Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Dóttir sækonungsins Uppsetning var einföld. Ekkert skip var byggt, sviðið var þilfarið. Christine Rafaelli sá um hreyfingar og leiðbeindi hún okkur hvernig við myndum stíga báruna eftir því hve slæmt væri í sjóinn. Við vorum á hreyfingu allan tímann á sviðinu og þegar ég fór að sofa á kvöldin eftir langar æfingar fannst mér eins og rúmið hreyfðist líka. Öll leikhljóð voru mynduð með röddum leikar- anna og hörpunni. Isobel lék kon- una sem svæfði drottninguna á kvöldin og söng hún sögurnar við hörpuleik. Sögurnar eru mjög táknrænar fyrir líf Margrétar. I leikritinu þrá- ir hún ekkert meira en að vera fijáls stúlka sem fær að njóta náttúrunn- ar. Hana langar ekki til að vera ofvernduð drottning innanum smjaður og glingur. Hún er eins og fugl í búri. í storminum þegar allar konurnar eru sjóveikar sleppur hún frá þeim. Hún hleypur um skip- ið og nýtur þess að láta vindinn taka sig og sjóinn bleyta sig. En þegar lægir veikist hún og deyr stuttu seinna. í rauninni hefur hún öðlast hið æðsta frelsi þar sem and- inn er laus frá líkamanum. Á meðan ég var á íslandi reyndi ég að leita mér frekari upplýsingar um Margréti og 13. öldina. Eg byrj- aði á því að fara á Þjóðminjasafníð, en fyrir utan nokkur póstkort var þetta hálf hlægileg heimsókn. Safn- ið er afskaplega ruglingslegt og þegar ég spurðist fyrir um skip á 13. öld var mér sýnt módel af norsku víkingaskipi frá 9. öld og dúkkustell frá Skotlandi, sem var frekar nýlegt og geymt í fallegum glerskáp inní geymslu. Það var ekki fyrr en ég talaði við þá á Sjóminja- safninu að ég fékk bitastæð svör. Þegar við hittumst aftur í byijun ágúst fórum við í ferð út í Incholm, en Incholm er eyja rétt fyrir utan Edinborg. Þar eru klausturrústir frá 12. öld. Við fórum í feiju þar sem við fengum rétt nasaþefínn af því að stíga ölduna en þegar á eyjuna var komið voru teknar myndir fyrir fjölmiðla. Eftir það gafst lítill tími í gleðskap, því æfíngatímabilið var bæði stutt og strembið. Við æfðum í tæpar þijár vikur, frá tíu á morgn- ana til sex á kvöldin og stundum fram til níu. Helgamar fóru mest í myndatökur og plakatferðir, en fjöl- miðlafárið er svo mikið meðan á hátíðinni stendur að það slær hátt upp í bókaflóðið hér heima um jólin. Fýrstu tvær vikurnar æfðum við í sal sem tilhevrði kirkju, en síðustu vikuna fengurn við að fara inn í tjaldið þar sem sýningin átti að fara fram. Næstu æfíngar fóru í það að aðlagast hljómburðinn því hann var svo til enginn. Salurinn tók fjögur hundruð manns og var- hætt við að hljóðið drukknaði þar sem það var uppselt á sýninguna og engir veggir til að endurkasta hljóðinu. Suma æfingadagana rigndi svo að buldi í og áttum við enga ósk heitari en að hann héngi þurr á meðan á sýningu stæði. Þann 19. ágúst rann svo stóri dagurinn upp, með sól á himni og gagnrýnendur í salnum. Þetta er fyrsta leiksýningin sem sett hefur verið upp á bókmenntahátíðinni, yfirleitt er leiklestur látinn nægja eða að höfundar lesi upp úr eigin verkum. Það er alltaf sérkennileg tilfinn- ing þegar sýningum lýkur. Einhvers konar bland af feginleik og sökn- uði. Maður kynnist persónunni sem maður leikur og svo er hún horfín á braut, eins og kær vinur sem maður mun minnast alla tíð. Rétt eins og Margrét deyr ekki í leikrit- inu þó hún hafi dáið líkamlegum dauða, lifír hún í mér. „She is back ... Grace of wind on the water. Whisper of wind in the new barley, bright air that fílls a small sail in the west, when físh flow ingo the net. Nothing dies.“ Höfundur stundar nám í leiklist í Edinborg. Þú getur kallað það aldamótahugsunarhátt... Ragnar Ingi AÖalsteinsson segir frá byltingarkenndri útgáfu sinni afEiríks sögu víöförla AÐ sem einkum greinir okk- ur frá öðrum þjóðum er tungumálið og sagan. Það er verðmætasta sameign okkar ásamt landinu og auðlindum þess. Án sögunnar væri tæpast hægt að tala um okkur sem sjálfstæða þjóð. Án tungumálsins værum við runnin saman við einhveija af nágranna- þjóðunum og enginn talaði framar um íslendinga. En sagan og tungumálið kosta okkur líka vinnu, rétt eins og land- ið og auðlindirnar. Við þurfum að læra söguna til að vita hvað íslend- ingur er, og til að þekkja rætur tungumálsins skoðum við texta sem gerðir voru á fyrstu öldum byggðar okkar hér. Við erum svo heppin að eiga frægar bókmenntir frá þeim tímum. Svo mörg eru þau orð í rökum Ragnars Inga Aðalsteinssonar fyrir því hvers vegna við íslendingar les- um fomsögur. Fyrir stuttu kom út eftir hann skólaútgáfa af „Eiríks sögu víðförla," þess manns sem ferðaðist lengst allra - jafnvel alla leið að fordyri himinsins, sneri til baka og gat sagt frá reynslu sinni. Sagan er skrifuð á nútímastafsetn- ingu í útgáfu Ragnars Inga, með orðskýringum neðanmáls og í kennsluheftinu eru verkefni, rit- gerðarefni og lestraræfíngar á eftir hveijum kafla. Með heftinu fylgir mikið ítarefnishefti fyrir kennara, auk kennaraheftis með nákvæmri kennsluáætlun og eftir að hafa les- ið þessa útgáfu, verð ég að segja að ég vildi óska þess að ég hefði átt aðgang að íslendingasögunum í þessari útgáfu þegar ég var í barnaskóla. Við íslendingar getum verið æði sérkennilegt fólk; oft er svo langt á milli orða okkar og athafna að það er eins og við tölum á einni plánetu og framkvæmum á ein- hverri allt annarri. Við grobbum okkur í útlöndum yfir því að vera helsta bókmenntaþjóð í Evrópu, vís- um til arfleifðarinnar í hátíðarræð- um og sum okkar klöngrast aftur og aftur í gegnum fornsögurnar - þrátt fyrir æðisgengnar ættartölur bænda og búaliðs sem í þeim eru, sem að vísu verða forvitnilegri eftir því sem aldurinn færist yfir. Flest- um finnst þetta hins vegar svo mik- ið torf, allt frá barnsaldri, að þeir öðlast aldrei áhuga á þeim. Og víst er að þegar byijað er að iesa ein- staka Islendingasögur í efstu bekkj- um grunnskóla - eru lestraraðferðir nemenda orðnar svo mótaðar af yngri skáldverkum, með tiltölulega einfaldri atburðarás, tiltölulega fáum persónum, tiltölulega augljós- um skyldleika eða tengingum og tiltölulega einföldu málfari, að sagnahefðin okkar gengur ekki inn í nema örfáa „sérvitringa." Og fleira kemur til: Við lifum á tímum hraða og augnablikið er það sem blívur. Heilu fréttirnar verða að komast fyrir í fyrirsögnum, við er- um á spani út um allt og höfum því sjaldan tíma til að snæða eitt- hvað annað en skyndifæði, vinnum mikið og erum þreytt og fögnum því afþreyingarefni í sjónvarpinu - hlustum lítið á útvarp (nema síbylj- urnar sem eru undirleikarar hins daglega amsturs) og heyrum því hið talaða orð æ sjaldnar. Með hveijum deginum sem líður fjar- lægjumst við tungumálið meira og meira; bókmenntaþjóðin snýr sér að gægjubókmenntum og hefur ekki úthald í skáldverk. Það er spurning hvað er langt þangað til við lesum bara öll Tinnabækurnar; fá orð, meiningarlausar orðasam- setningar og fullt af myndum. En kannski er von. Einmitt núna, á þessum grautarlegu fyrirsagna- og myndmálstímum birtist Eiríks saga víðförla, unnin á þann hátt að það hlýtur að vera bæði nemend- um og kennurum einstök ánægja að lesa og vinna úr þessari litlu sögu sem vonandi er aðeins upphaf- ið að því að þau verðmæti sem liggja í íslendingasögunum, verði færð til okkar í þeim búningi sem vekur áhuga okkar á þeim allt frá barns- aldri og við getum lesið þær aftur og aftur í öðrum búningi, eftir því sem við höfum aldur og þroska til. Eftir að hafa lesið þessa útgáfu af Eiríks sögu víðförla, sem Iðnú (Iðnskólaútgáfan) gaf út, lék mér áköf forvitni á að vita meira um höfundinn, að þessari einstöku hug- mynd væri. Sá heitir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem fyrr segir og segist hafa verið kennari um árabil. „Kennsluferill minn hófst vetur- inn 1967-1968,“ segir Ragnar Ingi. „Þá var ég ráðinn sem farkennari í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð - og sennilega var ég einn af síð- ustu farkennurunum hér á landi. Ég var þarna upp úr áramótum á leið til Vestmannaeyja á vertíð úr Hrafnkelsdal, þaðan sem ég er ætt- aður, en var sjanghæaður niðri á Egilsstöðum og fluttur til Eskifjarð- ar og þaðan í Helgustaðahrepp. Þar var þá kennaralaust og ég dvaldi þar fram á vorið og kenndi nokkrum strákum. Og þaðan á ég afar góðar minningar. Næsta vetur á eftir réði ég mig að Gagnfræðaskólanum á Akureyri og eftir það lá leiðin suður, þar sem ég fór að kenna í Hafnarfirði. Það vantaði alltaf kennara einhvers staðar. Ég gat alltaf fengið kennslu, þótt ég væri réttindalaus, en með stúdentspróf. Það varð þó til þess að ekki mátti skipa mig í stöður og ég var ráðinn í eitt ár í einu á hveijum stað og var á miklu flakki. Þetta átti mjög vel við.mig á þeim árum, því þótt mér þætti gaman að kenna, stundaði ég alls kyns aðra vinnu; við landbúnað, á sjó, í trésmíði, í múrverki - en var einkum til sjós. Ég var líka stöðugt að taka ákvörðun um að snúa mér alfarið að sjónum, en lenti alltaf aftur og aftur í kennslunni. Svo endaði það auðvitað með því, þegar boðið var upp á réttindanám við Háskóla ís- lands, að ég dreif mig í það árið 1979 og lauk því 1982. Éftir það hef ég kennt nánast samfleytt - þar til ég flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum, þegar konan mín ákvað að fara í doktorsnám í sínu fagi.“ Breytti það einhveiju fyrir þig að fá kennararéttindi? „Já. Breytingin við að fá rétt- indi, var sú að þá fékk ég skipun í stöðu og hélt henni. Ég vissi því alltaf á vorin hvar ég yrði að hausti." Hvar koma fornsögurnar inn í líf þitt? „Þær koma afar snemma inn í líf mitt - áður en ég man eftir mér, að ég held. Ég var kominn í gegnum alla Njálu áður en ég var tíu ára... Ekki svo að skilja að mér hafi þótt hún skemmtileg. Ég var afar þreyttur í lagaflækjuköflunum og það var svo langt á milli skemmtilegu kaflanna. Ég var allt- af við það að gefast upp - því þetta er auðvitað ekki lesning fyrir smá- krakka. En ég fór í gegnum hana. Og það var ekki bara það að mér þætti þetta ekki gaman. Ég hafði ekkert vit á bókinni á þeim tíma. En það var ýmislegt í þessu; eitt- hvert tilfinningaatriði. Foreldrar mínir trúðu á þessar bókmenntir. Þær voru nánast trúaratriði fyrir föður mínum og ekkert fullkomnara var til. Hann vitnaði stöðugt í vísur og ljóð og fornsögurnar - fyrir hon- um var þetta lifandi hluti af tungu- málinu. Honum fannst maður þurfa að kunna þetta til að geta átt í tjá- skiptum. Og til að geta átt í tjá- skiptum við hann, var eins gott að kunna sín fræði.“ Kínverskirtón- listarmenn á íslandi Fyrstu tónleikarnir íIslensku óperunni í dag r" IDAG verða haldnir æði sérstæðir tónleikar í íslensku óperunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.30 og eru þeir fyrstu í tónleika- ferð kínverskra listamanna hér á landi. í næstu viku halda þeir síðan út á land og leika á Egilsstöðum mánudaginn 12. október, á Akureyri 13. október, ísafirði 13. október, á Akranesi 15. október og hinn 16. október að Reykholti í Borgarfírði. Á efnisskránni eru þjóðlög frá ýmsum héruðum í Kína og Mongólíu, ýmist fyrir einleikshljóðfæri eða öll hljóðfærin saman — og víst er að þau hljóðfæri sem leikið verður á eru okkur íslendingum æði framandi; pípa, Erhu, Yangqin, Sheng og Dizi Pípan á sér 1300 ára sögu í Kína. Hún er fjögurra strengja lúta, eins og pera í laginu. Strengir hennar eru plokkaðir og eru yfirleitt úr silki eða næloni og eru stilltir í A,d,e og a. Hljóðfæraleikarinn plokkar streng- ina með hægri hendi á mismunandi hátt til þess að ná fram ýmsum blæ- brigðum svo sem áslætti. Pípa rekur uppruna sinn til stuttrar lútu sem barst til Kína frá Miðausturlöndum á 6. öld. Hún var eitt vinsælasta ein- leikshljóðfærið í sölum heldra fólks. í dag er hún jöfnum höndum notuð sem einleikshljóðfæri, í hljómsveitum og sem undirleikshljóðfæri. Erhu er tveggja strengja fíðla sem á sér 1200 ára sögu. Hljóðfærið er 75 sm á lengd og með sexhyrndum, litlum hljómbotni, klæddum slöngu- skinni. Hún er með bandalausan háls.. Boginn liggur milli strengjanna en venjulega er Ieikið á annan streng- inn í senn. Áður fyrr var Erhu aðal- lega notað sem undirleikshljóðfæri eða í hljómsveitum svo sem í óperu- hljómsveitum. Á þessari öld hefur hún náð miklum vinsældum sem undirleikshljóðfæri. Yangqin (jangtsín) er eins konar „dulcimer". Það barst til Kína á 16. öld með arabískum kaupmönnum. Það er vinsælt sem einleikshljóðfæri, en einnig er það notað í sumum óper- um og við flutning söguljóða. Éins og á evrópska sembalnum er hljóm- botninn trapisulaga og hljóðfærið hefur tvær brýr. Sheng (eins konar munnorgel) er ævafornt, kínverskt hljóðfæri sem á rætur að rekja til 16. aldar fyrir Krist. Hljóðfæri þetta er m.a. forfað- ir harmonikkunnar. Belgur þess er bogalaga og umhverfis hann eru festar 12 eða 19 bambuspípur sem eru lóðréttar. I neðri enda hverrar hljóðpípu er málmfjöður og gat sem hljóðfæraleikarinn hylur með fingr- unum til þess að mynda tóninn. Hljóðfæraleikarinn heldur utan um hljóðfærið með báðum höndum og myndar tóninn með inn- og út- blæstri um leið og hann heldur fyrir mismunandi mörg göt til þess að mynda hljóma. Sheng er bæði notað sem einleikshljóðfæri og í hljómsveit- um. Dizi (dídsu) er kínversk bambus- þverflauta sem á sér um 2000 ára sögu. Flautan hefur sex fíngragöt. Nálægt blástursgatinu er lítið gat sem er þakið þunnri himnu sem gef- ur hinn fíaðurmagnaða skæra tón flautunnar. Dizi er notað jafnt til einleiks og í hljómsveitum. Efnisskráin Á efnisskrá tónleikanna verða verk sem bera nöfn sem eru mjög ólík því sem við eigum að venjast. Flutt verða ýmist einleiksverk eða þá að hljóðfæraleikararnir leika sam- an. Hljómsveitarverkin eru „Regn- dropar falla á bananalauf", þjóðlag frá Kanton, „Zi Zhu-tónn“, vinsælt þjóðlag frá Suður-Kína, og „Hundruð fugla tilbiðja fuglinn Fönix". Tvö einleiksverk verða leikin á Yangqin: „Hátíð í Tian-fjöllum", þjóðlag frá Uygur-þjóðinni, þar sem lýst er hátíð íbúa Tian-fjalla, og „Máfurinn". Ein- leiksverkin sem flutt verða á Erhu eru: „Máninn speglast í lindinni", eftir tónskáldið Bing. Verkið lýsir bágum lífskjörum höfundarins sem var blindur fiðluleikari á fyrri hluta þessarar aldar og bjó í Wuxi. Seinna verkið er „Kappreiðar", þjóðlag frá Mongólíu. Tvö einleiksverk verða einnig leik- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.