Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 1
JIIorjjíimi&TaÍJÍ*)
MENNING
USTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 BLAÐ'
f
Morgunblaðið/J6n Svavarsson
PANSKFLUGAN
Spanskflugan kemur mörgu góðborgarahjartanu til að
slá hraðar í samnefndum gamanleik sem Leikfélag
Reykjavíkur frumsýnir í Borgarleikhúsinu á föstudaginn eft-
ir viku. Flugan eftir Franz Arnold og Ernest Bach er gamal-
reyndur gleðigjafi hjá leikfélaginu, fyrst sýnd þar fyrir
nærri sextíu árum og svo aftur fyrir 23 árum. I það sinnið
hleypti Guðrún Asmundsdóttir lífi í leikinn og það gerir hún
aftur nú, með trukki og dýfu og vinsæium söngvum frá
fyrstu áratugum aldarinnar við texta Böðvars Guðmunds-
sonar.
Leikhúsgestum er vísað til stofu hjá vel stæðri þýskri fjöl-
skyldu á árunum milli stríða; sinnepsbaróninum Klinke, siða-
vandri en fram úr hófi forvitinni konu hans og gjafvaxta
dóttur sem ekki sér sólina fyrir flagara að nafni Gerlach.
I stofuna kemur líka vinkona dótturinnar og frænka, vonbið-
ill, frændur og velgjörðarmenn fjölskyldunnar - eða svo
skyldi maður halda þar til annað sannast. Þar leynast tón-
listarmenn undir kúlúhöttum og Ijúfum minningum skýtur upp
þegar minnst varir. Tilviljanir og leyndarmál spinnast í ólík-
indalegan misskilning út frá spanskflugunni, allir eru meira
og minna flæktir í vefinn og eins og vera ber greiðist ekki
úr honum fyrr en í leikslok.
Spanskflugan er raunar aðeins minning í leiknum, gam-
all flammi nokkurra heiðurskarla. En pappírar um gömul
ævintýri með henni og barn sem fæddist að þeim loknum
hafa áhrif á fjárhag og hugarró sinnepskaupmannsins og
fleiri mektarmanna. Hræðslan við að upp komist um
hneyksli grefur um sig, yngri kynslóð botnar ekki í tiltektum
hinna eldri og gerir hvað hægt er til að fara sínu fram
óháð ráðríkum mæðrum og ráðvilltum feðrum og frændum.
Leikstjórinn Guðrún As-
mundsdóttir segir að
Spanskflugan hafi hal-
að drjúgt inn i hús-
byggingarsjóð fyrir
tæpum aldar-
fjórðungi. Þetta
hafi verið fyrsta sýningin sem
hún setti upp. „Vió sýndum í
Austurbæjarbíói fyrir fullu húsi
þennan vetur og árið eftir var
Spanskflugan sýnd áfram í
Iðnó. Mér finnst óskaplega
skemmtilegt að gera þetta
aftur hér í Borgarleikhúsinu.
A sínum tíma valdi ég
söngva í leikritið og fékk Böðvar
til að semja texta við þá í snarheit-
um. Svo bætti hver sínum línum í handrit eftir því sem lög-
in voru æfð og þetta lenti auðvitað úti um allt eftir sýning-
arnar. En við höfðum sem betur fer segulbandsupptökur
frá því um árið og skrifuðum nú söngtextana eftir þeim.
Við fengum 50 þúsund gesti á Spanskfluguna 1970 og
það var skínandi ánægja með hana. Nú vonum við bara
að við náum góðu flugi og bjóðum fólk velkomið að
skemmta sér með okkur ! leikhúsinu."
Hljómsveitina sem leikur á sviðinu skipa þeir Árni Schev-
ing, Guðmundur Steingrímsson og Carl Möller, sem jafn-
framt er stjórnandi tónlistar í sýningunni. Dansana, sem
koma sýningunni til að iða með músíkinni, sér Guðmunda
Jóhannesdóttir um. Steinþór Sigurðsson hefur annast leik-
mynd og lýsing er í höndum Ogmundar Þórs Jóhannesson-
ar. Búninga teiknaði Þórunn E. Sveinsdóttir. Þýðing leikrits-
ins er eftir Guðbrand Jónsson.
Og síðast en ekki síst: Þeir sem beita bellibrögðum og
undanbrögðum í Spanskflugunni eru Bessi Bjarnason sem
leikur kaupmanninn Klinke, Edda Heiðrún Backman sem
leikur Pálu dóttur hans, Guðrún Marínósdóttir sem leikur
Wallý vinkonu hennar og Helga Þ. Stephensen sem leikur
frú Klinke. Herramennina sem venja komur sínar til fjölskyld-
unnar leika Guðmundur Olafsson, Karl Guðmundsson og
Marínó Þorsteinsson en Valdimar Örn Flygenring og Þor-
steinn Guðmundsson leika giska ólíka unga menn á biðils-
buxum. Foreldra hins óreyndari af þessum tveimur leika
Soffía Jakobsdóttir og Theodór Júlíusson. Valgeróur Dan
er vinnukona Klinke-fólksins, sem gera þarf öllum til hæf-
is, og spanskfluguna sjálfa leikur Ragnheiður Elfa Arnar-
dóttir. . .
Þ.Þ.