Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 1
Ptt»r0iitttMaMíSi> KsSS'. Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur opn- uó á Kjarvalsstööum i dag UTAN SEILIMGAR Myndir/Kristinn Það er stundum sagt að fjarlægðin geri fjöllin blá - rétt eins og einhver fjarlægð sé til; rétt eins og það hjarta sem slær í brjósti sérhverrar manneskju sé ekki sama hjartað og hefur alltaf slegið þar — hvort sem hún er hérmeg- in eða þarmegin stórra sjóa; rétt eins og Island breytist þótt hún bregði sér bæjarleið; rétt eins og tíminn geti breytt bláu fjalli í minningu eða söknuð. Svo speglast blátt fjall og blár himinn í hafinu og grasið er svo undurgrænt, hvítur fénaðurinn hreinn; skilin milli lit- anna skörp, línur hreinar. Og það eru litbrigði augn- anna sem ráða því hversu blátt og hversu grænt; hvaða bláa og hvaða græna við sjáum á sérhverju æviskeiði eða í nýju umhverfi. I augum margra fölna litbrigði jarðar með aldrinum, eða eins og útlendur málari sagði einu sinni við mig: „Þegar menn eru ungir nota þeir sterka liti. Með aldrin- um dofna þeir.“ En hjá Louisu Matthíasdóttur er því ekki þannig farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.