Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 C 3 borgar þykir leikgerð hins kunna leikhús- manns Peters Hall á Lýsiströtu Aristofanesar í Wyndham leikhúsinu með því besta sem lengi hefur sést þó að ekki. sé verkið nýtt af nálinni, meðan nýtt leikrit Arthurs Miller, Síðasti Kaninn, „The Last Yankee", í Duke of York leikhúsinu, fær nokkuð misjafna dóma. Einn gagnrýnandinn sagði hins vegar að meðalgott verk eftir Miller sé á við það besta sem flestir aðrir leikritahöfundar hafi upp á að bjóða og eru það kannski orð að sönnu. Ekki má heldur gleyma skákeinvígi þeirra Kasparovs og Shorts, sem nú er hafið í ný- uppgerðu Savoy leikhúsinu. En þeir sem fá sig fullsadda af þessum konungum skáklist- arinnar geta brugðið sér út fyrir borgarmörk- in og skoðað Hampton Court höllina, bústað Hinriks áttunda í Surrey. Höllin hefur nú verið opnuð almenningi eftir miklar viðgerðir og þar gefst nú, í fyrsta sinn síðan á sext- ándu öld, kostur á að líta augum gersemar Tudor tímabilsins eins og þeim var komið þarna fyrir meðan Hinrik sjálfur hélt þar hirð. Sagt er að vofa Katrínar Howard, einn- ar sex eiginkvenna Hinriks, eigri um sali Hampton Court höfuðlaus og kann sumum að þykja það auka heldur á aðdráttarafl þess- arar sögufrægu kongungshallar. " Hildur Helga Sigurðardóttir. Madríd Nú vaknar Madríd aftur til lífsins eftir að hafa legið í sumardvala í ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér spænska tónlist fá einstakt tækifæri til þess í september. Út allan mánuðinn stendur nefnilega yfír mikil tónlistarhátíð í Ventas nautahringnum. Troða þar upp margir landsfrægir og nokkr- ir heimsfrægir tónlistarmenn, svo sem hinn suðurameríski Juan Luis Guerra (14. septem- ber), óperusöngkonan Monserrat Caballé (23. september), trúbadoramir Luis Eduardo Aute og Silvio Rodriquez (16. september) og eng- inn annar en Mike Oldfield með „Trubular Bells“ (17. september). Ballet Espanol de Clara Ramona býður upp á ýmsa balletta í september, í Centro Cultural de la Villa á Plaza de Colón. Leikhúsin fara líka að lifna við. í Tetro María Guerrero má sjá Kaupmanninn frá Feneyjum eftir Shakespeare (15. september til 7. nóvember), og í Nuevo Apolo söngleik- inn sem virðist slá aðsóknarmet hvar sem hann er sýndur, Vesalingana. Það fer hins vegar lítið fyrir spænskum verkum enn sem komið er, enda flest leikhúsin rétt að skríða af stað í vetrarstarfíð. Ragnar Bragason. Los Angeles Hápunktur listalífsins í Los Angeles frá vori og fram á haust eru tónleikar sem haldn- ir eru í „Hollywood Bowl“ úti undir stjörnu- björtum himni, ef ekki liggja of þykk meng- unarský yfír borginni. A þessa tónleika streyma gestir með matarkörfur fullar af rauðvíni og ostum sem þeir gæða sér á á meðan átónleikunum stendur. 14. september spila djassstjörnurnar Tito Puente, Rubén Blades með Seis de Solar og Eddie Palmi- eri. Sópransöngkonan Joanna Kozlawska syngur Þriðju Sinfóníu Górecki við undirleik L.A. Fílharmóníuhljómsveitarinnar og Vatsc- he Barsoumian stjórnar „Festival Armenian Chorus“ í flutningi á tónlist Komitas 17. september. Síðan mun Bob Dylan ásamt Santana halda uppi fjöri 2. október. Á þessu má sjá að mikið er í það lagt að finna eitt- hvað við allra hæfi með mjög fjölbreyttri dagskrá. Spennandi rokktónleikar eru á döfínni í Los Angeles í haust og þar á meðal má nefna tónleika með Suede í Palace 1. október og Smashing Pumpkins 21. sama mánaðar í Hollywood Palladium. í listasöfnum borgarinnar er líka ýmislegt spennandi. Frá 12. september til 28. nóvem- ber mun framúrstefnutónskáldið og listamað- urinn John Cage halda sýningu á verkum fleiri en 50 listamanna sem snertu hans eig- in listsköpun í Museum of Contemporary Arts (MOCA). Þessi sýning verður mjög óvanaleg að því leyti að ýmsar tegundir af listaverkum verða hengdar á hreyfanlega veggi og uppsetningunni verður breytt dag- lega með því takmarki að gestir geti komið oftar en einu sinni án þess að þekkja sýning- una sem þá sömu. Þessi sýning var eitt af síðustu verkefnum Cage áður en hann lést á síðasta ári. Nafnið á sýningunni, „Roly- wholyover a Circus“ merkir bylting og kraft- mikil hreyfing og er dregið af bókmennta- verki James Joyce „Finnegans Wake“. Tón- verk Cage munu einnig vera hlut af sýning- unni ásamt tónverkum annarra tónskálda sem vöktu aðdáun hans. Los Angeles óperan opnar áttunda starfs- ár sitt með heimsfrumsýningu á uppfærslu kvikmyndaleikstjórans Herbert Ross á „La Bohéme“ eftir Puccini, og „Der Rosenkavali- er“ eftir Richard Strauss. Önnur skemmtileg verkefni á starfsárinu eru meðal annars fyrsta spænskumælandi ópera L.A. óperunn- ar með Placido Domingo í aðalhlutverki. Leiklistarlífíð í Los Angeles er mjög lif- andi um þessar mundir. Leikkonan Glenn Close verður væntanlega aðalaðdráttaraflið í nýjasta söngleik Andrew Lloyds Webbers „Sunset Boulevard" sem opnar 2. desember í Shubert leikhúsinu. Eitt af vinsælli leikrit- unum nú er söngleikurinn „Five Guys Named Moe“, eftir Clarke Peters. Þessi söngleikur, sem hefur fengið mjög góða dóma, er helgað- ur minningu djassstjömunnar Louis Jordan. Þar að auki er verið að sýna við góðar undir- tektir leikritið „Lips Together, Teeth Apart“ eftir Terrence McNally. Gagnrýnendur hafa sagt að bæði höfundi og leikstjóra takist á skemmtilegan hátt að þurrka út bilið á milli harmleiks og gamanleiks í þessu verki. Fyrir þá sem eru á leiðinni til .San Franc- isco má nefna að Joe Henderson einn af virt- ustu saxafónleikurum heims verður heiðraður með þriggja vikna tónlistarhátíð frá 17. októ- ber til 4. nóvember. Þuríður Guðmundsdóttir og Jón B. Guð- mundsson. Sósialisku raunsœi snúió ó haus bœói i New York og Moskvu. Hew York Þeir sem ekki eru loft- eða sprengjuhræddir og leggja leið sína upp í World Trade Center í New York geta litið inn í næsta hús í leið- inni, þar sem ein athyglisverðasta listsýning í borginni er haldin. í World Financial Center, einu helsta musteri heimskapítalismans, eru til sýnis hugmyndir 150 listamanna um hvað skuli gera við þá arfleifð Sovétríkjanna sem er einna mest áberandi: Þúsundir af styttum af Lenín og hnakkakertum, vöðvastæltum verkamönnum, sem nú eru í nægu framboði en lítilli eftirspurn. Samskonar sýning er haldin í Moskvu, enda flestir hugmyndasmið- anna rússneskir. Einn leggur það til að vestræn fyrirtæki fái afnot af styttunum í auglýsingaskyni, gegn greiðslu. Lenín stendur með útréttan arminn og ávarpar verkamenn í Pétursborg, en heldur nú á Nike-strigaskóm. Fráneygð alþýðuhetja úr steini horfír ekki lengur biört- um augum til framtíðarlandsins, heldur á japanskt sjónvarpstæki. Unnendur leiklistar og ljósmyndunar geta sameinað áhugamál sin með því að heim- sækja International Photography Center (ICP) á 46. götu, Mekku ljósmyndalistar í New York. Þar stendur yfír sýning í tilefni þess að 100 ára eru liðin frá því að Broad- way varð að miðstöð leikhússlífs í Bandaríkj- unum. Til að nýta aðgöngumiðann til fulls er hægt að heimsækja hitt útibú ICP, á 94. götu, þar sem sýndar eru myndir sem varpa ljósi á eina helstu skuggahlið ameríska draumsins, börn sem búa við fátækt. Umdeildasti listviðburðurinn um þessar mundir er sýning á höggmyndum Fernando Boteros á Park Avenue, helstu auðmannagöt- unni á Manhattan. Botero er þekktur fyrir tröllvaxnar bronsstyttur af íturvöxnu fólki og sams konar sýning á Champs-Élysées fyrr á árinu sló í gegn í París. íbúum við Park Avenue er hins vegar ekkert gefið um húllumhæið sem sýningunni fylgir og hafa kvartað við borgaryfirvöld að hætta sé á að bílar æði upp á gangstéttir vegna þess að ökumenn muni stara á nývirk- in og gleyma umferðarreglunum. Þeir sem heimsækja New York ættu þó geta notið útilistarinnar fram í nóvember, en ættu ef til vill að gjóa öðru auganu á umferðina í öryggisskyni. Hugi Ólafsson París IMIargir segja að septembermánuður sé besti tíminn til að sækja París heim því þá eru Parísarbúar mættir til leiks úthvíldir og afs- lappaðir eftir langt sumarfrí og menningarlíf- ið hafíð af nýjum krafti. Hvergi er hægt að sjá betra úrval kvikmynda en í París og kepp- ast kvikmyndahúsin um það á haustin að augalýsa nýjar „stórbrotnar" amerískar kvik- myndir „fyrir alla“ eða kvikmyndir frá hátíð- inni í Cannes, sem annað hvort voru verðlaun- aðar eða vöktu eftirtekt eins og t.d. In Weit- er Ferne, so han! eftir Wim Wenders, L’En- fant Lion, Ljónbarnið eftir Patrich Grand- perret eða Val Abraham eftir Manoel De Oliveira sem hefur augljóslega heillast af bók Flauberts, Madame Bovary,. þó aðalhetja myndarinnar segi: „Ég heiti Ema með einu m og ég er ekki bocaryette". Mynd Woody Allen, Manhattan Murder Mystery, sem gagnrýnendur New York borgar hafa hakkað í sig var frumsýnd 6. september, en sama dag var einnig frumsýnd ný mynd eftir Jean Luc Godard, Hélas pour moi, - með Gérard Depardieu í aðalhlutverki og Trois Couleur: Bleu, - Þrír litir: Blátt, eftir Krzysztof Kteslowski með Juliette Binoche og segja þeir sem hafa séð myndina að Binoche hafí aldrei verið eins góð. Þó leikhúsin opni nú dyr sínar hvert á eftir öðru og bjóði mörg upp á splunkunýjar sýningar (sum lýsa því líka stolt yfír að þau séu búin að sýna sama stykkið í 15-20 ár eins og Théatre Noir - Litla prinsinn - og Huchette leikhúsið - Sköllóttu söngkonuna), þá er betra að koma hingað í október fyrir þá sem vilja þræða leikhúsin, þá er úrvalið meira og Hausthátíðin fræga byijuð af fullum krafti. Sýningar á Orlando í sviðsetningu Bob Wilson með Isabelle Huppert í aðalhlut- verki hefjast þó 21. sept. og eru til 24. okt. Einnig má geta þess að Maria Casares leikur í Lear konungi eftir Shakespear í Theatre de Gennevillhers frá 15. sept. - 31. okt. Þeir sem muna eftir Michele Morgan og Jean Marais er ráðlagt að leggja leið sína í Bouf- fes Parisiens frá og með 14. sept. en þar munu þau leika í Les Monstres Sacres eftir Jean Cocteau. Starfsárið í Opera-Garnier sem nú er aðal- lega notuð fyrir nútíma dans eða ballett sýn- ingar hefst ekki formlega fyrr en í október, en á meðan geta dansunnendur farið í Théa- tre de la Ville og séð „hvítu“ sýningu Jean Claude Gallotta, Ulysse frá 21.-25. sept. í Opera-Bastille er fyrsta sýning haustsins Der Fliegende HoIIander eftir Richard Wagner í uppfærslu þýska kvikmyndaleikstjórans Werner Herzog (tónlistarstjóri Myung Whun Chung) og hefjast sýningar 23. sept. (aðrar sýningar 25.-2'IjU og 29. sept. og 1., 5., 8., 11., 13., 15. og 18. okt.) Wemer Herzog sviðsetur einnig Variété eftir Mauricio Kagel í Opéra Comique 22., 23., 24. og 25. sept. Líkt og kvikmyndahúsin- keppast söfnin við að bjóða upp á stórsýningar þar sem fyrirfram er vitað að biðraðimar muni verða óendanlegar eins og t.d. á sýningunni sem Orsay safnið opnaði 8. sept. undir yfírskrift- inni „Frá Cezanne til Matisse, Meistaraverk Barnes stofnunarinnar“ (6. sept. - 2. jan. ’94). Þessi sýning er óneitanlega listviðburð- ur haustsins i Parísarborg vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem verk úr eigu Barnes safnsins em sýnd í Frakklandi. Al- bert Coombs Barnes (1872-1951) var amer- ískur auðkýfingur, læknir og safnari sem átti eitt mesta listaverkasafn veraldar. En hann sýndi það einungis útvöldum og bann- aði allar tilfærslur eða lán verkanna eftir sinn dag. Nýr forstöðumaður ákvað þó að sýna 72 afbragðsverk til að fjármagna við- gerðir á myndum safnsins, í þetta eina sinn á aðeins þrem stöðum, Musee d’Orsay í Par- ís, National Gallery of Art í Washington og Listasafni Tókíóborgar. í Grand Palais verður sýning með verkum Nabis málaranna (Maurice Denis, Vuillard, Bonnard, Vallotton o.fl.) 25. sept. - 3. jan. og Petit Palais opnar 10. sept. sýningu á 65 meistaraverkum og 104 teikningum sem koma frá Leipzig til Parísar í fyrsta sinn (Schongauer, Cranac, Holbein, Hals Rembrandt, Caspar David Friedrich o.fl.). Aðrar sýningar sem vert er að geta eru t.d. Takis í Jeu de Paume til 17. okt., sýning Gerhard Richters sem verður í nútímalista- safni borgarinnar 22. sept. - 21. nóv. L’En- vers des choses - ranga hlutanna (Georges Kuchar, Anneette Messager, Cindy Sherman) frá 8. sept. - 11. okt. og Manifeste - une histoire parallele (1960-1990) 23. sept. - 13. des. báðar í Pompidou safninu og síðast en ekki síst sýning á verkum Kjarvals sem opn- ar 16. sept. í sýningarsal Pavillon des Arts í Forum des Halles. Ef við færum okkur út fyrir París má geta þess að í Lyon sem er önnur stærsta borg í Frakklandi er mjög blómlegt menning- arlíf og í maí síðastliðnum var t.d. opnuð ný Ópera sem franski arkitektinn Jean Nou- vel hannaði og hefur vakið mikla athygli, en þar er verið að sýna um þessar mundir Rodr- igue et chimene eftir Debussy. Myndlistarsal- ir hafa spottið upp í borginni eins og gorkúl- ur á síðastliðnum árum og hafa Lyonbúar meira að segja eigin tvíæring Bac. Biennale d’art contemporain sem stendur yfír í Halle Tony Garnier frá 3. sept. - 13. okt. Hafnarborgin Marseille sem hefur löngum verið þekkt fyrir annað en blómlegt menning- arlíf hefur tekið algjörum stakkaskiptum á því sviði síðastliðin ár eins og margar aðrar borgir í Frakklandi og er nú ýmislegt að gerast þar. Cantini safnið er t.d. þekkt fyrir góðar og vandaðar sýningar og munu þeir opna yfirlitssýningu á verkum Henri Michaux 1. okt. - 21. nóv. Að lokum fyrir aðdáendur Milan Kundera má geta þess að ný bók er væntanleg á markaðinn frá honum 24. sept. Les Testa- ments trahis, ritgerðarsafn sem fjallar m.a. um bókmenntir, tónlist, þýðingar og skop. Laufey Helgadóttir. Stokkhólmur Svíar kunna að búa til söfn, það verður ekki af þeim skafíð. í Stokkhólmi úir líka allt og grúir af skemmtilegum söfnum. Enda hvað segið þið um safn þar sem hægt er að fylgjast með héilu fljóti alla leið ofan úr fjöll- um, gegnum regnskóginn og út í.sjó sem morar af hákörlum og kóraldýrum? Þetta safn heitir Aquaria vattenmuseum. Annað safn Hagárden, býður upp á 100 fm stórt gróðurhús þar sem fuglar og fiðrildi hitabelt- islandanna flögra um meðal áhorfenda. Hér er líka að fínna leikbrúðusafn og leik- fangasafn. En ef þú ert spilafífl eins og ég, ferðu beinustu leið í Kungíiga myntkabinett- et. Þar stendur nú yfir merkileg sýning um sögu spilanna, hvernig þau bárust frá Kína, gegnum Persíu og Egyptaland og komu til Evrópu á 14. öld. Þar var þá búið að banna teningaspil og aumingja fólkinu leiddist þessi ósköp. Spilin björguðu málunum og fólk gat haldið áfram að skemmta sér og spila um peninga, ef það átti einhveija. Það leið þó ekki á löngu uns spilin voru bönnuð líka. Öld eftir öld komu ný og ný bönn, en ekkert þýddi, fólk hélt áfram að spila og gerir það enn. Listalífíð blómstrar í Stokkhólmi, þar er aragrúi af leik-, dans- og óperuhúsum. Um þessar mundir er hægt að sjá ballettinn Þymirósu og óperurnar Tosca og Boccacio á sviði Óperunnar. Þeir sem vilja eitthvað nútí- malegt geta séð hið ameríska „Fame“ í China teatern, listafólkið unga sem þar kemur fram fékk góða dóma í blöðunum. í gærkvöld sá ég sænska gamanmynd frá 1975, „Ævintýri Picassos" heitir hún og er alveg bráð skemmtileg. í Modema museet er hægt að sjá myndir eftir þann hinn sama Picasso; Matisse hafa þeir líka, og eflaust marga fleiri. Margrét Helgadóttir. Stuttgart Istuttgart í þýskalandi stendur yfír evrópsk leiklistarhátíð frá 23. september til 16. októ- ber með tólf leikritum úr tíu löndum. Hátíð- in byijar með Jakob og meistaranum eftir Milan Kundera. Athyglisverðustu uppfærsl- umar koma þó líklega frá Austur-Evrópu- löndum og er þar fyrst að nefna Shakespea- romanie I—III Peters Scherbaufers úr Divadla leikhúsinu í Brno. í listasafni borgarinar (Staatsgaleri) verður Folkwang-myndaflokk- ur Oskars Schlemmers til sýnis þar til 13. nóvember. í Karlsruhe er Baselitz sýning í Prins- Max Palais til 26. sept. í Ludwigsburg gef- ur að líta Vollard-svítu Picassos í Kunst- verein og í Speyer, til stendur þar til 3. október sýningin „3500 ár egypskrar menn- ingar“. Og síðast en ekki síst, í Miinchen em tvær merkilegar sýningar: Dada í Hypo listhöllinni (til 7. nóv.) og barokklistamaður- inn flæmski Adriaan Korteweg í Lenbachúsi (til 7. nóv.) í Miinchen em í mánuðinum frumsýningar á Leikriti Shakespeares „Skessan tamin“ í Residenzleikhúsinu (30. sept.) undir stjórn Matthias Harmanns, og á verki Heiners Muller „Leben Gundlings" í Gasteig. Christa Ludwig flytur sína síðustu ljóða- tónleika í Herkúlesarsalnum í Munchen 26. okt. og eins gott að panta miða í tæka tíð. S.G.H. Ziirich - Gstaad ÍSviss stendur yfír tónlistarsumar eða „Menuhin Alpahátíð" í Gstaad til 17. sept- ember. Og hina frægu tónlistarhátíð í Mon- treux-Vevey er hægt að heimsækja til 24. segtember. í Zúrich leikstýrir Volker Hesse nýju bandarísku leikriti um eyðni, Englum í Amer- jku eftir Tony Kushner, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir raunar líka í vetur. S.G.H. Vín Austurríki státar af ágætum leikhúsum og frægri ópem. Wiener Burgtheater fmmsýnir nú í september „Hinn króatíska Fást“ eftir Slobodan Snajder undir leikstjórn Hans Holl- manns. í Schauspielhaus er frumsýnt leikrit- ið „Fyrirheitin lönd“ eftir Roland Fichet. í Vínaróperunni eru Wagneróperurnar Val- kyijan og Siegfried á dagskrá í mánuðinum en einnig Mozart (Brottnámið úr kvennabúr- inu og Töfraflautan), Verdi (Aida) og Pucc- ini (Madame Butterfly). í Linz verður verk Felix Mitterers „Abraham" frumsýnt á næstu dögum. S.G.H. SAMANTEKT: ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.