Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Ragnhildur Steffánsdóttir Veruleika- myndir Ragnhildur Stefánsdóltir. Morgunblaðið/Þorkell TRYLLTI vísindamaðurinn gæti hafa verið að verki á neðri hæð Nýlistasafnsins við Vatns- stíg. Þar hafa síðustu tvær vik- ur hangið magar og meltingar- færi úr gúmmíi og appelsínu- sólir með tungugeislum. Fætur hafa staðið með stælta vöðva og ber bein og silikonbrjóst risið af vegg. En þetta eru hvorki mirvjagripir úr anatóm- íutímum né smíði vísinda- mannsins sem fór yfir strikið. Verkin koma úr smiðju ungrar listakonu, Ragnhildar Stefáns- dóttur, sem gefur blátt áfram skýringar á þeim. „Eg hef lengi haft áhuga á líf- fræði og valdi á sínum tíma milli þess fags og myndlistarinnar," segir hún. „Það skýrir að hluta til valið á viðfangsefninu - líkaman- um - því sem er áþreifanlegt og öllum eðlilegt. En fleira kemur til, bæði líkamlegt ástand sjálfrar mín og andlegur flögrandi sem kallar á skýrt og áþreifanlegt akkeri. Ég hef eignast tvö börn á síðustu fjórum árum, fundið fyrir maga og legi og hugsað um það sem þarna gerist, nauðsynlega starf- semi sem er töluvert feimnismál. En mér fínnst það fallegt sem er eðlilegt og um þetta hefur vinna mín snúist síðustu árin.“ Ragnhildur segir barneignirnar hafa kynt undir áhuga á hinum og þessum kerfum í kroppnum. Hún hafi líka þörf fyrir að snerta og móta og fást við eitthvað þekkt og áþreifanlegt. Það sé hollt fyrir jafn ójarðbundna manneskju. Þess vegna hafi það komið af sjálfu sér að vinna með mannslíkamann, „taka skrápinn utan af og athuga þetta viðkvæma. Mér finnst líffæri, sem ég móta og lita, ekki bara vera mynd af því sjálfu heldur líka tákn um svo margt sem tengist því. Eins konar áminning um veruleika. Og hann er ekkert til að skammast sín fyr- ir, þvert á móti. Þetta er samt svo skrítið, fólk þykist kannski vera frjálslegt og fordómalaust en svo hefur það hálfgert ógeð á eðlileg- um þáttum í lífinu. Milan Kundera er höfundur sem forðast ekki kló- sett eða svefnherbergi frekar en stofu eða kontór, hann sýnir les- endum fegurðina jafnt í því sem kallað hefur verið æðri og lægri starfsemi.“ Sýningu Ragnhildar í Nýlista- safninu lýkur á morgun. Verkin eru unnin á síðustu þremur árum en stökkbreyting varð í vinnunni í vetur. „Þá fór ég að vinna með gúmmí,“ segir hún, „efni sem ég hef alltaf verið að leita að. Hálf- gegnsætt og mjúkt, teygjanlegt og lífrænt. Eg lita það stundum og forma eins og ég vil, skúlptúr- inn er min aðferð. Þótt ég geri mynd á vegg hef ég hana í hæðum og dældum, klippi og iími og móta. Ég vil alltaf eitthvað til að koma við.“ Þegar komið er inn á jarðhæð- ina við Vatnsstíginn blasa við þunnar gúmmímyndir sem hanga úr loftinu með belgjum og bugðum - himnur með æðum og líffærum. Þær virðast sérkennilega við- kvæmar. Iængra inni í salnum eru líffæri án umgjarðar, leg á gólfinu og garnir á veggjunum. Mér finnst þær hreyfa við fleiri skilningarvit- um en sjóninni, heit blóðlykt ef til vill í loftinu, æðaslög og andar- dráttur á húðinni. Eiginlega til- finning um líf. Listakonan segir sjálf að þetta séu myndir af holdi. Sumar eru munúðarfullar, aðrar fyndnar. „Bara eins og við erum,“ segir Ragnhildur, „umbúðalaust og eðlilega.“ Þegar ég geng inn í Gerðu- berg, þar sem Sigrún Hjálmtýs- dóttir, sópransöngkona er að æfa fyrir tónleika sem hún heldur þar í dag klukkan 17.00, heyri ég að hún er að syngja árans skondið lag. Ekki hef ég heyrt það áður, en textinn er á þann veg að ljóðmælandinn segir: „Ef þú ekki elskar mig ofurlítið grand/ef þú ekki elsk- ar mig yfirgef ég þetta land.“ Undarlegt, hugsa ég, að heyra Diddú syngja þetta, því hún er án efa sú söngkona sem við Islendingar elskum mest - en er samt sem áður að yfir- gefa landið. Hún heldur í næstu viku til Gautaborgar þar sem hún mun syngja við óperuna þar í borg næstu mánuðina, hlutverk Gildu í Rígólettó. Hún heldur þangað ein til að byija með, skilur „karl og krakka“ eftir hér heima til að geta óskipt snúið sér að sex vikna æfingatímabili. Sigrún Hjálmtýsdóttir Morgunblaðið/Sverrir EF Þ»Ú EKKI ELSKAR MIG OFURLÍTIÐ GRAND Eg mæti miklum skilningi heima hjá mér,“ segir Diddú, „og það hafa aldrei verið nein vandræði þegar ég þarf að fara út á námskeið, í prufusöng eða til að syngja. Ég verð að hrósa honum Kela (eiginmanninum)," bætir hún við, „því veistu, það gengur allt betur þegar ég er ekki heima. Það gengur allt svo vel hjá honum og stelpunum; allt „spikk og span“ og fullt af aga. Þá sést sko best hver eyðileggur uppeldið," segir Diddú íbyggin. Hefurðu tíma til að eyðileggja það? Hún veltir þessu aðeins fyrir sér og svarar: „Það er satt. Það er alltaf hræðilega mikið að gera hjá mér. Og ekki bara mér, held- ur hjá söngvurum hér. Hugsaðu þér, þetta er eini sviðslistarhóp- urinn sem ekki getur fengið fasta samninga við leikhús hér. Ekkert okkar á möguleika á því. Við erum á eilífum þönum; syngjandi hér og þar og alls staðar til að vinna fyrir okkur, hlaupandi svo í tíma og á námskeið til að halda okkur við. Ég hlakka mjög mikið til að fara til Gautaborgar. Ég er svo ánægð með að fá tímabil, þar sem ég geri ekkert annað en að syngja mitt hlutverk; minni vinna og meiri laun. Þetta verður fín hvíld í aðra röndina." Það hlýtur nú líka að vera spennandi að syngja í nýju óperu- húsi með stórú leiksviði. „Já. annars finnst mér alltaf notalegt að vinna í Gamla bíói. Það eru einhveijir notalegir hjálparandar þar.“ En þú verður ekki með í Evg- ení Onegin í vetur. „Nei, það er nú varla hlutverk fyrir mína tegund raddar í þeirri óperu. Ekki þar fyrir, ég verð í Gautaborg og frumsýningin á Rígólettó verður 31. október. Ég verð að líkindum ekki með ís- lensku óperunni fyrr en í vor, en þá stendur til að ég verði í Wagn- eruppfærslunni á Listahátíð. Eg gef mig nú ekki út fyrir að vera Wagner söngkona en í þessari uppfærslu verða lítil hlut- verk sem ég get sungið. Mér finnst mjög skynsamleg sú stefna Sigrún Hgálmtýs- dóttir, kveó- ur i bili meö tónleikum i Geróubergi sem mér heyrist eiga að vera, að sem flestir söngvaranna verði héðan að heiman." En eru tónleikarnir í Gerðu- bergi þá kveðjutónleikar í bili? „Kannski. Annars hafa þeir staðið til mjög lengi. Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um að koma fram á Ljóðatónleikun- um hér, en mér finnst þetta list- form of krefjandi fyrir söngvara sem er á þönum út um allt. Ég hef sjálf valið að láta óperuna ganga fyrir - nú og svo er ég húsmóðir og það hefur verið fremur erfitt að koma þessu við. Hinsvegar hefur mig, eins og aðra söngvara, dreymt um að halda ljóðatónleika.“ Hvers vegna? „Á þeim getur maður verið maður sjálfur. í óperunni er allt- af verið að túlka aðra mann- eskju. Auk þess er þetta krefj- andi form, eins og ég sagði. Það þurfa að koma fram alls konar blæbrigði sem söngvarinn þarf að hafa færni til að ráða við. Ég er nokkuð seinþroska listamaður; það er að segja ég byijaði seint að læra. Það hefur auðvitað vissa galla í för með sér, en einnig kosti. Söngvari þarf ekki síður að hafa mikinn andlegan þroska en mikla tækni, til að skilja blæ- brigðin í lífinu - þótt vissulega megi maður ekki vera of hátíð- legur.“ Efnisskráin hjá þér á tón- leikunum er mjög fjölþætt. „Já. Við bytjum prógramið dálítið sérkennilega, eða með Vókalísu eftir Rachmaninoff, sem mér fínnst setja rétta and- rúmsloftið í salinn. Síðan koma sex íslensk lög, hvert öðru fal- legra. Þetta eru allt sjaldheyrð lög, eða lög sem aldrei hafa heyrst: „Sjá þann hinn mikla flokk,“ eftir Sigfús Einarsson, „Huldumál“ eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, „Fjóla“ eftir Helga Sigurð Helgason, „Draum- sjónir“ eftir Pál ísólfsson, „Kveld“ eftir Bjarna Böðvarsson og „Svanurinn" eftir Jón Ásgeirs- son. í síðasta laginu fyrir hlé, leikur Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari, með okkur Jón- asi Ingimundarsyni í „Der Hirt auf dem Felsen,“ eftir Schubert." Eftir hlé syngur Diddú þijá ljóðaflokka. Sá fyrsti er eftir Francis Poulenc; konukvæði um spaugilega trúlofun sem heíjast á vísunni: „Andrés þekkir ekki dömuna sem hann tók við hönd sér í dag“ og ljóðmælandinn spyr hvort hún hafí „hjarta fyrir morgundagana" og „sál fyrir kvöldið." Næsti ljóðaflokkur er ítalskur, eftir Ottorino Respighi. Hann samanstendur af fjórum lögum sem hafa verið gerð við armensk- ar jijóðvísur frá 12. öld. I lokin er lagaflokkur eftir Rossini um Feneyjaróðrakeppni, sem er árleg og enn við lýði. Stúlkan sem syngur í vísunum á unnusta sem tekur þátt í keppn- inni og hún lýsir þeim kröfum sem hún gerir til hans; auðvitað á hann að vinna, og síðan tilfinn- ingum, þegar eitthvað virðist ætla að fara úrskeiðis. Allt fer þó vel að lokum og hún umvefur hann ást og hlýju. Lögin snúast öll um ástina? „Já, elskan mín,“ sönglar Diddú, „snýst ekki allt um ást; er hún ekki eilíft vandamál. Það er sungið um hana í hinum ýmsu blæbrigðum á þessum tónleik- um.“ Að svo mæltu er hún rokin af stað til að ljúka tökum í kvik- myndinni „Bíódagar." „Það er búið að bíða eftir réttri birtu í hálfan mánuð og nú er hún kom- in. Ég verð að klára þessa tón- leika og upptökurnar áður en ég fer - og pakka svo niður í flugvél- inni á leiðinni til Gautaborgar," bætir hún hlæjandi við um leið og hún veifar og hverfur út í til- tölulega ljósgráan dag. ssv Þ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.