Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 C 5 og celeste eftir Béla Bartok. Stjórn- andi Petri Sakari. 5. maí. Sinfónía nr. 40 eftir W.A. Mozart og Sinfónía nr. 2 eftir Jo- hannes Brahms. Stjórnandi Evgenii Svetlanov. Rauð tónleikaröð 21. október. Pascal JDevoyon flytur Sigurður Jórsalafari eftir Edvard Grieg, Píanókonsert nr. 2 eftir Pjotr Tsjaikovskíj og Kalevala svítu eftir Uuno Klami. Stjórnandi Petri Sakari. 18. nóvember. Horigome - fíðlu- konsert. Eldur eftir Jórunni Viðar, Píanókonsert nr. 4 eftir Ludvig van Beethoven og Sinfónía nr. 5 eftir Sergei Prokofieff. Stjórnandi Osmo Vanská. 13. janúar. Jan Erik Gustafsson flytur Jeux de cartes eftir Igor Strav- inskíj, Ys og þys eftir Þorkel Sigur- bjömsson, Kol Nidrei eftir Max Bruch, Rokoko tilbrigðin eftir Pjotr Tsjaíkovskíj og Sinfónía nr. 7 eftir Jean Sibelius. Stjórnandi Osmo Vánská. 17. febrúar. Einar Jóhannesson klarinettuleikari flytur Der Freisc- hutz forleik og Klarinettukonsert nr. 1 eftir C.M. von Weber og Sinfóníu nr. 1 eftir Robert Schumann. Stjóm- andi er Maximiano Valdes. 17. mars. Erling Bl. Bengtsson sellóleikari flytur Roman Carnival forleik eftir Hector Berlioz, Sellókon- sert í a moll eftir Schumann, Capriccio Otalien op. 46 eftir Pjotr Tsjaikovskíj og Furur Rómaborgar eftir Ottarino Respighi. Stjórnandi Rico Saccani. 9. júní. Hamrahlíðarkórinn. Kór- stjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Sin- fónía nr. 9 eftir Ludvig van Beethov- en. Stjórnandi Osmo Vanská. Græn tónleikaröð 25. nóvember. Teresa Berganza söngkona flytur La Oracion del Tor- ero eftir Joaquin Turina, E1 Amor Brujo og Siete canciones populares Espanoles eftir Manuel DeFalla, La Reveltosa forspil, La Chavala aría E1 Tampor De Granaderos forspil og E1 Tampor De Granaderos aría eftir Ruperto Chapi, La Gran Via aría og E1 Bato forspil eftir Federico Chueca og Los Claceles aría eftir José Serr- ano. Stjórnandi Garcio Asensio. 20. og 22. janúar. Vínartónleikar. Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöngvari. Stjórnandi Peter Guth. 10. mars. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytur nýtt verk eftir Ríkharð Ö. Pálsson, Flautukonsert eftir Jacques Ibert og Scheherazade eftir N. Rimsky Korsakov. Stjórn- andi Oliver Gilmore. 28. apríl. Einleikarar verða Zhou Ting og Tan Dun og flytja þau Spro- ut fyrir strengjasveit eftir Chen Yi, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rac- hmaninoff, Orchestral theatre I eftir Tan Dun og Francesca da Rimini eftir Pjotr Tsjaikovskíj. Stjórnandi Lan Shui. Aukatónleikar 14. október. Tónleikar S.f. á Europe Musicale í Munchen. Einleik- ari Sigrún Eðvaldsdóttir. Fornir dansar eftir Jón Ásgeirsson, Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson, Choralis eftir Jón Norðdal og Geysir eftir Jón Leifs. Stjórnandi Osmo Vánska. 6. nóvember. Unglingatónleikar. Einleikari Christian Lindberg. Pomp & Circumstance no 1 eftir Edward Elgar, Vélhjólakonsert eftir Jan Sandström og Bolero eftir Maurice Ravel. Stjórnandi Osmo Vánská. 18. desember. Jólatónleikar. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. 26. mars. Barnatónleikar. Stjórn- andi Melvin Tix trúður. Almenn sala áskriftarskírteina hefst á mánudag og er verðið óbreytt frá því í fyrra og sem fyrr fá áskrif- endur 15-25% afslátt eftir fjölda keyptra tónleikaraða. í dag, laugar- dag, verður skrifstofan opin frá kl. 10-14 og er þetta síðasti dagur sem áskrifendur frá því í fyrra, hafa til að endurnýja skírteini sín. SKRIFAÐAR BÆKUR OG ÓSKRIFAÐAR Eftir Jóhann Hjólmarsson I einum fyrirlestra sinna ræðir franski rithöfundurinn Francois Mauriac um að í margar bækur vanti það sem hann telur skipta mestu máli: nauðsynina. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þær hefðu getað verið óskrifað- ar. Mauriac segir í framhaldi af þessu: „Höfundarnir gengu ekki með þær eins og byrði, sem þeir urðu að losna við, hvað sem það kostaði. Það er atvinna þeirra að búa til bækur. Þeir hafa vanið útgefandann og lesendur sína á reglubndið varp, og þeir hafa miðað líf sitt við það. Eins og sagt er um laghentan mann, að hann geti gert það, sem hann vill, með fingrunum, þá geta þeir gert það, sem þeir vilja, með pennanum. Nauðsyn verksins stendur í öfugu hlutfalli við tækni þeirra. Þeir sýna því meiri leikni og, á vissan hátt, hæfileika, því minna sem verkið sótti á þá.“ (Þýð- ing Þórarinn Björnsson.) Varpið reglubundna Töluvert af bókum kom út í vor og sumar og eru nokkrar þeirra athyglisverðar. Því hefur verið spáð að bókaútgáfa dragist saman í haust, einkum vegna þess að virðis- aukaskattur á bækur hefur verið endurvakinn. Ljóst er þó að menn hætta ekki að skrifa og gefa út, en illt er ef þróunin verður sú að útgefendur sinni aðeins öruggum sölubókum eða lagi sig í vaxandi mæli að lögmálum markaðarins. Það getur orðið til þess að raunveru- legar íslenskar bókmenntir heyri sögunni til. I umræðuþætti í sjónvarpi sagði útgáfustjóri eins af stærri forlögun- um að of mikið væri gefið út á ís- landi og mátti á honum heyra að fjöldi útgefinna bóka hér á landi vekti furðu útlendinga. Um hvað er skrifað? Um hvað eru íslendingar að skrifa?, var spurt í þessum þætti, en stjórnandinn vildi líka fá að vita hvernig þeir skrifuðu. Þátturinn snerist um skáldsögur og skáldsagnagerð. Mest var talað um rithöfunda sem hafa skrifað um bernsku sína, nokkurs konar endur- minningar eða þroskasögur reyk- vískra drengja og þarf ekki að nefna mörg nöfn í því sambandi, en með- al upphafsmanna ér Pétur Gunnars- son. Nú væru aftur á móti fjöl- skyldu- og ættarsögur teknar við, eins og gagnrýnandi benti á. Höfundar þessara bóka eru yfir- leitt dugnaðarforkar, stjórna eða hafa stjórnað Rithöfundasamband- inu um árabil, senda frá sér eina eða fleiri bækur árlega, eru í af- haldi hjá úthlutunarnefndum og útgefendum og aðsópsmiklir í fjöl- miðlum. Eins og fram kom í þættin- um eru þeir líka betur auglýstir en aðrir. Imprað var á því að fleiri góðir höfundar væru til, en sniðgengnir af fjölmiðlum. Engin nöfn slíkra höfunda rifjuðust þó upp þótt stjórnandi þáttarins lýsti .eftir þeim. Það var eins og þeir væru á bann- lista. Allt var á sínum stað innan ákveðins hrings. Útgefendur ráða vitanlega hvað þeir gefa út eða sækjast eftir til útgáfu. í vaxandi mæli hafa þeir áhrif á hvers konar bækur eru skrif- aðar. Það eru bækur sem með ein- hverjum hætti éru líklegar til að vekja sérstaka athygli óg umræðu og stuðla þannig að aukinni sölu. í mörgum tilvikum, reyndar of mörg- um, virðast lífdagar þessara bóka miðast við fáeinar vikur eða kannski nokkra mánuði. Flestar bókanna gleymast fljótt, ekki síst æviminn- ingarnar, hinar séríslensku „örlaga- sögur“. Aó dómi Francois Mauriac vantaói nauósynina i margar bækur. Hann taldi rithöfunda sýna meiri leikni eftir þvi sem verkió sótti minna á þá. Að flýta sér nógu hægt Það verður æ sjaldgæfara að „nauðsynin“ reki rithöfunda áfram, eins og svo oft áður eru það helst ljóðskáldin, að minnsta kosti sum, sem verða fyrir slíkum ásóknum. En líka í ljóðagerðinni verður vart tilhneiginga til' offramleiðslu og endurtekninga. Skáldin flýta sér ekki nógu hægt. Iðkendur skáldsög- unnar eru ekki hinir einu seku. Með tilvitnuð orð Mauriacs í huga mætti því slá eftirfarandi föstu: Það er staðreynd að það besta sem margir rithöfundar geta gert fyrir bókmenntirnar er að skrifa ekki bækur. getur hrundið af stað opinberum umræðum, einnig utan bókmennta- sviðsins. Árlega eru gefnar út um fímmtíu ljóðabækur á Islandi í 500- 1.000 eintökum — þetta eru stór- merkilegar tölur þegar haft er í huga að íbúar eyjarinnar eru einungis 250 þúsund manns.“ " Þá segir Braun að íslenskum skáldskap hafí enn ekki tekist að vekja alþjóðlega athygli. í suðlægari löndum hafí menn enn sem fyrr meiri áhuga á íslenskum laxi en ís- lenskri ljóðlist. Ljóðaúrval hins merka íslenska ljóðskálds Stefáns Harðar Grímssonar sé einungis ann- að í röðinni af ljóðabókum íslenskra samtíðarskálda sem út hafí komið á þýskri tungu. Gagnrýnandinn fer síðan nokkrum orðum um útgáfuna og þýðendurna. Þá víkur hann nánar að bókinni und- ir millifyrirsögninni „Sígildur nú- tímahöfundur" og segir m.a.: „Með Stefáni Herði Grímssyni er þýskurn lesendum kynnt Ijóðskáld sem á Islandi telst klassískur mód- ernisti." Síðan er hugtakið „atóm- skáld“ skýrt og minnst á átökin um nýja ljóðlist á Islandi um miðja öld- ina. Stefán Hörður hafi í fyrstu ort í.hefðbundnu formi, en „með Ijóða- bókinni 'Svartálfadansi 1951 sagði hann skilið við hina gömlu kvæða- gerð. Stefán Hörður er gagnorður og hafnar öllum áberandi mælsku- brögðum og öllu óþarfa myndmáls- skrauti í sínum óbundnu ljóðum. Róttækni þessara hljóðlátu, íhugulu ljóða er fólgin í afneitun sérhverrar veraldlegrar og háspekilegrar hug- hreystingar. Stefán HörAur Grimsson. Að vísu má finna ákaft náttúru- ákall í hinum fyrri ljóðum Stefáns Harðar en slíkt víkur nær alveg úr ljóðum hans eftir 1970 fyrir hinni gagnorðu útmálun á náttúru- og mannkynssögu sem sífellt verður ofurseldari tortímingu. Hinar upp- höfnu náttúrumyndir af „kaldri ásjónu landsins“, þar sem „íshjartað slær“ eru leystar af hólmi af ljóðum biturrar tortryggni. Maðurinn er í lýsingu Stefáns Harðar „skæðasta meindýr jarðar“; áhrifamikið ljóð um Víetnamstríðið (Síðdegi) er spásögn um ragnarök. (Og hér er ljóðið allt birt.) Umhverfið sem mælandinn í ljóð- um Stefáns Harðar hrærist í, virðist stöðugt verða eyðilegra. Þögn og mannauðn. Á þessum köldu og hijós- trugu slóðum leitar ljóðmælandinn að orðum og myndum til að átta sig á sinni ótryggu tilvist. Við það opn- ast engin sýn inn í sæla framtíð — allt virðist stirðnað í náttúrunni sem orðin er lífvana. Hið einmana, íhugula skáld verður í senn „veiðimaður og bráð hugrenn- inga““. Og að lokum er tilfært ljóðið sem þessi orð eru úr, Mörleysur, en úr því er einnig tekin fyrirsögn grein- arinnar, „í veggjalausri þögninni". I virtasta vikublaði Þýskalands, Die Zeit í Hamborg, er stór og áber- andi grein um ljóð Stefáns Harðar eftir Andreas Kilb, hinn 4. desember 1992. Hann skrifar ítarlega umsögn um skáldið og ljóð þess og um stöðu þess í íslenskum bókmenntum. Hann hefur meira að segja hringt til þýð- andans, Wolfgangs Schiffer, til að fræðast nánar um skáldið. Kilb segist hafa lesið ljóð Stefáns Harðar fyrir algera tilviljun þremur vikum áður og tilgreinir fyrst ljóðin Skammdegisvísa og Húm. Þar sem ljóðin eru einnig birt á frummálinu í útgáfunni, hefur þetta orðið gagn- rýnandanum tilefni til að rýna í ís- lenskt mál og kynna sér sögu íslend- inga. Um þessa athugun sína fer hann nokkrum orðum. „Hjá Stefáni Herði Grímssyni hef ég kynnst orðinu „íjallasólbrá“. Það stendurí ljóðinu Um Ijóð og notend- ur“. Síðan birtir hann ljóðið og strax á eftir ljóðið Van Gogh. „Milli ljóðrænna skálda og gagn- rýnenda, sem sjálfsagt eru kallaðir „ljóð-dómarar“ á íslensku, ríkir þegj- andi samkomulag: skáldið notar ákveðið orð sem oftast uns það er orðið „lykill" að ljóðrænni veröld þess, og gagnrýnandinn smíðar lás túlkunar sinnar utan um þennan lyk- il. Stefán Hörður Grímsson notar hinsvegar orð eins og „guðhiminn" eða „fjallasólbrá" einungis einu sinni — kannski vegna þess að hann skynj- ar að slík orð ljóma einungis þetta eina sinn og myndu í mesta lagi gljá ef þau væru notuð öðru sinni. Meðal þeirra orða, sem eru endur- tekin i ljóðum Stefáns Harðar, eru þau sem tilgreina tímann: vetrardag- ur, sumardagur, dögun, morgunn, nón, síðdegi, kvöld, húm, nótt. Þessi orð tákna andrána þegar skáldið skimar og hlustar, þegar hann sér og heyrir og finnur og yrkir. Hvað sér hann? Allt sem á íslandi fyrir- finnst: kletta og mýrar, fjöll og lind- ir, skóga og tún, vötn og jökla, ís og haf og snjó. Mennirnir eru smáir í slíku landslagi, þeir koma „eftir hjarninu/með fjöll á herðum sér“, langt að komið fólk og frá fyrri öld- um, „tærðir menn og bleikar konur/ ... hendur luktar um kvistótt prik“. Og þegar einhver syngur, er það fugl, og þegar eitthvað þýtur er það vindurinn: [Og hér er vitnað í ljóðið Næturbón.] Eitt orð, eitt sérstakt orð, hefur sérlega háan og hreinan tón í ljóðum Stefáns Harðar, það er ekki nóttin, það er ekki hafið, það er ekki ást- mærin, stúlkan, vinkonan, sem hann stundum ávarpar (en æ sjaldnar í áranna rás), það er ekki rauði litur- inn og ekki hinn svarti, það er orðið „syngdu“ (þý. ,,sing“), „sing, Vogel, sing Bergsonnenglanz": syngdu fugl, syngdu fjallasólbrá, syngdu! Og hið forna, erfiða, þúsund ára gamla ís- lenska tungumál syngur með. Söng- ur er megineinkenni ljóða Stefáns Harðar. Hann er „minningarhofið" sem hann yrkir um, söngurinn er ljóð hans.“ Kilb vitnar í eftirmála Schiffers um staðsetningu Stefáns Harðar í bókmenntasögunni og honum þykir orðið „atómskáld" vera einskonar lykilorð í þróuninni. Það beri hljóm af módernisma, sundrun, tilraunum, ákafa, í ætt við Enzensberger, Jandl, Mon og Celan en einmitt þess vegna eigi það ekki við ljóð Stefáns Harð- ar. „Víetnamstríðið lét hann ekki ósnortinn frekar en aðra og hann orti um það, en ljóðið Síðdegi er ekki baráttuljóð heldur miklu fremur bæn fyrir hinum dauðu, svo myrkt og sorglegt að þýðandinn telur sig þurfa að láta fylgja því athugasemd: „Ljóðið á við Víetnamstríðið 1966.“ Og þegar Stefán Hörður tekur að yrkja um mengun hafsins, jarðar, lofts og um hina öru fjölgun mann- kyns, verður honum óglatt eftir þijú erindi og nemur staðar: „Fyrirgefið mér guðir þessar jórtruðu tuggur vikublaðanna." Og: „Lofið varir Ijóð- ið og ástina/fram á yztu nöf.“ Þetta er niðurstaðan. „Ljóðið og ástin“. Engar glansblaðatuggur, heldur orð eins og guðhiminn, fjalla- sólbrá, svartálfadans.“ Greininni lýk- ur með orðunum: „Hundrað og fimm- tíu ljóð, ort á eyju í norðurhöfum; nú höfum við þriðjunginn á þýsku. Og nokkrar stuttorðar upplýsingar um skáldið: sjómaður, einbúi, atóm- skáld. Þetta virðist ekki umfangs- mikið æviverk. En það er nóg til þess að söngurinn hljómi." Eysteinn Þorvaldsson þýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.