Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Endurminningar Tomasar Tranströmers C 5 Jónu Guðrún Jónsdóttir og Þröstur Guðbjartsson. Morgunbiaðið/Sverrir Margrét Ákadóttir og Ari Matthíasson. tilfinningum sem þau báru hvort til annars. Hún lifði síðan í óhamingju- sömu hjónabandi með manni sem afrekaði fátt annað en að drekka sig burt úr grámanum og taka fram- hjá henni. Hann varð vesalingur, gleðimaðurinn sem kom á þennan stað í Noregi þar sem ekkert var að hafa nema innantómar skemtan- ir. Megnaði með öðrum orðum ekki að njóta lífsins þar sem gleði var af hinu illa. Meira að segja vinnu- gleði, eins og hinn ungi Osvald bendir á í reiðkasti, þekkist ekki. Aðeins kvöð. Landar Ibsens brugðust margir ókvæða við Afturgöngum og hefur eflaust þótt vegið að mikilvægum gildum. I einu bréfanna sem Ibsen sendi heim til Noregs frá Italíu, þar sem hann dvaldist um þetta leyt.i, og birt eru í leikskrá Frú Emilíu, skrifar hann um allar þessar skelfdu frelsishetjur. „Er það ekki fyrst og fremst hugurinn sem þarf að frelsa? Þrælasálir sem geta ekki einu sinni notað frelsið sem við þó höfum. Noregur er frjálst land en hulið skýjaþykkni fjötraðra manna.“ Og í öðru bréfi frá Róm kemst hann að þeirri niðurstöðu að minnihlutinn hafi ætíð á réttu að standa. „Ég á við minnihlutann sem náð hefur þangað sem meirihlutinn hefur ekki enn komist. Ég á við að sá hefur á réttu að standa sem er í slagtogi með framtíðinni." Þ.Þ. Sunna Borg og Kristján Franklín Magnúss. núna risið á ný og skína skært á stjörnuhimni leikhúsanna víðs vegar um heiminn. Ástæða þess er trúlega sú að í þessu verki Ibsens er ein- hver sterkasta skírskotun hans í samtímann. „Leikfélag Akureyrar hefur að- eins einu sinni áður sviðssett leikrit eftir Henrik Ibsen,“ segir Viðar Eggertsson, „það var 1945 þegar Brúðu- heimilið var tekið til sýning- ar hér. Síðan hafa Norðlend- ingar ekki get- að notið sýning- ar á neinu leik- riti Ibsens hjá Leikfélagi Akureyrar. Hitt er annað mál að Afturgöngur eru í flokki þeirra leikrita skáldsins sem skrifuð eru á„hversdags- legu máli,“ ef við getum leyft okkur að segja svo, þannig að fólk þarf alls ekki að óttast að eiga í nein- um erfiðleikum með að skilja hvað höfundur- inn er að fara. Málið er hvorki fornlegt, ofur- skáldlegt né flókið. Ég held líka að leik- stjóranum, Sveini Einars- syni, og áhöfn hans takist prýðilega að undirstrika hversu nútímalegur Ibsen er. Hvass fjölskylduliarmleikur í grein sem dr. Guðmundur Heið- ar Frímannsson skrifar í leikskrá segir meðal annars að í Aftur- göngum megi sjá ýmsa bestu kosti Ibsens: „djúpar persónur, sem þró- ast og breytast, atburðarás, sem sprettur af einkennum og átökum persónanna og virðist óhjákvæmi- leg, og svo eru hversdagsleg samt- öl, sem snerta hin erfiðustu og ör- lagaríkustu viðfangsefni mann- fólksins á okkar tímum.“ Þá segir dr. Guðmundur að komi fram í leik- ritinu ýmis helstu hugðarefni höf- undar eins og andstæða skyldu og löngunar eða hneigðar, hlutverk blekkingar í mannlífinu, spurningin hvort eða hvenær lífið hætti að vera einhvers virði og lykilhugmyndin að syndir feðranna gangi aftur í börn- unum. Áður hefur komið fram að Sveinn Einarsson leikstýrir Afturgöngum, en hann hefur áður haldið um stjórnvölinn í Samkomuhúsinu á Akureyri, í Kristnihaldi undir jökli og Ég er gull og gersemi, en það leikrit samdi hann jafnframt með hliðsjón af Sóloni íslandus Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sunna Borg leikur frú Alving og Þráinn Karlsson fer með hlutverk Engstrand snikkara. Þau eru bæði húsvön í Samkomuhúsinu. Rósa Guðný Þórsdóttir leikur nú fyrsta hlutverk sitt sem fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, en hún hefur með höndum hlutverk stúlk- unnar, Regínu Engstrand. Kristján Franklín Magnúss er einnig nýr á sviði Samkomuhússins í hlutverki sonarins, Ósvalds. Með hlutverk séra Manders fer Sigurður Karls- son, einn af fastapunktum í starfi Leikfélags Reykjavíkur, en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur hjá Leikfélagi Akureyrar. Ljósameistari hjá Leikfélagi Ak- ureyrar er nú sem um árabil Ingvar Björnsson en búninga og leikmynd gerir Elín Edda Árnadóttir. -Sverrir Páll. Það sem minningamar sáu EFTIR JÓIIANN HJÁLMARSSON Minningarnar sjá mig (Minnena ser mig, Bonniers 1993) nefnist bók eftir Tomas Tranströmer, fýrsta prósaverk hans til þessa. Ljóðskáld- ið Tranströmer sem löngum hefur farið sparlega með orð er sjálfum sér líkur að því leyti að minningar hans eru aðeins 57 blaðsíður. Tomas Tranströmer er nú á bata- vegi eftir heilablóðfall fyrir nokkr- um árum. Áður en hann veiktist var hann byijaður að skrifa endurminn- ingar sínar. Minningarnar sjá mig ijalla um bernsku- og æskuár skáldsins, fyrstu sautján ár ævinn- ar. Tranströmer ólst upp í suðurhluta Stokkhólms, Söder. Faðir hans var blaðamaður, móðirin kennari. Eftir skilnað foreldranna hitti Tranströ- mer föður sinn aðeins á jólum. Móðurafanum kynntist hann betur. Hann var fyrrverandi hafnsögumað- ur og reyndist drengnum vel, fýlgdi honum m. a. eftir á óþreytandi i'ölti hans um söfn Stokkhólmsborgar. Sambandinu við móður sína lýsir Tranströmér af hlýju. í skóla skar hann sig ekki svo mikið úr að öðru leyti en því að hann átti snemma auðvelt með að skrifa ritgerðir. Versta minningir. þaðan er um dreng sem var margfalt sterkari en Tranströmer og gerði sér það að leik að þjarma að honum. „Föður- leysið“ bagaði líka, enda ekki eins algengt þá og nú. Fyrstu ljóð Tranströmers birtust í skólablaði menntaskólans Södra latin 1948. Latínukennarinn hafði vonast eftir að Tranströmer tæki sér Hóras til fyrirmyndar, en fyrstu skáldskapartilraunirnar bentu til þess að hin myrku og lítt skiljanlegu skáld fimmta áratugarins í Svíþjóð stæðu nemandanum nær. Aftur á móti varð það ljóst seinna, eða þeg- ar fyrsta bók skáldsins kom út 1954, að hann var undir nokkrúm áhrifum rómverskra skálda, að minnsta kosti í formi. Á nokkrum stöðum í minningun- um grípur Tranströmer til skáld- legra líkinga og myndhverfinga eins og í ljóðum sínum, en stíll bókarinn- ar er þó fremur yfirvegaður og hófstilltur. Tranströmer er ekki síð- ur meistari prósans en ljóðsins. Heiti bókarinnar er sótt í sam- nefnt ljóð sem birtist í Det vilda torget, 1983. Upphafslínurnar eru svona: Júnímorgunn þegar það er of snemmt að vakna en of seint að sofna aftur. Ég verð að fara út í grænkuna sem er hlaðin minningum og sem gefa mér gætur. Þótt minningarnar séu ekki sýnilegar eru þær svo nærri að skáldið heyrir andardrátt þeirra þrátt fyrir fuglasönginn. Fyrir nokkrum árum sagði Tranströmer mér frá væntanlegum endurminningum sínum og að hann hugsaði sér þær þannig að hann gerði dætrum sínum grein fyrir bernsku sinni og æsku, upprunan- um. „Gagnrýnendur geta þá loksins skammað mig af heilum hug, þeir hafa yfirleitt hælt mér“, sagði Tranströmer brosandi. Ekkert bendir þó til að gagnrýn- Nýleg mynd af Tomasi Tranströmer endur muni nota tækifærið og hella sér yfir skáldið að þessu sinni. Sú gagmýni sem mér hefur borist er afar lofsamleg. Það kemur fram í umsögn Tomm- ys Olofssons í Svenska Dagbladet að Tranströmer hefur ekki alltaf verið í náðinni sem skáld. Á sjöunda áratugnum þótti skorta á „bylting- arkennt hugarfar“ hjá honum. Að sögn Olofssons svaraði Tranströmer með ljóðinu Um Söguna. í ljóðinu bendir Tranströmer á að róttækur og íhaldsmaður búi saman líkt og í óhamingjusömu hjónabandi, mótaðir hvor af öðrum, háðir hvor öðrum. Hann leggur áherslu á að börn þeirra brjóti af sér hlekkina, eða eins og það hefur verið túlkað snúi baki við staðnaðri hugmyndafræði nítjándu aldar. Annað skáld, Göran Sonnevi, hafði með ljóði sínu Um stríðið í Víetnam gífurleg áhrif og það var eitt af fyrstu kennimerkjum ákafrar vinstribylgju í Svíþjóð. Tommy Olofsson skrifar: „Ljóðið (Um Söguna) var svar við einhliða hugleiðingu Görans Sonnevis, Um stríðið í Víetnam. Nú er ef til vill ástæða til að endur- meta þessi ljóð og kveða upp annan dóm um hvort var betra og fram- sýnna skáld í þetta skipti. Þá taldi enginn að það væri Tranströmer. Nú lítur út fyrir að það hafi verið hann.“ Fimmti hluti Um Söguna víkur að því hvernig atburðirnir fyrnast og minningarnar breytast „hægt í sjálfan þig“: Á flötinni ekki langt frá byggingunni hefur mánuðum saman legið dagblað, fullt af atburðum. Það fyrnist um nætur og daga í regni og sól, verður senn jurt, kálhöfuð, sameinast senn jörðinni. Á sama hátt og minning breytist hægt í sjálf- an þig. Hér eins og víða annars staðar í skáldskap Tomasar Tranströmers leika minningarnar sitt hlutverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.