Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 1
I- MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 BLAÐ DÓTTIR SÆKONUNGSINS EFTIR BERGLJÓTU ARNALDS Það kom mér skemmti- lega á óvart þegar hringt var í mig síðasta vor og mér boðið að taka þátt í sýningu á Edinborgarhátíðinni. Þessi sýning er liður í „The Book-Festival“, bók- menntahátíð sem haldin er annað- hvert ár og er liður í Edinborgarhá- tíðinni. Á bókmenntahátíðinni eru umræður um bókmenntir og kynnt- ar bækur frá ýmsum löndum. Höf- undar lesa úr eigin verkum og svara fyrirspumum. I ár mættu yfir tvö hundruð höfundar þar á meðal Dor- is Lessing, Terry Jones (Monty Pyth- on), Jeanette Winterston, Terry Pratchett, Ben Okri, Roy Hattersley og margir fleiri. Hátíðin er haldin á Charlotte Square í miðborginni og er allt torgið lagt undir hana. Tjöld eru sett upp og tengd saman og gátu stærstu tjöldin tekið allt að íj'ögur hundruð áhorfendur. í tjöld- unum fara fram ýmsar uppákomur, bóksala og fleira og svo geta menn hvílt sig á kránni, sem er allsérkenni- legt tjald klætt speglum. í júní mættii ég á samlestur. Ég var kynnt fyrir leikhópnum svo var leikritið lesið yfir og rætt. Isobel Mieras var mætt með hörpuna sína og spilaði fyrir okkur nokkur stef sem hún var að vinna að, en hún er höfundur að allri tónlist í sýning- unni. Þá ræddi leikstjórinn Marillyn Gray um höfund verksins George Mackay Brown og las fyrir okkur bréf sem hann hafði sent hópnum. Brown er fæddur árið 1921 í Orkn- eyjum. Hann hefur skrifað bæði sögur og leikrit, en er einna þekkt- astur fyrir ljóð. Þetta er í fyrsta sinn sem leikritið hans „The Sea- Kings Daughter" eða „Sjávarkon- ungsdóttirin" er sett upp. Leikritið fjallar um sannsöguleg- an atburð sem gerðist árið 1290. Sjö ára stúlka, Margrét, var flutt frá Noregi til Skotlands. Þar átti að krýna hana drottningu og gifta hana Edward II. Englandsprinsi og þar með sameina Skotland og Eng- land. Á leiðinni gerir storm og þeg- ar skipið kemur til Orkneyja þá er Margrét látin úr lungnabólgu. Mar- grét var dóttir Eiríks 11. Noregskon- ungs og barnabarn Alexanders III. konungs Skotlands. Margrét missti móður sina stuttu eftir að hún fæddist og þegar hún var aðeins þriggja ára gömul deyr afi hennar Alexander III. Hún var eini afkom- andi hans og því réttmætur erfingi skosku krúnunnar. Leikritið fjallar um siglinguna, frá því þau leggja af stað frá Noregi þar til þau lenda í Orkneyjum. Texti verksins er mjög ljóðrænn. Það eru engar samræður aðeins eintöl. Verkið er skrifað fyrir sjö konur, drottninguna ungu og fylgd- arkonur hennar. Þær fara með ein- tölin í sömu röð í hvetjum þætti, þannig að Olga talar alltaf fyrst í hveijum þætti og María alltaf síð- ast, en leikritið er í fimm þáttum. í síðasta þætti, þegar drottningin er látin, þá er þögn þar sem vænst er þess hún tali. Marillyn ákvað að hafa tvo karl- leikara með í uppsetningunni, skip- stjóra og skipveija. Einnig hafði hún aðeins sex leikkonur og skipti Maríu-eintölunum á milli hinna per- sónanna. Þessi Maríu-eintöl eru nokkurs konar ályktun á því sem gerst hefur í þættinum og virkuðu þau eins og kórinn í forn-grísku harmleikjunum. Myndaðist þá ris í lok hvers þáttar, eins konar draum- ur eða undirmeðvitund drottningar- innar. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.