Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJÚÓAGUR 10. ÁGÚST 1993 C 9 KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND Werder Brem enkaffærði lið Stuttgart MEISTARAR Werder Bremen byrjuöu keppnistímabilið í Þýskalandi eins og þeir enduðu það síðasta. Aðeins átta vikur eru síðan liðið vann Stuttgart 3:0 í lokaumferð síðasta keppnistímabils og á sunnu- daginn gerði það enn betur, sigraði 5:1. Deildinfór vel af stað og segja sparkfræðingar í Þýskalandi að deildin hafi sjaldan eða aldrei byrjað eins vel. 39 mörk voru gerð í 1. umferðinni og metaðsókn á flesta leiki. Eyjólfur Sverrisson fann sig ekki vel með Stuttgart gegn Werder Bremen. Hann var tekinn útaf í leik- hléi fyrir Fritz Walt- Frá Jóni er, sem gerði eina Halldórí mark liðsins í síðari ^srðarssyni hálfleik. Austurríski landsliðsmaðurinn Andreas Herzog var í miklu stuði og gerði tvö fyrstu mörk Bremen. Bernd Hobsch bætti því þriðja við áður en Fritz Walter náði að minnka muninn en Wynton Rufer setti tvö á lokamínútunum eftir að Thomasi Berthold, leikmanni Stuttgart, hafði verið vikið af leikvelli. Kolumbíumaðurinn Adolfo Va- lencia, sem gengur undir gælunafn- inu „lestin" í heimalandi sínu, var hetja Bayern Miinchen gegn nýlið- unum í deildinni, Freiburg. Hann gerði tvö af mörkum liðsins í 3:1 sigri. Valencia, sem var keytur til Bayem frá Indepediente Santa Fe fyrir 216 milljónir króna, gerði mörk- in á 14. og 24. mínútu eftir að Mark- us Schupp hafði komið Bayern á bragðið. Önnur topplið deildarinnar frá síð- asta tímabili unnu flest um helgina. Eintracht Frankfurt burstaði Boruss- ia Mönchengladbach 4:0 og Dort- mund vann Karlsruhe 2:1 á föstudag en Leverkusen náði aðeins jafntefli 2:2 gegn Duisburg. Bernd Schuster, sem gekk til liðs við Leverkusen eft- ir 13 ára dvöl á Spáni og Brasilíu- maðurinn Paulo Sergio, léku báðir fyrsta leik sinn fyrir liðið og stóðu sig vel. Köln, sem rétt slapp við fall á síð- asta keppnistímabili, byrjaði illa á heimavelli og mátti þola tap, 0:2, fyrir Kaiserslautern. Mörkin gerðu svissneski landsliðsmaðurinn Ciriaco Sforza og Marcus Marin á 60. og 90. mínútu. Reuter „Lestin“ byrjaði vel með Bayern ADOLFO Valencia, landsliðsmaður Kolumbíu, gerði tvö mörk í fyrsta leik sínum með Bayern Munchen á laugardaginn. Hér vinnur hann skallaeinvígi gegn Martin Braun, leikmanni Freiburg. ENGLAND FRAKKLAND IMantes á toppnum NANTES er á toppnum í fyrstu deildinni frönsku eftir 3:0 sigur á Toulouse á á útivelli laugar- daginn. Samson Siasia frá Nígeríu skor- aði fyrsta mark Nantes á 12. mínútu og Nicolas Ouedec innsiglaði síðan sigurinn með tveimur mörkum, á 23. og 64. mínútu. Þetta var þriðji sigur Nantes í jafn mörgum leikjum. Marseille gerði 1:1 jafntefli við Le Havre, Basile Boli skoraði með skalla á 28.mínútu, en Ibrahim Ba frá Senegal jafnaði aðeins mínútu síðar. Marseille er nú þremur stigum á eftir Nantes. Paris St Germain, sem margir telja sigurstranglegt í deildinni, gerði 2:2 jafntefii við Strasbourg. Bordeaux og Cannes gerðu markalaust jafn- tefli. Félögin tvö eru stigi á eftir Nantes í deildinni, ásamt Sochaux, sem sigraði Metz 2:1. SKOTLAND Rangers byvjaði með sigri GLASGOW Rangers sigraði Hearts 2:1 ífyrsta leik liðanna í skosku úrvalsdeildinni á laug ardaginn, þrátt fyrir að sex landsliðsmenn hjá féiaginu gætu ekki leikið. Manchester United vann Góð- gerðarskjöldinn í vftakeppni MANCHESTER United sigraði Arsenal 5:4 ívítaspyrnukeppni í árlegum opnunarleik leiktíðarinnar í Englandi; leik bikar- og deild- armeistaranna um Góðgerðarskjöldinn. Jaf nt var eftir venjulegan leiktíma, 1:1. Mark Hughes kom deildar- meisturunum í United yfir strax á áttundu mínútu og Ian Wright jafnaði fimm mínútum fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og þurfti því að grípa til vítaspymukeppni. Þegar staðan var 4:4 í henni og United maðurinn Dennis Irwin var sá eini sem brennt hafði af, var komið að Ian Wright að taka spymu fyrir Arsenal. Mark hefði fært Arsenal sigur, en hið ótrúlega gerðist, Ian Wright skaut framhjá. Bryan Robson, sem kom inná sem varamaður í síðari hálf- leik fyrir Ryan Giggs, skoraði úr næstu spyrnu, og það var síðan markvörðurinn Peter Scheimchel sem tryggði United sigurinn, þegar hann varði spyrnu kollega síns í Arsenal markinu, Davids Seamans. Nigel Winterbum, John Jensen, Kevin Campbell og Paul Merson skomðu fyrir Arsenal áður en Wright brenndi af. Paul Ince og Steve Bruce skoruðu fyrir United áður en Seaman varði skot Irwins. Roy Keane og Eric Cantona skor- uðu síðan fyrir United áður en Rob- son tók síðustu spyrnu þeirra. Venjan hefur fram að þessu ver- ið sú að félög sem gera jafntefli deila skildinum með sér, og þegar tilkynnt var að halda ættí víta- spyrnukeppni bauluðu áhorfendur. Roy Keane lék sinn fyrsta leik fyrir United og náðu þeir Paul Ince vel saman á miðjunni. Þetta var fimmtándi leikur Únited um skjöld- in, sjöundi sigurinn og sá fyrsti síð- an 1983, þegar liðið sigraði Liverpo- ol 2:0. David Hagen og Mark Hateley skomðu mörk Rangers í sitt hvorum hálfleiknum, og það var John Brown sem minnkaði muninn með sjálfsmarki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nýliðarnir í Kilmarnock var eina félagið fyrir utan Rangers sem náði sigri í fyrstu umferð, þeir lögðu Dundee með einu marki Tommy Brown gegn engu. Keppnin í skosku' úrvalsdeildinni á eftir að verða mjög hörð í vetur, þar sem þrjú lið af tólf í úrvalsdeild- inni munu falla um deild. Skotar ætla að bæta við fjórðu deildinni fyrir næsta tímabil, og á næsta tímabili verða tíu lið í úrvalsdeild- inni í stað tólf nú. ■ Úrslit/CiO GOLF Mikil spenna á meistara- móti öldunga í Grafarholti Morgunblaðið/Óskar Sæmundssson Öldungameistararnir ÞAU sigruðu á Öldungameistaramótinu í golfí; Jakobína Guðlaugsdóttir, t.v., sem varð hlutskörpust með forgjöf og síðan koma meistaramir án forgjafarv. Björn Knútsson og Jónína Pálsdóttir. GÓÐ þátttaka var í Öldunga- meistaramóti íslands í golfi, sem fram fór í Grafarholti um helgina og ríkti góð stemmning alla keppnisdagana. Knútur Björnsson úr Keili í Hafnarfirði sigraði í karlaflokki án forgjafar eftir tvísýna keppni við Þor- björn Kjærbo, GS, og Sigurjón Gíslason, GK, og Jónína Páls- dóttir sigraði í kvennaflokki án forgjafar og skildi aðeins eitt högg á milli hennar og Ingu Magnúsdóttur, GK. Að visu var veðrið ekki sem allra best alla dagana því á laugar- dag þurfti að stöðva mótið í rúma I tima vegna veð- Stefán urs t)e£ar mikið Stefánsson rigndi og gekk á með skrifar hviðum en að_ sögn Sigurðar Ágústs Jenssonar mótstjóra er mjög óvana- legt að fresta þurfi móti í Grafarholt- inu. Engu að siður sagði Sigurður að mótið hefði gengið mjög vel með skemmtilegri stemmningu og kappið verið engu minna en á Islandsmeist- aramótinu, sem fram fór Suðurnesj- um á dögunum. í karlaflokki réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holunni. Þorbjöm hélt forystunni fram á síðasta dag en á 13. holu þurfti hann að nota 6 högg en Knútur aðeins þrjú og Siguijón fjögur. Á síðustu holunni mistókst pútt hjá Siguijóni og Þorbjörn náði öðru sæti. Athygli vakti að öldunga- meistarinn frá í fyrra, Sigurður Héð- insson úr Keili, tók ekki þátt í mót- inu og meistarinn árið áður, Sigurður Albertsson úr GS, náði sér ekki á strik á þessu móti. „Það gekk allt vel og munaði mestu að hjá mér urðu engin slys,“ sagði Knútur eftir mótið og átti við að hafa ekki lent í neinum ógöngum. Hann er 63 ára og hefur stundað golf í 25 ár, byijaði ekki fyrr en 38 ára: „Þá vaknaði ég við að golf væri til sem íþrótt. Nú fer maður eftir vinnu beint út á völ! í stað þess að leggjast uppí sófa. Golf er frábær íþrótt, mikil útivist, góð hvíld og hópurinn er góður. Ætli ég fari ekki beint af vellinum í kistuna," bætti Knútur við. Bragi Halldórsson, GR, sigraði á 136 höggum í flokki með forgjöf og Sigurberg Elentínusarson, GK, lenti í öðru sæti á 137 höggum. Ríkarður Pálsson og Hans Kristinsson, báðir í GR, deildu saman 3. og 4. sæti með 138 högg hvor. Jónína Pálsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar hélt forystunni í kvenna- flokki án forgjafar alla dagana, lék á 266 höggum, en eitt högg skildi að hana og Ingu Magnúsdóttur, GK, þegar upp var staðið. í þriðja sæti hafnaði Ágústa Guðmundsdóttir, GR, með 278 högg. Jónína er Akur- eyrarmeistari og enginn nýgræðing- ur í faginu en þetta er fyrsta ár hennar í Öldungaflokki. „Ég vissi að þetta yrði erfitt en sem betur fer náðu aðalkeppinautar mínir sér ekki á strik. í síðasta hringnum var ég frekar örugg með mig en Inga spil- aði mjög vel og sigurinn hafðist ekki fyrr en á síðasta púttinu," sagði Jón- ína. Jakobína Guðlaugsdóttir frá Vest- mannaeyjum sigraði í flokki með forgjöf en hún var skráð í flokk án forgjafar. Vegna mistaka kom hún of seint í mótið og missti af fyrsta deginum. Ágústa Guðmundsdóttir úr GR náði öðru sæti og Selma Hann- esdóttir úr GR hlaut brons. Allar léku þær á 148 höggum en þá er skor úr síðustu 9 ‘nolunum reiknað saman og hálf forgjöf dregin frá. Við það náði Jakobína í gullið en hálft högg skildi að 2. og 3. sætið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.