lausnina, sagðist vilja láta
verkin tala og furðaði sig á sinnu-
leysi Skagamanna, því með aðgerð-
arleysi sínu væru þeir að kasta ein-
stöku tækifæri á glæ.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA,
sagði að maðurinn hefði hvorki vilj-
AKRAB0RG
akranes
Morgunblaðið/Kristinn
Farinn af Skaganum
ROLAND Galash, Rússinn sem bauð Akurnesingum aðstoð sína, fór af
Skaganum í gær og hyggst halda af landi brott í dag.
að segja nánari deili á sér né starfs-
aðferðum og Skagamenn létu ekki
bjóða sér hvað sem væri. Þetta
væri í alla staði furðulegt, en að
sama skapi bráðfyndið.
Hjá Knattspymusambandi Rúss-
lands fengust þær upplýsingar að
viðkomandi maður hefði aldrei
tengst sambandinu né Knatt-
spyrnusambandi fyrrum Sovétríkj-
anna, hvorki sem leikmaður, þjálf-
ari né dómari.