Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 MENNING & LISTIR í MORGUMborgum Amsterdam og Haag Vetrardagskrá leikhúsa og tónleikahúsa Holiands hefst í byrjun september. Stundum er þó tekið forskot á sæluna og söngleikur- inn The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber var til dæmis frumsýndur í Circustheater í Haag um miðjan ágúst. Óperudraugurinn er fjölmennasti og dýrasti söngleikur sem settur hefur verið á svið í Hollandi og búist er við metaðsókn. Hann hefur verið þýddur á hollensku og flytjendur eru nær eingöngu Hollendingar. í hlutverki draugsins er Henk Poort sem söng hlutverk Jean Valjean í Hollenskri uppfærslu af Vesal- ingunum og Christine er Joke de Kruijf sem síðustu árin hefur til skiptist sungið hlutverk Cosetti í Vesalingunum og Christine í Óperu- draugnum, í ýmsum uppfærslum víðsvegar um Evrópu. í óperuhúsinu (Het Muziektheater) í Amst- erdam verður óperan Parsifal eftir Richard Wagner sýnd í september. Hljómsveitarstjóri er Hartmut Haenche. Parsifal var áður sýnd fyrir um þremur árum hjá hollensku óper- unni og söngvararnir eru margir hveijir hin- ir sömu og í þeirri uppfærslu. Helstir þeirra eru Jan-Hendrik Rootering, Barry McCauley og Ruthild Engert. Ríkisballettinn (Het Nationale Baliet) er með sýningar á Giselle þessa dagana í Het Muzeiktheater í Amsterdam en 14. til 24. september verða sýndir 3 nútímaballettar við tónlist eftir Hans Peter Kuhn, Charles Ives og sálumessu Mozarts. Danshöfundarnir eru Laurie Booth, George Balanchine og Loer van Schayk. I Concertgebouw tónleikahúsinu í Amst- erdam er mikið um tónleikaraðir. Sem dæmi má nefna 6 heimsfrægar sinfóníuhljómsveitir og jafnmargar frægar barrokkhljómsveitir, einleikara, Gidon Kremer tónleika, róm- antíska píanókonserta, minningar um Mess- iaen og margt fleira. Miðar eru seldir í áskrift og því oft erfítt að verða sér úti um þá í lausasölu. En fyrstu tónleikar fyrmefndra raða eru núna í september. Sinfóníuhljóm- sveit Birminghamborgar t.d. þann 13., Les musiciens du Louvre og Cecilia Bartoli þann 16. og The Academy of Ancient Music 18. september. Þessir tónleikar eru allir haldnir í stóra salnum í húsinu. í litla salnum verða m.a. Grieg tónleikar með Arve Tellefsen, Truls Mörk og Havard Grimse (22. septem- ber), tónleikar fyrir tvö píanó með Wyneke Jordans og Leo van Doeselaar (24. septem- ber) og sembaltónleikar með Gustav Leon- hardt (25. september). Til 6. október er sýning í Galerie van Gelder í Amsterdam með titlinum „Reconsid- erd Images“. Meðal listamanna sem sýna eru Hreinn Friðfinnsson og John M. Armleder. Kristín Waage og Ragnar Finnbogason. Beilín IWIenningarlífið er nú að komast á fulla ferð í þýskum stórborgum eftir sumarfríin. Þó stjórnvöld beiti óspart niðurskurðarkutanum er úr ótrúlega mörgu að velja. Á síðustu árum hafa borgimar háð harða samkeppni sín á milli til að laða til sín fjársterk fyrir- tæki og sérmenntað fólk, auk almennra ferðamanna, með byggingu listasafna og rekstri dýrra leikhúsa og óperuhúsa. I Berl- ín, sem nú er að nafninu til orðin höfuðborg alls landsins, gekk þetta lengst vegna sam- keppni Vestur-Berlínar við Austur-Berlín. í borginni eru því þijú óperuhús og 39 leikhús í gangi, flest niðurgreidd af ríkinu. Það kom þó eins og reiðarslag yfír Berlínarbúa þegar fréttist að borgin ætlar að loka stærsta leik- húsi Vestur-Berlínar, Schiller leikhúsinu. Þrátt fyrir áköf mótmæli úr landinu öllu stendur sú ákvörðun óhögguð. Ef einhver vill sjá síðustu sýningar þessa húss, þar sem leikstjórinn Einar Schleef hefur gert garðinn frægan, eru því síðustu forvöð. Nú eru í gangi sýningar á verkum eftir Shakespeare, Schiller og Sófókles. Áhugafólk um leiklist fer um þessar mund- ir þó frekar í austurhluta borgarinnar til að sjá uppfærslur Frank Castorfs og Andreas Kriegenburgs í hinu gamla leikhúsi Erwin Piscators „Berliner Volksbiihne“; um þessar mundir eru þar verk eftir Shakespeare og Heiner Muller til sýninga. I leikhúsi Brechts, Berliner Ensemble, er nú til sýnis verk eftir Peter Brook í tengslum við Berlínarhátíðina (til 30. sept.) en að því loknu færir Heiner Miiller udd lítt bekkt leikrit Brechts oer eierin viðbót við það: „Fatzer 1/Germania 2“. Rob- ert Wilson leikstýrir nýju leikriti eftir Susan Sontag „Alice í rúminu" í Berliner Schaub- uhne (15.9.) í Komische Oper (sungið á þýsku) er frumsýning á óperunni „Ævintýrið um zarinn Súltan" eftir Rimski-Korsakov þann 10. sept. í Deutsche Oper er frá 9. til 12. sept. hægt að sjá japanskt kabuki leik- hús, og frá 16. til 19. sept. noh-leikhús. Jap- anskri menningu er einnig hægt að kynnast á þremur sýningum í Berlín, þeirra á meðal er „Japan og Evrópa 1543-1929“ í Martin Gropius húsinu. Myndlistinni má ekki alveg gleyma og getið skal um sýningu á safnaeyjunni frægu sem nú er aftur í hjarta Berlínar. Þar má enn sjá myndir úr svissneskum einkasöfnum á landslagsmálverkum „Frá CD Friedrich til Hodlers" og „Vegi nútímalistarinnar“. Sæmundur G. Halldórsson Skúlptúrgaróurinn ó þaki sýning- arhallar Sambandslýóveldisins í Bonn. Bonn iBonn, þar sem ríkisstjórn og þing hafa aðsetur, voru síðasta sumar opnuð tvö glæsi- leg listasöfn, sem byijað var að byggja þeg- ar Berlínarmúrinn var enn vel traustur. Sam- bandslýðveldið Þýskaland byggði geysistóra sýningarhöll með skúlptúrgarði á þakinu. Þar má sjá skúlptúra Alexander Calders til 26. sept. en í borgarlistasafninu í Bonn, sem stendur andspænis sýningarhöllinni, eru verk Markúsar Liipertz til sýnis til 26. sept. Að staðaldri eru sýnd verk August Macke (sem var frá Bonn) og annarra expressjónista úr Rínarlöndum. í borginni færir Valentin Jenker upp leik- rit Botho Strauss um borgina, „Þekkt andlit, blandaðar tilfinningar". Svo áfram sé haldið með leikhús og farið víðar um Þýskaland er næst að geta uppfærslu Werners Schoeter á Elektru í sorgarklæðum eftir O’Neill í Dusseldorf og uppfærslu Nicolas Brieger á Veislu fýrir Boris eftir Thomas Bernhard í Köln (frumsýning í Schauspielhaus 11. sept.) Ein merkilegasta myndlistarsýning sem hægt er að skoða í Þýskalandi um þessar mundir er sennilega „Frá Monet til Picasso" í Folkwang safninu í Essen. Þar má sjá ein- stakt impressjónistasafn rússnesku kaup- sýslumannanna Shtsjúkins og Morosovs, sem tekið var eignamámi í byltingunni og hefur síðan 1918 verið til sýnis í Eremitagesafninu í St. Pétursborg og Púsjkínsafninu í Moskvu. í Hamborg má sjá sýninguna Norðurljós: Norðurþýskt og skandinavískt málverk 1870 til 1920 (án Islands) í listasafni Altóna til 3. október. í Deichtorhöllunum er yfírlitssýn- ing á verkum Andy Warhol til 19. septem- ber. í Köln stendur sýningin „Ljósmyndir í þýskri samtímalist" í Museum Ludwig til 17. nóvember. S.G.H. Nýja óperuhúsió i Helsinki. Helsinki Nú um helgina lýkur listahátíð Helsinki með mörgum frábærum tónleikum, sýningum og öðrum uppákomum. Við tekur hversdaglegra menningarhaust sem í ár má þó telja svolítið öðruvísi en áður. Fyrsta starfsár fínnsku óperunnar í eigin húsi er nefnilega að hefj- ast. Eftir rúmlega 75 ára bið hefur hún loks- ins eignast virðulegt aðsetur. Óperuhúsið við Tölö-víkina í miðborg Hels- inki hefur risið sem musteri tónlistarinnar og auðvitað verið gagnrýnt fyrir að vera allt- of stórt og dýrt á krepputímum. Formlega verður húsið tekið í notkun í lok nóvember en sýningar hefjast strax í þessum mánuði. Meðal þeirra verka sem verða á dagskrá næstu vikur má nefna óperurnar La Traviata eftir Verdi og Eugen Onegin eftir Tsjækovskíj. Ballettunnendur fá til dæmis að sjá Giselle eftir Adolphe Adam. í óperunni eru tveir ágætir salir hvað varð- ar hljómburð. Hingað til hefur verið dálítið erfitt að fínna stóran og góðan tónleikasal í höfuðborg Finna. En stóri salur óperunnar rúmar 1365 áheyrendur og sá minni 180-480 eftir stærð sviðsmyndarinnar. íslensku efni á boðstólum í Finnlandi á næstunni má heldur ekki gleyma: Þeir sem vilja sjá myndir Errós áður en þær fara til Reykjavíkur geta skroppið til Pori (Björne- borg) á vesturströnd Finnlands. í listasafninu þar má skoða sýningu á verkum Errós til 3. október. Stærsta dagblað Finna, Helsingin Sanomat, kynnir Finnum Erró sem fransk- íslenskan listamann og „afa allra pop-lista- manna". Lars Lundsten Kaupmannahöfn RAeð haustinu fer menningarlífíð að komast í vetrarfötin og töluvert er í þau lagt. Kaup- mannahöfn verður menningarhöfuðborg Evr- ópu 1996 og árin fram að því verða nokkurs konar aðalæfing fyrir þann viðburð. Tívolí er að fara í vetrarfríið og útvarpshljómsveit- in tekin til starfa, en hvað tónlistarlífið varð- ar gefur hún tóninn að vetri til. Og við Kóngs- ins nýja torg trónir Konunglega leikhúsið, sem í ár færir út kvíarnar yfir torgið og setur upp lítið svið í garði Boltens baróns. Fasti punkturinn í starfi útvarpshljóm- sveitarinnar eru fimmtudagstónleikar, sem stundum eru endurteknir daginn eftir, og að auki halda hópar innan sveitarinnar tónleika, að ógleymdri skemmtisveit hennar sem leikur létta tónlist, gjarnan með sveiflu. Á mánu- daginn hefst kammertónleikaröð, sem stend- ur fram á fimmtudag með tónlist frá endur- reisnar- og barokktímanum í viðeigandi um- hverfi í riddarasal Rósinborgarhallar í Kong- ens Have rétt við Kóngsins nýja torg. Á fimmtudag verða stórbrotnir tónleikar, þegar 400 manns flytja 8. sinfóníu Mahlers. Ein- söngvarar eru meðal annars Inga Nielsen, sem syngur sjaldan heima en oftar í Vín og víðar og finnski bassasöngvarinn Jorma Hynninen, sem söng á íslandi fyrir nokkrum árum. Leif Segerstam aðalhljómsveitarstjóri stjórnar, en hann hefur einnig stjómað á íslandi. Þann 7. og 8. október verður Gidon Kremer einleikari á afmælistónleikum, þegar þess er minnst að fimmtudagstónleikararnir hafa verið haldnir í sextíu ár og eins og á fyrstu tónleikunum verður fluttur fíðlukon- sert Tsjækovskíjs. Fimmtudagstónleikarnir eru haldnir í útvarpshúsinu við Rosenörnes allé á Norðurbrú, skammt frá Ráðhústorginu. Á gamla sviði Konunglega leikhússins skiptast venjulega á ópera og ballett, en leik- rit eru á Nýja sviðinu, sem er við hliðina á gamla húsinu. Af óperum verða á næstunni fluttar Ariadne á Naxos, Töfraflautan sem grínfuglinn Viktor Borge stjórnar, Carmen, Peter Grimes og danska óperan Drot og Marsk eftir Peter Heise. Peter Grimes hefur enn ekki verið frumsýnd, en hinar eru verk frá fyrri starfsárum. Af ballettum má nefna Rómeó og Júlíu, sem er einstaklega falleg sýning og vel flutt. Napólí er Bournoville-bal- lett, en ballettflokkurinn er frægur fyrir þessa balletta, sem eru frá síðustu öld. Kvöld með Balanchine-ballettinum eru á dagskrá og einnig hinn klassíski ballett, Coppelía. Og fyrir börnin er ballett eftir sögunni um litlu hafmeyjuna. Af leikritum má nefna Sorg klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill, sem er áhrifamikil uppsetning þessa klassíska leikrits. Holberg-sýningin í ár er Melampe, sem segir frá tveimur systrum og hundi, sem þær erfa, en geta ekki komið sér saman um hvor eigi að fá. Á litla sviðinu verður Afmæl- isboðið eftir Harold Pinter á dagskrá. Kvikmyndahátíð Kaupmannahafnar er orðinn fastur liður og eru kvikmyndirnar sýndar í kvikmyndahúsum víðs vegar um miðborgina. Meðal annars verður ný dönsk mynd frumsýnd á hátíðinni, „Det bli’r i fam- ilien“ undir stjórn Susanne Bier, sem gat sér gott orð fyrir kvikmyndina Freud flytur að heiman. Ghite Nörby fer með eitt af aðalhlut- verkunum. Annars verða sýndar myndir frá Belgíu, Hollandi, Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Nýj- asta mynd Martin Scorceses, „The Age of Innocence", verður sýnd, en hún gerist á Nýja Englandi á síðustu öld. í Louisiana safninu úti í Humlebæk stendur yfir kynning á verkum þýska kvikmyndaleikstjórans Wim Wenders og myndir eftir hann eru sýndar út september, mest um helgar. Leikhúsin bjóða upp á fjölbreytileg verk, allt frá dönskum revíum og klassískum verk- um til söneleikia. Danskt leikhúslíf er blóm- legt og þó gæðin séu tæplega þau sömu og í leikhúsborg eins og London, þá er þar margt vel gert. Söngleikir eru fremur ný bóla hér og aðeins nýlega að leikhúsin hafa treyst sér í stórar uppsetningar eins og Vesal- ingana, sem gekk fýrir fullu húsi í fyrra vetur og verður sett upp aftur í lok október í Eystri gasstöðinni, sem er gömul gasstöð eins og nafnið bendir til, en er nú einstak- lega skemmtilegt leikhús, um tíu mínútna bílferð frá miðbænum. í Gladsaxe Theater, sem er í samnefndu úthverfi borgarinnar er verið að setja upp nýjan, danskan söngleik um sægarpinn Tordenskiold. Óperetta Czard- asfurstynjan er sýnd á Amager Scenen með nokkrum af þekktustu óperettusöngvurum Dana. Þeir sem náðu ekki að sjá Dauðann og stúlkuna í frábærri uppsetningu í Borgar- leikhúsinu geta nú séð dansa uppsetningu á leikriti Ariel Dorfmans í Hippodromen rétt hjá brautarstöðinni á Norðurporti. Þeir sem vilja gægjast inn í framtíðina geta farið í tvö leikhús til þess. í Betty Nans- en leikhúsinu á Friðriksbergi er verið að sýna leikrit gert eftir bók Anthony Burgess, „Clockwork Orange", sem fjallar um ofbeldi og ofbeldisafvötnun. Einhverjir muna kannski eftir myndinni, sem gerð var eftir bókinni. í Doktor Dantes Aveny Teater er önnur framtíðarsýn, „Möd mig í Cy- berspace", sem fjallar um tölvurýmið og möguleika þess. Leikritið er eftir Jesper 69 Green, sem er ungur danskur rithöfundur. Gaukshreiðrið er eftirminnileg kvikmynd með Jack Nicholson, en einnig leikrit, sem sýnt er á Nörrebro Teater. Grönnegaard leikhúsið stendur fyrir útisýningum á sumrin, en er nú komið í hús og sýnir í Riddarasalnum við þinghúsið S Kristjánsborgarhöll. Leikritið heitir Atterdag, fjallar um atburði úr danskri miðaldasögu og er eftir Ebbe Klövedal Reich. Sigrún Davíðsdóttir. London l*að sem setur einna mestan svip á breskt menningarlíf í september er upphaf vetrar- dagksrár stóru óperuhúsanna. Reyndar hefur Enska Þjóðaróperan, ENO, þegar hafíð starfsemina. Þar hafa nú verið teknar upp aftur sýningar á tveimur vinsæl- um óperum, Simoni Boccanegra eftir Verdi og Götumyndum Kurts Weill. Fyrsta frum- sýning vetrarins verður síðan 15. september, en þá hefur ENO mikla Puccini vertíð með hinni sígildu La Boheme. Stjórnandi verður Sian Edwards og í hlutverkum Mimiar, Ro- dolfos og Musettu verða þau Roberta Álex- ander, John Hudson og Cheryl Barker, en það þykir óperugagnrýnendum hér spennandi hlutverkaskipan. Seinni frumsýning ENO í september verður Nauðgun Lucretiu eftir Britten, þar sem Jean Rigby fer með aðalhlut- verkið. Enska Þjóðaróperan hefur löngum getið sér gott orð fyrir frumlegar sýningar og er því tilvalinn staður fyrir óperunnendur, sem vilja njóta nýsköpunar eða sjá nýjar leiðir farnar í sígildum verkum. í Konunglegu óperunni í Covent Garden verða settar upp tuttugu óperur á þessu leik- ári. Þar vekur eitt helsta stórvirki óperusög- unnar, Meistarasöngvararnir eftir Wagner, einna mesta eftirvæntingu. Frumsýning ver- ur reyndar ekki fyrr en rétt upp úr næstu mánaðamótum, en það væri reynandi fyrir áhugafólk á ferð í Lundúnum í september að komast á forsýningar. Takist það ekki, er Madame Butterfly eft- ir Puccini alltaf einnar messu virði, en sú sýning hefst 11. september og verður stjórn- að af Carlo Rizzi, sem stjórnar einnig um svipað leyti óperu Rossinis L’Italiana in Al- geri með hinni þekktu söngkonu Marilyn Home í hlutverki Isabellu. Walesbúar hafa löngum þótt eiga góða söngmenn og í óperu þeirra í Cardiff hefst leikárið með nýrri sviðsetingu Luciu di Lam- mermoor eftir Donizetti, 17. september og í kjölfarið fylgir síðan verk Tsjækovskíjs, Eug- ene Onegin, 23. september. Síðan má benda þeim, sem vilja hafa vað- ið fyrir neðan sig, á að í konunglegu óper- unni í Covent Garden er hafinn undirbúning- ur að mestu Verdi hátíð allra tíma. Til stend- ur að setja á svið allar óperur Verdis, tutt- ugu og átta að tölu, á svið í Covent Garden á árunum 1995 til 2001, en þá verða liðin hundrað ár frá dauða þessa ástsæla tón- skálds. Tónlistarstjóri Konunglegu óperunn- ar, Sir Edward Downes, segir að tilgang- urinn með því setja á svið allar óperur Ver- dis sé ekki sá að dusta af þeim rykið eins og um safngripi væri að ræða, heldur verði þarna á ferðinni nýjar og skapandi túlkanir, bæði í tónlist og leiklist. Þarna verður um stóryiðburð í óperuheim- inum að ræða og fer því ef til vill að verða tímabært fyrir framsýna óperuunnendur að huga að Lundúnaferð fyrir aldamótin. Vissulega er þó af nógu að taka fyrir þá sem fara fyrr, jafnvel^ þó að óperuást kunni að vera í láemarki. í leikhúsum Lundúna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.